Ingólfur


Ingólfur - 08.11.1911, Blaðsíða 4

Ingólfur - 08.11.1911, Blaðsíða 4
182 INGOLFUR D. D. P. A. Verð á olíu er í dag: 8 og 10 potta brúsar 16 aura pr. pott „Sólskær Standard Whitew. 8 — 10 — — 17 — — — „Pennsylvansk Standard White“. 8 — 10 — — 19 — — — „Pennsylvansk Water White“. 1 eyri ódýrari potturinn í 40 potta brúsum. Brúsarnir léöir Menn eru beðnir að gæta þess, að á brúsanum sé vörumerki vort bæði á hliöunum og tappanum. Ef þíð viljið fá góða olíu, þá biðjið um þessi merki hjá kaupmönnum ykkar. Pantið sjálfir vefnaðarvöru yðar beina leið frá verksmiðjunni. Mikill sparnaður. Allir geta fengið sent burðargjaldslaust gegn eftirkröfu 4: mtr. af 130 OtlH. torolöu svörtu, bláu, brúnu, grænu eða gráu vel lituðu klæði úr fallegri ull í prýðilegan og haldgóðan sparikjól, eða sjaldhafnar- föt fyrlr oiuar ío Jir. — i mtr. á 2,50. Eða 3'/4 mtr. af 135 otm brelöu svörtu, dimmbláu eða gráleitu nýtýzku-fataefni í haldgóðan og fallegan karlmannafatnað fyrlr elnar 14 Kr. 50 au Ef vörurnar líka ekki verður tekið við þeim aftur. Aarhus Klædeveveri, Aarhus, Danmark. Fox-ritvélin Allir andbanningar og aðrir, sem hafa vín um hönd og sem þekkja gœði vínanna hjá J. P. T. Brydes-verslun og vita hversu ódyrt verzlunin selur þau, láta sér ekki detta í hug að kaupa þau annarsstaðar. Yður, sem ekki enn hafa reynt þau, viljum vér aðeins benda á að vínin eru frá verslunarhúsinu Kjær & Sommerfeldt 1 Kaupmannahöfn, sem eru konungl. hirðsalar. Geta betri meðmæli átt sér stað? Gerið því vínkaup yðar við «T. því vínin þar eru holl — góð — ódýr *. T. IBrydeJS-verHlun og ósrikin. er einbver hin besta, fullkomnasta og sterkasta ritvél, sem til er. AUar nýtýsku umbætur. — Leitið upplýsinga bjá ritstjóra þessa blaðs. | Sveinn Björnsson i yfirréttarmálaflutningsmaöur Hafnarstræti 16. Eggert Claessen yfirréttarmálaflutningsmaður Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Tslsíml 16. aðeins góð vin og frá, velþekktnm vínhúsnm erlendis. Vín- og öl-kjallarinn í Ingölfshvoli er nú byrgur a# allskonar vínnm, öli og gosdrykkjum frá elsta vin & ölgerðarbúsnm. Par er mest og bezt úrval af hátíðadrykkjum. Félagsprentsmiðjan. töfluna, ef ekki má setja neinn einstak- ling á hana? Eins og grundvöllur bannlaganna er óverjandi hverjum þeim er viðurkennir það persónufrelsi, er siðaðar þjóðir telja heilagt, eins er það víst, að bannlögin eru það sjálí, og engar líkur eru til að þau nái þeim tilgangi sem þeim er ætl- að að ná. Lög sem brjóta eins átakan- lega í bág við réttarmeðvitund mikils hluta þeirrar þjóðar, sem ætlað er að fylgja þeim, eins og bannlögin gera, hanga í lausu lofti. Hvernig má búast við því að þeir sem telja þessi lög beint brot á þeim rétti, er ekkert siðað þjóð- félag má taka af meðlimum sínum,fari að hegða sér eftir þeim. Og vilji menn ekki hlýða þeim, þá verða þau með öllu óframkvæmanleg. Þetta hefir ver- ið sýnt átakanlega í skarplega ritaðri grein í Ingólfi um „Þrælalögin“, þar sem þau eru rakin lið fyrir lið, og eg skal ekki fara að endurtaka það, sem þar hefir verið sagt. I sömu grein geta menn fundið næg dæmi þess hve hjá- kátleg framkvæmd laganna yrði. Þar hefir líka verið bent á hve ánægjulegt það er að geta átt von á heimilisrann- sókn hvenær sem fullur dóni finnur upp á því að Ijúga því að hann hafi fengið vín hjá manni. En hér sannast sem oftar, að ekki er ein bára stök. Þegar farið er að fótumtroða eina grein per- sónufrelsisins, þá er vís árás á hinar. Ef nokkuð má af líkum ráða, þá er það þetta, að lögin yrðu margsinnis brot- in og jafnmikið drukkið eftir sem áð- ur i landinu. En sá drykkjuskapur yrði í skjóli allskonar yfirhylmingar, og sé nokkur hlutur siðspillandi, þá er það þetta að hafa lög sem enginn virðir. Það elur upp virðingarleysi fyrir lögum alment og gerir menn að þýlyndum bragðarefum. Þjóðin mundi því brátt sjá nauðsyn til að afnema lögin, og leggja toll á áfengi, eins og nú er. En halda menn að sá tollur greiðist vel eftir að menn eru komnir á lagið að flytja áfengi tollaust inn í landið ? Lands- sjóður tapaði þá ekki aðeins áfengistoll- inum þann tíma sem bannlögin stæðu heldur og þeim tolli sem svikinn yrði vegna þess uppeldis er þjóðin fær með bannlögunum. En það er mikill skaði, því varla verður fundinn réttlátari toll- ur en áfengistollurinn. Enginn neitar því að áfengi sé munaðarvara sem spara má, og áfengistollurinn kemur ekki síst niður á efnaðri stéttunum og sumpart á útlendingum er dvelja hér. Alt ber því að sama brunni. Bann- lögin eru ólög, gerð i einhverju óráði, sem gripið hefir þjóð og þing. Hvað á að gera við þau? Það á að afúema þau og næsta þing ætti að gera það. Menn eru farnir að ympra á því, að ef til vill væri rétt að stofna til nýrrar atkvæðagreiðslu um þau. Sé það gert með þeim ásetningi að löggjafarvaldið eigi að taka hið minsta tillit til þess, hvernig atkvæðagreiðslan fellur, þá er eg algerlega á móti því. Enginn meirihluti í landinu réttlætir siík bannlög og það er jafn siðlaust að bera þau undir þjóðaratkvæði eins og hitt að bera trúarbragðafrelsi eða prent- frelsi undir þjóðaratkvæði. Þetta mál átti aldrei að koma undir þjóðaratkvæði, ef tilgangurinn var annar en sá að mæla mátt ofstækisins í landinu, Að endur- taka þá atkvæðagreiðslu væri að gera seinni villuna verri hinni fyrri, hvernig sem atkvæði féllu. Sumir seg_ja að við eigum að reyna þau. En ég neita þvi, að vér eigum að gera tilraunir með að troða undir fótum skýlausan persónurétt manna, og ég hygg að þjóðin, þegar hún hugsar sig um, hafi nægt vit til að sjá, að slik tilraun hlýtur að mistakast. Verði bann- lögin afnumin á næsta þingi, þá hafa þau ekki fengið tíma til skaða þjóðina siðferðislega né efnalega að neinum mun, og þá væri vel að verið. Þjóð vor sækir sjálfstjórnarrétt sinn i hendur annari þjóð. Hún sækir það mál fast og þykist fær um að stjórna sér sjálf. Er það ekki undarlegt, að sú hin sama þjóð skuli beita því frelsi, sem hún hefir, einmitt til að svifta með- limi þjóðfélagsins þeim rétti sem jafnvel dýrið í haganum hefir til að ráða fyrir munni og maga? Er það ekki sárbros- legt, að hún skuli telja það eitt hið mesta velferðamál að ráðast á persónu- frelsið í landinu, það frelsi seni er og verður lífsneiátinn í hverri sannri frels- isbaráttu!

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.