Ingólfur


Ingólfur - 22.11.1911, Síða 1

Ingólfur - 22.11.1911, Síða 1
iNOÓLFrm keraur út elnu sinni i viku að minsta j kosti; venjulega á þriðjudögum. j Árgangurinn kostar 3 kr., erlend- is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- in við áramót, og komin til útgef- anda fyrir 1. október, annars ógild. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunn— ar Egilsson Laugaveg nr. 38. — Má finna á afgreiðslunni frá kl. 11-12. Afgreiðsla og innheimta í Kirkju- strœti 12 kl. 11—12 og 4—5 hjá P. E. J. Halldórssyni, lækni. Dm neyslu áfengis. Fyrirlestur kaldinn í bæjarstjórn Kristiania. Eftir prófessor dr. N. Wilie. 1 I- Það munu vera fá mál, að undan- teknum hreinum trúmálum, sem valdið geta jafn miklum æsingi og áfengis- málið. Þetta «ætir undrum; því að í rauninni eru það ekki grundvallar- eða prinsip mótsetningar, sem þar rekast á, en deilan er einuagis um það, hverjar leiðir »éu heppilegar af þeim, er liggja að takmarkinu og um stig-miímun í með- ulunum til að ná því marki. Þvi allir eru sammála um að ó*ka þes», að mis- brúhun áfengis megi hætta, og til er flokkur manna — al-bindindi»mennirnir — sem halda fram þoirri grundvallar- skoðun, að neysla áfengia sé skaðsam- leg, og að koma beri í veg fyrir hana. Aðrir eru til aem halda því fram, að áfeugi sé ekki skaðsamlegt, ef þess er neytt í hæfilega smáum »kömtum, og að því beri að leyfa ueyslu þes». Allir eru samtaka um að óska þess, að þjóðiu sé hófsöm; bannmennirnir vilja ná því takmarki með þvi að banna alla 8öíu og neysln áfengis — og er það geysiiega mikil skerðing á persónnlegu frelsi manna — en vér, »em ekki telj- um hóflega ney»lu áfengis skaðlega, vér viljum ala upp þjóðina til að hafa hemil á sjálfri sér, svo að nota megi þetta nautnarmeðal eins og önnur án óhófs og án skaða. En, segja menn, áfengi er eitur — hættulegt eitur fyrir mannlegan líkama; því verður að forðast það. Það er að vísu satt, að áfengi er eitur; en að því leyti á það sammerkt við fjölda annara efna, sem mcnn nota daglega, svo sem kaffi, og mun jafnvel mega svo að orði kveða, að sérhvert efni lýsi sér sem eitur, ef þess er neytt í óhófi. Til þess að eitthvert efni lýsi sér aem eitur, þarf að neyta svo og svo mikils af; ef minna er neytt af því, er það ekki eitur. Svo er einnig um áfengi, enda kemur það »vo víða fyrir í náttúr- unni, að vér gætum ekki forðast það þótt vér værum allir af vilja gerðir. Því áfengi er i brauði, ávöxtum, og jafnvel í líkama sjálfra vor, fyrir efna- breytingar. Því er þannig takmörk »ett, hvar áfengið hættir að vera skaðlaust, og byrjar að vera akaðlegt, þ. e. lýsa sér sem eitur. Þesai takmörk verða mjög »vo mis- jöfn, og fer það eftir ýmsum atvikum; sérstaklega ræður þar um milku næm- leiki hvers einstaklings, eins og um öll eiturefni. Vaninn ræður einnig miklu um áfengi, eins og um tóbak. Eins ræður það miklu hversu sterk þynning- in' er, og því mun skamtur af áfengi, sem er skaðlegur tómum maga, vera söddum maga að meatu óskaðlegur. Sömuieiðia ræður það miklu hvenær áfengisin* er neytt — það er oftastnær áfengara að morgni dags enn er á kvöld- ið líður. Sérstaklega eru vitanlega börn og veik- bygt fólk miklu móttækilegra enn full- orðið og heilbrygt fólk. Þeir skamtar af tóbaki, kaffl og áfengi, sem hafa skaðlegar vérkanir á hina fyrnefndu, geta verið með öllu óakaðlegir hinum síðarnefndu. Um verkanir áfengisina i stærri skömt- um — eiturverkanirnar — er það eng- um vafa bundið, að þær eru bæði and- lega og likamlega skaðlegar. Öðruvísi er varið um áfengi í miðlungs og sináum skömtum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar um verkanir áfengia í miðlungs skömt- um, en niðurstaðan hefir orðið sumpart gagnstæð hvor annari, suropart óábyggi- leg. Nokkuð af þvi mun þó vera nokk- urnveginn ábyggiiegt, að því er ég get séð. Áður héldu menn, að áfengið væri ekki næringarefni, en að likaminn skil- aði því frá sér aftur. Þetta er rangt; nýrri rannsóknir thafa leitt það i ljós, að áfengið samlagar sig likamanum og kemur honum að notum. Tilraunir hinna ameríaku vísinda- manna, Atwater og Benedikt hafa sann- að, að þegar maður drekkur á einu dægri »11» 72,3 gr. af áfengi, í 6 jafnstórum skömtum, þá fer í mesta lagi 2°/0 útúr líkamanum aftur sem áfengi, en það sem eftir er (90—98°/0) brennur í líkam- anum og verður að kolsýru og vatni. Yið þessa brenslu leysist hiti, sem kefn- ur líkamanum að notum. Þetta hita- magn er 7,1 „kalorie11 á hvert gram af áfengi; þetta er tiltölulega mikið, þar sem kolvetni og eggjahvítuefni fram- leiða aðeins 4,1, og fituefni 9,3 “kalorie“ * á hvert gram. Það er fróðleg að »já, að þessi brensla áfeugis verður með mismunandi hraða, er fer eftir ýmsum aðkomandi áhrifum, t. d. hreyfingu eða kyraetu. Menn hafa komiat að raun um að þau 35. gr. af áfengi, »em eru í einum liter af öli, brúkar fullorðinn maður á 7 tímum ef hann heldur kyrru fyrir, en á 3 tim- um ef hann er að vinnu. Til brensl- unnar fer þá i fyrra tilfellinu 6—7 grömm, en í seinna tilfellinu alt að 15 gr. á tímanum. Það mun aennilega vera rétt, að ýms önnur næringarefni eins og sykur, lín- storkja, o. ti. gefi sama brensluhita, en líkaminn getur ekki notfært sér það eins hratt, sem þó oft og tiðum getur verið hagkvæmt. — Nytsemi áfengia er þó auðvitað ekki aðallega í því fólgin, að það er nær- ingarmeðal, heldur í því, að það er örv- andi meðal, sem bæði getur haft áhrif á likamann og sálina. Nýja skipið Sam. fól. kemur ekki. Fyrir skömmu lét Sameinaða gufu- skipafélagið það boð út ganga, að það hefði afráðið að byggja nýtt skip til íalandsferða, og átti skipiðað verastærra, hraðskreiðara og betur útbúið en þau ■kip, sem nú eru í förum milli íslands og útlanda. Fréttin gladdi menn, sem von var. Eu gleðin varð skammvinn. Því að með Ceres síðast kom sú frétt eina og þruma úr heiðskíru lofti, að félagið væri hætt við íslandsakipið og tekið til nýrra bygginga. Mestum undrum •ætti þó það, sem látið var berast með fréttinni, rfl. að íslensku stjórninni væri um að kenna að hætt var við skipa- bygginguna. Afskifti stjórnarianar af málinu eru þessi: Eftir að fuliráðið var að byggja skipið og að því er »agt er — jafnvel eftir að búið var að gera byggingar- samning við skipabyggingafélag í Kaup- mannahöfn, skrifar Sam. féi. stjórn- arráðinu hér og biður um samþykki þess til þess að hafa hærri fargjöld og farmgjöld á hinu nýja skipi heldur en á hinum skipum sinum. Á síðustu fjár- lögum er nú tekið fram að ekki megi hækka fargjöld né farmgjöld á milli- landaskipum þeim, sem 10 ára aamn- ingurinn sem þar er talað um verði gerður um, en undanþágu megi þó veiti frá þesau hraðakreiðasta skipinu. Und- anþága þessi hefir ekki verið notuð hingað til. Stjórnarráðið símaði því þegar til félagsins að það aamþykti hækkun á fargjöldum og farmgjöldum á hinu nýja skipi, en tók um leið fram að heimildin til þess að hækka gjöldin á Botníu félli þar með niður. Undan- þágan hefir, eins og áður var sagt, aldrei verið notuð á Botníu, og var skeyti stjórnarráðsins því i rauninni fullkom- ið samþykki upp á málaleitun félagsins. Það er því nokkurn veginn ljóst að ástæðurnar sem félagið tilfærir eru fyr- iraláttur. Hverjar ástæðurnar eru í raun og veru er ekki auðvelt að segja að svo stöddu. En vert er áðtakaeft- ir því að félagið hefir átt í brösum við fjármálaráðaneytið danaka. Ráðaneytið heftr stungið upp á að lækka styrki þá aem télagið fær úr rikisjóði Danamjög verulega, t. d. sérstaklega fyrir akip þau sem fara milli Esbjerg og Parkes- ton. Bétt eftir að þessar tillögur fjár málastjörnarinnar urðu heyrin kunnar {ét félagið í Ijósi að nú yrði það að hætta við allar endurbætur á þesaum ferð- um, en hefði qert ráðstafanir til þess að bæta Islandsferðirnar með nyju skipi, stœrra, betra, hraðskreiðara o. s. frv. Ætli þessar ráðagerðir féiagsins hafi haft áhrif á ríkisþingið dánska, svo að styrkurinn til Esbjerg-ferðanna fái að haldast? Og ef svo er getur hugaast að Esbjerg njóti nú þess, sem ísland átti að njóta. Auðvitað eru þessar tvær fyrirspurnir getgátur — en mjög aenni- legar getgátur. Sumum hefir dottið í hug að ástæða félagsins í raun og veru sé, að einhver von »é nú um að aænsku ferðirnar kæmust á, og er enginn vafi á að það getur dregið svo úr flutningum Sam. fél. að það borgi sig ekki að hafa jafngóð skip og nú eru í íslandsferðum, hvað þá heldur betri. En þetta er líka einungis getgáta. Sumir hafa viljað áfellast stjórnar- ráðið fyrir svar þess. En stjórnarráðið gat ekki svarað öðruvísi án þess að brjbta fjárlögin. Á alþingi 1909 voru sett þau skilyrði fyrir 10 ára samningi um gufuskipaferðir m. a. 1) að strand- ferðir yrðu jafngóðar eins og Sam. fél. þá bauð, 2) að farnar yrðu nokkrar ferðir milli íslanda og Hamborgar, 3) að milli landaskipin væru að mista kosti eins góð eins og Sam. fél. sem gengu þá og 4) að fargjöld og farmgjöld yrðu ekki hærri en þau voru þá, nema á hraðskreiðasta skipinu. Fyrir alt þetta mátti borga úr landssjóði 60,000 kr. á ári. Þáverandi ráðherra gerði nú aðal- lega samning við „Thore“ félagið og veitti því allan styrkinn fyrir Hamborg- arferðirnar og strandferðirnar; „Thore“ gat aftur á móti ekki fullnægt skilyrð- um fjárlaganna um ferðirnar milli ís- ianda og Danmerkur, því að félagið hefir að „Sterling“ undanteknu ekki nægilega góð skip. Ráðherra varð þvi að fá annað félag til þess að fara hin- ar lögboðnu millilandaferðir, og samdi um það við Sam. fél.; til ferðanna fékk Sam. fél. styrk úr ríkissjóði Dana eins og lög mæla fyVir um póstsambandið milli íslands og Danmerkur. Gildandi fjárlög ná því bæði til Thore felagsins og Sam. félagsins; leyfi til þeas að hækka fargjöld og farmgjöld á nokkru öðru skipi en hraðskreiðaata skipi beggja fé- laganna væri fjárlagabrot. Jónatan. Stríðið. ítalir fara halloka. Eftir aiðnsta fregnum að dæma virð ist það vera áreiðanlegt, að Tyrkjum sé farið að veita betur. Ítalir hafa hvergi getað náð föstum tökum nema i sjálfri borginni Tripolis, og þegar síð- ast fréttist til, voru Tyrkir farnir að ráðgera að ráðast á borgina og reyna að ná henni af valdi ítala. ítalir hafa nú sent suður til Tripol- is mörg loftskip; nota þeir þau til þesa að njóana og kanna landið umhverfla borgina, og aömuleiðis til þesa að varpa úr þeim sprengikúlum yfir lið fjandmann- anna. Gera þeir sér vonir um mikinn árangur af þeirri hernaðaraðferð, Italska stjórnin hefir skipað avo fyrir, að aUir fregnritar blaðanna skuli hverfa

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.