Ingólfur


Ingólfur - 22.11.1911, Blaðsíða 3

Ingólfur - 22.11.1911, Blaðsíða 3
INGÓLFUR 187 hæfileika okkar Ágústs, og þá hjá hverj- nm? Eða þóttist hann einfær nm að meta þá?, Vísindamenaka okkar ætti best að sjástá doktorsritgerðum okkar. Stjórn- arráðið hafði mína ritgerð prentaða í höndum nokkrn áðnr en embættið var veitt. Ágústs var þá enn óprent- uð og ekki fullbúin, og líklega hefir stjórnin ekki lesið hana í handriti eða huga höfundar. Því meiri ástæða var til að apyrja heimapekingana við Hafnarháskóla. Ef til vill hefir þá ráðherra farið eftir aðsókninni að fyrirlestrum okkar Ágústa. En ég mun hafa haft að minsta kosti tólffalt flsiri áheyrendur en Ágúst. Eða var Ágúst sjálfkjörinn af því að „Mannsandasaga" hans sé svo gott verk? Þeir sem dæmt hafa um það rit og lofað það, hafa flestir gert það með þeim formála, að þeir hefðu ekki vit á efninu. Eg fyrir mitt leyti geri ráð fyrir, að þeir sem fult vit hefðu á mundu ekki telja það rit sérlega „vís- indalegtH, og skal ég rökstyðja það betur síðar, ef krafiít verður. Eg lít svo á, að við Ágúst ættum báðir rétt’á því að verk okkar og hæfi- leikar væru dæmd af möauum sem vit hefðu á, og að eftir þeim dómi væri farið um veitinguna. Þar sem þetta var ekki gert, tel ég brotinn rétt á mér. „Því var ekki beðið með veitinguna þangað til báðir voru búnir að dispútera?" spurði prófeasor Höffding prófeasor Olaen á kennnrastofu háskólans, daginn sem ég dispúteraði. Hann hefir líklega litið svo á sem eitthvert tillit ætti að taka til þess, hvernig verkin væru. Ég skrifa þessa grein af þvi ég tel það illa farið, ef sú verður tíska í landi hér, að ráðherra veiti embættián þess að afia sér sem beítrar vitneskju um hæfileika umaækjenda. Skylda veit- ingavaldsins er að líta fyrst eingöngu á hæfileikana, og að eins þar sem þeir eru jafnir má annað, t. d. embættisára- tala eða slíkt, ríða baggamuninn. Sé ekki þeirrar reglu gætt, getur svo farið að hvötin sé tekin frá mönnum til að verða aem best að sér hver í sinni ment^ og þá er brotin ein hin besta hreyfi- fjöður allra framfara. Okkar litla þjóð má ekki við því, að veitingavaldið starfi eins og blindur maður, er veldi þá er næstir honum standa eða ýtt er upp í fang honum. Næstur er ekki alt af bestur. 16. nóvember'1911 Ouðm. Finnbogason. % Atii. Oss þykir rétt að birta grein þessa, þótt vér séum höf. ekki sam- dóma í sumum atriðum. Bitstj. „Banatilræðið“ uppspuni. Nú er orðið uppvíst um hver það var, sem veitti Sigurði Guðmundssyni „banatilræðið," sem um er getið í síð- asta blaði; morðvargurinn erhannsjálf- ur! Þorvaldur Björnsson lögregluþjónn komst að þvi, að Sigurður hafði komið til kunningja síns sama kvöldið og „morðtilraunin“ átti að hafa verið fram- in. Hafði Sig. þá sagt þessum kunn- ingja sínum, að hann hafi lent í rysk- ingum við 2 Norðmenn úti á Batteríi, og hafi þeir stungið sig með hnífum i hálsinn og í lærið; þessu sagði hann frá kl. hálf átta, þegar hann var á leið heim. En kl. 8 kom hann svo heim, ogsagði þá konsúl Brillouin frá að sér hefði verið veitt banatilræði við efra hliðið á veginum niður Félagstún rétt í þeim svifum Þetta var óneitanlega nokkuð grun- samlegt, og Þorvaldur fór þá að ganga á piltinn og spyrja hann, og kannaðist hann þá við, að fyrri sagan, um Batte- riið væri uppspuni. Þá þóttu nú fengn- ar allmiklar líkur fyrir því, að seinni sagan væri lika uppspuni, og fór Þor- valdur því með Sigurð upp til bæjarfó- geta, og kannaðist hann þar viðstöðu- laust við að hafa skrökvað upp allri sögunni. Kvaðst hafa tekið af sér flibb- ann á leiðinni inneftir til konsúlsins, og stungið tþar gat á hann og rispað sig síðan á hálsinum, og rist gat á bux- urnar. Það var á föstudagakvöldið var að Sigurður játaði uppá sig, og var hann þá þegar settur í varðhald. Tæp- lega mun hann komast hjá einhverri refsingu fyrir tiltækið. Bæði bæjarfógeti og Þorvaldur hafa hvað eftir annað gengið á hann og spurt hann hvað honum hafi gengið til að búa til þessa sögu, en hann verst allra sagna um það. Vér höfum átt tal um þessar nýju upplýsingar við hr. Brillouin konsúl, og er hann mjög leiður yfir að piltur- inn skyldi taka uppá þessum sögutil- búníngi, og kveðst aldrei hafa orðið var við neitt slíkt hjá honum áður. En það segir hann að gér þyki kynlegt við þessa sögu, að þegar Sigurður hafi kom- ið heim um kvöldið, hafi hann verið föl- ur eins og lík, og hafi fyrst varla get- að komið upp orði og hafi hann yfirleitt borið öll merki þess, að hann hafi kom- ist í sterka geðshræringu; hann sagði því, að sér hafi ekki eitt augnablik komið annað til hugar enn að hvert orð væri aatt, sem hann segði. En hvað sem nú um það er, þá mun þó þessi játning Sigurðar verða tekin trúanleg, þó það virðist næstumþví jafn- ■ennilegt að hann akrökvi henni eins og að hann akrökvi sögunni. Hr. Brill- ouin hefir þegar afhent bæjarfógeta þær kr., sem hann lofaði í verðlaun þeim, sem kæmist fyrir hið sanna í málinu, og er oss sagt að bæjarfógeti hafi af- hent Þorvaldi féð, enda mun hann hafa unnið til þess. Bærinn er orðinn rólegri; og þeir sem hafa verið á gleðskap og koma seint heim á kvöldin þurfa nú ekki lengur að hrökkva við þó þeir gangi fram hjá einhverju dimmu skoti og sýn- ist skína á hnifsblað; vér viljum að minsta koati engum ráða til að segja lögreglunni frá því, því það er auðsjá- anlegt, að það kemur manni bara sjálf- um í koll. Leiðrétting. í síðaata tölubl. Ingólfs er svolitil grein um byggingarnefndina hér i bæn- um og svo fátt satt í henni, að eg get ekki stilt mig um að biðja blaðið fyrir örfáar línur til leiðréttingar, úr því að eg á sæti í byggingarnefndinni. 1 greininni er byggingarn. rangl. gef- in sök á því, að hún hafi skipað yfir- réttarmalflm. Oddi Gislasyni að rífa torfþak af skemtiskála sinum, sem hann reisti í sumar, því að svo sé ákveðið í byggingarsamþykkt bæjarins, að timbur- hús með torfþaki megi ekkí reisa í bæn- um. Ef þetta stæði í samþyktinni, hefði byggingarnefnd varla verið ámælis- verð, þó að hún hefði bannað torfþakið. En það stendur hvergi í samþyktinni, að ekki megi hafa torfþak eða torf- þekju á húsum, ef þakið fullnægir á- kvæðum samþ. (22 gr.) að öðru leyti. Aptur á móti stendur m. a. í 29. gr.: „Torfbæi og torfhús má ekki byggja." Á mæltu máli íslensku heita torfhús þau hús ein, sem gerð eru að veggjum úr torfi eingöngu eða torfi og grjóti, aðallega hliðveggjum; stafnar geta ver- ið úr öðru efni og jafnvel þak og hús- ið þó heitið’ torfhús. Hús með stein veggjum heitir steinhús og ekki timb- urhús, þó það sé þakið með timbri, og timburhús verður ekki að torfhúsi, þó að á því »é torfþekja. Það er með öðr- um orðum efni veggjanna lem heitinu ræður. Skáli Odds Gíilasonar er þá ekki torfhús og byggingarnefndin leyfði torfþekjuna einum rómi orðalaust, þar sem undir henni er bæði borðaþak og bárujárn og ákvæðum byggingarsamþ. þannig íullnægt. Annað mál var það, að byggingar* nefndin gat ekki felt eiganda skálans og smið undan aektarákvæðum 32. gr. (sbr. og 5. gr.) í samþ. fyrir að hafa byggt hann án leyfís; til þess hafði nefndin ekki heimild. Eu það var bæjarstjórnin, sem tók það upp hjá sjálfri sér að heimta torf- þekjuna rifna af skálanum. Orsakír þess eru mér ókunnar. því eg geri ráð fyr- ir að bæjarfulltrúarnir skilji móðurmál sitt. Svo kærði Oddur Gíslaion þenn- an úrskurð bæjarstjórnar fyrir Stjórn- arráðinu og fékk byggingarnefndin þá aftur tækifæri til að leggja orð f belg og hélt auðvitað fast við fyrri skoðun sína og úrakurð, að torfþakið skyldi leyft. Bæjarstjórnin hvarf svo á næsta (síðasta) fundi frá sínum fyrri úrskurði og fær svo þetta margnefnda torfþak að sitja kyrrt, eins og vera bar skál- annm til skjóls og prýði. Brillouin konsúll hefir mér vitanlega aldrei sótt um leyfi til að reisa timbur- kofa með torfþaki, sem byggingarnefnd hafi neitað honum um „í geðiliku," eins og segir í áminatri grein. En hann hef- ir að byggingarnefnd fornspurði byggt torfkofa — réttnefnt torfhúa — og það að nokkru leyti á annars manns lóð, einnig að honum fornspurðum. Leyfis til að láta kofann atanda beiddiat kon- súllinn, ef eg man rétt, eftir að bygg- ingarnefnd hafði kært brotið, en það leyfi gat nefndin ekki veitt, og ekki heldur bæjaratjórn né Stjórnarráð, þar sem bygging torfhúsa er akilmálalaust fyrirboðin í byggingarsamþ. Ag sé hér enga hlutdrægni bygging- arnefndar gagnvart þeim herrum Oddi Gislasyni eða Brillouin. í haust hefir Brillouin konsúll lótt um leyfi til að mega byggja jurtaskála („Vinterhave") og nota þar í hesthús- kofa eða skýli, sem hann hafði reist leyfiilauat ekki síður en torfkofann. Byggingarnefndin veitti leyfið, en féll ekki frá sektarkæru fyrir það brot á byggingarsamþyktinni, en jþað hefi ég fyrir satt að bæjarstjórnin hafi gert á síðrsta fund, án þess að Oddi Gíalasyni sé mér vitanlega aleppt við aekt fyrir sams konar yfirsjón. . Að endinga vil ég geta þess, að mér virðist ivo sem bæjarstjórnin sé upp á síðkastið farin að auka sér erfiði að óþörfu með miður nauðsynlegum afskift- um af byggingamefndarmálum og dæmi þau sem hér hafa verið nefnd benda í þá átt, að það væri betur ógert. Reykjavík «/„ 1911 Rögnvaldur ólafsson. Frá Gróttu til Gvendarbrunna. „Sterlingu fór til útlanda í gærkvöld. Meðal farþega voru: P. 0. Bernburg; norskur verkfræðingur, sem verið hefir við Miðdalsnámuna; hr. Herman Stoll, frk. Kristjana Jónsdóttir (Þórarinsson- ar), o. fl. Til Vestmannaeyja fór hr. Gunnar Ólafaaon kaupm. S/s „Konstantu, fiskflutningaskip Mili- onafélagsins, lagði út héðan fyrir b. u. b. hálfum mánuði áleiðia til Spánar og Ítalíu með fiskfarm, en hrepti mesta illviðri, og kom nú inn fyrir nokkrum dögum, eftir 8 daga útivist; hafði kom- ið sjór í lestina og farmurinn skemst eitthvað. Ur bæjarstjórninni eiga að ganga nú um nýjárið: Magnús Blöndahl, Þórður J. Thóroddsen, frú Guðrún Björnsdóttir, Knútur Zimsen og frú Bríet Bjarnhéð- insdóttir. t Á laugardaginn var voru þau gefin saman í hjónaband borgarstjóri Páll Ein- arsson og frk. Sigríður Siemsen (fyrv. sýslum.) Ingólfur óskar þeim allra heilla. Kosning í niðurjöfnunarnefnd á að fara fram 29. þ. m. Pistlar Ingólfs. Tvær ræður eftir Dr. Gíuðm. Finnbogason. I. Rúðu w/,'1911. ÞaS er ekki mitt að skera úr þræt- unni um það, hvort Göngu-Hrólfur sá er sögurnar geta um er sami Hrólfur og sá er Normandíið vann. Vera má að og væri lika vilhallur dómari í því máli, því að íslenzkar sögur og ættartölur votta, að ég sé kominn af Göngu-Hrólfi í 32. lið. Hvað aem því líður, rounu allir sammála um það, að Hrólfur átti sér móður, og þá um leið móðurmál. íslenzk-norsk sögn skýrir svo frá, að Haraldur konungur hárfagri hafi gert Hrólf útlaga af Noregi, af því hann hafi höggvið þar strandhögg. En er það spurði Hildr, móðir Hrólfs, þá fór hún á fund konungs og bað friðar Hrólfi; konungur var svo reiður að henni týði ekki að biðja; þá kvað Hildr þetta: Hafnið Nefju nafna, nú rekið gand ór landi; horskan hölda barma hvi bellið því, stillir? ilt’s við ulf að ylfaik, Yggr valbríkar, alikan; munat við hilmis hjarðir bægr, ef rinnr til skógar. Hvort sem nú móðir Hrólfs var norsk eða dönsk, þá er þessi vísa samboðin víkingsmóður. Þar leynir sér ekki metn- aður göfugrar og hrauatrar ættar, trauit- ið á óbilandi orku sonarins og fyrirlitn- ingin á múgnum, sem í viðureign við hann má sín ekki meir en hópur sauða. Það er og víst að móðir Hrólfs talaði það mál sem vísan er á sem ég nú tilfærði. Þetta mál lifir enn. Það heitir nú íslenska. Það er móðurmál mitt. Af góðum og gildum ástæðum veg- samið þér ætt víkinganna, hreyativerk þeirra og andans afl. Sérstaklega minn- ist þér afkomenda þeirra, er sefuðuat við sól hins „blíða Frakklands“, námu þess töfrandi tungu og fágætu smekk- vísi og iköpuðu svo listaverk sem ljóma í fullri fegurð. Tali steinar nokkurs- •taðar, þá er það hér í Rúðn. Á hin- um glæsilegu stórhýsum borgarinnar er sem sjái fangamark hinnar aterku og djúpúðgu víkingssálar, er brosmildir geislar fransks anda höfðu samstilt öll hennar öfl. En Frakkland varþar sig urvegarinn. Hin forna dæmisaga um lólina og storminn rættist hér. Eins og þér vitið, var það ein grein á ættstofni víkinganna er nam ísland um sömn mundir og víkingarnir fengu bólfestu í Normandíi. íslenski steinninn hefir verið ódæll, þess vegna gefur ekki á voru landi að líta tíguleg itórvirki úr steini. En smáþjóðin islemka telur sér til gildis að hafa varðveitt mál vikinganna og þar með lifandi lag og kveðandi víkingssálarinnar. íslenska þjóðin telur sig sæla þess að hafa um tíu aldir geymt óviðjafnanlegan fjársjóð endur- minninga um andlegt líf og athafnir vikinganna og skapa enn listaverk af lifandi steinum máls síns, þess hins mjúka og sterka.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.