Ingólfur


Ingólfur - 29.11.1911, Blaðsíða 3

Ingólfur - 29.11.1911, Blaðsíða 3
INGÓLFUR 191 son var viðstaddur veisluna, sem haldin var 11. júní á Hðtel de France, og hélt hann þar ræðu. Sömuleiðis var hann í veislunni, sem haldín var í Palais-de Justice 23. júní til heiðurs fyrir forseta Jýðveldisirs. En um hr. Thóroddsen er það að segja, að að vísu bafði verið gert við- vart um að hann væri væntanlegur, en aldrei varð hann aéður í ftúðuborg, að minsta kosti ekki meðan stóð á þúsund ára hátíðahöldunum." Að endingu skulum vér geta þess, að vér höfum sögusögn áreiðanlegra manna fyrir þvi, að alþingisforsetinn hafi á einum stað i Rúðuborg gert vart við sig og sagt til um stöðu sína og er- indi sitt (auk þess er hann gerði það á hótelinu sem hann bjó á). Það var á rSkandinavislcLæseværelse for Sömœnd11! Druknim í gær. Það slys vildi til í gærmorgun, að tveir menn drukauðu á Yiðeyjarsundi. Peir höfðu flutt mjólkina frá Viðey hingað til bæjarins anemma um morg- uninn á seglbát, og voru nú á leið aft- ur út í eyna til að skila mjólkurbrúsun- um tómum. Veður var nokkuð hvast með hrinum og ylgju á sundinu. Ekki vita menn með vissu hvernig ■lyaið hefir viljað til, en talið er lík- legaat að þeir hafi kollaiglt sig og bát- urinn þá fylst af sjó og sokkið síðan. — Drengur einn heima á búinu í Viðey hafði séð til þeirra á sundinu og tekið eft- ir því alt í einu, að báturinn varhorf- inn. Var þá þegar fóDað niður á stöð- ina á auatureyjunni, og voru þaðan aend- ir bátar til að leita; en það kom fyrir ekki — seglbáturinn og báðir mennirn- ir voru með öllu horfnir. Mennirnir sem á bitnum voru, og sem telja má víst að hafi druknað, hétu Hal- dór Guðbjarnarson, ættaður frá Akra- nesi, og Samúel Símonarson, frá Reykja- vík; voru báðir vanir sjómenn. Samú- el heit. var kvongaður, og átti mörg börn, 4 eða 6, að því er oss er sagt. Leikhúsið. Heimanmundurinn eftir P. Dinaux og G. Lemonine. Leikfélagið leggur út á djúpið í ár með franskan sjónleik í stafni. Mér er dálítið örðugt að skilja hvað félaginu hefir gengið til að velja þennn leik — ekki er hann frumlegur, ekki er hann andríkur, og ekki er hann skemtilegur, og ekki tekst leikfélaginu að bæta upp þessa bresti í meðferðinni. Þar skortir eigi all-Iitið á, að sýningin í heild sinni aé nokkurnvegin boðleg á leiksviði höf- uðataðarins. Efnið í leiknum er dæmalauat ófróð- legt. Greifafrú ein, auðug kona, hsfir alið upp unga munaðarlausa stúlku, Suzette að nafni. Hún kemst að því að greifinn, sonur hennar, hefirfeltást- arhug á stúlkuna; til þess að koma í veg fyrir að slíkur ráðahagur takist, fær hún nautasala einn þar um slóðir til að kvongast Suzette, og gefur henni ríflegan heimanmund. Nú líða nokkur ár; nautasalinn er orðinn auðugur mað- ur og Iánaat alt vel; en ekki tekst hon- um að ná ástum Suzette, hún hugsar alla daga um greifann »inn. Enginn veit hvar þau eru niður komin, greifa- frúin og sonur hennar, en einn góðan veðurdag koma þau lokains bæði heim til Suzette; hafa þau ratað í ým*a ógæfu og eru orðin félaua. Nautasal- inn sér hvað Snzette verður mikið um endurfundinn og sér, að vonlaust er um að hún muni nokkru sinni gleyma greif- anum. Hann ræður þvi af sð gefa benni frjálaar hendur, skilar greifafrúnni aftur heimanmundinum, og fer sjálfur út að ferðast, en Suzette gengur að eiga greifann sinn. Meðferð leikendanna er hvergi næni góð. Einna beat leika þau Bjarni Björna- son, Friðfinnur Guðjónsson, og fröken Emilia ludriðadóttir, og hafa þau öll smá hlutverk. Helgi Helgason lék lika laglega á köflum. Leikur greifafrúar- innar og sonar hennar er víðast mjög lakur og hvergi góður. Ég skil ekki hversvegna leikfélagið er að aeilast til Frakklauds eftir öðr- nm ein» Ieik og þetta er. í fyrsta lagi er leikurinn sjálfur mjög Iitils virði, og í öðru lagi er það, að allur andinn og allur blærinn yfir þessum frönaku leikj- um er oss íslendingum svo fjærlægur, að það mega heita undur ef það tekst nokkru sinni vel að sýna þá á leiksviði hér, enda finst mér reynslan vera sú, af það takist aldrei vel, að minata kosti man ég ekki til þess. Eg vona nú að félagið geri betur næst, bæði að efni og meðferð. Ges. Vitnisburður um Templara Hr. Guðlaugi Guðmundssyni bæjarfó- geta á Akureyri, sem langalengi hefir verið templar, og um hríð stórtemplar, farast ekki fallega orð um fyrverandi félagsbræður sína. Hann segir svo í „Norðra", útaf hinum svæanu árásum templara í hans garð. „,Templar‘ þar suður í Reykjavik mun eg avara „við tíð og tækifæri."—Margt bjargráð og margra ára starf, sem þeir hafa af mér þegið, hafa þeir endurgold- ið mér fyrst með svívirðandi lítilsvirð- ingu, þarnæst með tilraun til aannfær- ingarkúgunar og nú síðast með álygum og hróplegum svívirðingum. Vitaakuld er ekki við öðru að búast af þeím mönnum, er nú skipa öndvegi í þeim félagaskap og nú eru að koma honum áfjárhagslega og siðferðislega heljarþröm — en fyrirsögn hefði þóttjí gamla daga að Reglan ætti eftir að ala slíka ódrengi innan sinna vébanda.“ Það mun vera bannmálið, og þær „til- raunir til sannfæringarkúgunar“ og önn- ur ósvinna, sem af því hefir leitt innan vébanda Templarafélagsins, aem bægt hefir hr. Guðl. Guðmundssyni frá þess- um félagsskap, og svo er um marga aðra mæta menn, sem áður hafa fylt hóp templara. Vér akulum nefna það til dæmis, að herra húsgagnasmíðameist- ari Jón Haldórsson hér i bæ hefir séð sér þann kost nauðugan, að fara úr félaginu af sömu áatæðu og mælt er að hr. Ásgeir Sigurð»syni hafi verið vikið burtu, sem *é vegna þess, að hann var stuðningamaður hr. Haldórs Daníels- sonar yfirdómara. Hann fékk heimsókn af nefnd manna, sem skyldi leiða hon- um fyrir sjónir, hverja óbæfu, skuld- bindingabrot og annað þvílíkt [hann fremdi með stuðningi sínum við hr. H. D. og var skorað á hann að snúa frá villu síns vegar. En hr. J. H. mun hafa talið það óviðkomandi þeim herrum templurum hverja menn hann vildi hafa fyrir þingmenn, og svaraði hann þeim því með úrsögn úr félaginu, eins og rétt var. — Sama er oss sagt að fram hafi komið við hr. húsgagnasmíðameistara Jónatan Þorsteinason, og hafi honum verið vikið úr Reglunni, en ekkivítum vér aönnur á þvi. Þykir mönnum nú bæjarfógetinn á Akureyri bafa verið of harðorður í garð templara ? Hjá Karli í Koti. Dorsteinn Gíslason er — eins og menn ef til vill muna af Pastorsleiðangri hans — allra manna forvitnastur. Ef hann rekst á eitthvað leyndarmál, líður honum ekki vel fyr en ein- hver er búinn að kjafta því i hann og hann ann þeim manni til dauðadags sem það gerir. Dessvegna langaði mig að komast fyrir hver væri þessi Karl í Koti, og árangurinn af rann- sókn minni varð sá, að ég get fullvissað Dor- stein um það, að enginn annar en Samson er maðurinn. Dorsteinn má ekki láta það villa sigþóSam- son neiti. Dað hefir hann gert áður. Dað vilti ekki mig og þessvegna fór ég heim til Samsonar og barði þar að dyrum. Ung og Ijómandi falleg stúlka kom til dyr- anna. „Er maðurinn yðar heima ?„ „Eg á engan mann — hi, hi, hi.“ „Kærastinn þá--------?“ Hún roðnaði og hikaði með svarið. „Samson meina ég —-----------“. „Eruð þér svona mikill dðni að halda að ég sé trúlofuð svoleiðis svíni--------“ og stelp- an rauk inn í fússi og skelti i lás á eftir sér. — Ég fór inn um aðrar dyr og rakst þar að sem Samson var. Hann lá upp í lappalausum sófa, sem lagður var ofan á tvær tómar brenni- vinstunnur. Við hliðina var kommóða og á henni fjögra marka skál full af argasta fúsel. „Góða kvöldið Sámur". „Góða kvöldið--------kollega.“ „Dað er ekki Dorsteinn, — það er Ingimund- ur-------“ „Jaja, mér er sama — ég held við séum allir kollegar blaðamennirnir." „Víst er það — en þú ert nú kominn út úr hópnum“. „Ég útúr hópnum — Karl í Koti útúr hópn- um —ja aldeilis, og rétt er nú það, Ingimnnd- ur sæll“------glopraði Samson út úr sér, og teygði sig út eftir fjögra marka skálinni. En hann var svo skjálfhentur að hann missti hana niður á gólfið, svo að hún brotnaði í þúsund mola, en brcnnivínið fióði um alt gólfið. Samson starði eins og steini Iostinn á þessa voðalegu sjón og ógurlegt blótsyrði hraut af vörum hans. „Tremor, kæri kollega — —“. „Ekki meira en vant er — hábölvað altaf — en þetta var nú verra. Og enginn innborgað aktiur í dag — — —.“ * „Aktiur ?“ „1 „Svipuna" maður,“ sagði Samson og reis upp við olnboga i sófanum — — „blaðinu, sem Karl í Koti skal sveimér sýna öllum slúbbert- onum hér að hann sé ekki dauður.----------Dau skulu fá gúmoren, yfirvöldin og tólin þeirra, sem mig hafa elt um dagana---------óforþént — — bölvaðír — — “ bætti Sammy við, og rak máttlaust brennivínshögg í kommóðuna. Svo lak hann útaf og korraði heiftin í honum------- „engum Bkal hlíft nema aktitónerunum---------“. „Hér er tíkall Sammy-----------ég kæri mig ekkert um að þú þakkir mér fyrir það í blað- inu — pað er alveg óþarfi yfirleitt að minnast á það-------og vertu nú sæll og blessaður —.“ Nú var orðið koldimt í herberginu og Sam- son skreið ofanúr sófanum — „Ég skal lýsa þér út, Mundatetur-----------“ sagði hann og kveykti á eldspýtu. „Blessáður farðu varlega með eldinn, Sammy eins og þú er vanur — — Ég fiýtti mér út, því mér heyrðist hann segja eitthvað ljótt — — Tíu minútum Beinna gekk ég framhjá húsinu. Dar stóð alt i björtu báli. lngimundur. Frá Gróttu til Gvendarbrunna. Veðuráttan hefir ekki verið upp á það skemtilegasta hér í bænum þesaa dag- ana. Dumbungs- súldar- ólundar- skamm- degisveður alla vikuna. Eu þó tók út- yfir í gær með regnið. Það streymdi ekki niður, nei það buldi og foasaði, alveg eins og komið væri stórefli* gat á himnasíuna. Vöxtur kom í allar ár og alla læki, og þá ekki síst í rennu- steinana hér í bænum. Straumurinn óx svo mjög i rennunni á Bakarastignum, að hann fór að bera með sér allan óþverran sem hefir legið jþar óáreittur í háa herrans tíð, og lærðir menn fóru að tala um að gefa honum nafn og setja hann á kortið. En í dag kom snjórinn og stiflaði hann, avo að nú verður ekk- ert af því. Nú er alt orðið hvítt af gnjónum, og fósturjörðin ber nafn með rentu. — Það er víst það einasta sem ber rentu í því Iandi. Sigurður Guðmundsson, þjónn Brill- ouina konsúls, sá sem réðst á sjálfan sig grímuklæddur við annan mann, hefir nú fengið dóm sinn fyrir athæfið; hann er dæmdur í 2 sinnum 5 daga vatn og brauð, en hegningin fellur þó niður ef hann hegðar sér skikkanlega. Brillouin konsúll hefir tekið hann í sátt aftur og í þjónustu sína, en sú sátt fellur niður ef hann hegðar sér óskikkanlega. Og er nú alt eins og áður var, nema að hr. Brillouin er 200 kr. fátækari og Þorvaldur pólití 200 kr. ríkari. * Samúel Eggertsson skrautritari, hefir sýnt Ingólfi töflu, er hann heflr gert til að gefa mönnum yfirlit yfir metrakefið, og samanburð á því og kerfi því, er vér búum við nú. Eins og kunnugt er gengur metrakerfið í gildi nú um nýjár og mun því mörgum koma vel að fá töflu þessa meðan þeir eru að átta sig á „hinum nýja sið.“ Tafl- an er mjög laglega gerð, og viljum vér ráða mönnum til að fá sér hana, Hún kostar 75 aura. Félag stofnuðu yfirdómslögmenn með sér hér í bæ í fyrrakvöld, og mun til- gangurinn vera »á, að gæta innbyrðis hagsmuna sinna. Meðlimir kváðu þeg- ar vera orðnir um 40. Kosning í niðurjöfnunarnefnd fer fram í dag hér í bænum. Eru komnir fram 3 listar, A-listinn frá sjálfstæðis- mönnum, B-liatinn frá Fram, og C list- inn frá verkmennafélaginu „Dagsbrún“. Fundur verður haldin í Stúdentafél- aginu á laugardaginn kemur. Verður þar fyrst koain nefnd til að gera til- lögur um skipulagsskrá stúdentasjóðs- ins í Khöfn, því nú er í ráði að flytja hann heim. í öðru lagi verður á dag- skrá „Skilnaðarkveðja (Matth. Þórðar- son)“, og er öllum mönnum hulið hvað þar kann undir að búa, hvort það er pólitík eða skáldskapur. í þriðja lagi hefir próf. dr. phil. Ágúst Bjarnason máls um „Háskólamálið.“ Má nú gera ráð fyrir að fjölment verði á þessum fundi. Alþyðufyrirlestrar Stúdentafélagsins. Andrés Björnsson stud. jur. hélt fyrir- lestur á sunnudaginn var um „Rím í mæltu máli“. „ Vestau kom frá útlöndum í fyrra- morgun. Hannes Hafstein bankastjóri verður fimtugur mánndaginn 4. des. Er það í ráði að honum og fjölskyldu hans verði haldin veisla í Bárubúð. Rússar og Finnar. Margir bjugg- ust við, að hagur Finna mundi fara að batna, eftir lát Stolypins, og að eftir- maður hans mundi verða þeim hliðholl- ari. En svo hefir ekki reynst. Nú hef- ir dúman nýlega samþykt að leggja þunga skatta á Finna til hervarnar; cema þeir skattar altað 20 million mörk- um á ári.

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.