Ingólfur


Ingólfur - 13.12.1911, Blaðsíða 1

Ingólfur - 13.12.1911, Blaðsíða 1
INGOLrUR IX. árg. +H*H*HH*H-H)mHHH4fHHH*HH-H|H- $ kemur út elnu sinni í viku að minsta kosti; venjulega á þriðjudögum. Árgangurinn kostar 3 kr., erlend- is 4 kr. Uppsögn skrifleg og bund- in við áramót, og komin til útgef- anda fyrir 1. október, annars ógild. tRitstjóri og ábyrgðarm.: Gunn- ar Egilsson Laugaveg nr. 38. — Má finna á afgreiðslunni frá kl. 11-12. ÍAfgreiðsla og innbeimta í Kirkju- F strœti 12 kl. 11—12 og 4—5 hjá 5 P- E. J. Halldórssyni, lækni. ^•HfW^^fW-^MH^HH-H^HHHHHHH-^ Um neyslu áíengis. ± Fyrirlestur haldinn í bæjarstjórn Kristianiu. Eftir prófessor dr. N. Wilie. NiðurJ. . Áfengisbann um land alt nær ekki fremur tilgangi sínxim — aö ölæði hverfi ur sögunni — heldur en áfengisbanni í bæjunumhefir tekist að uppræta drykkju- sksp í þeim. Auk þess fer það í bág við persónufrelsis- og ábyrgðartilfinning manna, að 95°/0 manna, sem neyta ekki einhvers nautnardrykks í óhófi, *kuli vera varnað að neyta hans 8ér að saklausu, af því að 5°/0 neyta hans í óhófi. Mér geðjast betur að því að ala þessi 5°/0 þannig upp, að þeim vaxi svo viljastyrk- ur og stjórn á sjálfum sér, að þeir láti af slkri óhófsnautrj. Bg er því algerlega samdðma, að of- nautn á áfangi sé mikið bö', bæði i voru þjóðfélagi og meðal margra annara þjóðá. Það er því áríðandi, að hún verði takmörkuð sem unt er og bsst er auðvitað að uppræta þetta óhóf með öllu. En bannið nær ekki tilgangi sínum. Hverra ráða á að neyta? Það á að útvega ódýra og ljúffenga drykki sem annaðhvort ekkert áfengi er í eða þá svo lítið, að þeir svífi ekki á heil- brigða menn. Hið svonefnda tolllausa öl í Danmörku fullnægir þessum kröf- um og hefir stutt mikið að því að minka drykkjuskapinn. í Bæverskum bjór, sem bruggaðuf er og drukkinn i Miiu- chen, er svo lítið áfengi, að það er erf- itt að verða ölvaður af honum. Á drykkju- skálum í Miiuchen má sjá drungalegt fólk, en þetta stafar af því, að i ölinu er „lupin", en áfengið í því á enga sök á því. Þótt það sé drukkið óstjórnlega mikið af öli í Miinchen, sjást menn þar sjaldan mjög ölvaðir, að minnsta kosti kveður nándar nærri ekki eins mikið að því þar og t. d. í Kristjaníu. Eg held og, að uppeldi geti mikið á- unnið í þá átt að skapa hófdrykkju með- al þjóðarinnar. Það verður að innræta foreldrunum þann hinn auðskilda og óbrotna sann- leika, að þau mega ekki gefa börnum áfenga, drykki, ekki svo mikið sem til Reykjavík, miðvikudaginn 18. desember 1911. 50. blað. að seðja forvitni þeirra á, hvernig þeir séu á bragðið. Pyrsta skrefið getur orðið m'ög afdrifamikið. Ef þeim er gefið inn áfengi í meðalastað, verður að gera það þannig, að þau fái viðbjóð á því heldur en þau langi í meira. Pó hygg eg, að meira varði að fræða æskulýðinn um þetta efni. Nú er slíkt gert i kenslubókum í barnaskólunum, en eg held að það komi fyrir lítið á því reki. Þetta efni liggur börnunum fjarri. Þá er menn komast á þann ald- ur, að menn hafa þörf á slíkri þekk- ingu, þá er hún og áminningarnar falln- ar í firnsku og gleymsku. í unglingaskólunum er timinn fyrst hentugur til slíkrar fræðslu, þá er menn ero komnír á þann aldur, að freisting- arnar drepa á dyr. Þá á að kenna unglingunum, hve háskasamlegar af- leiðingar ofnautn áfengis hafi í för með sér. Það á að vekja sómatilfinningu þeirra, — ekki logna sómatilfinning, sem því miður er ekki ótíð meðal æsku- lýðsins, sem sé þá, að það sé hreysti- verk að neyta svo mikils af áfengí að hægt er, heldur sanna sómatilfinning, sem gætir þers hvað manninum sómir, og forðast að sjjóvga andlega hæfileika mannsins, svo að hann hrapi ekki of- an á ssuna stig sem dýrin, eða lægra. Þe?s konar lærdómur' myndi auka viljakraftinn og hjálpa mönnum til að ala sjálfa sig upp í öðrum efnum og getur komið einstaklingunum að miklu gagni. Meðal sumra annara þjóða hafa menn komist að raun um, að samhengi væri milli drykkjuskspsr og fátæktar. Því minna sem menn vinna sér inn, því ríkari er tilhueygingin til að leita sér hugg- unar í ölvímunni. Vor á meðal virðist hið gagnstæða eiga sér stað. Því betra sem árferðið er, því meira sem fólkið græðir, því meiri er drykkjuikapurinn,- Það virðist svo, sem því fé, er afgangs er, þá er nauðsynlegustu þörfum lífsins er fullnægt, sé varið til óhóflegrar á- fengisnautnar, lögreglusekta og annara utgjalda, er drykkjnskapnum eru sam- fara, og bæði eru þeim sem greiðir til Iítillar áDægju og engrar nytsemdar. Ætli það sé ekki hægt að innræta þjóðinni, að það er skynsamlegra að spara slíkan afgang til að bæta efna- hag sinn og ástæður, þótt það væri ekki gert eins mikið að slíku og franska þjóðin gerir. Með slikum sparnaði hafa skólabörnin í Kristjaníu safnað 265,000 kr. á þremur árum. Mér finst öflugasta ráðið gegn óhóf- legri nautn á áfengi og öðrum löst- um vera það að styrkja mótstöðukraft viljans. Lagaákvæði geta stuðlað nokk- uð að þessu, en þá verða þau að bein- ast að óhóflnu, cn ekki saklausri nautn. Það kemur einstuklingnum eínum við, hvort hann neytir áfengis eða ekki. En það gerir það ekki framar, efhann sökum þeis fer á sveitina með fjöl- skyldu sína eða verður öðrum að meini, heldur varðar þjóðfélagið slíkt. Eg er með því, að ströng lagaákvæði séu aam- in gegn þess konar ávirðingum. Eg skil ekki þá hugsun lögfræðinganna, að menn forðí sér frá hegningu á þvi að svifta sig ráði og rænu. Mérlíkarhitt miklu betur, að mönnum sé refsað fyr- ir glæpinn (er þeir drýgðu í ölæði), eins og þeir hefðu verið algáðir, er þeir frömdu hann, og sé auk þess refsað fyrir drykkjuskap. Enginn getur óskað þess innilegar en eg, að drykkjuskapur hverfi, en eg vil að slíkt gerist með frjálsum vilja, en ekki þvingun- Eg vil ekki veikja vilj- ann á því að taka freistingarnar frá möTJnum. Þótt við gætum tekið þessa einu frá þeim, eru margar eftir, sem lingerðir viljar falla í valinn fyrir.. Ea eg vil styrkja og herða viliann og skapið svo að það fái staðist freistingarnar. Egill Erlendsson: Rastir. Maður er nefndur Egill Erlendsson, ættaður úr Biskupstangum. Hann er ungur að aldri; sigldi fyrir nokkrum árum tH Danmerkur og lagði stund á sandgræðslu og fékst síðar við hana hér á landi, þar til hann, nú fyrir skömmu, hélt til Vesturheims. Áður en hann fór úr landi, skrifaði hann tvær smásögur, Rastir nefnir hann þær, og hefir Sigurður Jónsion bókbind- ari i Beykjavík látíð prenta þær ný- lega. Smásögur þessar eru mjög þess veið- ar að þeim sé gaumur gefiun, og var það heppilega ráðið að koma þeim fyr- ir almenningssjónir. Að vísu hefði höfundinum verið skaðlítið að láta þær liggja lengur í saltinu bjá sér, því gall- arnir sem á «ögunnm eru. en þeir eru margir, eru flestir þess eðlis, að æfing og vandvirkni ásamt lestri góðra út- Iendra skáldrita, mundi að líkindum bæta að mestu leyti úr þeim. En hinsvegw er svo mikill skáldskap- ur og svo góð tilþrif í sögunum, þótt örstuttar séu, að bókin má teJjast ail- mikill happadráttur fyrir þá sem skáld- skap nnna. Fyrra sögukornið heitir Kjölfesta — um bjón sem flosna upp. Maðurinn fer til útlanda, öilum óvænt nema konu sinni, en hún fer á sveitina með barna- hópinn. Seinna kemur maðurinn öllu á réttan kjöl aftur, borgar skuldirnar og sest að í sveitinni. Ekki er trútt nm að lesandanum finnist hér kenna næstum því óeðlilegr- ar bjartsýni; tryggðin og skilsemin er hér svo ómenguð að lífið sjálft mun, því miður, eiga færri dæmi þeirra en sögurnar. Þó hefir höfundinum tekist nokkurn vegin að fóðra þetta. Niður- skipan efnisins er ekki vel þægileg í þessari sögunni og stýllinn sumstaðar nokkuð stirður og óeðlilegur. Mestur gallinn á sögunni er sá, að höf. hefir farið of fljótt yfir sumt, t. d. aðdragand- ann að því, að konan sjálf hvetur að síðustu mann sinn til burtferðar, þrátt fyrir það að hún aftekur það með öllu í upphafi; en hins vegar heflr höf. látíð ¦ér dveljast óþaiflega lengi við annað, sem minní þýðingu hefir. Samtölineru, í báðum sögunum, viðast hvar óaðflnn- anleg og sumstaðar ágæt, að því er formið snertir. Hér er góð lýsing af sveitalífinu, þegar fólk er við þurhey og önnur betri, af illviljuðum sveitaróg og þvaðri, þegar söguhetjan kemur heim í hreppinn úr utaEför sinni; sá kafli væri þarfur gestur á vökunni á margt heimili, Síðari sagan heitir Sölveig Efnið er fá- brotin og viðburðirnir svo sem annað ekki, en að fornvinir finnast. Samræðaþeirraer að vísu þannig, að tæplega er að búast við að ómentuð kona — önnur þeirra er reyndar prestsdóttir og kenslnkona — tali og hugsi sem Sólveig; en þessi annmarki, að persónur sögunnar hugsi og tali vit- urlegar, en »ömu stéttar eða tilsvarandi fólk mundi gera í lífinu, er mál út af fyrir sig og margir mestu rithöfundarn- ir eru þar i sömu syndinni. Það er ánægjulegt, næstum eins og einhver æðri réttsýni hafi stýrt þvi, að sjá höf. bafna hér þessu uppgerðardaðri við ellina, foreldrana og ýmsar aðrar þungbærustu búsifjarnar, sem æskan stynur einna þyngst undir, ef nokkuð er í æskuna spunnið. Og þetta er hér í ofanála'? gert svo látlaust og mildi- lega ab lesandinn rétt að eins eygir bjarmaun af sjálfstæðislöDgun höfund- arina sjálf^. Ellinni — móður Sólveig- ar — er ekki gert raqgt til eða mok- að á hana einni einnstu reku, sem ekki á þar heima. Það er ólíkt að sjá lýs- inguna á þessari viðureign, eða sams- konar deilur í „Borgir" eftir Guðmund MagnúsFO^, sem að ýmsu lcyti öðru er vel Iæsileg. Þar .skamtar höf. ellinni alla koítina o» drengskapinn, en æsk- unni og byltingarmönnunum allan am- lóðaháttinn og æruleys^l; en höfundur- inn gætir þess ekki, að sigur ellinnar verður því smærri og meiri hégómi, sem hann skapar mótstöðumennina auðvirði- legri. Fyrir þetta vandræðssker hefir höf. Sólveigar tekist að sigla og það með piýði. En meira er þó um það vert, að yfir allri sögunni hvilir einkenni- legur og skáldlegur blær og er sumt í samræðu Sólveigar og kenslukonunnar fyrirmynd að því er snertir samræmi millum orðavals og efnis; stendur sag- an að þessu leyti ekki að baki góðum útlendum skáldsögum. Það er óskandi að hvorki „dollarinn" eða örbyrgð Ameríku taki pennan úr hendi þessa unga rithöfundar. Sigurður SigurBsson. Silfurbergsmálið. Sökum þess, að orðnm mínum i einka- Iréfi til Brillouins konsúls hefir, þrátt fyr- ir það þótt bréfið væri trúnaðarbréf, verið misbeitttil að koma inn hjá fólki alt of háum hugmyndum um það verð, sem ég á að hafa fengið fyrir eilfurbergsbirgðir mínar, neyðist ég til að endurtaka fyrri ummæli mín um, að sú upphæð, sem blöðin hafa nefnt, er gripin úr lauiu lofti. — Trúnaðarmaður hr. Brillouin, Jobin, viiti silfurbergið á 15000 kr. og þá

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.