Ísfirðingur - 09.09.1898, Qupperneq 4

Ísfirðingur - 09.09.1898, Qupperneq 4
4 ur að hreinsa eða láta gera það. Veldur þetta hættu, eigi að eins fyrir þeirra hiis, heldur og fyrir þau hús, er nálægt standa, enda þótt þar sje hreinsað og að ööru leyti fyllilega haldið við samkvæmt fyrirmæl- um lögreglusamþyktarinnar. Vér förum því þess á leit, að hin hátt- virta bæjarstjórn vilji vera svo góð og lita á þetta mál, og breyta því í betra horf, helst á þann hátt, að einhver sérstakur maður hafl þetta starf á hendi gegn sann- gjarnri borgun úr bæjarsjóöi. Ætti hann svo að fylga þeim reglum er honum væru settar og álitnar væru fullnægjandi. Hæfl- legt gjald yrði að leggja á húsráðendur og álítum vér að nægja mundi að hafa það 75 anra fyrir hvern reykháf með til- heyrandi pípum í hverju einloftuðu húsi. Vér fjölyrðum ekki meira um þetta að sinni, en vonum að máli þessu verði gaum- ur gefinn svo fljótt sem við verðurkomið. Nokkrir húsráðendur. Til gagns eöa gamans. Verið getur, að menn geti stundum haft gagn af því, að flnna þyngd nauta með mælingu. Oft má það líka verða til gamans, til þess að sjá hve nærri fer t. d. um kjötþyngdina. Gildleiki nauta er mældur með sterk- um mæliþræði, ekki grófum, rétt aftan við bógana, og er þétt mælt svo þráðurinn mótist inn í hörundið. Gildleikinn er tek- inn í þumlungatali. Þá er mælt eftir hryggnum frá fremri rönd herðablaðsins og aftur á tortu, svo rétt horn myndist ef bein Hna gengi frá lengdarlínunni niður á konungsnef. Lengdin er talin I þumlung- um. Nú er þumlungatala gildleikans margfölduð með sjálfri sér og þaö sem út kemur með þumlungatölu lengdarinnar, því sem þá kemur út skal skifta með 270. Kemur þá út öll þyngdin í pundum. Setj- um dæmi: Naut sem er 55 þuml. gilt og 53 þuml. langt mundi vera 593 pd. og tæp 80 kv. 55 X í* = 3025; 3025 X 53 = 160325 : 270 = 59348/s4 pd. Þessi þyDgd reynist fremur of há en of lá, sem svar- ar 4°/0. Ef menn vilja nú vita hver kjötþyngd- in muni vera, þá eru 48 þumlungar teknir af gildleikanum og margfaldaðir með 4 sem verða pd. Þá þumlunga tölu, sem eftir er af þuml. tölu gildleikans, skal svo margfalda með 12, og verða það líka pd. Tökum dæmi af sama nautinu: 48 X 4 = 192 pd.; 7X12 =84; 192+84 = 276 pd. af kjöti. Þegar menn iðka þessar mælingar, þarf ekki miklu að skakka. þegar naut eru rekin eða flutt á annan hátt langa n veg, þá léttast þau oft töluvert. Þegar svo þyngdarmunurinn á kjötinu er metinn til peninga, og því bætt við annan kostnað, er af fluttningnum leiðir, þá má sjá hvort þetta borgar sig, þegar miðað er við kjötverð á hinum ymsu stöðum. B ú i. Þér ungu meyjar, menn og frúr, sem óskið að temja yður þá íögru list, að geta tekið til máls á mannfundum, þjóðfundum og þing- um, þér ættuð að ganga i málfundaióiagið »Visir« hér í bænum. Þar reyna menn að temja sér að taka skipuiega til máls, standa upp, biðja um orðið og láta svo skoðun sína i ljósi, ljóst og greinilega, en hinir sitja og hlusta á. Er þessi aðferð all-ólík þeirri, sem venjulega á sér stað á amtráðsfundum, sýslufundum og málskrafsfundum karla og kvenna á gatna- mótum og öðrum hagkvæmum stöðum. Reynið að brjótast fram úr því. Ef einhverjir fullorðnir vilja, geta þeir fengið tilsögn hjá mér, og byrjað hér eftir hvenær sem þeir kjósa helst. Auk Þess, sem ég hef áður auglýst, veiti ég nú þeim tilsögn er vilja læra að færa tvöfalt bókhald (líka kallað ítalskt- bókh.). Svo veiti ég og tilsögn í rúm- málsfræði, sem hver maður þarf að kunna dálítið í. — ísafjöröur. — J. Frímann.

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/191

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.