Alþýðublaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.06.1963, Blaðsíða 4
GYLFI Þ. GÍSLASON SKRIFAR UM RSLITIN Síðan íslenzk stjórnmál tóku að snúast um innanlandsmál og núverandi flokkaskipun var tek- in upp, hafa ekki áður verið hreinni línur í alþingiskosning- um en í kosningunum 9. júní sl. Fi'lisstjórn hafði |£e|ð heilt kjörtjhnabili Slíkt liafði ekki komið fyrir áður í sögu íslenzks þingræðis. Flokkar þeir, sem að henni stóðu, lýstu því yfir fyrir kosningarnar, að þeir mundu halda samstarfi sínu áíram eftir ktkningarnar ef þjóðin vottaði stjórnarstefn unni traust, og myndi þá sömu stefnu verða fylgt áfram. Það hafði aldrei komið fyrir áður, að samstarfsflokkar í ríkisstjórn gæfu slíkar yfirlýsingar fyrir kosningar og segðu þannig skýrt til um, hver stefna þeirra yrðí eftir kosningar, ef hún sigraði. Af hálfu stjórnarandstöðu- flokkanna voru liins vegar eng ar yfirlýsingar gefnar um, að hvers konar stjórn þeir stefndu Framsóknarflokkurinn fékkst al drei til þess að gefa neina yfir lýsingu um, hvort liann óskaði eftir samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn eða jafnvel báða núver andi stjórnarflokka, hvort hann óskaði eftir nýrri „vinstrí stjórn“ eða hvort hann murtdi mynda stjórn með Alþýðubanda laginu, ef þessir flokkar fengju sameigfWlegan meirililuta. Af hálfu Alþýðubandalagsins var aldrei neitt um það sagt, hvers konar rikisstjórnar sá flokkur óskaði. f>að var höfuðtakmark stjórn arandstöðuflokkanna beggja í kosningúnum að hnekkja stasf- hæfum meirihluta stjórnarflokk anna á Alþingi með því að vinna af þeim 2 þingsæti og auka hlutfallslegt fylgi stjórn- arandstöðunnar með þjóðinni. Hvort tveggja þetta mistókst. Fylgi stjómarandstöðuflokk- anna minnkaði úr 45,1% í 44,2%, fylgi stjórnarflokkanna jókst úr 54,9% í 55,6%. Og stjórnarflokkamir héldu starf- hæfum meirihluta á Alþingi. Það er því alveg ótvírætt, að þjóðin hefur óskað þess, að stefnu þeirri, sem fylgt hefur verið undanfarin 4 ár, verði á- fram fylgt á því kjörtímahili, sem nú er nýhafið. Stefna núverandi ríkisstjórn- ar hefur miðað að nýjum og bættum starfsháttum í íslenzku atvinnu- og viðskiptalífi og á sviði íslenzkra fjármála, gjald- eyrismála og bankamála, jafn- framtl því^ sem geröar hafa verið víðtækar umbætur á sviði félagsmála og menningar- mála. Stefna ríkisstjórnarinnar er því fjarri því að vera íhalds söm, hún er léttnefnd fram- sóknarstefna í bókstaflegri merk ingu orðsins. Allar breytingar sem ríkisstjórain hefur beitt sér fyrir á sviði efnahagsmála hafa miðað að því að auka nf- köst og framlelðni, gera vöru úrval f jölbreyttara og bæta þjón ustu. Á sviðíi félagsmála og menningarmála hefur verið stefnt að auknum jöfnuði og vaxandi stuðningi við mennt un og menningu. Það er ílialds- sinnuð barátta að keppa að því að stöðva þá þréun, sem ríkis- stjórnin hefur beitt sér og beitir sér fyrir. Það var íhaldssinnað takmark, sem Framsóknarfiokk urinn og Alþýðubandalagið settu sér í kosningabaráttunni að fá stöðvunarvald á Alþingi, þ.e.a.s. aðstöðu til þess að knýja fram stefnubreytingu. í kosningabaráttunni var það stjórnarandstaðan, sem var full trúi íhaldsseminnar. Það var hún, sem vildi hverfa aftur tU skipuIagsh;Vta í atvinnur og viðskiptamálum, sem núverandi ríkisstjórn hafði horfið frá, af því að þeir höfðu reynzt ófull- nægjandi og jafnvel skaðiegir. Ríkisstjórnin hefur gert rót- tækar breytingar í mörgiun efnum, hún hefur sótt fram á fjölmörgum sviðum. Þessa fram sókn átti að stöðva. Það átti að reyna að snúa þróuninni við. Þess vegna var barátta stjTn- arandstöðunnar afturhaldsbar- átta. En þessí' barátta mistókBt. Þjóðin liafnaði íhaldlsseminni og þröngsýninni. Hin sönnu framsóknarsjónarmið sigruðu. Þess vegna mun ríkisstjórnin nú halda áfram viðreisnarstefnu sinni. Hún mun verða landi og lýð til farsældar. 156 STÚDENT- AR FRÁ t DAG útskrifast eftirtaldir stúd- entar frá Menntaskólanum í Reykjavík: Máladeild: 5. A: Auður Ragnarsdóttir Ásta Vígbergsdóttir Björg Atladóttir Elízabet Ólafsdóttir Elísabet Sigurðardóttir Erla Hatlemark Guðlaug Konráðsdóttir Guðríður Thorarensen Guðrún Skúladóttir Hjördís Gunnarsdóttir Kristín M. Kristinsdóttir Kristrún Þórðardóttir Margrét Valdimarsdóttir Monika Magnúsdóttir Ragna L. Ragnarsdóttir Sigríður Gizurardóttir Silja Aðalsteinsdóttir Sjöfn Krlstjánsdóttir Valgerður Ólafsdóttir Þorbjörg Kjartansdóttir 6. C: Anna G. Njálsdóttir Elín Óskarsdóttir Elísabet Guttormsdóttir Erna G. Bjömsdóttir Eygló Eyjólfsdóttir Gerður Óskarsdóttir Guðfinna Ragnarsdóttir Guðný Jónasdóttir Guðrún Karlsdóttir Helga Gunnarsdóttir Jóhanna M. Jóhannsdóttir Kristín Bernhöft Kristin Gunnarsdóttir Margrét Böðvarsdóttir Maríanna Wendel Ólafía Guðrún Kvaran Sigríður Arnbjamardóttir Sigríður Jóhannesdóttir Sigrún Guðmundsdóttir Sigrún Jónsdóttir Sigurveig H. Eiríksdóttir Snjólaug Sigurðardóttir Sólveig Pétursd. Eggerz -4» Þorgerður Ingólfsdóttir Þórhildur M. Sandholt 6. B: Andrés Indriðason Bjarni Ólafsson Egill Ólafsson Einar Ámason Gunnar Jónsson Hilmar Þormóðsson Jón Ögm. Þormóðsson Jón Þóroddsson Kristján Ragnarsson Magnús Björnsson Ólafur Jónsson Óttar Eggertsson Sigurður Einarsson Sigurður Raenarsson Sveinn Sigurðsson Trausti Bjömsson Þorsteinn Marinósson . 6. D: Aðalheiður Sigvaldadóttlr Árni ísaksson Björn Jóhannesson Eggert Óskarsson Eyjólfur Melsted Gunnlaugur Baldursson Helga Skúladóttir Helga Þórarinsdóttlr Hrafnkell Eiríksson Inga Ólafsdóttir Jóhanna Ottesen Jón Eiríksson Kristján Róbertsson Már Magnússon Ólafur R. Einarsson Sif Sigurðardóttir Sigurður Helgason Valgerður Tómasdóttir Utanskólanemendur: Einar G. Bollason Framh. á 12. síífr. FYRIR skömmu kom gamaii vnaður í skítugri regnkápu inn á vitstjórnarskrifstofur enska stór- tblaðsins „The Pcople”. „Læknarnir segja. að ég sé með krabbamein,” sagði hann, „og því •er ég hingað kominn til að gera játningu. Það var ég, sem myrti konuna í Portsmouth.” STÓRBLAÐ LEYSIR GAMLA MORÐGÁTU «***»*, íJH Þar með var komin endanleg lausn á morðgátu, sein mikla at- iiygli vakti á 'sínum tima. Morðið jjem hér um ræðír, var framið ■fyrir 19 árum. Þá var þessi sami xnaður tekinn fastur og grunaður um ,að hafa framið það. En hann xieitaði öllum sakargiftum. Hann liafði fjarvístarsönnun, staðfesta •af fleiri en einu vitni nóttina, sem ynorðið var framið. Útilokað var talið, að hann hefði getað framið .morð í 70 mílna fjarlægð frá T,ondon þá nótt, sem um var að .xæða. Það var því ekki um ann- ■aö að ræða, en að sýkna hann, og Þá sérstaklega vegna þess, að lækn Jir lýstu þvi yfir, að óliklegt hefði verið, að maðurinn hefði getað fcyrkt nokkurn mann, þar sem á hægri hendi vantaði þrjá fingur, og handleggurinn virtist fremur máttlítill. Aðeins einn af þeim, sem til voru kvaddir hélt því fram, að þetta stæði ekki i vegi fyrir því, að maðurinn hafði getað myrt konuna. Því næst liðu mörg ár án þess að nokkuð nýtt kæmi fram i mál- inu. Árið 1960 gróf blaðið „The People” þessa gömlu morðgátu upp, og færði sönnur á, að fjar- vistarsönnun mannsins hefði ver- ið fölsuð. Blaðið mun hafa eytt miög miklu fé í að komast að hinu sanna í þessu máli. Loug- hans, maðurinn, sem sýknaður var af morðinu, fór í mál við blaðið vegna ummæla þess um hann. En eins og fyrr segir, kom hann í /ritstjórnarskrifstofur þess nú fyrir skömmu, er hann vissi, að hann átti ekki langt eftir ólifað. Vildi hann þess vegna létta á sam- vizkunni. Hann skrifaði þar síðan fullkomna játningu, og í henni segir meðal annars: — Sú saga, sem ég sagði lög- reglunni, að ég hefði hafst við á neðanjarðarlestarstöð nóttina, sem morðið var framið, er ekki sönn. Eg var þar að vísu um tíma. Mér varð þá hugsað til allra þeirra peninga, sem ég hafði séð um daginn á veitingahúsinu í Portsmouth, og ég ákvað að reyna að komast yfir þá með_ einhverj- um hætti. Síðan fór ég út af stöð- inni og stal jeppabifreið. Eftir að hafa rænt fénu og myrt konuna, sem átti gistihúsið, ók ég aftur til London. Þá rann það upp fyrir mér, að liklega hefði enginn séð mig yfirgefa stöðina. Eg laumaðist þess vegna inn aftur án þess að nokkur yrði þess var. Þannig hafði ég algjör- lega íullkomna fjarvistarsönnun. ! Loughans sat í fangelsi og var að afplána refsingu fyrir annað afbrot, þegar blaðið byrjaði að rif ja upp hinn 19 ára gömlu morð- ' gátu, og skýrði frá því, hvernig þarna liefði næstum tekizt að fremja „hinn fullkomna glæp.” — Hann lét sig skrif blaðsins litlu i skipta, en einn varðanna i fang- ! elsinu sagði honum að höfða mál gegn blaðinu, eða reyna að fá i þingmann til að taka málið að sér. Þegar læknarnir sögðu honum frá bví að ham þjáðist af ólækn- andi krabbameini, komst hann að þeirri niðurstöðu, að bezt mundi að gera játningu. Þegar hann hafði undirskrifað játninguna, sagði hann, að þungu fargi væri af sér létt. Á blaðinu voru honum gefin fáein sterlings- pund, og síðan fór hann aftur á sjúkrahúsið þar sem liann hafði legið til að bíða dauðans. ######## # ís með gosdrykkjum # # Hcllið fyrst ofurliflu af # Hjjji gosdrykk í glas og hræriS )■»-, í það 1 matsk. af rjóma Afc „ eða rjómaís. Fyllið glasið # svo til rúmlega hólfs af # h$k gosdrykk og setjið siðan #= tvær stórar ískúlur, spændar með heitri mat- #- skeið úr ispakkanum, of- # an i. Þeyttur rjómi ofon á. ########### jjf 15. júní 1963 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.