Alþýðublaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 3
ASþýðuflokkur flest atkvæði á þingRnaun Landskjörstjórn lauk störfum í gær, gekk frá úíhlutu nuppbótar- þingsæta til flokkanna og fleiru. Samkvæmt niðurstöðum nefndar- innar hefur Aíþýðuflokkurinn hlot ið flest atkvæði á bak við hvern lijörinn þingmann eða SlTiVi atki’. Alþýðufiokkurinn hlaut 12697 atkv. og 4 þingmenn kjörna éða eins og fyrr segir 317414 atkv. á bak við livern þingmann. Fram- sóknarflokkurinn hlaut 25217 atkv. og 19 þingmenn kjörna eða 1327 4/19 á bak við hvern þing- mann. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 37021 atkv. og 20 þingmenn kjörna eða 1851 1/20 atkv. á bak við hvern' þingmann. Alþýðubandalagið hlaut 14274 atkv. og 5 þingmenn kjörna eða 2379 atkv á bak við livern þingmann. Úthlutað var 11 uppbótaþingsæt um, 4 til Alþýðuflokksins, 3 til Al- þýðubandalagsins og 4 til Sjálf- stæðisflokksins. 'CJppbótarþing- menn eru' þessir: 1. Sigurður Ingimundar son (A) Fékk styrk til rannsókna á krabhameini Á FUNBI Norræna krabbameins- sambandsins í Reykjavík í gær var samþykkt að veita Hrafni Tulinius lækni 10.000 sænskra króna styrk til krabbameinsrannsókna. Er styrkur þessi veittur árlega, og er þetta i fyrsta sinn, að íslendingur hlýtur hann. Hrafn Tulinius er fæddur 20. apríl 1931, tók próf í læknisfræði frá Háskóla íslands í janúar 1958. Afi loknu kandídatsárinu starfaði hann á meinafræðistofnun Háskól- 2. Birgir Finnsson (A) 3. Eðvarð Sigurðsson (K) 4. Guðmundur í. Guðmundsson (A) 5. Ragnar Arnaldg (K) >3. Davíð Ólafsson (S) 7. Sverrir Júlíusson (S) 8. Bjartmar Guðmundsson (S) 9. Jón Þorsteinsson (A) 10. Geir Gunnarsson (K) 11. Matthías Bjarnason (S) Varauppbótamenn Alþýðuflokks ins eru Friðjón Skarphéðinsson, Unnar Stefánsson, Pétur Péturs- son og Hilmar Hálfdánarson. Páfi tekur á móti gestum RÓM, 24. 6. (NTB-AFP). PÁLL páfi sjötti tók I dag á móti sendimönnum erlendra ríkja í Páfagarði, og sagði hann í ræðu, 1 að hann mundi fara að dæmi Jó- hannesar páfa, fyrirrennara síns, og gera eins mikið og mögulegt væri til að styrkja friðinn á grund- velli sannleika, réttlætis, kærlcika og frelsis. Hann kvað kirkjuna ekki hafa í hyggju að blanda sér í verkefni eða áhugamái hinna ó- geistlegu stjórnvalda. Páfi tók einnig í dag á móti um 2500 prestum úr Rómar-biskups- dæmi. Var honum ákaft fagnað, er hann gekk inn i Clementine-sal- inn, þar sem áheyrnin fór fram. MMMtHUMMtttWMlVMHMV NEW YORK 24.6 (NTB- Reuter) Háttsettur maður í örygg- is þjónustu Sameinuðu þjóð- anna í New York vildi helzt vísa hlæjandi á bug í dag staöhæfingum um, að alþjóð- leg síinavændlsmiðstöð væri staríandi við aðalstöðvar lam takanna. En hann sagði, ð ef til vill mundu menn neyðast til að rannsaka staðhæfing- arnar nánar af pólitískum á- stæðum. iMtttMtttttMMMMtMfMtW ALGEIRSBORG 24.6 (NTB-AFP) Eiginkona Moliamcd Boud'af, fyrr verandi ráðlierra, sagði í dag, að algeirska stjórnin hefði handtekið mann henuar og þrjá aðra leið- toga Serkja. Hún upplýsti, að hún hefði eltki fengið að vita hvers vegna Boudiaf hefði verið hand- tekinn. Tækin ekki v.- þýzk Bonn, 24. júní (NTB-DPA) Vestur-þýzka landvarnaráðu- neytið bar í kvöld á móti því, að tvær tékkneskar orustu- þotur af gerðinni Mig-15, sem féllu til jarðar í dag, rétt innan við landamæri Vestur-Þýzkalands, hefðu verið búnar vestur-þýzkum tækjum. Frétt um slíkt hatði borizt út eftir enskum og am erískum heimildum. inhuga um ás alþióðamálum BONN 24.6 (NTB-ReUter) John Kennedy, Bandaríkjaforseti og Kon rad Adenauer, kanglari Vestur- I Þýzkalands, sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu í dag, að full eining væri með Bandaríkjamönnum og ) Þjóðverjum um mat á ástandinu í | alþjóðamálum. Orðsendingin var send út eftir að forsetinn og kanzl arinn höfðu rætt ýmisleg pólitísk mál á tveim fundum í Bonn í dag. í yfirlýsingunni segir, að stjórn irnar séu sammála um að halda á- fram hinni nánu samvinnu sinni. Þá segir í yfirlýsingunni, að við- ræðurar hafi staðfest, að báðir að ilar séu sammála um, að Atlants hafsbandal. sé hið ákjósanlegasta tæki til að vernda friðinn og frels- ið, og öll áherzla verði lögð á að styrkja hina sameiginlegu áætlana gerð um varnarmál. Kjarnorkubann í ár nauðsynlegt ans í hálft annað ár en fór síðan til Freiburg in Breslau og vann undir handleiðslu próf. Biichners að krabbameinsrannsóknum, eink- um við að framkalla krabbamein með methylcholantren í músum. Frá Freiburg fór Hrafn til Hou- ston í Texas, þar sem liann vinnur hjá próf. William O. Russel við M. D. Andersons sjúkrahúsið. Viðfangsefni hans þar er rann- sókn á mótefnum, sem fundin verða í illkynjuðum bólgum í mannslíkamanum. Hrafn Tulinius er kvæntur Helgu Brynjólfsdóttur (Jóhannessonar, leikara) og eiga þau þrjá syni. Rússðtillögu vísaö á bug Moskva, 24. júní (NTE—Reuter) Bandaríkjamenn vísuðu í dag á bug tillögu Rússa um að gera Mið- jarðarhafssvæðið að kjarnorku- lausu svæði. Segir í orðsendingu Bandaríkjamanna, að tillagan miði að því að breyta valdahlutföllum á kostnað Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Tillaga Rússa var afhent í orðsendingu 20. maí. BONN 24.6 (NTB-Reuter) Kenn edy Bandaríkjaforseti sagði á blaða mannafundi í Bonn í dag, að hann teldi það mjög veigamikið að ná samningum um bann við kjarnorku tilraunum á þessu ári. Ef slíkur samningur væri ekki fyrir hendi, væri hætta á, að tala atómríkja rnuni aukast mjög á næstu þrem árum, „og öll þróun í þá át væri katastrófa,“ sagði hann. Forsetinn hélt blaðamannafund- inn strax að loknum viðræðum sín um við Adenauer og sagði hann m.a. að Bandaríkjamenn væru á- nægðir með sættir þær, er tekizt ,hefðu með Fi-ökkum og Þjóðverjum en hann lagði áherzlu á, að Banda- ríkjamenn muni líka sjá svo um, að NATO héldi áfram að vera sferkt. Hann sagði, að höfuðtilgangur inn með þríveldaviðræðunum í ! Moskva í næsta mánuði væri að ná samningum um stöðvun tilrauna I með kjarnorkuvopn, en aðilar mundu einnig ræða það vandamál hvernig hindra ætti að atomvopn breiddust út. Hann lagði áherzlu á, að NATO væri hornsteinn hins mikla verkefnis að vernda frelsið og kvað öryggi Vestur-Evrópu vera vel tryggt af þeirri sameiginlegu varnarstarfsemi, sem Bandaríkin, Bretland, Kanada og evrópskir bandamenn þeirra stæðu fyrir. Þá segir í yfirlýsingu forsetans og kanzlarans að þeir hafi í hyggju að vinna að því af alefli að byggja upp kjarnorkuflota Atlantshafs- bandalagsins. Leggja þeir áherzlu á að aðrir hagsmunir verði að víkja fyrir þessu máli og önnur lönd verði að taka þátt í umræðunum um þau vandamál, er leysa þarf til að hægt verði að stofna þennan flota. í yfirlýsingunni segir ennfremur að frelsi Berlínar verði að verja með öllum nauðsynlegum ráðum og að ríkisstjórnirnar muni nota hvert tækifæri til að bæta fyrir hinn ómannúðlega múr. Vestur-Þýzka stjórnin lýsir sig sammála Bandaríkjastjórn og öðr- um bandamönnum sínum um, at afvopnun undir eftirliti og samn- ingur um stöðvun tilrauna með kjarnorkuvopn séu veruleg skref í þá átt að hindra hættulegt víg- búnaðarkapphlaup. Þeir ræddu sameiningu Evrópu sambandið m'lli Sove'rikianna og annarra Evrópulanda, þróun sam- bands Atlantshafsríkjanna, Berlín armálið og spurninguna um sam- einingu Þýzkalands. SLYS VIÐ AKUREYR! Akureyri í gær: TVÆR stúlkur slösuðust hér al- varlega aðfaranótt sunnudagsins, er Volkswagen-bifreið, sem þær voru í, valt. Önnur stúlkan mun hafa höfuðkúpubrotnað, en hin hálsbrotnað. Þær voru þegar flutt ar á sjúkrahús og leið eftir atvik- um í dag. ■ bifreiðin, sem var á ferð gegnum I Glerárþorp á leið til Akureyrar, : ætlaði fram úr annarri á blindhæð. Kom þá önnur á móti, og snar- beygði þá önnur stúlkan, sem ók, bifreiðinni með þeim afleiðingum, að hún valt og rann eina 30 metra eftir veginum og hafnaði síðan á hjólunum fyrir utan hann. Einn piltur var í bflnum, en Slysið varð með þeim hætti, að í hann slapp nær ómeiddur. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 25. júní 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.