Alþýðublaðið - 23.07.1963, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 23.07.1963, Qupperneq 1
MYNDIR FRÁ SKÁLHOLTI í OPNUNNI hinir íslenzku vígslubiskupar og síðastur biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjöm Einarsson. Yar hann skrýddur fagurri biskups- kápu og með gullið mitur með rauðum kolli. Gengu vígsluvottar og biskup í kór og tóku sér sæti. Gerði biskup bæn sina við alt- arið, en simginn var Davíðssálmur og andstef úr Þorlákstíðum. Söng fólk var úr héraðinu og hefur dr. Róbert A. Ottóson, æft það og stjórnaði hann öllum tónflutningi. Einnig sungu nokkrir nemendur úr Guðfræðideild Háskólai s undir BRAUZT INN EFTIR FÁRRA TÍMA FRELSS Afbrotamenn fengu uppgjöf saka af tifefni vígsiu Skálholts- kirkju. .Munu 17 hafa verið náð- aðir. Einum var sleppt út úr hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg skömmu eftir hádegi í fyrradag, en sá var aftur kominn inn nokkr | um klukkustundum síðar, — tek- inn fyrir innbrot. í fyrstu var talið, að þarna hefði verið að verki einhver piltanna, sem losnuðu út af Litla-Hrauni. Innbrotið var framið í verzlun að Bergstaðastræti 3 og þaðan stolið rúmlega 140 dölum og 700 kr. ís- j lenzkum. Þjófurinn náðist nokkru seinna, og átti hann þá eftir 70 dali og rúmar 100 kr. Það tók hann því ekki nema nokkrar klukku- stundir að fyrirgera frelsi sínu. Piltarnir, sem sleppt var af Litla-Hrauni, komu töluvert við sögu lögreglunnar í fyrrinótt. Voru þeir yfirleitt mikið ölvaðir, og sváfu margir í Síðumúla í nótt. Ekki var vitað um það í gær hvart þeir hefðu gert alvarlegan óskunda en flestir þeirra hittust á einu veitingahúsi borgarinnar í fyrra- kvöld. Einn af þcim, sem var náðaður var Jóhann Víglundsson, sem oftar en einu sinni hefur komið mjög við sögu í fréttum útvarps og blaða. Einn af blaðamönnum Alþýðu- blaðsins hitti Jóhann á ónefndum stað hér í borginni á sunnudag1 kvöldið. Jóhann féllst fúslega á a rabba stuttlega við blaðamannim — Ertu ekki ánægður í dag? Framhald á 12. síðu. Ivö umferðar- slys urðu austanfjalls RÉTT fyrir miðnætti á sunnudag valt bifreið á móts við bæinn Hólakot í Hruna- mannahreppi. í bílnum voru sex manns og slösuðust fimm þeirra eitthvað, og þar af einn talsvert mikið, að því er lögreglan á Selfossi tjáði blaðinu í gær. Fólkið var flutt á Slysavarðatofuna í Reykjavik og það'an á Landa- kot. Ennfremur flutti Selfoss- Iögreglan fernt, sem slasazi hafði, er tveir Reykjavíkur- bilar rákust saman skammt frá Kirkjubæjarklauatri. V?.r það fólk flutt á sjúkrahúsið á Selfossi. Mun a.m.k. ein stúlka hafa verið talsvert míkið slösuo og þurfti að sauma hana allmikið í and- liti. Dauða- slys Dauðaslys varð í umferð- inni í Reykjavík í gæriag. Fjögurra ára gömul stúlka varð • fyrir bifreið og beið bana. Samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar varð þetta slys um kl. 15.10 i gær dag, á móts við húsið nr. 18 við Mýrargötu, skammt fyrir vestan Slippinn. Tiídrög slyssins voru þau, að fólksbifreið var ekið' vest- ur Mýrargötu. Á móts við húsið nr. 18 kom litla stúlk- an hlaupandi út á götuna og lenti á hægra framhorni bif- reiðarinnar og kastaðist síð- an í götuna. Hún var flutt á Slysavarðstofuna og þaðan á Landakotsspítala og þar and aðist hún skömmu síðar. V'ð rannsókn slyssins mun það hafa komið' fram, að fói'ksbifreiðinni hefur verið ekið fremur hægt, eða á 25- 30 km. hraða. SKÁLHOLTSKIRKJA var vígð á sunnudag að viðstöddum 6000 manns, sem ekið höfðu á staðinn þrátt fyrir leiðindaveður, rok og rigningu. Er leið á morguninn síytti upp og um það leyti, að prestar gengu til kirkju gerði glaðasólskin, sem hélzt allan dag inn. Allmikið hvassviðri var þó en hlýtt. Tíu mínútum fyrir hálf ellefu gekk forseti íslands í kirkjuna sem var þéttsetin og rétt á eftir komu prestar í prósessíu frá embættis- bústaðnum og gengu í tvöfaldri röð inn kirkjuna og tóku sér sæti í norðurstúku kirkjunnar. Voru 91 íslenzkur prestur í kirkjunni af rúmlega 100 þjónandi klerkum. Rétt á eftir gengu vígsluvottar og Ljuoui. Aiþ.bl.: Jóh. Vilberg

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.