Alþýðublaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 4
MINNINGARORÐ Eysteinn A» Jóhannesson Eysteinn Jóhannesson, gestgjafi ■að Laugarvatni lézt skyndilega að kvöldi 17. júlí. Útför hans fór fram di gær frá Fossvogskapellu. Hann hét fullu nafni Eysteinn Austmann. Foreldrar hans voru lijónin Guðrún Eysteinsdóttir frá Hraunsholti við Hafnarfjörð og -Jóhannes Guðmundsson, ættaður • wr Kjós. Þau áttu lieima að Njáls- götu 36 hér í borginni, en vorið 1902 fóru þau í atvinnuleit til Austfjarða og unnu þar sumar- langt. Guðrún var þá þunguð. JSeint í september tóku þau sér far til Reykjavíkur með strand- • ferðaskipi, en fárviðri skall á og íæddi Guðrún son í hafi og tók .skipstjórinn, sem var danskur, á imóti sveininum, sem fæddist nokk- !aið fyrir tímann. Skipstjórinn fór fram á það, að sveinninn væri látinn heita í höfuðið á lionum, en foreldrar hans vildu það ekki, en gáfu honum nafnið Austmann til viðbótar við föðurnafn Guðrúnar, skyldi það merkja, að drengurinn liefði fæðst íyrir Austfjörðum. Hann fæddist 24. september árið f1902. Eysteinn ólst upp í foreldrahús- vni og hjá skyldfólki sínu og stund- aði mjólkurflutninga til Reykja- -víkur, en þegar hann var 15 ára gamall gerði faðir hans tilraun til að koma honum sem léttadreng á Gullfoss. Þóttist hann eiga hönk xipp á bakið á skipstjóranum, en ;crindið var ekki leyst. Drengnum þótti súrt í broti og fór sjálfur til foryta skipsins, Jóhannesar Klein, -og spurði um pláss, og var ráðinn. „Æigldi hann svo á Gullfossi og-var 'lsraut hans ráðin um leið. Hann fór .að læra matreiðslu og lærði hjá -ágætum matsveinum í Kaupmanna fiöfn, en fékk síðan stöður lijá •fíameinaða og sigldi í hálfan ann- ■an áratug á skipum þess. Hækk- -aði hann stöðugt ár frá ári og var f>að siður félagsins í vali ntarfs- manna ef vel líkaði við þá. í byrj- ■ un síðustu heimsstyrjaldar var fiann bryti á stóru og fögru skipi jstolti margra Dana, og sigidi það á Ameríku. Skipið var í hafi, þeg- ar Þjóðverjar réðust á Danmörku kom til nokkurra átaka um ífcorð, hvert sigla skyldi skipinu, hvort fara skyldi með það til ein- hverrar þeirrar hafnar sem Banda- menn höfðu áhrif eða vald, eða þangað, sem sýnt þótti, að Þjóð- verjar myndu hremma skipxð. Skipsstjórinn var Þjóðverjavinur, en skipshöfnin ekki. Tók Eysteinn þátt í deilum og aðgerðum sem risu út af þessu, en útkoman varð sú, að skipinu var siglt til Brasi- líu. Þar varð skipið innlyksa og skipshöfnin dreifðist. Eystetnn gerðist starfsmaður tveggja auð- ugra bræðra, stjórnaði gistihúsum þeirra og ýmsum öðrum atvinnu- i rekstri. Þarna var hann í sex ár og hefði getað verið þar til fram- búðar við mjög góð kjör og vax- I andi auð, en hann vildi heim, enda | átti hann konu og dóttur í Dan- mörku. Hann hafði kynnzt danskri súlku, Ellu Sörensen, kaupmanns- dóttur frá Esbjerg, og hann kvæntist henni árið 1930. Á árinu 1933 fæddist þeim dóttir, sem ! skírð var Guðrún Sólveig. Hann | hafði ekki séð konu sína og dótt- \ ir í sex ár er stríði lauk — og lengi vel höfðu þær ekkert frétt af honum og hann ekki af þeim. Eystein fýsti að heimsækja ætt- land sitt og tók sér ferð á hendur hingað. Þegar hér var komið fékk hann löngun til að setjast liér að. Hann rak vcitingasölu fyrsl | um sinn í húsi Verzlunarmanna- ■ félagsins viö Vonarstræti, en tók svo við brytastarfi á Laugarvatni og því gegndi liann til dauðadags. Kona hans og dóttir höfðu heim- sótt landið fyrsta sumarið, sem Eysteinn dvaldi hér, en komu svo alkomnar til hans í apríl 1948. Þetta eru helztu atriðin í lífi Ey- steins Jóhannessonar, en þau segja ekki margt um þennan á- gæta mann. Eysteinn Jóhannesson var hár maður vexti, bar sig vel, fríður fiýnum og karlmannlegur. Hann bar þess glögg merki, að hann hafði verið með þjóðum, haft vanda á höndum og kunni fágaða umgengnismenningu eins og bezt varð á kosið. Hann var svo mikið Ijúfmenni að óvenjulegt er, en hafði samt svo fastmótaðar lífs- skoðanir, að ekki varð hnikað. Hins vegar deiidi hann ekki um þær. Hann var friðsamur maður og umburðarlyndur, samvizkusam- ur og reglusamur í öllum sínum störfum. Við urðum vinir enda flokksbræður og virtist hann hat’a tiieinkað sér innri aðal jafnaöar- stefnunns.r, sem maður verður svo áþreifanlega var við hjá þeim, sem ruddu brautina upp úr 1910 og fram að síðustu styrjöld, ekki síst meðal norrænna jafnaðar- manna. Eysteinn gegndi mjög erf- iðu og erilsömu starfi — og tók sér ekki hvíld. Hann var bryti alla I veturna eftir að hann kom að Laug arvatni og það var mikið verk að sjá um lífsviðurværi fyrir hundruð ungs fólks — og hann sá um bún- að herbergja þess og gekk um þau á hverjum degi. Hann var ljúfur í viðmóti en strangur og reg'u- fastur. Þetta sama má einn'g segia | um gistihúsareksturinn á sumrum. nema hvað hann var erfiðari og gæta varð fleiri vandkvæða. En Evsteini tókst á þessum árum að mynda fast skipulag og koma á mjög góðum reglum, þrátt fyrir næsta óyfirstíganlega örðugleika. sem hér eru á gistihúsarekstri. Samt hafði hann óhilandi trú á möguleikum okkar íslendinga t'l þess að öðlast gistihúsamennineu — og ræddi hann oft um það við m'". Eg sá það er ég kom að La""ar- vatni 8. þ.m. til vikudyálar, að Ey- Framh. á 13. síðu FYRRI LAUGARDAG fóru með Gullfossi þrjátíu Norðurlandabú- ar, sem komið höfðu í vinabæja- heimsókn til Hveragerðis. Fó’kið var frá bæjunum Brande í Dan- mörku, Tarp í Suður-Slésvig í Noregí Örnskjöldsvik í Svíþjóð, og Áánekoski í Finnlandi. Það kom með Heklu og dvaldist hér í 10 daga. Heimsóknin þótti takast með á- gætum. Fólkið skoðaði Suðurland í sólskini, kom að Skálholti, að Geysi og Gullfossi, í Þjórsárdal og gisti að Laugarvatni. í Hveragerði gisti fólkið á heimilum, á heilsu- hæli NLFÍ og 1 húsakynnum elli- heimilisins að Ási. Einn daginn var farið ásamt allmörgu heima- fólki að skógarfossi, sem skartaði þá sínu fegursta. Á sunnudags morgun var farið í kirkju að Kot- strönd. Sóknarpresturinn, séra Helgi Sveinsson, messaði, og á- varpaði gestina á dönsku. Annar dönsku prestanna, sem með var í förinni, flutti ávarp, en hinn presturinn, sem er frá Suður- Slésvig, skírði í kirkjunni tvö börn, sem eiga föður frá Slésvig og íslenzka móður. Börnin fengu í skírnargjöf biblíur með áritun norrænu gestanna, sem allir voru taldir skírnarvottar. Þótti þessi norræna kirkjuathöfn hátíðleg. Gestirnir tóku þátt f kirkjusöng að nokkru leyti, og hafa látið í ljósi aðdáun sína á söng kirkju- kórsins. Hádegisverður var snædd- ur á heilsuhæli NLFÍ og að kvöldi var fjölmennt kveðjuhóf að Hótel Hveragerði. Vinabæjafólkið af- henti þar að gjöf þjóðfána landa sinna og skjaldarmerki bæjanna. Norðmenn gáfu auk þess fagra kristallsskál, myndgreypía og á- letraða. Seinni vikuna fór hópur- inn norður um land til Akureyrar og Mývatnssveitar. En við brott- för Gullfoss voru all margir Hver- gerðingar staddir við skipið með Norðurlandafána og leystu gesti sína út með blómum. Það er fyrir tilhlutan Norrænu félaganna að slíkum vinabæja- tengslum hefur verið komið á, en j þessir bæir skiptast á heimsókn- um árlega, þannig að þeir bjóða til sín hver sitt árið gestum hinna j bæjanna. Norrænufélag hefur ver- ið í Hveragerði frá árinu 1956 og hefur formaður þess verið frú Grethe Ásgeirsson. Iíafði hún und- irbúið móttöku gestanna. Núver- andi formaður félagsins er Þórð- ur Jóhannsson, kennari. Annar dönsku prestanna, Chris- tian Otte, prófastur í Brande, varð hér eftir til að geta sótt Skálholts- hátíðina. Hann hefur látið svo um mælt, að koman hingað sé eftir- minnilegasta vinabæjarheimsókn- in til þessa. Prófasturinn er for- maður Norræna félagsins f Bran- de, sem er 4200 manna bær, 25 kílómetrum sunnan við Himmel- bjerget á Jótlandi. Segir hann, að norrænu félögin í Danmörku hafi tekið upp víðtæka starfsemi til að stuðla að aukinni samvinnu Norð- urlandaþjóðanna á sviði hvers kon ar fnenningarmála. Hann hefur boðið fulltrúum Hveragerðis til vinabæjamóts að sumri. Milli norræna fólksins og heim- ilanna í Hveragerðii, þar sem það gisti, hefur tekizt hin bezta vin- átta. Mun óhætt að segja, að hug- takið „norræn samvinna’” hafi fengið í liugum þorpsbúa nýtt inn- tak. ÞESSIR tíbezku drengir eru nýkomnir til Danmerkur, þar sem þeir eiga að ganga í skóla. Þeir voru alls 43 I þessum hóp og komu með ástralskri flugvél til Danmerkur. VEL HEPPNUÐ VINABÆJA- 4 23. júlí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.