Alþýðublaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 23.07.1963, Blaðsíða 13
KÁLHOLTSKIR Framliald af 1. síðu. stjórn séra Hjalta Guðmundsson- ar. Páll ísólfsson lék síðan Prelú- díum í Es-dúr eftir Bach, en að því loknu las Magnús Már Lárus- son, prófessor, bæn úr kórdyrum. Biskupinn hélt nú vígsluræðu sína og er hún birt annars stað- ar i blaðinu, en að henni lokinni lásu vígsluvottar ritningarorð. Vígsluvottar voru Norðurlanda- biskuparnir, dr. theol. Guðmund Schiöler frá Hróarskeldu, dr. theol. Osmo Alaja frá Mikkeli í Finnlandi, dr. theol. Jer Juvkam, Björgvinarbiskup og dr. theol. Helge Ljungberg, Stokkhólsmbisk up. Aðrir vígsluvottar voru vígslu biskuparnir séra Bjarni Jónsson og séra Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum og svo dr. Valdemar Eylands, fulltrúi íslendinga í Vest urheimi. Er biskup hafði vígt kirkjuna og heimilað Skálholtsöfnuði af- not hennar söng kórinn sálminn í þenna helga herrans sal, með fomu lagi. Þá las sóknarprestur- inn, séra Guðmundur Óli Ólason, pistil en kórinn söng Hallelúja, og prófasturinn í Árnesprófastdæmi, séra Gunnar Jóhannsson á Skarði las guspjall dagsins, en kórinn söng Vér allir trúum á einn Guð. Var farið eftir tóngerð Lúthers og söng séra Hjalti Guðmundsson ein söng. Næst fór fram altarisganga og | voru vígsluvottar allir til altaris, ! svo og biskupinn, og sóknarprest- urinn, en kórinn söng Tibi laus salus sit Christe, en vígsluathöfn i inni lauk með því, að biskup flutti bæn og lýsti blessun, og síðan sungu ltirkjugestir Son Guðs ertu | með sanni. Að vígsluathöfninni lokinni hófst seinni hl. athafnarinnar Páll ísólfsson lék Chaconne um stef úr Þorlákstíðum, en siðan gekk forseti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson að ræðustól, er fyrir hafði verið komið í kórdyrum og flutti ávarp. Sagði forsetinn m. a að Skálholtskirkju hæfi ekkert minna en dómkirkjunafn. Hún væri nú veglegasta kirkja á- ís- landi og hclgaðist af mikilli sögu. „Móðuharðindum Skálholtsstaðar er nú aflétt, slitinn örlagaþráður knýttur á ný og endurvígður.“ Forsetinn kvað vígslu Skálholts kirkju marka tímamót i íslenzkri kirkjusögu og kvaðst þá eiga við, að verið væri að afhenda staðinn Þjókirkjunni til eignar og um- sjónar. „Þjóðkirkjan fær vaxandi sjálfstjólm, og hefur nú þegar meira sjálfstæði gagnvart ríkis- valdinu en átt hefur sér stað frá siðaskiptum. Þessi þróun er bæði æskileg og áhættulaus. Þjóðkirkj an er enginn keppinautur hiris ver aldlega valds. Hennar starf ér að efla trú, bæta siði og styrkja is- lenzka þjóðmenningn. Eins og kirkj Trésmiðafélag Reykjavíkur heldur félagsfund í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 8,30. Fundarefni: Samningarnir. Stjómin. íbúðir tii sölu íbúðir hjá byggingafélagi verkamanna í Kópa- vogi eru til sölu. Félagsmenn sem óska eftir að kaupa íbúðirnar, hafi samband við skrifstofu Hermanns G. Jónssonar hdl., Skólabraut 1, Kópavogi fyrir 1. ágúst n.k. Opið klukkan 5—7, sími 10031. Byggingafélag verkamanna, Kópavogi. Vélritunarstúlka Dóms- og kirkjumálaráðuneytið óskar að ráða stúlku til vélritunarstarfa í forföllum um nokk urra mánaða skeið. Sími: 16740. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. an hefur nú verið vígð, á hún aft ur að vígja oss til manndóms og þegnskapar, hjálpa oss til að rata vegtnn nálgast sannleikann og bera tilhlýðilega lotningu fyrir líf inu og tilverunnar hinztu rökum. Vér árnum öll, einhuga, þjóð- kirkju íslands og Skálholtsstað gæfu og gengis í Guðs nafni“. í Þá flutti dr. theol. Gudmund Sciöler, Hróarskeldubiskup kveðj- ur frá Norðurlöndum. Er hann hafði lokið máli sínu af henti Biarni Benediktsson. kirkju málaráðherra Þjóðkirkjunni Skál- holtsstað. Sagði hann m.a. að Skál- holt hefði í nær hálfa áttundu öld verið höfuðstaður íslenzkrar kirkju og kristni og þaðan hefðu víðtæk áhrif borizt um allt land. Síðar sagði ráðherra: „Sögunnar hjóli verður ekki snúið aftur á bak. íslendingar eiga nú sín höf- uðborg og Skálholt verður aldrei aftur sá höfuðstaður þjóðarinnar, sem það var um margar aldir. En það hlýtur ætíð að skipa hefðar sess í hugum íslendinga. Þess vegna var það ekki einungis metn aðarmál, heldur ærusök að veita staðnum þá ytri ásýnd, sem sómi væri að. Það hefur nú tekizt með byggingu dómkirkjunnar, sem ver ið var að vígja." Þá las ráðherrann lög þau er samþykkt voru á Alþingi í vetur um að afhenda skyldi þióðkirkju íslands Skálholtsstað. Voru lög þessi staðfest af forseta íslands hinn 26. apríl sl. í lögunum segir m. a. 1. grein. — Ríkisstjórninni er heimilt að afhenda þjóðkirkju íslands endurgjaldslaust til eign- ar og umsjár jörðina Skálholt í Biskupstungum ásamt öllum mann virkjum og lausafé, sem nú eru í eign ríkisins á staðnum, enda veiti biskup íslands og Kirkjuráð 'eign þessari viðtöku fyrir hönd þjóðkirkju íslands og hafi þar for ræði um framkvæmdir og starf- rækslu. 2. grein. — Ríkissjóður skal ár lega greiða kr. 1000 000.00 í sjóð, sem vera skal til áframhaldandi uppbyggingar í Skálholti og rekstr arfé þeirrar starfrækslu, sem bisk up og Kirkjuráð koma þar upp. Stjórn sjóðsins skipar Kirkju- ráð. Ráðherrann afhenti síðan biskup afsalsbréf fyrir Skálholtsstað, en biskup þakkaði fyrir hönd Þjóð- kirkjunnar. Sagði hann, að þessi atburður ætti aðeins eina hlið- stæðu í sögu Skálholts, en það væri, er Gissur ísleifsson gaf þenn an stað, föðurleifð sína, helgri Péturskirkju í skálhoiti. „Það er mikið og veglegt hlutskipti að skila aftur heim gjöf Gissurar", sagði biskup. Þá þalckaði biskup Norðurlanda þjóðunum þeirra skerf til uppbygg ingar Skálholtskirkju og mælti á dönsku, norsku og sænsku. Að því loknu sungu kirkjugestir þióðsöng inn og var þá athöfninni lokið. Vígsluhátíðin stóð í tvo tíma og var í senn hátíðleg og einföld. Vakti söngur og tónlist mikla at- hygli og er skemmtilegt, að fólki úr héraðinu skyldi falið að annast Skálholtsvígslan 3. söng. Biskupar voru mjög glæsi- lega skrýddir og finnski biskup- inn gekk við mikinn og fagran biskupsstaf. Eins og fyrr segir var kirkjan | þéttsetinn boðsgestum. Bar þar' mest á prestunum er sátu sér gégnt söngfólkinu. Allir ráðherrar voru viðstaddir nema Ólafur Thors, for sætisráðherra. Allmargir erlendir sendimenn voru þarna og margir boðsgestir frá Norðurlöndunum. Kirkjan sjálf er mjög björt og hrein í sniðum, ekkert óþarfa prjál eða útflúr raskar formi henn ar. Ekki varð annað séð, en hinn forni prédikunarstóll sómdi sér vel við ljósan bakgrunn kirkjunn- ar. Þá hefur tekizt mjög vel með allan hljómburð í kirkjunni og naut söngur og tónlist sín ákaflega vel. Er gengið hafði verið úr kirkju, varð bosðgestum ekið að félags- heimilinu Aratungu og þar snædd- ur hádegisverður í boði kirkju- málaráðherra. Var þar kaldur mat ur á borðum. Sá Pétur Daníelsson, hótelstjóri um matinn en yfirmat- sveinn var Merbert Pedersen. Kl. 3 hófst almenn messa í hinni nývígðu kirkju og var hún full- setinn löngu áður. Sóknarprestur- inn, séra Guðmundur Óli Ólason, predikaði, en séra Bjarni Jóns- son, vígslubiskup, þjónaði fyrir alt ári. Að messu lokinni voru þrjú börn skírð í kirkjunni. Síðasta opinbera athöfn dagsins var, að biskupinn stakk fyrstu skóflustunguna í grunni hins vænt anlega Vídalínsskóla í Skálholti. A skólinn að standa á ásnum vest- 'an við aðalbyggingar í Skálholti j Við það tækifæri afhenti Harald ! Kope, prestur á Ytra Arne í Nor- Jegi rúmlega 200 000 norskar krón jur, er hann liefur safnað. Á fé þetta að renna til lýðháskóla í : Skálholti. - Keeler Framh. af 3 .síðu reykt marijuna-sígarettur, en ekki notað önnur örvunarlyf. Hún viðurkenndi að hafa orðið fyrir miklum áhrifum af dr. Ward, en neitaði að hafa sofið nokkru sinni hjá honum. Hún kvað hann hafa mikinn yndisþokka og hann hefði algjörlega ráðið yfir henni. Hún hefði farið frá honum átta eða níu sinnum, en alltaf snúið aftur. Christine gaf réttinum upplýs- ingar um ýmsa karlmenn í lifi sínu: Ward, sem hún hefði aldrei sofið hjá, en hefði lánað henni peninga, sem hún hefði greitt aft- ur með pen’ngum, sem hún hefði fengið hjá öðrum mönnum. Peter Rachman, milljónamær- ingur, sem rætt var um í neðri málstofunni í dag vegna húsa- brasks. Hún var ástmey hans og fékk hjá honum peninga, „til að lifa af,“ eins og hún sagði. Astor lávarður, sem greiddi húsaleiguna fyrir hana og Mandy vinkonu hennar. Profumo, sem hún hafði mök við og sendi móður hennar peninga. Ivanov, rússneski sendiráðsrit- arinn, sem hún einnig svaf hjá. Jim Eylan, sem hún svaf hjá reglulega og gaf henni hundruð punda (100 pund = 12.300 ísl. kr.). Fleiri taldi hún upp, bæði menn, sem borguðu mikið, og menn sem greiddu húsaleiguna. - Minning Framh. af 4. síðn steinn gekk ekki heill til skógar. Ég spurði hvort eitthvað væri að honum, en hann gaf lítið út á það. Við kvöddumst þann 15. en að kvöldi þess 17., er hann var að leiða ferðafólk til sætis í veit- ingasalnum, hné hann niður og var þegar örendur. Ég hygg að styrjaldarárin hafi merkt hann. Eitt sinn var skip hans inriikróað í Harwich í þrjár vikur — og það var á þeim tíma, sem loftárásir Þjóðverja og kaf- bátahernaðurinn var sem mestur. Hann lýsti þessu fyrir mér. Á hverri nóttu hurfu skip í djúpið við hlið þeirra. „Við gátum ekki sofið. Skipið nötraði stalna á milli. Það var kolamyrkur. Á morgnana voru skip horfin og sjór- in löðrandi í olíu og brak og lik um allt. Þetta var eins og í víti,“ sagði Eysteinn einu sinni við mig. Hann varð aðeins rúmlega sextug- ur. Hann vann gott starf. Hann var mannvinur. Hann var göfug- menni, sem alltaf reyndi að berja í brestina fyrir slysagjarna sam- ferðamenn. Hann unni fólki og vildi hvers manns böl bæta — VSV ---------- ----- tlnat. Om öryggi * af s <jibu 22. Bjargbelti skulu uppfylla kröfur alþjóðasamþykktar um ör- yggi mannslífa á hafinu frá 1960, og hafa hlotið viðurkenningu Skipaskoðunar Ríkisins. 23. Þar sem því verður við kom- ið skal bjargbelti hvers manns fest með teygjubandi undir lofti yfir hverri hvílu, svo grípa megi bjargbelti í einu handtaki, ef með þarf. 24. Þar sem vistarverur eru framan til í skipi, en bjargtæki að aftan er mælzt til þess að geymd séu í kassa að aftan jafn mörg aukabjargbelti og skipverj- ar búa fram í. Til ÁlþýSubiaSsins, Reykjavík Ég ósKa aS gerast áskrrfandi aS AlþýVubtaVirin Nafn ..................................................... Heimilisfang ............................................. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. júlí 1963 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.