Alþýðublaðið - 24.07.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.07.1963, Blaðsíða 7
Undarlegt menningarfyrirbrigöi: FUKUKO SHIMIZU varð ekkja á meðan á heimsstyrjöldinni stóð. Hún er 65 ára gömul og býr í Kyoto í Japan. Vorið 1959 rakst hún af hendingu á hvolp, sem skilinn hafði verið eftir fyrir fram an hof eitt. Hún tók hvolpinn að sér og þegar hún daginn eftir rakst á flækingshund á sömu slóð »m, fór hún einnig með hann heim. Brátt var litia húsið hennar orðið fullt af hundum. Og nábúarn ir kvörtuðu sáran yfir öllum þess- um hundum og gólinu í þeim. Það brást ekki, að í hvert skipti, sem Shimizu fór út að labba kom hún auga á hundflæking. Og alhjf tók hún þessa vesalinga með sér heim í „hreiðrið“. Það kom því að þeim degi, er hún sá að ekki mátti við svo búið standa. Hún tók sig því til og keypti sér 10 000 fermetra lands á næð'issömum stað og kom sér þar upp hundabæ". Þangað hélt hun svo áfram að sanka að sér liundkvikindum, sem ýmist höfðu orðiö fyrir limlest- ingum eða veriö notaðir sem til- raunadýr eða misnotaðir á annan hátt af mönnum. Einn góðan veðurdag bar 80 ára ggmlan fyrrverandi verzlunar- mann, Matsutaro Nishikawa að nafni að garði í hundabænum hjá Shimizu. Ilann bað hana að gæta Itundsins síns „Taro“ á meðan hann brygði sér í stutt ferðalag. Ekkjan varð við bón hans, en þegar Nishikawa kom afiur var hundurinn „Taro“ látinn úr hunda pest. „Þá var mér öllum lokið, segir Nishikawa. Ég hafði með „Taro“ misst allt yndi mitt í líf- inu“. Og Nishikawa ákvað eftir þetta að setjast að hjá Shimizu og helga henni og hundunum í „hundabænum“ hennar það, sem eftir væri ævinnar. Nishikawa seldi hús sitt í Tana be og fluttist til „hundabæjar- ins“. Og ekki nóg meö það. Brátt komu líka þangað sonur Shimizu, Masayuki og kona hans Sadako, sem búið höfðu £ Tókíó. Allt þetta fólk auk stjúpdóttur Shimizu gömlu, Miyoko Yobushita, hófst nú handa um að reisa myndarleg an og sannnefndan „hundabæ". Nishikawa og ferfættur vinur hans Nú voru reistir hvorki meira né minna en 70 hundabústaðir í ;,hundabænum“. Og hundunum var skipt niður í þá eftir aldri, kyn- ferði og heilsufari. Fæðunnar handa hundunum aflaði fólkið svo í sameiningu. í ágústmánuði síðastliðnum var tala hundanna í hundabænum orð in 100. „Það cr Nishikawa aö þakka eða kenna, segir Shimizu gamla að gamni sínu. Þegar hann sér svangan hund vera að gramsa í sorpfunnu er hann vanur að koma með hundinn hingað“. Allir eru hundarnir í hundabæn meira og minná brenglaðir. Enginn þeirra er venjulegur hund ur. Einn hefur verið notaður sem tilraunadýr, annar er fótaveikur, þann þriðja vantar tennurnar o. . frv. Allir fá þeir hina beztu aðhlynningu ög nógan mat. „En það er erfiðast að útvega matinn þessum greyjum, segir fólk ið í hundabænum. Þó hefur það tekizt". Útgjöldin til mat- ar og í eldivið handa hundunum nemur um 90.000 yenum á mán- uði en það eru um 10—12 þúsund íslenzkar krónur. Maturinn er að mestu sóttur til veitingahúsa í nær liggjandi bæjum. Til að útvega nægilegt fé til mat arkaupa handa hundunum og einn ig til að fulfnægja hundaástríðu sinni, hafa þau Shimizu og Nishi- kawa tekið það til bragðs að selja uppstoppaða tuskuhunda £ verzl- unum. Þeir hafa selzt nokkuð og bjargað talsvert við kostnaðarhlið inni. Nishikawa langar mjög til að stækka hundabæinn. Hann tekur starfi sínu með mikilli ánægju og kveður það raunar uppfylling gam alla óska. Þegar hann á sinum tíma stundaði sálfræðinám við há skólann i Kansai, lét hann sig nefnilega dreyma um það, að hann ætti eftir að skrifa bók með heit- inu „Sálfræði eitt hundrað og eins hunds". Sífellt fer „hundabærinn“ stækk andi. Og fólkið, sem hefur stjórn hans á hendi fylgist með þ'úrri þróun af ánægju blandinni tölu- verðum kvíða. Það er þess full- visst að hér er unnið að góðu mál- efni og eitt og annað mun verða til að fleyta ,,hundabænum“ yfir kröppustu öldur hverg kyns vand- r’éeða. Það hefujr þegar komið í ljós, að því er fólkið telur, að æðri máttarvöld hafa eflt og stutt „hundabæinn,“ þegar mest hefur legið við. I OKTOBEH næstkomandi mun fljótandi háskóli Ieggja af stað frá New York út £ heiminn með 35 kennara og 500 nemendur innanborðs. Háskóli þessi er 12 574 tonna farþegaskip, sem fyrir skömmu var gefið heitið „Sevens Seas“ og er skráö sem „sjófær menntastofn- un“. Heimahöfnin er Spring field College £ Massachu- setts. í fyrirhugaðri ferð skips- ins, sem áætlað er að sigli heimshafa á milli, mun venjulegt skólalif eiga sér stað um borð. En þegar kom ið verður til hafna, verða haldnir sérstakir fyrirlestr- ar, og nemendur veröa leidd ir á land upp til fræðslu- ferða. Þessi „fljótandi háskóli" mun meðal annars heim- sækja Lisboa, Napoli, Alex- andria, Bombay, Singapore, Bangkok, Hongkong og Hono lulu og kynna sér þessa staði á „akademiskan“ hátt. Það heyrir til nýmæla að starfrækja háskóla á sjó og hver veit nema fljúgandi .á skóli verði næsta þróunar- stigið. Er ekki að efa að slíkir háskólar eru að mörgu leyti hæfari að þjóna ætlun- arverki sinu en hinir, sem landfastir eru og „jarð bundnir. Og hví skyldu ekki visindin taka framförum a þessu sviði sem öðrum?_______ ,Edjótar' — BHETLANÐ verður bráðlega byggt fíflum einum og „edjólum" ef svo heldur fram sem horfir og æskan breytir ekki um lifnaðar- liætti, segir formaöur nefndar nokkurrar er skipuð hefur verið í Bretlandi á vegum British Medi- cal Assocíation, til að rannsaka „unglingavandamál“ Breta. í grein i tímaritinu „Up“ um sama efnf, er aðhaldsleysi for- cldranna kennt um óstýrilæti ungl inganna. Norskir a sjo NÚ eru um 64 000 sjómenn í norska verzlunarflotanum. Af þeim eru 11 000 útlendingar. Norðmenn eru 3ja mesta siglingaþjóð heims ins miðað við skipastól. Þeir ráða yfir 1396 skipum samtals 18 686 000 tonn (dw). TRUFLAR UMFERÐ YFIRVÖLDIN í Bayreuth höfn- uðu tillögu um að reisa brons> styttu af Prómeþevs nöktmn víð acalbrautina til borgarinnar á þeim forsendum að slík stytta myndi trufla bílstjóra, sem Ieiff ættu þarna um, — einkanlega kvenbílstjóra, sem kynnu að kom ast í uppnám. Yilja yfirvöldinr koma umtalaðri styttu fyrir á öðr um og minna áberandi stað. „Hundabærinn“. 8.00 12.00 13.00 15.00 18.30 19.20 20.00 20,15 20.30 21.00 21.25 21.45 22.00 22.10 22.30 23.05 Miðvikudagur 24. júlí Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 830 Fréttir. • 8.35 Tónl. — 10.00 Veðurfregnir). Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). „Við vinnuna"; Tónleikar. Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.30 Veff- urfregnir. __ Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Tónleikar). Lög úr söngleikjum. — 18.50 Tilkynningar. Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. Tónleikar: Léttir söngvar eftir Cole Porter. Vísað til vegar; Um Kelduhverfi (Einar Guðjohnsen). Píanötánleikar: Kínverski píanóleikarinn Fu Ts'ong leikur lög eftir Chopin. Alþýðumenntun; III. erindi: Um lýðskóla og lýðmenntun (Vilhjálmur Einarsson kennari). Frönsk Ijóðalög: Gérard Souzay syngur við undirleik .Tae- queline Bonneau. Upplestur: Daníel Benediktsson frá Kirkjubóli í Önundarfirði flytur frumort kvæði. Fréttir og veðurfregnir. Kvöldsagan: „Keistarinn í Alaska“ eftir Peter Groma; XVI. (Hersteinn Pálsson). Næturhljómleikar: Sumarmúsik. Dagskrárlok. HIN SlÐAN ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 24. júlí 1963 7 (lldAJflUtml iA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.