Lögrétta - 24.10.1906, Qupperneq 2
198
L0GRJETTA.
Lögrjetta kemur út á hverjum mið-
vikudegi og auk þess aukablöð við og við,
minst 60 blöð als á ári. Verð: 3 kr. árg.
á íslandi, erlendis 4 kr. Gjalddagi 1. júli.
Skrifstofa opin kl. 10*/i—11 árd. og kl.
3—4 síðd. á hverjum virkum degi.
Innheimtu og afgreiðslu annast Arinbjörn
Sveinbjarnarson, Laugaveg 41.
Grjalddagi „Lög-
rjettu“ var 1. júlí.
öðrum löndum og mun því ávalt fara
svo, að námsrr.enn frá skólum vorum
leiti til útlanda, ef þeir vilja ná frek-
ari fullkomnun í námsgreinum sínum.
En til þess þurfa þeir styrk og væri
því mikið á unnið, ef styrkur sá, sem
nú veitist stúdentum til Hafnarnáms,
gæti fengist til hjálpar þeim stúdentum.
er lokið hafa námi sínu hjer á landi
og óska meiri mentunar. Ef vjer ís-
lendingar mættum þannig ráða styrkn-
um, ættum vjer eigi lengur að vera
bundnir við að nota hann í Danmörku
einni, heldur gæti stúdentum verið í
sjálfsvald sett í hvaða landi og við
hvaða háskóla þeir eyddu honum til
að menta sig. Það væri sannarlega
mikilsvert, að vjer gætum sótt mentun
vora til fleiri landa en Danmerkur einnar
og til fleiri háskóla en Hafnarháskóla
eins, um leið og vjer gerðum mentun
vora meir innlenda en nú tíðkast. Það
er augljóst, hvílíka þýðingu það hefur
fyrir vort afskekta land að fá sem flesta
og margbreyttasta mentunarstrauma
hvaðanæfa utan úr andans heimi, hvar
sem frægir fræðimenn finnast.
En ef það nú reynist ófáanlegt, að
Danir selji okkur fyllilega styrkinn aí
hendi, þá ættum vjer að minsta kosti
að fara fram á, að vjer sjálfir mættum
ráða því, hverja afnámsmönnum vorum
vjer eigum að styrkja til náms. Jeg er
sannfærður um, að íslendingar mundu
vaxa stórum í augum Dana, efvjer eftir-
leiðis sendum þeim aðeins duglega og
efnilega námsmenn.
Það er nú mín tillaga, að vjer að-
eins styrkjutn fáa, en efnilega stúdenta
til utanfarar — segjurn t. d. aðeim þá,
sem hafa ýyrstu einkunn við burtfarar-
próf, en í stað þeirra, sem hafa aðra
einkunn og nú sigla, sendum efnilega
kandídata frá hinum œðrimentaskólum
í Reykjavík, sem vildu mentast frekar.
Ennfremur væri nauðsynlegt, að eitt-
hvert eftirlit væri haft með þehn, sem
styrksins njóta i H'ófn, svo hann yrði
síður misbrúkaður.
Bæði í ræðum og ritum hefur á seinni
árum mikið verið minst á Danahatur
frá Islendinga hálfu og eins á það, að
Danir litu fyrirlitningaraugum til vor
íslendinga. Það hefur, ef til vill, verið
of mikið úr þessu gert, en jeg, fyrir
mitt leyti, er sannfærður um, að ef
nokkurir íslendingar hafa skarað eld
að glóðum óvildar í garð Dana, þá
hafa það einmitt verið íslenskir stú-
dentar í Kaupmannahöfn, og þá eink-
um og sjer í lagi þeir, sem hafa gefið
sig meira við drykkjuskap og pólitík,
en þeim námsgreinum, sem þeim var
veittur styrkur til að stunda við há-
skólann. Því þessa íslendinga hafa
Danir aldrei getað litið rjettu auga,
eins og von virðist til, en við það
hafa hinir espast í óvildinni og látið
hana ganga út yfir alt, sem danskt
var.
Það væri mikill ávinnirigur fyrir oss
íslendinga, ef vjer gætum losnað við
þess konar talsmenn niðri í Danmörku,
Pg jegíefast ekki um, að Danir mundu
auð.fúsir á að vilja stuðla til þess, en
það gætu þeir með því, að veita oss
íslendingum umráð og eftirlit með
styrkveitingum til námsmgnna vorra.
Steingrímur Matthíasson.
.'JS'V --------■—
Stórbruni á Jlkureyri.
Morguninn 19. þ. m. sendi „Lögr.“
út fregnmiða með svohljóðandi sím-
skeyti:
„Akureyri, morguninn ig.okt. 1906.
Strandgata nr. 5—13, á Oddeyri, brann
í gærkvöld kl. 9—12; það voru hús
þeirra Halldórs (Jónassonar verslun-
arm.), Jósefs (Jónssonar kaupm.), Kol-
beins (Arnasonar kaupm.), Blöndals
(kaupm.) og Davíðs (Ketilssonar kaup-
m.), ásamt pakkhúsum. — Eldsupptök,
hjá Einari (Jónssyni) málara, ókunn.—
Sunnanvindur. — Mannskaði enginn
Tjón áætlað 170 þús. kr. — Yfir 100
manna húsviitir.
Jón Stefánsson."
Síðari fregnir gera enn meira úr
eignatjóninu, áætla það um 200 þús.
kr., og mun þetta vera hinn mesti
eldsvoði, er orðið hefur hjer á landi.
Eftir brunann á Akureyri nú fyrir 5
árum var tjónið talið 100 þús. kr. og
þótti hann þó ærið stórfengilegur. En
sá var munurinn, að þá brunnu mest
gömul hús, en nú brunnu nýjustu,
fegurstu og vönduðustu húsin í kaup-
staðnum. Vátrygðar höfðu þessar
eignir verið fyrir 150 þús. kr. og tapar
„Nye danske Brandforsikring“ þar að
sögn 85 þús. kr. og „Union Assu-
rance" um 30 þús. kr.
20. þ. m. fjekk ráðherrann svo-
hljóðandi símskeyti frá konungi:
„Mjer fellur þungt að heyra fregn-
ina um hinn mikla bruna á Akur-
eyri, og lýsi jeg fyrst og fremst yfir
innilegri hluttekningu frá minni hálfu,
en bið yður jafnframt að senda mjer
hið fyrsta skýrslu um, hve mikið
tjónið sje og um ástæður þeirra sem
fyrir því hafa orðið.
Frederik
R“.
Ráðherrann svaraði þessu skeyti
daginn eftir svo :
„Með innilegri þökk fyrir yðar
hjartanlegu hluttekningu snertandi
brunann a Akureyri, skýri jeg yður
frá því, að 5 íbúðarhús brunnu þar
til grunna. Ekkert manntjón varð.
Rjettarransóknum er ekki lokið enn.
Tjónið er nál. 187 þús. en vátrygg-
ingar nema 145 þús. Af því sem þá
er eftir koma nál. 10 þús. á fátækt
vinnufólk, verkamenn og 3 efnalitlar
fjölskyldur. Allir hafa fengið húsa-
skjól. Bæjarstjórnin leitar eigi hjalp-
ar utan bæjarins.
Hafsteinn".
Ungmennafjelag Reykjavíkur.
Hreyfingin til þessa fjelagsskapur
hófst á Akureyri í fyrra. Þar stofnaði
þá Þórhallur Bjarnarson prentari, sem
verið þafði á lýðháskólanum í Askov,
ungmennafjelag og er nú Jóhannes
Jósefsson glímugarpur forrnaður þess.
Fjelagið varð vinsæit og urðu fjelags-
menn um 60 í fyrra vetur.
í haust kom einn af stofnendum Ak-
ureyrarfjelagsins suður hingað, Guð
brandur Magnússon prentari. Hann
og Jón Helgason prentari, sem verið
hefur tvo vetur á lýðháskóla á Jaðri
í Noregi, hafa gengist hjer fyrir fje-
lagsstofnuninni. í lið með sjer fengu ,
þeir strax Jón Jónsson sagnfræðing
og Helga kennara Valtýsson. Einnig
hefur Matth. læknir Einarsson heitið,
að kenna leikfimi í fjelaginu. í stjórn
fjelagsins hafa vérið kosnir: Helgi
Valtýsson form., Guðbr. Magnússon
ritari og Jón Helgason gjaldkeri. Fje-
lagið var stofnað 3. þ. m. Fundir
haja verið haldnir á hverjum sunnu-
dagsmorgni kl. 9—11. Þar fyrir utan
eiga að verða líkamsæfingar við og
við. Fjelagar eru nú orðnir nær 30,
allflestir um tvítugt. Tilgang fjelags-
ins geta menn sjeð af 2. og 3. gr.
fjelagslaganna og hljóða þær svo:
2. gr. Tilgangur fjelagsins er :
1. Að reyna af alefli að vekja löngun
hjá æskulýðnum til þess að starfa fyr-
ir sjálfa sig, land sitt og þjóð.
2. Að temja sjer að beita starfskröftum
sínum í fjelagi og utan fjelags.
3. Að reyna af fremsta megni að styðja,
viðhalda og efla alt það, sem er þjóð-
legt og ram-íslenskt, er horfir til gagns
og sóma fyrir hina fslensku þjóð.
3. gr. Tilgangi sínum hugsar flelagið
sjer að ná með því að halda fund einu
sinni í viku, þar sem fram skulu fara
fyrirlestrar, er haldnir sjeu af fjelags-
mönnum, eða þar til tengnum mönnum,
umræður, upplestur, íþróttir og annað
það, er að andlegri og líkamlegri upp-
örfun og atgervi lýtur.
Geta má þess, að fjelagið hefur
pantað frá Noregi skíði handa 15
manns með öllum útbúnaði og af nýj-
ustu gerð. Hugsa fjelagsmenn sjer
að reyna þau til Þingvalla í vetur.
Um fjelagsskap þennan mætti margt
gott segja. Hann er almennur víða
um lönd. Einkum er þó fjelagið hjer
sniðið eftir norskum fjelögum, enda
eru ungmennafjelögin þar talin á háu
stigi. „Lögr.“ mun betur minnast á
þetta mál síðar.
Brjef úr Árnessýslu.
Koma konnngs. Skálholt. „ViðArnes-
ingar vonum einhvers góðs af komu kon-
ungsins, nefnil.ívega-tilliti. Þóaðþað þyki
sæma, að láta okkur smámennin brjótast
um urðarklungur og forarkeldur, og öf-
unda okkur svo í tilbót af fjáraustri í
samgöngubætur, þá mun það ekki þykj.a
sæma, að fara svo með hans hágöfugu
hátign konunginn. Sannleikurinn er, að
þó að miklu fje hafi veriö varið í neðri
hluta sýslunnar, er uppsýslan, — sem er
á stærð við meðalsýslu, með á 3. þúsund
manns, — alveg vegalaus, nemahvaðnú
er verið að gera veg yfir Skeiðin, og
vantar þó enn fje til hans. Það var eitt-
hvað dálítið kákað við Geysisveginn, —
sem er landsjóðsvegur síðan 1894,— þeg-
ar Kristján 9. var á ferðinni, og bjó
nokkuð að því á eftir; en nú er það alt
úr sjer gengið. Jeg hef heyrt, að kóngi
muni vera ætlað að fara til Geysis og
Gullfoss, þaðan niður Tungur og Skeið
að Þjórsárbrú. Hvernig farið verður að
koma honum niður Tungur er nú eftir
að vita; skárra væri niður Ytrihrepp, ef
brú væri á Brúarhlöðum (23 álnir).
Ef kóngur fer niður á Iðuferju, kemur
hann sjálfsagt að Skálholti. En þar er
kirkjan, á þeim forna hpfuðstað landsins,
til reglulegrar skammar.
Englendingur einn, sem þar vaij ein-
hvern tíma á ferð, vildi láta hengja bisk-
upinn fyrir hana, því að hann bjóst við
að honum mundi vera um að kenna.
En þegar »rignir á prestinn, drýpur á
djáknann«, segir danska orðtakið, og
mundi þá prófastinum í Arnesþingi eigi
siður vera hætt. Jég vona nú að bæði
í nútfð og framtíð verði komið í veg
fyrir að þrífa þurfi til slíkra stórræða.
En hvernigá að aðfara? Auðvitað ligg-
ur einna beinast við að leggja kirkjuna
niður, því að það er víst einna óþörf-
ust kirkja álandinu, — mjög sjaldan not-
uð nú á tímum og aldrei af helming
sóknarinnar fyrir framan (neðan) Hvítá.
En hins végar er leiðinlegt að leggja nið-
ur kirkjuná þar, er staðið hefur síðan á l
dögum Gissurar hvíta. Hvað _á þá að
gera? Auðvitað að skifta sókninni sem
fyrst, og rífa niður þessa hálfföllnu ó-
myndar-kirkju, sem nú er, en . byggja í
staðinn kapellu yfir legsteinana, er svp
gæti verið kirkja í viðlögum fyrir þau 5
heimili, sem eru í sókninni ofan Hvít-
ár, (messað t. d. 10. hvern). Þessi kap(-
ella, sem ekki þyrfti að vera nema svo
sem 7X10 álnir, eða minni, yrði að vera
snotur og smekkleg. En nú er eftir að :
'vita, •hvófit kirkjueigándinn, Arni gamli 1
Thorsteinsson, vildi kosta til þessa-. Sókn-
in, sem yrði (þessir 5 bæir), mundi eitt-
hvað til leggja. Máske landsjóður gæti
líka átt einhvern þátt í því ?
JL
I
Þorsteinn Magnússon.
E f t i r m æ 1 i.
Það var fyrir þrjátíu árum,
Þá á fögrum sumardegi,
Frá Húsafelli hleyptu klárum
Hundrað menn á sljettum vegi.
Þeir voru brúðkaup þá að prýða
Þorsteins, bóndans unga, fríða.
Þá var hjer á Húsafelli
Hrjósturreitur lítið unninn,
Huldu meira en hálfa velli
Heljarbjörg úr fjalli runnin.
Virtist heillar aldar iðja
Urðum slíkum burt að ryðja.
Það var fyrir fáum dögum
Fórum vjer hundrað sama veginn,
Hreldir af þungum harmaslögum,
Hvers eins ásýnd merkti treginn.
Þá var hinn góði Þorsteinn látinn,
Þjóðarsóminn, kvaddur, grátinn.
Síst er kyn þó syrgi margir
Sæmdarmanninn, stiltn, glaða.
Ráðin hans og boðnar bjargir
Bægðu tíðurn þungum skaða.
Hreppa-, lands- og hjeraðsmálin
Hugsaði vel hans glögga sálin.
Hæfari trautt er hægt að finna
Húsbónda að fremd og dáðum.
Vakti hann yfir velferð sinna,
Var í orðum trúr í ráðum.
Gestrisni’ á hans góða inni
Geymast má í þjóðar minni.
Hefur hann nú á Húsafelli
Heiðarlegan reist sjer varða:
Breytt er urð í blómavelli,
Björgin færð í mikla garða.
Þá er ei heldur þúfu að finna
þar, nema leiðin feðra minna.
Huggist þið á Húsafelli,
Hjartkær börn og tryggur maki,
Þó að góður gumi fjelli;
Góð er hvíldin lúnu baki.
Hún er eftir hita dagsins
Heilög róin sólarlagsins.
K. Þ.
Rússland.
II.
Byltinganefndin neitar því, að hún
eigi upptök að árásinni á Stólypyn
forsætisráðherra, sem áður hefur ver-
ið skýrt frá hjer í blaðinu. Á hann
var ráðist 25. ág., kl. 3 um daginn,
í sumarbústað hans, meðan hann tók
á móti mönnum til viðtals. Skraut-
legur vagn kom að húsdyrunum og
í honum 4 menn; tveir þeirra voru
í einkennisbúningum útlendra her-
manna. Allir gengu þeir inn í for-
dyrið. Sá sem fyrir þeim var hjelt
á hjálmi sínum í hendinni. Um 60
manns var þá þarna ,saman komið, í
fordyrinu og biðstofunni, en þjónarn-
ir sögðu, að viðtalstíminn væri nú á
enda. Aðkomumennirnir fjórir rudd-
ust samt.inn og urðu hnippingar í
mannþrönginni, er þeir vildu komast
inn í biðsalinn. Misti þá maðurinn,
sem á hjálminum hjelt, sprengivjel
úr honum niður ,á , gólfið, og sprakk
hún strax,. 27 menn fórust, þar á
meðal 3 af þeim sem valdir voru að
tjónjnu, en 1 var teldnn fastur. Meðal
þeirra „spm fórust voru ýmsir hátt-
standandi menn. Stólýpín sat inni
í vinnustofu. sinni hinumegin í hús-
inu og sakaði hana ekki. , Hann
heyrði inn þangað skarkalann að-fram-
an og gekk til dyranna til . þess að
vita, hvað um væri að vera.. En að-
ur hann opnaði heyrði hann hveilinn
og húsið Ijek sem á þræðþ; húsgögn-
in í herbergipu . fjejlUf,, urn koll; og
bækur og b|öð hentust. og þyrluðust
innan ,ym herbergið. , .Hanp fjeklc
ljett þpgg á her.ðarnar, gn^sakaðijekki.
„Jjvár-^ kpna mín.pg börnl" hróp-