Alþýðublaðið - 15.08.1963, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.08.1963, Blaðsíða 1
44. árg. — Fimmtudagur 15. ágúst 1963 — 172 tbl. Tveggja vikna verlrfaíli blaoamanna lokið: Verkfræðingar .....¦.....¦¦........'¦¦¦¦¦II III ¦IIMII.II ¦¦»¦ I II..... II enn í verkfalli ÞAB HEFUR verið mikið annríki hji sáttasemjara ríkisins undan- farið. Iðulega hefur sáttasemjari orðið að ræða samtímis við deilu- aðila í mörgum kjaradeilum. í fyrrinótt vann sáttasemjari t. d. að lau.su verJkfræðingadeilunnar um Ieið og hann gekk á milli í deil- unni um kjör blaðamanna. En verkfræðingar eiga sem kunnugt er • í verkfalli. Og fyrir nokkrum dögum tókst sáttasemjara að af- stýra verkfalli benaánafgreiðslu manna á síðustu stundu. „Ljósmyndarinn" í gæsluvarðhaldi Rannsokn í málj „ljúo myndarans," sem var kærð- ur fyrr í þessum mánuði fyr- ir að hafa tekið 13 ára gamla stúlku með valdi, heldur enn áfram. Maðurinn situr í gæz3(uvarðhaldiki og mun hann hafa verið látinn gang- ast undir læknisrannsókn. Engar riýjar fréttir var að fá af málinu í gær. Alþýðublaðið átti í gær stutt viðtal við Hinrik Guðmundsson formann Stéttarfélags verkfræð- inga og leitaði hjá honum upp- lýsinga um kjaradeiluna, er verk- fræðingar hafa nú átt í um tveggja ára skeið. Hinrik sagði, að stöðugar samn- ingaviðræður hefðuverið undan- farið en án árangurs. Hann kvað um 140 verkfræðinga í verkfalli. í lok maí hefði hafizt verkfall hjá Reykjavíkurborg, hinn 10. júní sl. hjá einkafyrirtækjum, hinn 6. júní hjá Sambandi ísl. samvinnu- félaga og hinn 27. júní hjá ríkinu. Stéttarfélag verkfræðinga telur, | að verkfræðingum, sem eru í verk- falli sé óheimilt að ráða sig hjá ríkinu og hefur félagið haldið því fram, að ráðning verkfallsmanna hjá ríkinu væri brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, - en samkvæmt þeim Iögum mega fé- lagsbundnir menn ekki taka upp störf félaga sinni, sem eru í verk- falli. En Félagsdómur hefur nú' hnekkt þessu áliti Stéttarfélags verkfræðinga og talið, að það væri ekki brot á vinnulöggjöfinni að setja verkfallsmenn úr Stéttarfé- lagi verkfræðinga sem opinbera starfsmenn. Framhald á 3. siðu. RÍKISSTJÓRNSN hefur ákveðið að leyfa Atlantshafsbandalaginu að Vinningorinn í Dregið hefur verið í HAB. Vinningurinn Taunus Cardi- nal kom lipp á miða nr. 1322, og óskar bl'aðið vinningshaf- anum til hamingju með hinn nýja og glæsilega vagn. endurnýja og fjölga olíugeymum í Hvalfirði og bæta afgreiðslusilyrði har. Hafa að undanförnu farið fram umræður um þessi mál og eru sér- fræðingar komnir til landsins til að athuga staðsetningu nýrra olíu- geyma. Ekki hefur þó verið gengið frá samkomulagi um þetta mái og verður væntanlega ekki, fyrr en eftir að athuðun er lokið. Nú eru í Hvalfirði 37 olíu- og benzíngeymar. Voru 29 þeirra byggðir árið 1942 og rúma hver um sig 10.000 tunnur. Þessir geymar eru ill'a komnir og talið nauðsynlegt að endurnýja þá. Þá eru í Hvalfirði 8 geymar, sem reistir voru 1943, taka 36.000 tunnur hver og eru ætlaðir til geymslu á flugvélabenzáni. Þessrr 8 geymar voru endurnýjaðir að nokkru leyti 1961. Tilgangur þessarar oriustöðvar er að geyma varabirgðir af oluí og benzini. Eru yfirleitt sáralitl- ar hreyfingar á birgðunum, nema hvað skipt er um eftir 4-5 ár, birgð irnar þá seldar og nýjar settar í staðinn. Komið hefur fyrir, þegar olíubirgðir íslenzka fiskveiðiflot- ans voru á þrotum, að tekið var af þessum varabirgðum til að forða vandræðum og stöðvun. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að leyfa 25-28 nýja olíugeyma, sumpart vegna þess hve gömlu geymarnir eru orðnir gamlir og úreltir og sumpart af því að geyma þarf meira magn en þeir rúma. Jafnframt verður ef til vill' leyfð smíði á bryggju og undir- búin I'egufæri í samræmi við þarf- ir stöðvarinnar. Legufæri verða þó að nokkru leyti geymd í landi og ekki notuð nema samkvæmt séo stökum leyfum íslenzkra stjórn- valda, þegar nauðsyn krefur. Hinjr nýju olíugeymar verða notaðir á nákvæmlega sama hátt og gömlu tankarnir hafa verið not aðis- árum samaiii. sem birgða-i geymshir. í sambandi við þá verð- ur engin skipaumferð önnur en til að flytja olíu á geymana og frá þeim aftur. Áfyllingastöð fyrir skip til eigin nota verður þetta ekki. Framkvæmdir þessar verða gerðar fyrir fé frá Atlantshafs- Frh. á 14. a£S«. DAGBLÖÐIN koma nú öii út á ný eftir að samkomulag hefur náðst um kaup og kjör blaðamanna og verk- falli verið aflýst. Náðist samkomu- lag snemma í gærmorguR eftir að sáttafundur hafði staðið alla nóttina. Samninganefnd blaðamanna undirit- aði samkomulagið með fyrirvara, en fundur í Biaðam<;nn3félagi íslands staðfesti samkomu'akið eftir hádegi í gær. Fyrsta dagblaðið, sem kom út eftir verkfallið, var Vísir sem kom út um 6-'evtið í pær. Veí-kfall blaðamanna, ef hið fyrsta sem stöðvar útkomu dag- blaðanna í Reykjavík. Verkfallið hófst 1. ágúst og stóð því í hálfan mánuð. Öll 5 dagblöS höfuðstað- arins stöðvuðiist þegar en viku- blöð komu áfram út. Samkvæmt núgildandi lögum Blaðamannafé- íagsins fá blaðamenn við ^iku- blöð ekki inngöngu í félagið. En frá fyrri tíð eru nokkrir blaöa- menn við Vikuna os Fálkann i :fé- laginu. Ákvað B'aðamannafélag- ið að veita þeim h°inni]d til þess að vinna í verkfallinu vegna hinna nviu ákvæða í lögum félags- ins varðandi vikublöð. Því komu Vikan og Fálkinn'út þrátt fyrir verkfallið svo og önnur vikublöð. PEILT TIM VINNTJTÍMA. Höfuðáereiningsefni í kjara- deilu blaðamanna og blaðaútgof- anda var vinnutíminn. B'aðamenn eru nú eina stéttin á landiu, sem Framh. á 14. síðu Góssíð meti á rúmlega 400 þúsondkr. Innbrot var framið í skart- gripaverzlun Jóns S'gmuuds sonar að Laugavegi 8 2. þ.ra. Þaðan var stolið 89 nýjum úrum, 98 úrum, sem voru í viðgerð og auk þess f jölda af armböndum á úr. Mun láta nærri, að verðmæti þessa varnings sé á fimmta hundr að þúsund krónur, eða nær hálfri milljón. Ekki hefur.tekizt að Mma höndum yfir þjófinn, som komst inn í verzlunina :neð því að brjóta rúðu. Erfitt hefur reynzt að meta úr bau, sem í viðgerð voru, en nýju úrin og armböndin eru met- in á um 300 þúsund kró^iur. Er þetta ugglaust einn af stærri þjófnuðum, sem hér hafa verið íramdir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.