Alþýðublaðið - 15.08.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.08.1963, Blaðsíða 2
I SUtstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb) og Benedikt Gröndal,—Aðstoóarritstjóri Bjoisv'xn Guomundsson. — Fréttastjóri: Slgvaldi Hjálmarsson. — Símar 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 14:906 — Aðsetur: Alþýðuliúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8-10. — Áskriftargjald kl. 65.00 í mánuði. í lausasölu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. ERU BLÖÐIN ÓÞÖRF? BLAÐAMÖNNUM LEIDD- IST I VERKFALLINU! ÞEGAR VERKFALL blaðamanna hófst, sögðu gárungar, að ekki mætti á milli sjá, hvorir fegnari 'væru, lesendur eða sjálfir blaðamennirnir, að :losna við^ blöðin um sinn. Víst má satt vera, að blaðaleysið gefi daglegri tilveru nokkra friðsæld, sérstaklega ef það verður að sumarlagi, þegar lít- ið er um stórtíðindi. Þó mundi blaðanna fljótt sakn að, ef meiri atburðir gerðust, og reynsla hefur sýnt, að nútíma samfélag unir því ekki til lengdar að ■vera með öllu blaðlaust. Starf blaðamanna er sérstætt að því leyti, að það krefst ótakmarkáðs vinnutíma. Starfa verður, þegar fréttir eða annað efni gera það nauðsynlegt, nætur og helgidaga jafnt sem endranær. Hingað til hafa blaðamenn ekki fengið neina aukavinnu greidda, og er það réttindaauki til jafns við aðrar stéttir, að þeir fá nú nokkra launauppbót fyrir „vaktirnar". Samt verður vinnutími þeirra enn sem fyrr engum takmörkunum háður, nema mann úð ritstjóranna. Þegar rætt er um blöð á íslandi, bendir alltaf einhver á þá „furðulegu“ staðreynd, að slík smá- þjóð skuli burðast með fimm dagblöð, sem prenta 88 síður á dag. Þetta hljóti að kosta stórfé og væri nær að hafa blöðin færri, spara fé og senda starfs- lið þeirra í fisk eða heyskap. Ef litið er á blöðin eingöngu frá fjárhagslegu sjónarmiði, er þetta rétt. Þá væri hagkvæmara að að hafa aðeins eitt blað. En hér er um allt annað að ræða. Frelsi okkar kemur fram í því að geta haft mismunandi skoðanir, fá tækifæri til að halda þeim fram og berjast fyrir þeim. Þetta er kjaminn í sjálfstæðri tilveru okkar, en án hennar gætum við öll flutt til suðlægari landa, blandast mannhafi stórþjóða, og látið okkur líða vel, blaðalausum. Ef við skoðum blöðin í þessu Ijósi, verður skilj anlegt, hvers vegna þau eru fimm og hvers vegna þjóðin eyðir milljónum til að gefa þau út. Blaðlaus ir yrðum við deilulausir og deilulausir yrðum við sálarlausir, en sálarlaust líf er lítils virði. Blöðin eru okkur dýr. Þau eru gölluð, hvert á sína vísu, og þyrftu að batna. Vonandi stuðla bætt kjör blaðamannastéttarinnar að betri blöð- um. Nýlagnir, kísil- hreinsun ogviðgerðir Sími 18522. fek a5 mér hvers konar þýSing- ar úr og á ensku, EIÐUR GUÐNASON, löggiltur dómtúlkur og skjala- þýðandi. Nóatúní 19, sími 18574. ÉG HEF SKRIFAÐ margar i greinar um verkföll og vinnudeil- ur um dagana, en að gera sjálfur verkfali, það hef ég aldrei reynt fyrr en nú. Mér fannsf þetta næstum kátbrostegt, að ég skyldi gera verkfal| hjá Alþýðublaðinu, því að fyrrum var aldrei spurt um kaup eða vinnutíma, aðeins sagt, „Hvað getur blaðið borgað?“ Og svo stóð það. Það var aldrei spurt um vinnutíma heldur unnið það sem þurfti og jafnvel meira. ÞAÐ VAR EKKI síður broslegt að vita til þess, að Sigurður frá Vigur hafði gerf verkfall hjá Mogg anum, Þórarinn lijá Tímanum og Magnús Castró hjá Þjóðviljanum. En svona er heimurinn orðinn, aljt öfugsnúið og hálfvitlaust, en lík- ast til sjálfsagt, enda í fullu sam- ræmi við straumkastið í þjóðjíf- inii.maður endasendist úr einu í i annað og veit varla hvar maður lendir. ÞAÐ VAR DÁLÍTILL gorgeir í fólki út úr þessu fyrsta raunveru lega b'laðamannaverkfalli. Menn sögðu: „Mikið skelfing er gott að fá hvíld frá helvítis blöðunum." Og svo eftir stutta stund: „Mikið skelfing er fréttastofa útvarpsins léleg fréttastofnun. Það er eins og ekkert gerist.“ Og svo töldu þeir upp ýmiþlegt, sem genzt hafði og fréttastofan liafði ekki minnzt á. MÉR FANNST fréttaþjónusta út varpsins ákaflega daufleg. Maður finnur þetta bezt þegár blöðin koma ekki út. Hvað fréttaþjónustu snertir eru bjöðin frjáls, en frétta- stofá ríkisútvarpsins er alls ekki frjáls fréttastofnun. Hún er þræl- bundin hæls og hnakka á milli. í raun og veru má hún alls ekki birta neina frétt, nema að hún sé staðfest, stimpluð og viðurkennd alger. ÞAÐ ER GÍFURLEGUR munur á þessu. Það veldur því, að frétta- stofan verður dauf. Hún verður aljtaf að leita eftir orðrómi. Hún verður alltaf að leita eftir frétt- inni hjá þeim sem málið snertir aðallega — og slíkir fuglar segja ekki meira en nauðsynlegt er. Fréttastofan getur heldur ekki sagt nema aðalniðurstöður frétta frá lögregjunni. ÉG ER SANNFÆRÐÚR UM, að í dag fagnar almenningur blöðun- um. Og ég hugsa að blaðamenn séu sárfegnir, að þessu okuli vera lokið. Blaðamenn hafa mikið sk)ri,fað íum verkföll og vinnu- Framh. á 14. síðu AÐVÖRUN Þelr bifreiSaeigendur, sem eigi hafa greitf iðgjöld fyrir hinar Eögboðnu ábyrgðartryggingar bifrelöa er féllu í gjaiddaga 1. maí s.l. eru alvariega aövaraöir um að greiöa þau strax eða eigi síðar en 15. þ.m. en þá verða þau innheimt með lögtaki á kostnað skuldara. Reykjavík, 1. ágúst 1963 Almennar trygginga r h.f. Samvinnutryggingar Sjóvátryggingarfélag íslands h.f. Vátryggingafélagið h.f. Verzlanatryggingar h.f. g 15. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBL'AÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.