Alþýðublaðið - 15.08.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.08.1963, Blaðsíða 4
Tíu ár frá lokum Koreustríðsins VOPNAHLÉ var samið í Kóreu-stríðinu fyrir réttum tíu - árum. Sameinuðu þjóðirnar | - höfðu átt í höggi við kommún- 1 ista og tókst samtökunum ekki að binda enda á bardagana fyrr - en eftir langa pg blóðuga styrj öld, sem geisaði í þrjú og liálft ár og kostaði fimm milljónir mannslífa. Hálfgert styrjaldarástand rík ir enn í Kóreu. Nokkrir her- mcnn féllu í skærum nýlega á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. En líklegt er tal ið, að þetta landamæraatvik standi í sambandi við fram- vindu annarra og stærri mála í Asíu, og að það hafi verið sett á svið í sambandi við tíu ára afmæli styrjaldarlokanna. * : + N.-KÓKEA HALLAST | AÐ KÍNVERJUM. j Kússar æstu til Kóreu-stríðs ’ ins, sem skali á 1949. Suður- | Kórea og Norður-Kórea eru í rauninni skilgetin afkvæmi kalda stríðsins, en ríkin urðu • til vegna deilna Kússa og ; Bandaríkjamanna, sem hersátu Kóreu eftir heimsstyrjöldina j síðari. Áður hafði landið ver- i ið 'japönsk nýlenda. - Suður-Kóreulýðveidið ■ var , sett á fót á bandaríska her- ] námssvæðinu, og Kússar komu « kommúnistastjórn á laggirnar í Norður-Kóreu. Sameinuðu þjóðirnar höfðu eftirlit með stofnun lýðveldisins í Suðúr- kóreu, en forseti þess varð dr. Syngman Rhee. Hann hafði verið kóreönsk þjóðhetja síðan hann stjórnaði stúdentauppþot um gegn Japönum fyrir rúm- lega hálfri öld. Þegar Kóreu-stríðið skall á voru kínverskir kommúnistar önnum kafnir heima fyrir, en brátt unnu þeir sigur í borgara styrjöldijini. Eftir að jþeir fóru í stríðið 1950 var stöðugur straumur hermanna og vopna frá kínverska alþýðulýðveldinu til Norður-Kóreu. Síðan hafa Norður-Kóreu- menn hallazt æ meir að Kín- verjum. Nú er svo komið, að þeir hafa að mestu snúið baki við Rússum. Þeir styðja til dæm is Kínverja í hugmyndadeilum þeirra við Rússa. Sextán aðildarríki SÞ undir forystu Bandarikjanna aðstoð- uðu Suður-Kóreu 1950 við að hrinda árásum Ncrður-Kóreu- manna og síðan árásum Kín- vcrja. Samkvæmt vopnahlés- CHUNG HEE PARK samningnum 1953 var landinu skipt, og þar með var tekið fyr ir allan samgang milli Suður- Kóreu, sem er aðallega land- búnaðarland, og NorðurKóreu, en þar er meiri iðnaður. S.-KÓREA HÁÐ USA. Bandaríkjamenn hafa alltaf verið viðkvæmir fyrir því sem gerist í Kóreu, en ekkert bend- ir til þess, að landamæraatvik ið í vikunni hafi verið annað en ögrun af hálfu Norður-Kóreu- roanna. Nokkurrar tilfinninga- semi gætir í afstöðu Banda- ríkjamanna til atburða í Kó- reu, og sést hún m. a. á andstöð unni gegn viðurkenningu á Pek ing-stjórninni. Bandaríkjamenn eiga mikið í húfi í Suður-Kór- eu, en aðstoð þeirra við stjórn ina þar hefur numið nokkrum billjónum dollara síðan 1946. Suður-Kórea er nær alger- lega háð Bandaríkjunum eins og sjá má á hinni gífurlegu fjárhagsaðstoð, en á fjárlögun um er nær þriðjungi varið til þermála. I her S.-Kóreu eru nú 600 þús. hermenn. Landið þurfti á mikilli aðstoð að halda eftir stríðið, enda var mikil nevð ríkiandi, efnahagur inn í kaldakoli og mikill straum ur flóttamanna úr norðri. BARIZT GEGN SPILL- INGU. Árið 1961 tóku herforingjar í Suður-Kóreu völdin í sínar hendur. Stjórnmálamennirnir, sem tóku við stjórn mála eftir fall Syngmans Rhees ári áður, höfðu reynt að koma á meira lýðræði, en ekkert lát varð á hinni miklu spillingu, sem grafið hafði um sig í tíð Syng man Rhees. Flokkurinn, sem mestu réði 1960—61, Lýðræðis- flokkurinn, var margklofinn. Stjórn dr. Rhees hafði orðið æ einræðishneigðari í styrjöld- inni og uppbyggingatímanum á árunum eftir styrjöldina. Lög reglan, sem í voru 300 þús. menn starfaði í þágu Frjáls- Iynda flokksins, sem Rhee stjómaði. Hún var sökuð mn fjölda stjórnmálaglæpa, m. a. morð og svik í kosningunum 1956 og 1958. Chung Hee Park hershöfð- ingi hefur verið valdamesti miaðurinn í Suður-Kóreu síðan 1961. Hann skar upp herör gegn hinni miklu spillingu, og hefur oröið mikið ágengt. Einn ig hefur hann reynt að koma á umbótum í stjórnarfarinu, en hefur samt sem áður sætt mik- illi gagnrýni. Stuðningsmenn hans. halda því fram, að öflug forsetastjórn sé gagnleg í ríkjum þar sem margir stjórnmálaflokkar starfa — einkum í nýjum ríkj- um, sem liafa enga reynslu af lýðræði. En hart er lagt að Iionum að koma aftur á þing- ræðislegri stjórn, og nú hefur hann tilkynnt, að síðar á þessu ári verði efnt til þing- og for- setakosninga. + DEILUR VIÐ JAPAN. Stjórn Súður-Kóreu hefur reynt 'að bæta samskiptin við nágrahnaríkið Japan og Japan ir hafa verið hvattir tll fjár- festinga í landinu. Það eru Bandaríkin, sem einkum hafa hvatt Suður-Kóreu og Japan til sátta á sviði efnahagsmála og stjórnmála. USA er sannfærð um, að ef ekki verði fljót- lega bnndinn endi á Iangvinna deilu ríkjanna muni Japanir ekki geta veitt S-Kóreu efna- hagsaðstoð og að án japanskrar efnaliagsaðstoðar geti Suður Kórea ekki staðið á eigin fót- um. Minningar um nýlendustjórn Japana 1910—45 og gömul fiskveiðideila hafa komið í veg fyrir góða sambúð Japans og Súður-Kóreu. Fæstir Japanar draga í efa þá staðhæfingu Kóreumanna, að árin 1910—45 hafi verið tími kúgunar og yfir gangs Japana, en engu að síð- ur. finnst þeim Kórenmenn sýna vanþakklæti, og þeir segja, að Kóreumenn hafi notið góðs af japanskri menningu. Deila hefur verið rikjandi um stöðu um þaö bil 600 þús. Iíóreumanna, sem enn búa í Japan. í lok heimsstyrjaldarinn ar bjuggu um 2 milljónir Kór- eumanna í Japan og höfðu flestir þeirra verið fluttir þang að til þess að vinna við stríðs . iðnaðinn. Þá hafa Kóreumenn krafizt þess, að kóreönskum þjóðarverðmætum, sem farið var með úr landi á tíma jap- anska hernámsins, verði skilað aftur. + VITNAÐ Á „ÞORSKA- STRÍÐHD”. Fiskveiðideilan er sífelldur ásteytingarsteinn í sambúð ríkj anna. Árið 1952 var Rhee-fisk- veiðilínan svonefnda innleidd, en hún nær 60 mílur frá landi. Því var lýst yfir, að ólöglegt væri að japönsk fiskiskip færu inn fyrir línuna. Japanska stjórnin hefur neiiað að fallast á Rhee-línuna, og stöðugar tök ur japanskra fiskveiðibáta hleypa illu blóði í fólk bæði í Japan og Suður-Kóreu. Japanir segjast vera fúsir til að komast að samkomulagi við Súður-Kóreumenn um fiskveið ar, er sambærilegt væri við sam komulagið í fiskveiðideilu Breta og íslendinga. Þeir neita að faU ast á stærri landhelgi en 12 mílur. Lítil klettaeyja á Japanshafi er enn eitt þrætueplið. Eyja þessi, sem heitir Take Shima og er 200 mílur frá strönd Jap ans, er óbyggð að öðru leyti en því, að flokkur kóreanskra hermanna er hafður þar á verði. Japanir byggýa kröfu sína til eyjunnar á tilskipun frá 1905, en samkvæmt henni var eyjan sameinuð Japan. Kóreumenn byggja sína kröfu á eldra skiali og seg.ii, að inhlimunin 1905 hafi verið ólögleg.' Fyrsta skrefið í átt til hættra samskipta Japans og Suffur- Kóreu var stígið 12. janúar s. 1. þegar þeir , Park hershöfff- ingi og Ikeda, forsætisráðherra Japans, samþykktu, að Japan ir greiddu kröfur Kóreumanna til skaðabóta fyrir tjén, sem gert var á dögum japönsku stjórnarinnar í Kóreu: Þar sera Súður-Kóreumenn eiga I deil- um við fleiri en einn nágranna er lögð áherzla á, að skynsam legt sé fyrir þá að eiga göð sam skipti við grannríkið Japan. Álaenins: Kópavogi Hörpusilki er innan og ut- anhússmálning, framleidd í yfir tuttugu litum. Hörpu- silki þekur vel og er sévlega auðvelt í notkun. Fæst um land allt. um tillit til sjúkrakostnaðar, slysa, elli, dauðsfalla og- fleiri atvika, er snertu greiðslugetu gjaldanda. Ekki 'var lagt á tekjur barna á framfæri foreldra, nema sem sv ir aði til lögbundins frádráttar fyrj* viðkomandi börn. Gefinn var 15% afsláttur frá öllum útsvörunum. Hæstu gjaldendur eru: Einstakl ingar: Ingimundur Guðraunds- son kr. 60.600, Ingólfur Þórðarson kr. 56.500 og Friðbert Gíslason kr. 52.100. Félög: Málning h.f. kr. 190.400, Ora kjöt & Rengi h r. kr. 153.300 og Vibrá h.f. kr. 66.700, cr Framhald á 12. síðu. Skrá nm útsvör og aðstöðugföld í Kópavogskaupstað Var fögð fr» í þ. 30. júlí sl. Jafnað var niður 21.5 milljón á 1967 einstaklinga ðg 42 félög. Tilsvarandi tölur frá fyrra ári voru 1790 einstaklingar og '30 fél'ög. Framtalsnefnd notaði heimild 32. gr. laga nr. 69 frá 1962 um frá drátt frá útsvari hvers gjaldanda, að upphæð kr. 800. svo og öll heimildarákvæði 33. gr. sömu laga 15. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.