Lögrétta

Ataaseq assigiiaat ilaat

Lögrétta - 06.05.1908, Qupperneq 3

Lögrétta - 06.05.1908, Qupperneq 3
L0GRJETTA. 75 það þó rjómapotturinnTsje reiknaður á i krónu, en svo Ijeleg er sum mjólk, sem nú flyst til bæjarins. Mjólkurframleiðendum verður að skilj- ast það, að þeir skaða mest sjálfa sig, ef þeir láta selja hjer ijelega ný- mjólk; það er um þá vöru eins og aðra, að sje hún góð, þá selst hún betur. Jeg hef reynslu fyrir mjer í þessu, hvað mjólkursölu snertir, því þegar jeg tók við Viðeyjarmjólk til útsölu, var hún ekki í áliti og seldist illa fyrst; en þegar jeg slepti henni, þá var hún álitin besta mjólk hjer, enda seldist hún eftir því vel. Jeg set hjer á eftir skýrslu yfir sölu hennar þau ár, sem jeg hafði hana, til sönn- unar mínu máli: Mjólkursala árin 1903—’o7: Frá Vio '03—Vio '04 selt fyrir kr. 7942,00 — 1/10 '04—>/io '05 — — — 9367,00 — Vio'05—Vio’oó — — -- 11513,00 — 1/10 ’o6—Vs '07 — — — 9062,00 Árið 1904—'05 er selt fyrir kr. 1425,00 meira en fyrsta árið. Árið 1905—06 er selt fyrir — 2146,00 meira en árið áður, og frá 1/10 '96 til 1/5 '07 er selt fyrir — 9062,00 eða fyrir 1120 kr. meira en alt árið '03—'04, fyrsta árið, sem jeg seldi Við- eyjarmjólk. ísland erlendis. Bókmentafjelagið. Laugardaginn II. aprílm. var haldinn aðalfundur í Hafnardeild hins ísl. Bókmentafjelags. 24 fjelagsmenn voru á fundi. Forseti lagði fram endurskoðaðan reikning deildarinnar. Samkvæmt hon- um höfðu tekjur hennar á umliðna árinu verið 5850 kr. 60 a., en út- gjöld 5135 kr. 31 a. í sjóði var við árslok 23519 kr. 86 a. Reikningur- inn var samþ. í einu hljóði. Forseti skýrði þá frá starfsemi fje- lagsins á umliðna árinu. Reykjavíkur- deildin hafði gefið út: Skírni 81 árg., ísl. fornbrjefasafn VII. bd., 4 h., og Vlll. bd., 2 h., og Sýslumannaæfir III. bd., 3 h.; Hafnardeildin hafði gefið út: Willard Fiske eftir B. Th. Melsteð (alþýðurit Bókmtj., 2. bók), síðara heftið af Bygging og lít plantna eftir Helga Jónsson, Islendingasögu B. Th. Melsteðs II. bd., 2 h., Lýs- ing íslands eftir Þorv. Thoroddsen 1. bd., 1. h., og Safn til sögu ís- lands IV. bd., 1. h. í ár mundi Hafn- ardeildin gefa út: Lýsing íslands eftir Þorv. Thoroddsen I. bd., 2. h., ís- lendingasögu B. Th. Melsteðs II. bd., 3r h., Safn til sögu íslands IV. bd., 2. h., og Sögu Jóns Ólatssonar Ind- íafara I. h. Þá fór fram stjórnarkosning og hlutu þessir kosningu: Forseti próf. Þorv. Thoroddsen, fjehirðir Gísli læknir Brynjólfsson, skrifari Sigfús Blöndal, undirbókavörður við konunglega bóka- safnið, og bókavörður Pjetur Bogason stud.med.,allirendurkosnir. ívarastjórn voru endurkosnir: Varaforseti B. Th. Melsteð mag. art., varafjehirðir Þ. Tulinius stórkaupm. og varaskritari Stefán Stetánsson cand. jur.; vara- bókavörður var kosinn Jónas Einars- son stud. mag. Endurskoðunarmenn voru endurkosnir þeir cand. mag. Þor- kell Þorkelsson og læknir Sig. Jónsson. Forseti mintist látinna fjelaga: Guðna Guðmundssonar læknis, Jóns Magnússonar kaupm. og dr. Solone Ambrosoli’s; Ijetu fjelagsmenn hlut- tekningu sína í Ijósi með því að standa upp. Heiðurstjelagi var kjörinn í einu hljóði prófessor við háskólann í Lun- dúnum W. P. Ker. 40 reglulegir fje- lagar voru teknir inn. Utan dagskrár vakti exam. jur. Gísli Sveinsson máls á heimflutnings- málinu og urðu um það allnþklar umræður. Að þeim loknum vap'fundi slitið. D. Thomsen konsúll í heiðurs- samsæti í Hull. Enskt blað, „The eastern Morning News", flytur 17. f. m. langa grein um heiðurssamsæti, sem D. Thomsen konsúl var haldið í Hull daginn áður af eigendum og útgerðarmönnum fiskiskipa þar, og stýrði formaður ábyrgðarfjelags gufu- botnvörpunga í Hull, hr. E. B. Car- gill, samsætinu. Þar var fjölment og voru þar meðal annara konsúlar Frakka, Þjóðverja, Dana, Norðmanna, Spánverja ogPortúgalla. Margarræður voru þar haldnar og Thomsen konsúl flutt þakklæti fyrir margtalda hjálp- semi við enska skipbrotmenn, en sjer- staklega minst strandmannaskýlisins á Skeiðarársandi. Aðalræðuna hjelt hr. Cargill, sá er tyr er nefndur. Einnig var Thomsen konsúl afhent þarna heiðursgjöf, silfurskrín dýrt og vel gert, og flytur blaðið mynd af því. Á hlið þess sjest botnvörpuskip í stór- sjó, og öðrumegin við það enska og íslenska flaggið, en hinumegin enska og danska flaggið. Feiri myndir eru á skríninu, og auk þeirra löng áletran, sem skýrir frá, til hvers gjöfin sje og hvernig á henni standi. Skrínið er, eftir myndinni og lýsingu blaðsins að dæma, mjög fallegur minjagripur. Blaðið flytur og mynd af Thom- sen konsúl. Þau ummæli tekur það meðal ann- ara úr ræðu hans í samsætinu, er hann þakkaði gjöfina og viðtökurnar, að nauðsyn sje, að reistur yrði viti á Ingólfshöfða, og kvað hann íslensku stjórnina hafa hug á að koma honum upp. En með því að erlendir fiski- menn hefðu mest not af vita þar, virtist ekki ósanngjarnt, að framlög til hans kæmu að einhverju leyti frá öðrum þjóðum. Kvaðst hann vita, að Þjóðverjar væru ekki ófúsir til þess að leggja eitthvað fram, og hins sama kvaðst hann vænta af Frökkum og Bretum. Var gerður mjög góður rómur að þessu þar í samsætinu. Frá fjallatindum til fiskimiða. úr Yatnsdal í Húnavatnssýslu er skriiað 14. f. m.: „ . . Prestsþjón- ustumálið hjer er mjer áhugamál, því í sveit minni horfir til stórra vand- ræða, ef engar lagfæringar fást. All- ur söfnuðurinn er stórlega óánægð- ur, nema bóndinn, sem fjekk prests- setrið til ábýlis, og 2 bændur, er honum fylgja. Er ekki vafasamt til hvers þetta leiddi, ef þessu fer fram, en alltilfinnanlegt er fyrir sjerstaka söfnuði að stofna fríkirkju, meðan sú stefna er ekki að neinu leyti við- urkend eða studd. Það yrði hjer þó eina úrræðið, ef ekkert tillit er tek- ið til safnaðarins, sem þó kaus helst af öllu að hafa áfram kosinn þjóð- kirkjuprest og var búinn að einsetja sjer, að stofnsetja barnaskóla á prests- setrinu, en þetta gat aukið tekjur prestsins og verksvið hans í rjetta átt. . .“. Laus prestaköll. Desjarmýri: Desj- armýrar (nú Bakkagerðis) og Njarð- víkur sóknir og Húsavíkursókn í Norð- ur-Múlaprófastsdæmi, sem auglýst var 19. október. f. á., auglýsist af nýju til umsóknar, með því að hinum fram- komna umsækjanda hefur verið hafnað. Veitist frá fardögum 1909 með launa- kjörum eftir nýju eftirlaunalögunum. Umsóknarfrestur til 12. júní 1908. Nesþing: Ólafsvíkur, Ingjaldshóls og Hellna sóknir í Snæfellsnesspró- fastsdæmi. Veitist frá fardögum 1909 með launakjörum eftir nýju presta- launalögunum. Umsóknarfrestur til 16. júní 1908. Maður drebti sjer á Blönduósi 2. þ. m., Ingvar Hjartarson frá Bakka í Vatnsdal. Maður liengdi sig 26. f. m. í hest- húsi í Vestur-íragerði í Flóa, Bene- dikt Benediktsson að nafni, roskinn maður. Skaftafellssýsla er veitt hr. Sig- urði Eggerz, sem áður var þar settur. „Hólar“. »Fálkinn« er nýlega kominn frá Austurijörðum. Hann segir »Hóla« þá enn fasta á Horna- fjarðarósi. Aftari hluti skipsins kvað vera fastur í leir og sandi, en fram- hlutinn laus. Kvíabekks-prestakalls í [Ólafs- firði er veitt síra Helga Árnasyni í Ólafsvík. Prófastur er settur í Norður- Þingeyjarprófastsdæmi síra Páll Jóns- son á Svalbarði. Uni Holt í Önundarfirði sækja: síra Ásg. Ásgeirsson í Hvammi, síra Böðvar Bjarnason á Rafnseyri og síra Páll Stephensen á Melgraseyri. Símskeyti frá útlöndum. Kliöfn 1. maí: Undirnefnd (úrsam- bandslaganefndinni), Jóhannes Jóhann- esson, Lárus H. Bjarnason, Krabbe hjeraðsfógeti og H. N. Hansen kon- ferenzráð, varð sammála um tillögur (til nefndarinnar) í gærmorgun. Um kvöldið hjeldu íslensku nefndarmenn- irnir Dönum veislu. Framliðinn vitringur talar. „ Mikið af því, sem nú á dögum er kallað föðurlandsást, er ekki annað en aumasta hræsni og þröngsýni, þjóðar-hleypidómar, þjóðar-rembing- ur, þjóðarhjegómi og þjóðarhatur. Þessi föðurlandsást lýsir sjer ekki í drengilegum framkvæmdum, heldur gorti og glamri, stefnulausu hringli og árangurslausum eymdarópum um hjálp; hún kemur fram með blakt- andi fánum, glymjandi föðurlands- kvæðum, og sífeldu nuddi um forn rangindi og galla, sem fyrir löngu eru bættir. Að vera hrifinn af slíkri föðurlandsást, er líklega hin mesta bölvun, sem nokkur þjóð getur orðið fyrir“. Samúel Smiles. Athugasemdir. í landshagsskýrslum fyrir Island 1905 er meðal annars skýrsla um skipströnd á tímabilinu 1879—1903. Þar vantar að telja meðal stranda frá Eystrahorni að Dyrhólaey: seglskipið „Germanfa", sem strandaði n.sept. 1882, á Höfðavík, aust- an við Ingólfshöfða — á fínum fjöru- sandi. — Það kom frá Þýskalandi(?) með saltfarm til Zimsens verslunar(?) 1 Reykja- vík. Skipið varð svo lekt, er það kom hjer í nánd, að það varð að setja í strand til þess að bjarga mönnunum, sem á því voru, og komust þeir allir, 5, lífs af, og voru fluttir suður til Reykjavfkur, en all- ur saltfarmurinn tapaðist í sjóinn, vegna leka skipsins. í almanaki Þjóðvinafjel. þ. á. segir 1 árbók íslands 1906: 13. febr. „SantEute", botnvörpuskip frá Hull“ o. s. frv. Það er ekki rjett. Þar er átt við botnvörpuskip- ið „Southcoates", er strandaði á Fells- fjöru á Breiðamerkursandi 14. febr., með 13 mönnum, sem allir komust vel af og voru fluttir til Rvlkur. í sömu árbók er getið um „Wíirten- berg", er strandaði 18. febr. á Svínafells- tjöru á Skeiðarársandi, með 13 mönnum, og er ekkert að athuga við það. En svo segir: „Sama dag „Sauthcoates", fórst á Breiðamerkursandi". Þetta er ekki rjett. Þá fórst ekkert skip á því svæði, svo kunnugt sje, eða hjer 1 nánd. Einnig segir: „28. apríl „Sirene", franskt fiski- skip, strandaði í Suðursveit í A.-skaptaf.- sýslu"; það er rjett. En svo segir: „Sama dag annað franskt fiskiveiðaskip á Sljetta- leitisfjöru" o. s. frv. Þetta er ekki rjett, því það er ekki nema sama skipið, „Si- rene“, er strandaði á Sljettaleitisfjöru í Suðursveit í A.-Skaftafellssýslu, með 19 mönnum, er allir komust lífs af og voru fluttir austur. Svo segir á sömu blað- „ síðu, 46: „í Öræfum fauk trjáviður, sem átti að byggja úr bæ þar“. Þetta er ekki rjett, því hjer fauk enginn trjávið- ur, sem átti að byggja úr bæ. Á 48. bls. stendur : „Á Skeiðarársandi strand- aði þýskur botnvörpungur með 14 mönn- um, 4 fórust, en 10 komust af“. Þar er víst átt við „Nordstern", er strandaði 15. júní á Hofsfjöru, austan við Ingólfshöfða, en ekki á Skeiðarársandi. Á skipinu voru 13 menn, þar af komust 3 í aðra botnvörpunga, er voru þar í grend, en 10 menn komust á báti með hægu móti í land, og voru fluttir til Rvíkur. Þrír menn fórust þá af bát, frá skip- inu „Manseat" fráBremerhafen,þegar þeir voru að reyna að koma mönnum af „Nordstern" 1 önnur skip. Fagurhólsmýri í Öræfum 7. apríl 1908. Ari Hálfdánarson. Reykjavik. Borgavstjóra-einbættið, sem hald- ið var lengi að annarhver maður f bænum hugsaði sjer að ná í, fjekk þegar til kom ekki nema tvo um- sækjendur: Knud Zimsen verkfræð- >nS og Pál Einarsson sýslumann. Um þá velur nú bæjarstjórnin í morgun. Dorkas-sambandið, sem er deild af Hjálpræðishernum, útbýtti síðastl. miðvikudag um 300 flíkum meðal fá- tæklinga. Ymsar konur hjer í bænum hafa unnið að því kauplaust, að sauma þessi töt, en efnið er gefið afhinum og öðrum, eða keypt fyrir gjafir, sem stjórn sambandsins útvegar. Fyrir því er nú frú E. Hansen, kona foringja Hj álpræðishersins. Athugasemd þá hefur Lögr. verið beðin fyrir af manni þeim, sem natn- greindur hafði verið í gamanvísunum, sem þrætan stóð hjer um nýlega, að hann hafi ekki sjeð vísurnar um það leyti, sem þær voru sungnar „í fyrsta sinn", eins og segir í grein þeirra H. J. og I. E., og með sínum vilja hafi þær ekki fram komið, eins og jafn- vel megi ráða af greininni, þótt hann, hins vegar, ljeti þetta kyrt liggja. Trúlofuð eru Þórður Sveinsson geðveikralæknir og frk. Ellen Kaaber, dóttir stórkaupmanns Kaabers í Khöfn. Skattanefndin býst við að slíta störfum sínum að sinni nú í næstu viku, en ætlar svo að koma saman á Akureyri síðar í sumar og leggja þar smiðshöggið á verk sitt. Verslunarskólinn. Vorpróf er þar nú nýafstaðið. Um 70 nemendur hafa sótt skólann í vetur. Hæsta einkunn af þeim, sem nú útskrifuðust, fengu Þorbjörn Þorvaldsson frá Þorvalds- eyri og Sigurjón Sigurðsson úr Strand- arsýslu, 20 kr. verðlaun. Fleiri nem- endur fengu verðlaun: Jón Þorsteins- son frá Vík í Mýrdal, Sig. Kristjáns- son frá Akureyri, 20 kr. hvor, og S. Blöndal frá Hvammstanga, 50 kr., er Philipsen olíukaupmaður gaf í því skyni. En hin verðlaunin gáfu Ásg. Sigurðsson konsúll, B. H. Bjarnason kaupmaður., K. Nikulásson verslun- arstj. og Ól. Eyjólfsson skólastj. —• Forstöðumaður skólans hefur í vetur, eins og áður, verið Ólafur Eyjólfsson. Glíinur. Athygli skal vakin á aug- lýsingu hjer aftar í blaðinu um glímu-

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.