Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 28.10.1908, Blaðsíða 3

Lögrétta - 28.10.1908, Blaðsíða 3
L0GRJETTA. 199 var fyrst, eftir að hann hafði lokið námi, á skrifstofu föður síns, en varð 1876 yfirrjettarmálafærslumaður og 1881 hæstarjettarmálafærslum. 1887 komst hann inn í stjórn bændaspari- sjóðsins og var valinn formaður hans 1890, er faðir hans sagði því starfi af sjer. Skömmu áður hafði hann stofnað brunabótafjelag fyrir danska bændur og stjórnaði því nokkur fyrstu árin, en rjett um sama leyti, sem hann varð formaður sparisjóðsins, stofnaði hann smjörútflutningsfjelag danskra bænda og stjórnaði því altaf síðan. Hann kom fyrst á þing 1892 og fylgdi þá miðlunarflokkinum. Sama ár stofnaði hann blaðið „Dannebrog" og hefur gefið það út síðan, en hafði leigt það í fyrra öðrum til 5 ára. Þegar vinstri menn komust til valda 1901, komst hann strax inn í ráða- neytið og varð dómsmálaráðherra. íslandsráðherra var hann frá þessum tíma og þar til stjórnarbótin komst á í byrjun árs 1904. Málfærslumaður, sem lengi hefur verið kunnugur Albertí og haft við- skifti við hann, segist aldrei hafa þekt eins skeytingarlausan mann un^ reikninga sína, og muni hann án efa engan botn hafa haft í því sjálfur, hvernig efnahagur sinn stæði. Hann tók við mjög arðvænlegri atvinnu eftir föður sinn. Gamli Albertí hafði um 20 þús. kr. árstekjur og eyddi varla nema fjórða hluta þeirra. Hann hlaut því að hafa látið eftir sig tölu- verðar eignir. Málafærslustörfum sínum hafði Al- bertí gegnt slælega og dró þau oft á langinn, eins þó um fjárvinning væri að ræða fyrir sjálfan hann. Mál- færslumaðurinn, sem áður er nefnd- ur, nefnir eitt dæmi um það, hve hirðulaus hann hafi verið um að gefa öðrum reikninga. Hann átti inni nokkur þúsund krónur hjá fjelagi einu og var mintur á að gefa því reikning hvað eftir annað, en gerði það aldrei. Eftir hálft annað ár gerði svo formaður fjelagsins upp reikn- inga hans við það á eigin spýtur, færði honum þá og peningana og spurði, hvort hann væri ánægður með þetta. Aibertí játaði því, án þess að gefa reikningunum nokkurn frekari gaum. Honum var mjög ó- geðfelt að þurfa nokkurn tíma að gera upp nokkurn reikning, segir maðurinn. Hann skrifaði á laus blöð, sem hann stablaði kringum sig á skrifborði sínu, eða í peningaskáp sínum, og þegar bókhaldarar hans neyddu hann til að gera upp ein hvern reikning, þá ruddi hann í þá þessum bunkum og þeir urðu að bjarga sjer út úr þeim eins og þeir best gátu. Frá fjallatindum til fiskimiða. Heiðursgjalir úr styrktarsjóði Krist- jáns konungs IX. fyrir árið 1907 hafa verið veittar þessum mönnum: Halldóri Jónssyni umboðsmanni í Vík í Skaftafellssýslu og Ólafi Finnssyni óðalsbónda á Fellsenda í Dalasýslu. Smjörsalan gengur vel, eftir því sem frjetst hefur. Smjör það, er fór með „Vestu" seint í fyrra mánuði, seldist á 91—96 aura pundið. Slys. 5 menn drukknuðu á Blöndu- ósi á laugardagskvöldið var. Þeir voru á leiðinni í land frá skipinu „Norröna", er lá þar á höfninni, og höfðu verið að flytja Zöllner yngra um borð í skipið. Mennirnir voru: Einar Einarsson frá Breíðavaði, um tvítugt, Jónas Jónsson frá Blönduósi, um fertugt, Jónas Jakobsson frá Marð- arnúpi f Vatnsdal, um tvítugt, Jón Jónatansson frá Njálsstöðum, um fim- tugt, og Sigurður Magnússon frá Hóla- baki, um þrítugt. Hann lætur eftir sig konu og börn. Hinir mennirnir voru ókvæntir. Veður hafði verið gott, en dimt var orðið um kvöldið (kl. um 9) þeg- ar slysið vildi til. Hefur báturinn lent á rifi í árósnum og mennirnir þar losnað við hann. Óp heyrðust í land, og var strax farið með ljós- ker ofan á sandinn til að leiðbeina mönnunum, en ekkert heyrðist þá nje sást til þeirra. Þrjú líkin rak strax á land og hið fjórða um nótt- ina, en eitt líkið (JónsJónatanssonar) vantar enn. („Rvík"). Dáin er nýlega Vilborg Eiríks- dóttir, ekkja Ketils sál. Ketilssonar dbrm. í Kotvogi í Gullbringusýslu, hin mesta myndar-kona, og var heim- ilf þeirra Ketils sál. annálað rausnar- heimili. Synir þeirra eru: Ketill, er býr nú í Kotvogi, Ólafur hreppstjóri á Kalmanstjörn og Vilhjálmur bóndi í Kirkjuvogi, en dætur: Helga kona sjera Brynjólfs Gunnarssonar á Stað í Grindavík og Vigdís kona Ólafs kaupm. Ásbjarnarsonar. Einn sonur þeirra, Eiríkur bóndi á Járngerðar- stöðum, andaðist fyrir nokkrum árum. Tilraim til íkveikju í húsi var gerð á Siglufirði rjett nýlega, var fónað frá Akureyri í morgun, en eld- urinn stöðvaður áður en húsið brann. Hver eða hverjir eiga þar sök hefur enn eigi frjetst. Reykjavik. Kennaraskólinn. Þar er nýstofn- að Ungmennafjelag, sem heitir „Ung- mennafjelag kennaraskóla íslands" og gengur inn í sambandstjelagið. í stjórn voru kosin: Kristján Sig- urðsson, úr Eyjafirði, Svava Þórhalls- dóttir biskups og Guðmundur Bene- diktsson, úr Eyjafirði. Samsæti var Halldóri Daníelssyni bæjarfógeta og frú hans haldið hjer síðastl. föstudagskvöld afþeim mönn- um, sem setið hafa í bæjarstjórn Reykjavíkur þau rúml. 20 ár, sem hann hefur verið formaður hennar. Um 50 manns var í samsætinu. Hall- dór Jónsson bankagjaldkeri og bæjar- fulltrúi mælti fyrir minni heiðurs- gestanna og þakkaði H. D. fyrir langa samvinnu og langt starf í bæj- arins þarfir, en H. D. svaraði og þakkaði þá sæmd og virðing, er þeim hjónum væri sýnd með samsætinu, og mælti síðan fyrir minni bæjar- stjórnarinnar og hins nýja borgar- stjóra. Halldór Daníelsson varð hjer bæjar- fógeti 1886, eða fyrir 22 árum. Þá voru bæjarbúar 3,500, en eru nú um 11,000. Störfin hafa, eins og nærri má geta, aukist stórum á bæjarfógeta á þessum árum, og nú í sumar var bæjarstjórnarformenskan skilin frá og fengin í hendur öðrum manni, borg- arstjóranum. HeilsuhælisF|elagið. Þessar gjaf- ir hafa fjelaginu borist: Frá Hinu íslenska kvenfjelagi 400 krónur. Frá ekkjunni ViJborgu Ei- rfksdóttur í Kotvogi í Höfnum 100 kr. Arður af tombólu, er haldiu var í Ögurhreppi í Isafjarðarsýslu, 487 kr. Yaxtaniðurfærsla. íslandsbrnki ijekk fyrir fáum dögum skeyti um það frá Khöfn, að vextir hefðu læl:k- að þar um 1/2°/o- Báðir bankarr.'ir hjer settu þá vexti niður, eins og auglýst er hjer í blaðinu. Alþýðufræðsla stúdentaljelags- ins byrjar á sunnudaginn kemur. Bjarni Jónsson frá Vogi heldur fyrir- lestur. Yeðrið. Rigningasamt hefir verið hjer nú um tíma og útsunnanátt, en hlýindi óvenjulega mikil um þetta leyti árs. Fyrsta vetrardag var 6 st. hiti hjer. 9 st. á Akureyri og 19 st. á Seyðisfirði. Ráðlierrafrúin hefur legið veik um tíma, síðustu vikuna á spítala, en er á góðum batavegi og nú úr allri hættu. AI m e 1111 i 11 g s 1» á 1K u r. Fyrirspurn : Hve lengi helst lögtaksrjettur auka- útsvara ? Svar: Þangað til ár er liðið frá gjald- daga. Gjalððagi „£ögrjettu“ var 1. júlí. Menn eru vinsamlega beðnir að borga blaðið sem fyrst, einkum allir þeir, sem skulda fyrir eldri árganga. Innheimtumaður er ÁrÉj. STeiijarBarsoD, Laugaveg 41. Legrjetta er eitt af mest lesnu blöð- um landsins. Pantið blaðið hjá Arinbirni Sveinbjarnarsyni, Laugavegi 41. Allskonar Saltfiskur uóður og ódýr, f æ s t h j á cJqs Simsan. Tvö lierbersfl til leigu á góð- um stað í bænum. Ritstj. ávísar. cfiauóur vagnRastur horfinn af Laufástúni aðfaranótt þriðju- dags 27/io. Ljósir lokkar (voru) í faxi og tagli. Hvítur blettur við herðakamp hægra megin. Meðalstór, feitur, mjög bringubreiður. Stig fr. v. Góð borgun til finnanda. Þórh. Bjarnarson. ^Milstalnii, sjerstaKlegsa fyrir börn, verður haldin í IÐNAÐARMANNAHÚSINU næstkomandi sunnudag. Nákvæmar auglýst síðar. Stefanía A. GJuðmnndsdóttir, Þuríðnr Sigurðardóttir, Friðflnnur (íuðjónsson. Fríkirkjan. Þeir, sem eiga ógoldin safh- aðargjöld til frikirkjunnar, eru öeðnir að borga þau i þessum mdnuði. Reykjcwík lí. okt. 1908. ýtrinbj. Sveinbj arnarson. pöstkorta-albúm og glansmvnda-albúm og ham- ingjuóskakort nýkomin í bóka- verslun Arinbj. Sveinbjarnarsonar. fœrir niður frd þessum degi vexti af vixlum og öllum trínum öðrum en veðdeildar- Irínum, frrí 6‘y2 °/o í ú°/o. Vöxtum af innlánsfje verður eigi bregtt fyrst nm sinn. 24. okt. 1908. cTr. *3unnarsson. Nýkomið í Ustmliin: Ótal tegundir af efnum í vetrarfót vetrarfrakka, 24 tegundir af vetrarliúfum, allskonar iKÓFATIAÐVR o. fl. o. fl. Stórt uppboð á liaug-avegji nr, I, miðviku- dag og fimtudag 4. og 5. nó- vember, byrjar kl. 11 f. h. Þar verða seldir ýmsir munir frá konungsförinni i fyrra sumar, svo sem: vagnar — alvtygi — nimfafnaöur — borddúkar hnífapör — álnavörur — glervörur o. m. íl. Heimboðsnefndin.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.