Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 20.01.1909, Blaðsíða 1

Lögrétta - 20.01.1909, Blaðsíða 1
% Afgreiðslu- og innheimlum.: ARINBJ. SVEINBJARNARSON, Laugavejí [41. Talsími 74. Ritstjóri: þorsteinn gislason, I’ingholtssti'K'ti 17. Talsimi 178. M 3. Reykjavík 30. janúar 1909. IV. ílr*ír. Augnlækning ókeypis i. og 3. þrd. í mán. kl. 2—3 ( spílalanum. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—I. Tannlækning ók. (í Pósthússtr. 14) i.og 3. md. ( mán. 11 — 1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. io'/a— 12 og 4-5. Hlutabankinn opinn 10—2r/a og 51/*—7. Landsbankinn ioVa—2J/3. Bnkstj. við 12—1. HAfNARSTR' 1718 1920 2122• KOIAS • 1-2- LÆKJART12 * REYKJAVJK • er lang-fjölbreyttasta verslunin. í Pakkliúsdeildinni eru seldar allar matvörur og aðrar þunga- vörur, alt til sjávarútgerðar, timb- ur, járn, saumur, farfi o. s. frv. í Nj'lenduvörudeildinni (Ný- höfn) allar matvörur (nauðsynja- og sælgætisvörur) í smærri kaup- um, nýlenduvörur, tóbak o. s. írv. í Kjallaradeildinni allar drykkj- arvörur, áfengar og óáfengar. í Vefnaðarvörudeildinni allar mögulegar vefnaðarvörur og alt sem kveníólk og börn þurfa til fata, inst sem yst. í Klæðskerudeildinni alt sem karlmenn þurfa til fata, hátt og lágt. í Basardeildinni allar mögu- legar járnvörur, ljósáhöld, gler- vörur, glysvörur o. s. frv. Thomsens Magasín er lcmgbesta verslunin, því aðaláherslan er lögð á það, að vörurnar sjeu sem [ vandaðastar, en um leið svo ó- dýrar sem unt er. Thomsens Magasín er lang- þœgilegasta og hagkvœmasta versl- unin, því annars fjölgaði ekki viðskiftamönnum hennar dag frá degi og ár frá ári. vai l«ir stla s tr. Nú um áramótin ílutti Þjóð- viljinn grein með fyrirsögninni: »Hvað ætlar ráðherrann sjer?« Þar um hefur öll hugsunin snú- ist í haust og í vetur hjá frum- varpsandstæðinga foringjunum, öll um ráðherrann og völdin. Þar er aðaláhugamálið,sem blöð þeirra hafa skrifað um. í þessari grein er þó farið lengra. Þar er bent til þess líka, hvað blaðið ætli flokksmönnum sínum að gera, og þess vegna skal greinin athuguð hjer nokkru nánar. Þar er gert ráð fyrir, að ráð- herrann kunni að geta fengið einhverjar breytingar á sambands- lagafrumvarpinu, en jafnframt talið óefað, að þær verði »engar stórvægilegar«. En því skýrir ekki blaðið frá því um leið, hverjar vonir það hafi um, að t. d. ritstjóri þess, eða einhver annar, komi fram »stórvægilegum« breytingum á frumvarpinu, ef þeir fái málið í hendur, og á hverju það byggi þær vonir, ef þær eru til? Það er spurningin, sem kjós- endurnir í landinu vilja fá svarað. Og það er spurningin, sem öllum þingmönnum er ætlandi að íhuga rækilega, áður en málinu er ráðið til lykta af þinginu. Þingmenn hafa enga heimild frá kjósendum sínum til að gera þetta mál að valdaþrætumáli. Og þeir hafa ekkert umboð frá þeim til að fella sambandslaga- frumvarpið, ef það yrði lagt fyrir þing með þeim breytingum, sem þingmálafundir í mörgum þeim kjördæmum, sem frumvarpsand- stæðinga kusu, töldu sig ánægða með. Þjóðviljinn segir, að sjálfsagt sje, að »alþingi láti nú Dani heyra sjálfstæðiskröfur íslendinga skýr- ar og glöggar«. En er Dönum nokkur nýung að heyra þær? Alls ekki. Þeir hafa margsinnis heyrt þær, bæði frá alþingi og einstökum mönnum. Þeir vita, að til eru íslendingar, sem halda fram skilnaði, aðrir, sem halda fram persónusambandi o. s. frv. — En hver um sig telur þær einar kröfur, sem honum fullnægja, »skýrar og glöggar«. Þjóðviljinn veit vel, að hvorugt af þessu, sem nefnt var, er fáan- legt, þótt íslendingar æsktu þess. En hann veit ekkert um óskir íslenskra kjósenda í þessu efni; hann veit yfir höfuð ekki, hve mikinn kostnað þeir vilja á sig leggja fyrir nýtt stjórnarfyrirkomu- lag. Það hefur aldrei verið undir þá borið. Heppilegu málefnasambandi,eða »realunion«, við Danmörku hafa islenskir kjósendur æskt eftir. Fyrir því eru margar fundarsam- þyktir. En fyrir hinu engar. Verði frumvarp sambandslaga- nefndarinnar lagt fyrir þingið með þeim breytingum, sem margir þingmálafundir hafa æskt eftir, og talið sig ánægða með, þá hefur þingið ekki leyfi kjósenda til að fella það. Þá verður þjóðin að greiða atkvæði um það á ný, ef þingið eigi samþykkir það. Annars er tekið fram fyrir hendur kjós- enda, og þingið fer lengra en það hefur umboð til. Menn vita ekkert um, bvort til þessa kemur, eða ekki. En Þjóð- viljinn gerir ráð fyrir þvi. Og þó svo yrði, þá vill hann ekki sam- þykki á frumvarpinu, og ekki þingrof, heldur vill hann, að þetta þing geri nýar kröfur, án þess að geta bent á nokkrar vonir um árangur. Þa rna bendir hann á veginn, sem forsprakkarnir að mótstöð- unni gegn frumvarpinu hafa frá upphafi hugsað sjer. Svona ætla þeir sjer að leysa hnútinn. Þeir hugsa sjer að leika eldheita frelsispostula frammi fyrir þjóð- inni, meðan þeir myrða frelsis- mál hennar fyrir hagnaðarvonir sjálfra sín. Þetta er leikurinn þeirra í sum- ar, og þeir hugsa sjer að halda honum áfram. Hugsun þeirra er þessi: Við fáum þingið til að sam- þykkja kröfur í sambandsmálinu, sem við vitum vel sjálfir, að ekki Skiöi, Ókeypis fast ekki *r SKIÐI, -•» en mjög Ódýr og sjerlega vönduð, úr aski, birki og tjarfuru. Ællai* stærðir. — Norskt lag. *3. ét. dónsson, C. tfía/ísfaó, íslendingur. Norðmaður. Bergstaíastræti 45. eru fáanlegar. Upp á það setj- umst við að völdunum. Danir neita kröfunum, og með því veltum við sökinni af okkur. En alt situr við það sem nú er. Raddir í þessa átt eru farnar heyrast víðar að úr herbúðum þeirra. Þeir vildu auðvitað heldur taka frumvarpið óbreytt, hvað þá held- ur með breytingum til bóta. En þá yrðu þeir um leið að kyngja öllum þeim ósannindum, sem þeir hafa breitt út um það, og til þess vantar þá kjark og drengskap. Það, sem þeir ætla sjer, er að fá völdin. En til þess að ná völdunum, ætla þeir að fórna þeim sjálf- stæðiskröfum, sem íslendingar liafa barist fyrir meir en tvo mannsaldra. Þeir ætla, þessir menn, sem nú þykjast vera for- sprakkar frumvarpsandstæðinga, ekki að hika við að svíkja landið, svíkja af því þann sjálfstæðisauka, sem sambandslagafrumvarpið býð- ur, fyrir það, að ná völdunum í landinu um stundarsakir. Svona hugsa þeir sumir, leið- togarnir, og það einmitt þeir, sem þjóðskvaldurslúðrarnir hafa mest verið þeyttir fyrir í sumar, þeir, sem heimskan í landinu hossar nú hæst og blaðurtungurnar hafa borið á mest lofið. Því þelta er alls ekki talað til allra þeirra þingmanna, sem kosn- ir eru sem andstæðingar frum- varpsins; það er ekki talað nema til fárra manna. Það er talað til þeirra þing- manna hjer í Reykjavík, sem nú hafa helst orð fyrir flokki frum- varpsandstæðinga, til þeirra, sem sjálfir telja sig forsprakka hans. En þingmönnunum yflrleitt er enn ætlandi, að hafa skarpskygni til að sjá þessa aðferð og skilja hana, og líka til þess, að rísa þá á móti henni, þegar á lierðir. Frumvarpsmaður. Sauðfjárkynbótabú tvö voru sett á stofn siðastl. haust, annað á Hreið- arsstöðum í Norðurmúlasýslu, hitt á Grímsstöðum í Mýrasýslu. Maður varð úti. Ingimar Sig- ursson búfræðingur á Akureyri, bróð- ir Sigurðar skólastjóra á Hólum í Hjaltadal, varð úti 8. f. m. Hann var á leið frá Akureyri vestur að Hólum, í kynnisför til bróður síns, fór frá Þúfnavöllum upp á Hjeðins- skörð, fjekk þar hríðarveður og hef- ur eigi sjest síðan. Hann var 28 ára gamall og talinn efnismaður, lærði búfræði á Hólaskóla, en var svo erlendis, bæði í Danmörku og Svíþjóð, til þess að fullkomna nám sitt; var síðan einn vetur kennari á Hólum, um tíma í þjónustu Ræktun- arfjelaps Norðurlands og síðustu haust forstöðumaður slátrunarhúsS kaupfjel. Þingeyinga. Bruni. 28. f. m. kviknaði í bænum í Fagraskógi í Eyjafirði, hjá Stefáni alþm. Stefánssyni, en varð slökt áð- ur en eldurinn magnaðist aijög. Alt óvátrygt og skaði talsverður, segir „Norðri". Jarðskjálftakippur allharður fanst á Akureyri að morgni dags á annan í jólum. Yeikindi. „Norðri" frá 31. f. m. segir mikil veikindi í Skagafirði, barnaveiki frammi í firðinum og tauga- veiki úti á Skaga. Þórður í Hala hefur sjálfsagt oft brosað að umræðunum, sem orðið hafa í blöðunum síðan í haust um andlátsfregn hans. Nú rjett fyrir áramótin er „Norðurl." að vekja hann upp. En ekki getur það neitt um viðskifti hans við andaloddarana í Bolungarvík og á ísafirði. Dáinn er 25 f m. Guðlaugur Jónsson bóndi í Hvammi f Hrafna- gilshreppi í Eyjafirði, einn af bestu bændum þess hjeraðs og hatði búið í Hvammi 26 ár. Strandasýsla. Um hana sækja: Ari Jónsson ritstj., Bjarni Jónsson bæjarfógetaritari á Seyðisfirði, Ein- ar Jónasson málaflm , Halldór Júlíus- son bæjarfógetaritari í Rvík og Lár- us Fjeldsted settur sýslum. 1 Hafnar- firði. Úr strandasýslu segir „Rvfk" 16. þ. m. svohljóðandi fregn: „Mað- ur nokkur, sem Samson heitir og heima á á Gjögri, lagði leið sína yfir Trjekyllisheiði með son sinn II ara gamlan og hrepti byl. Drengur- inn dó af kulda, en maðurinn komst kvöldið eftir skaðkalinn af fjallinu. Fanst hann skriðandi niður við sjó nær dauða en lífi og næstum blindur.” Reykj avík. Bráðkvaddur varð hjer í bænum aðfaranótt 14. þ m. Jón Jónasson rakari, sonur Jónasar heitins Helga- sonar organista. Hann bjó aleinn f húsi föður síns og var örendur, er maður rakst þar inn af tilviljun um morguninn. Skautafjelagið. Athygli skal vak- in á auglýsingu frá þvf á öðrum stað hjer í blaðinu um kapphlaup, sem fara á fram 31. þ.m. Ut af smágrein- inni í síðasta tbl. um kapphlaupið hefur Lögr. verið beðin að geta þess, að kapphlaupaskautar verði alls ekki notaðir þarna. Jafnframt skal það leiðrjett, sem sagt er í síðasta tbl. um verð á kapphlaupaskautum. Þa má fá vandaða fyrir 12—25 kr. og fer þá verðmunurinn eftir því, hve skrautlega þeir eru búnir, en óvand- aðri tegundir má fá fyrir einar 6 kr. Það eru þá eigi nema sjerstaklega vandaðir kapphlaupaskautar, sem kosta eins mikið og sagt var í síðasta blaði. Yatnsveitan. Verkinu var hætt við hana um fyrri helgi vegna frosta. Það sóttist svo seint, að ekkert varð úr þvf hjá því sem áður var. En byrjað verður það aftur undir eins og hlanar. Maður fanst dauður um fótaferð- artíma á sunnudagsmorguninn var í fjörunni rjett vestan við bæjarbryggj- una. Maðurinn var næturvörður kaup- manna, Magnús Þorsteinsson, og er haldið, að hann hafi dottið fram af bryggjunni og annaðhvort druknað, eða rotast f fjörunni. Hann var lif- andi, segja hinir næturverðirnir, kl. 4 um nóttina, en þessa nótt var ákaft stórveður og hríð fram undir morgun. Magnús var aldraður maður, lið- lega sextugur, fluttist hingað fyrir nokkrum árum af Álftanesi og hafði búið þar lengi, verið hreppstjóri þar og gegnt fleiri sveitarstörfum. Hann var röskleikamaður. ítrekuð traustsyflrlýsing. Iðn- aðarmannatjelagið hjelt aðalfund m ð- vikudagskvöldið 13. þ. m. í stjórn voru endurkosnir: K. Zimsen verkfr., formaður, Sigv. Bjarnason, ritari, og Magn. Gunnarsson, gjaldk. Vara- stjórn sömul. endurkosin: Magn. I Benjamírtsson úrsm., Jón Þorlaksson | verkfr og Halld. Þórðarson prent- smiðjustjóri. Þess má geta, að K. Zimsen var kosinn formaður með mjog miklum atkvæðamun og, að þau atkvæði, j sem hann tjekk ekki, lentu öll á menn, sem halda með Ingólfsnefnd- inni. Magn. Benjamínsson var kos- inn í einu hljóði. Þetta er þvf ítrek- uð traustsyfirlýsing til Ingólfsnefnd- arinnar. í Iðnskólastjórnina var kosinn Rögnv. Ólafsson húsgerðamei--tari í stað M. Th. Blöndals framkv.stjóra. Fjelagsmaður. Leiðrjetting. í frasögninni um Templara-hatiðina í síðasta blaði er sagt að Einar Indriðason hafi sungið eitt kvæðið í hátiðarljóðum G. M., en það söng Pjetur Haildórsson bók- sali. Þessar tölur eru og eigi rjettar í ræðu G. Björnssonar landlæknis: í 4 dlk. 1. bls. I. 1. a. o.: 1857 fyrir 1851: í 4. dlk. 41. 1. a. n.: 1885 fyrir 1886; í 2. dlk 2. bls. 36. 1. a. o.: 1834 fyrir 1934. Kvöldskemtun heldur st. Einingin í kvöld til agóða fyrir sjúkra- (eða hjálpar-) sjóð sinn. Helgi Helgason og Guðmundur Magnússon lesa upp sögur (hinn síðar nefndi nýja skáld- sögu) Br. Þorlaksson leikur á har- moníum, Stefanía Guðmundsdótttr syngur nýjar gamanvísur, og Árni Eiríksson leikur eintal. Veðrið hefur verið kaldara en aður undanfarna tíð og hefur tölu- vert snjóað. í gær var heiðskírt veður og dalítið frost, en í nótt kom hlaka og vindur á sunnan. Til Ing’ólís. Ingólfur læst 10. þ. ni. vera að gera gabb að þv(, að einn merkasti bóndinn f Vestur-Skaftafellssýslu bauð sig þar fram til þingmensku síðastl. sumar. Jeg er Jóni dbrm, í Hemru vel kunnugur þar eystra, og líka dálftið kunnugur þing- mönnum Ingólfs hjer í Reykjavlk, Og það verð jeg að segja, að hann álít jeg þeim miklu fremri í flestum greinum. Lfka er verið að kasta til þeirra rnanna, sem stutt hafa kosningu hans þar eystra, og einum sjer í lagi fundið það til foráttu, að hann hafi fengist við hrossasmölun og fjárhirðingu. En hafa þingmenn Ingólts altaf haft heiðarlegri eða merkilegri atvinnu, en þetta er ? Jeg skal ekki fara frekar út ( þann sam- anburð að þessu sinni, en tel ósjeð, að þeir græddu nokkuð á honum. Jeg hef heyrt þá nefnda ( sambandi við hesthús- kofa hjer 1 Reykjavlk, en mjer dettur ekki í hug, að fara með slíkt 1 b!öð, og liggur þó nærri, að rjett væri að svara með því hrossasmölunarumtali Ingólfs. En Gunnar verslunarstjóri Ólafsson vex ekki í augum sýslunga minna fyrir aðra eins gleiðgosagrein og þessa, og úr áliti Jóns dbrm. í Hemru dregur hún ekki heldur. Það er mjer Ijóst hvorttveggja. Skaftfellingur i Reykjavik.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.