Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 20.01.1909, Side 2

Lögrétta - 20.01.1909, Side 2
10 L0GRJETTA. Lögrjetta kemur á út hverjum mið- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, mlnit 60 blöö als á ári. Verð: 4 kr. árg. á lsiandí, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Eftir Jón Jónsson frá Hafsteinsstöðum. I. Nú er komið fyrir almennings sjón- ir álit og tillögur hinnar háttvirtu milliþinganefndar, er skipuð var til að athuga skattamál landsins, sem er annað mesta stórmál þjóðarinnar, og því ekki síður ástæða til að athuga rækilega gjörðir og tillögur þessarar nefndar, heldur en gjörðir og tilög- ur millilandanefndarinnar. Athugavert virðist mjer það hjá nefnd þessari, að hún leggur til að gerbreyta í einu mest-öllu skattafyrir- komulagi hjer á landi, er staðið hefur langa tíð, án nokkurra veru- legra breytinga, en færir engar ástæð- ur fyrir því, að það sje nú svo óvið- eigandi, að það verði ekki leiðrjett með lagabreytingum. Nefndin seg- ist vilja leggja skattana rjettlátlega á þjóðina og þar sem gjaldþol henn- ar er. Hún mun því vilja, að sem flestir af landsmönnum athugi tillög- ur hennar í ró og næði, því skeð getur, að í þessu máli sem fleirum komist menn við það að rjettari nið- urstöðu. Jeg vil því leyfa mjer að fara nokkrum orðum um tillögur hinn- ar háttvirtu nefndar í fáum atriðum, er mjer þykja athugaverð. Nefndin leggur til, að ábúðarskatt- ur og húsaskattur sjeu úr gildi feld- ir, en í þeirra stað sje lagður hjer á fasteignarskattur, sem hvfli á allri jarðeign hjer á landi sem og hús- eignum í kaupstöðum og kauptún- um með tilheyrandi lóð, og ennfrem- ur á óbygðum lóðum, sem ekki heyra til jörðum, sem skattur þessi yrði greiddur af, eftir tillögunni, og ætlast nefndin til, að skattur þessi sje á sfnum tíma bygður á virðing- arverði eignanna, og eigendur standi sýslumönnum skil á honum og greiði hann á manntalsþingum. Ekkert til- lit vill nefndin taka til þess, þótt alt eftirgjaldið, eða meiri hluti þess, gangi til þess að borga vexti af skuldum, sem á fasteigninni hvfla, eða eigend- ur selji öðrum í hendur allan afnota- og framleiðslurjett af fasteigninni, eða fasteignin af öðrum ástæðum verði eigendum gagnslaus. Þetta atriði eitt út af fyrir sig gerir svo mikinn mun á mönnum þeim, sem eiga fasteign- ir sínar skuldlausar og njóta fullra eftirgjalda eftir þær, eða hafa afnota- og framleiðslurjett af þeim, án þess að hafa leigt hann öðrum, f saman- burði við þá menn, sem hafa að eins eignarhald á fasteign, sem veðskuld- ir hvíla á, svo að eftirgjaldið að meira eða minna leyti gengur upp í vexti af skuldum þeim, er hvíla á henni, og viðhaldskostnað á eigninni. Af þessum ástæðum virðist mjer fast- eignarskatturinn koma órjettlátlega niður á gjaldendur. Eins og kunnugt er, eiga kirkjur og landsjóður allmikið af fasteignum hjer á landi, sem er bæði í jörðum og bygðum og óbygðum lóðum í kauptúnum og kaupstöðum, Og nefni jeg þær einu naíni landsjóðs eign. Eftir tillögum nefndarinnar á sá fyr- irhugaði fasteignarskattur hennar að hvíla jafnt á þessum fasteignum sem öðrum fasteignum iandsmanna. Land- sjóður verður því eftir tillögum nefnd- arinnar að standa sýslumönnum skil á fasteignarskatti þeim, er hvílir á landsjóðseignunum, og fasteignin á sjálf að standa í veði fyrir greiðsl- unni. Með þessu fyrirkomulagi sjá allir menn, að landsjóður hefur eng- an tekjuauka af fasteignarskatti þess- um. Hugsi nefndin sjer að koma þessum fyrirhugaða fasteignarskatti sínum með byggingarskilmálum yfir á leiguliða þá, er búa á þjóðeignum (iandsjóðseignunum), þá er skattur sá ekki eignarskattur, heldur ábúðar- skattur. En vilji nefndin hækka eft- irgjald eftir landsjóðseignir fyrirskatta- upphæðinni, eru fasteignir þær orðn- ar skattfríar og þar af leiðandi ekki í neinu veði fyrir gjöldum þeim, er leiguliða ber að borga eftir bygg- ingarsskilmálum. Þetta atriði sýnir, að fasteignarskattur getur ekki orðið rjettlátur, þar sem hann eftir eðli sínu getur ekki komið á allar fast- eignir landsins. Ábúðarskattur sá, sem nú er goldinn, hefur það til síns ágætis, að hann hvílir jafnt á allri jarðeign lands- ins, og sá borgar hann, sem fram- leiðslurjettinn hefur af jörðinni, og kemur sjaldan eða aldrei fyrir, að hann tapist. Jarðamat það, er nefnd- in gerir ráð fyrir að fram fari, til þess að byggja á sinn fyrirhugaða fasteignarskatt, mun alveg eins geta verið til þess, að byggja á því áfram- haldandi ábúðarskatt. Það, sem sagt er hjer að framan um tekjur og veð- skuldir á jarðeignum, á eins við um tekjur og veðskuldir á húseignum. Nokkrir embættismenn hjer á landi hafa leigulausan bústað 1 húsum, sem eru opinbsr eign. Eftir tillögum nefndarinnar eiga þeir að vera skatt- fríir og hvergi að borgast eignar- skattur af íbúðarhúsum þeirra. Þetta er bending til allra þeirra embættis- manna, sem eftir lagaákvæðum eru skyldir að búa á vissum stað, að komast á þing, til þess að fá það lögleitt, að embættisbústaðir væru bygðir yfir þá á landsjóðs kostnað. Jeg álít, að vel hefði mátt leggja skatt á þá menn, sem búa í húsum í kaupstöðum og kauptúnum, eða hvar svo sem að þau stæðu, ef þau heyrðu ekki til jarðarábúð, eða þó menn hefðu einhvern atvinnurekstur í húsum þeim, þótt ekki væri búið í þeim, og legðist skattur þessi á þá, sem rjettinn hefðu til afnota af hús- eigninni með tilheyrandi lóð og öðru, er húseigninni fylgdi, með leiguskil- málum eða eignarráðum, og væri skattur þessi bygður á verðmæti eign- arinnar eins og ábúðarskatturinn ætti að byggjast. Hvað skattgjald þetta áhrærir, þá er það og fasteignarskatturinn þeir ein- ir skattar, sem geta goldist sem beinir skattar til iandsjóðs af hverj- um þeim manni, sem er í sjálfstæðri stöðu og vill hafa kosningarrjett og kjörgengi til alþingis. Það væri bæði sanngjarnt og siðferðislegá rjett, að bein skattgjöld til landsjóðs væru eitt af skilyrðum, sem kosningarrjettur og kjörgengi væri bundið við. Nefndin stingur upp á að afnema lausafjárskatt, af þeirri ástæðu sjer- staklega, að lausafjárhundruð sjeu misjafnlega arðvænleg í hinum ýmsu sveitum á landinu, og svo af þeirri ástæðu, að framtal lausafjár muni ekki áreiðanlegt. Einnig kemst nefnd- in að þeirri niðurstöðu, að eignir manna hjer sjeu litlar og hafi lítið gjaldþol, að eins um 650 kr. á mann, og þar hljóta landsjóðseignir og kirkju- eignir að vera taldar með, og hafa því eignir einstakra manna Ktið gjald- þol. En aftur sje framleiðslan mikil í samanburði við eignirnar, og vöru- velta landsins hafi breiðast bakið „allra tollstofna", sem er afleiðing af því, að framleiðslan er tiltölulega mikil, og arðurinn af henni fer mestur í verslun, að frádregnu því, sem eytt er í landinu sjálfu. Þrátt fyrir það, þótt nefndin sjái hvar gjaldþol þjóð- arinnar er mest, og með vaxandi vellíðan vex vörumagn þjóðarinnar, og hún vilji hafa skatta einbrotna, og fá þó sem flesta til að gjalda landsjóðsgjald, sá nefndin sjer ekki lært að leggja hundraðsgjald á versl- un, þar sem þó eftir hennar áliti allir þessir kostir til sanngjarns og hentugs skatts voru fyrir hendi, eftir því sem jeg skil tillögur hennar. Ástæðan hjá nefndinni fyrir því, að leggja eltki til að hundraðsgjald í landsjóð væri goldið af verslun, var aðallega sú, að hún óttaðist að kaup- menn segðu ekki rjett til um versl- unarumsetningu sína. Aftur á móti leggur nefndin til, að skattur sje lagður á alla inntekt manna af eign og atvinnu, og getur sú tillaga með breytingu verið rjettu næst. Einnjg leggur nefndin það til, að skattur sje iagður á alla skuldlausa eign manna, hverju nafni sem nefnist, að frátöld- um daglegum ígangsfatnaði, hvort heldur eignin er arðberandi, og tekjur af henni skattskyldar, eða hún er með öliu eigandanum arðlaus og hefur viðhaldskostnað í för með sjer og fyrningu. Tekjur sínar og eignir ætlast nefndin til að eigendur telji sjálfir; það eru þó víst að mestu sömu mennirnir, sem nefndin bar ekki traust til að telja rjett fram fjenað sinn eða verslunarmagn, sem ekki hefur er.n verið reynt. Jeg álít því með þessari traustsyfirlýsingu til al- mennings, að telja eignir sínar fram til skattgjalds, sje ástæða hennar á móti hundraðsgjaldi á verslun fallin. Neíndin hefur tekið það fram, að hún vilji leggja skatta sanngjarnlega á menn. Hjer að framan er sýnt, að nefndin vill leggja skatt á allar tekjur manna, hvort heldur er af eign eða atvinnu; svo vill hún aftur leggja á eignir manna. Fyrir þessa tillögu gæti svo farið, að því mesta ranglæti væri beitt; t. d. má taka það, að á opna báta fæst oft meiri afli, þegar vel gengur, heldur en á dýr þilskip, þegar illa geng- ur og atvinnurekstrarkostnaður er frá dreginn, en verðmunurinn á eigninni getur verið þúsundfaldur, og þá fær sá, sem skaðaðist á útgerðinni, að borga hærri skatt en sá, sem ábat- aðist henni. Þetta fyrirhugaða skatt- gjald á eignum manna getur ekki orðið rjettlátt. En tekjuskattur af eign getur verið sanngjarn, ef allir, sem tekjur hafa, eru látnir telja fram, eins þeir sem eiga fje á sparisjóðum og bönkum eins og þeir sem taka eftirgjöld eftir jarðir eða peningalán, þar sem leiga er borguð af því. Einn- ig ættu sparisjóðir og bankar að borga af sínum tekjum. Tekjur mætti Kka binda við minni upphæð, en nú er gert, t. d. við 20 kr. í staðinn fyrir 50 kr. Sú heiðraða skattamálanefnd legg- ur það til, að hjer sje tekið upp í skattamál okkar stimpilgjald, og telur því það helst til ágætis, að það hafi komist á hjá Spánverjum á 17. öld, og sje því gamalt. Aftur á mótí þykir nefndinni nokkur gjöld hjá okkur úrelt fyrir elli sakir. Skyldi þá ekki geta skeð, að þetta fyrir- hugaða stimpilgjald sje nú orðið á eftir tímanum hjá oss. Nefndin hefur látið það í Ijósi, að hún vildi ljetta gjöldum á fátækara fólkinu. En stimp- ilgjaldshugmynd nefndarinnar kemur að sjálfsögðu niður á þeim, sem minni máttar eru, þegar til þess kemur, að stimpla skuldabrjef og þessháttarskjöl. Mjer þykir því athugavert, að lög- leiða hjer slík gjöld, þegar þeim fylgir engin rjettarbót, heldur að eins með það markmið, að ná peningum, án tillits til þess, hvort það er bygt á sanngirni. Þetta stimpilgjald þykir mjer ekki sanngjarnara, en þótt nefnd- in hefði komið með þá tillögu, að tolla póstleiðina. Jrjej til kunningjanna. eftir S. V. I. Ferðin suðnr. (Frh.). Næstu nótt vorum við á Þverá í Öxnadal. Ekki höfðum við hvílt allan daginn, eða gefið hestum, en þeim var líka sýnd nákvæmni, þegar þeir voru sestir að. Aldrei hef jeg sjeð hesta hirta jafnvel á ferðalagi, heldur ekki sjeð jafnmarga fallega hesta í eins manns eigu, sem þessa. Fylgdarmennirnir sváfu oft ékki nema fjóra klukkutíma, hinn tímann voru þeir lengst af að gefa þeim og brynna. Það fyrsta, sem jeg veitti eftirtekt, þegar við komum inn í stofuna á Þverá, var bókahlaði þar í einu horn- inu. Mjer var forvitni á að vita, hvað svo væri geymt, svo jeg opnaði eina bókina. Á hana var skrifað: „Lestr- arfjelag öxndæla«. Morguninn eftir var lagt af stað löngu fyrir dag. Vegurinn liggur frá Þverá suður yfir hólana, sem »hálfan dalinn fylla«. Þar er víst fagurt um að litast, norður og suður dalinn, en þá var myrkur, er jeg var þar staddur. Frá Þverá að Lurkasteini, austan Öxnadalsheiði, er talinn fjögra tíma klyfjagangur. Innan til f dalnum virtist mjer mjög ljeleg bygging á öllum bæjum. Hvergi sá jeg nema tvö fjárhús á sama heimili, sumstað- ar ekki nema eitt. Insti bærinn í Öxnadal er Bakka- sel. Það er nú í eyði, en sagt var mjer að þangað yrði flutt á næsta vori. Ekki er þar bratt upp á Öxna- dalsheiði, og hún ekki Kk þeim heið- um, sem jeg hef vanist. Það er eig- inlega skarð, sem tengir Öxnadal og Norðurárdal. Það liggur nokkru hærra en dalirnir, og há fjöll til beggja handa, er um það er farið. Mjer brá við, þegar jeg sá niður í Norðurárdalinn; þar var ekki snjó- díll, að heitið gat, en eftir öllum Öxnadal gat jeg notað sktði. Norður- árdalur gengur austur úr Skagafirði innanverðum. Þar er lítil bygð, að eins tveir eða þrír bæir; hafa þó verið fleiri til skams tíma. Tveir bæir eru að norðanverðu í dalnum, og heita Kot báðir. Þar átti að gista. Skamt innan við Kotin er Valagilsá. Hún er nú brúuð, enda þögul og hógvær á þessum tfma, en svart var gilið og geigvænlegt. Þegar við komum að Kotum, vor- um við búnir að halda áfram hvíld- arlaust í ellefu klukkutíma, því vfða var seinlegt að fara, þó ekki væri ófærð. Á leiðinni náðu okkur tveir bræður frá Steinsstöðum, svo nú vor- um við sex menn og fjórtán hestar. Það þarf góðan vilja til að taka á móti svo mörgum í lítil húsakynni, og láta fara vel um alla, og á Kot- um tókst það vel; bættust þó tveir við seint á vökunni; komu á eftir okkur austan yfir heiði. Auðvitað gátu þeir ekki fengið rúm, en næg- an mat og aðhlynningu. Það sann- aðist á Kotum, og ávalt síðar í minni ferð, að þeir fátækustu voru alúðleg- astir og útlátabestir. Mest hjá þeim af hinni sönnu gestrisni, þ. e. að manni finnist húsráðanda þægðin. Um morguninn fórum við snemma. Nú átti Skagafjörður að blasa við, er birta tæki. Veðrið var hlýtt, og enginn snjór. Samferðamennirnir nýju voru gangandi, eins og jeg, og varð jeg feginn fjelagsskapnum. Sveitin norður með fjöllunum, austan Hjer- aðsvatna, heitir Blönduhlíð. Þar er þjettbýlt nokkuð, og túnin sljett og stór vfða. Eitt bæjarnafn sunnarlega í hlíðinni er víst mörgum kunnugt; það er Bóla. Ekki er þar háreist, fremur en á dögum Hjálmars. Nokkru sunnar en Norðurá fellur í Hjeraðsvötnin, er kláfíerja, en niður ur frá Ökrum, norðar miklu, er svif- ferja. Hún er þannig útbúin, að keðjur eru til beggja landa, og dregst ferjan á þeim til skiftis. Ferjan sjálf er stór flatbytningur. Þennan dag var hláka og blautt að ganga. Við höfðum kviðið fyrir Hjeraðsvötnunum, því ísinn var sagð- ur á förum; samt komumst við þau klaklaust hjá svifferejunni, Ijetum hestana lesta sig, en litlu munaði, að niður færi. Þá komum við f Hólm- inn, þennan alkunna blett fyrir feg- urð og gæði. Einkennilegt þótti okkur að sjá þar eyðibýli, og skamt þar frá, á öðrum bæ, er einsetumaður. Við hittum karl; hann var að fara til kinda sinna. í Hólminum skild- um við þrír við póstinn, og tókum stefnu á Víðimýri. Þar er póstaf- greiðsía, og þar er torfkirkja. Líkari er hún skemmu, borið saman við nútíðarbyggingu kirkna. Víðimýri er undir Vatnsskarðinu, nokkurn spöl frá vesturkvísl Hjeraðsvatnanna. Ekki sjest bærinn fyr en komið er nærri heim; hann er í mýrarsundi og stend- ur lágt. Þar settist póstur að, en við hjeldum áfram að Stóra-Vatns- skarði; sá bær er austast í Vatns- skarðinu. Fagurt er sagt á sumrum, um sólarlag, að koma austur úr Vatns- skarði og líta yfir Skagafjarðarhjerað. Hefur vfst mörgum Ásbyrninga verið þar hlýtt um hjartarætur. Við fje- lagar hjeldum upp brekkurnar í hægð- um okkar, og bar margt á góma. Ekki vissum við glögt hvar sá bær var, er við skyldum gista, en það varð okkur til hjálpar, að við mætt- um dreng, sem gat sagt okkur hvar við værum. Þá vorum við komnir of langt, svo við máttum snúa aftur. Á Stóravatnsskarði var vel tekið við okkur, og gott þar að vera. Atta klukkutfma vorum við þangað frá Kotum, þar í smátafir. Daginn eftir, 6. des., ætluðum við að komast á Blönduós, Það er lang- ur vegur, svo við þurftum að ganga hart. Tvo kl.t. vorum við vestur að Bólstaðarhlíð. Nú liggur vegurinn þar ofan, en áður lá hann sunnar, niður í Svartárdalinn. Ekki þótti mjer eins mikil fegurð þar, eins og jeg hafði heyrt látið af; en þar er vei bygt timbur-íbúðarhús og járn- varðar hlöður. Dalurinn, sem Blanda rennur eftir, heitir fyrst Blöndudalur, en eftir að Svartá kemur í hana, heitir dalurinn Langidalur; eftir hon- um er farið niður að Blönduósi, Sá dalur þótti mjer fremur fallegur, há og tindótt fjailabrúnin, með hamra- bcltum yfir valllendishlíðunum að austan, en að vestan eru Ásarnir, lágar, bunguvaxnar hæðir. Þennan dag hvíldum við í klukkutfma á Æsu- stöðum. Það var líka í eina skiftið, sem hvílt var að degi til, alla leiðina frá Akureyri að Stað í Hrútafirði. Þegar við komum á Blönduós, var langt liðið á vöku, enda vorum við orðnir þreyttir og sárfættir, sem gang- andi vorum. Tvær krónur kostaði næturgreiðinn hjá gestgjafa. Þar sá jeg húnvetnskan bónda, Jósep á Hellu- landi í Vatnsdal. Það er þriðji mað- urinn sem jeg hef sjeð stórfengleg- astan; hinir eru Sumarliði póstur og Jóhann á Skarði. Ljótt er á Blönduósi og þar í kring. Kaupstaðurinn stendur við árósinn, undir háu melbarði, og sjer þaðan ekki annað en fram á sjóinn, sem þar er oft úfinn og illúðlegur. Vestur á Vatnsnesið sjer reyndar Kka, en það bætir lítið um. Kvennaskól- inn er í húsi norðan við árósinn, en það er brú á Blöndu skamt frá kaup- staðnum, svo milliferðirnar eru auð- veldar. Af Blönduósi var ekki farið fyr en um hádegi. Þar urðu þeir bræður eftir, svo nú varjeg einn gangandi. Þennan dag sá jeg margt af fje, blakt var það og mjóstrokið. Við fór- um nálægt Öxl. Það er myndar- heimili að sjá. Nú er þar víst eng- inn Björn. (Frh.). Sementspípur eia leirpípur. [Eftir O. Ingsted bæjarverkfræðing í Björgvin. Kaflar úr fyrirlestri, sem hann hjelt að tilhlutun bæjarverkfræðingafjelags- ins norska á almennum verkfræðingafundi í Björgvin í sumar]. Leirpípur hafa verið notaðar svo lengi hjer á landi (þ. e. í Noregi, til holræsa) að óþarft mætti ætla að minnast á eigin- leika þeirra; svo er þó ekki, því að reyndin er sú, að margir hafa ram- skakka skoðun um þetta. Leirpípur eru sem sje mjög misjafn varningur. „Steinzeugsökre" *) eru ágæt til hol- ræsa; þau sjúga hjer um bil ekki í sig vatn, og meyrna því síður með aldrinum, þola vel slit og sýrur. Þau eru náttúrlega ágæt, en eru dýr og þung — flutnirgsgjald þvl hátt fyrir þau; þau munu vera um 50% dýrari er þær leirpípur, sem flytjast til Nor- egs nú, og hafa ekki flutst hingað svo neinu nemi, svo menn viti. Þessu næst eru til ýmsar milli- tegundir, sem geta verið allgóðar, t. d. pípur frá Shramberga. Loks er allur fjöldi leirpípna — einkum enskra — sem naumast eru seijanlegar fyrir annað en það, að þær eru gleraðar. Þær líta allvel út á yfirborðinu og þola sumar sæmi- legan þunga, meðan þær eru þurrar. En þegar þær eru búnar að sjúga í sig nógan raka, verða þær smátt og smátt meyrar og missa festu sína. Stundum má kreista gamlar pípur saman eins og kraman snjó, þ. e. a. s. pípan er þá orðin að leir (deigulmó); það eru samt auðvitað ekki nema þær allra verstu, en algengt er, þegar gömul holræsi eru tekin upp, að finna þungar og vatnsósa leirpípur, sem eru alveg hljómlausar, og bresta un'dan litlu höggi, ef þær eru þá ekki rifnar langselis, þegar þær eru teknar upp. Menn vilja máske haida því fram, að glerungurinn ætti að minsta kosti að verja þær gegn raka, en það er líka misskilningur. Gler- ungurinn dugar ekki til hlífðar; hann 1) Þau eru búin til sumstaðar á Þýska- landi, og eru úr postullnskendu efni (Stein- zeug, Stentjö) alt í gegn. Þýð,

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.