Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 04.05.1910, Blaðsíða 2

Lögrétta - 04.05.1910, Blaðsíða 2
84 L0GRJETTA. Versl. DAGSBT(ÚN Hverfisg. 4, Tals. 142, Reykjavík, hefur nú fengið allar sínar nýju, Fj ölbr eyttu, Smekklegu og O d ý r 11 Sumarvörur. Vefnaðarvörur af öllum tegundum. Kvenfatnað, ytri sem inri. Höfuðföt, fyrir Konur, Karla og Börn. Stærsta úrval í bænum. R egnkápur — Sundföt — m. m. fl. kalli í Auslurdölum 8. des. 1832, hefur land vort tekið stórkostlegum breytingum. Hugsunarliátturinn er orðinn allur annar en hann þá var, bæði að því er snertir atvinnumál, stjórnmál, þjóðfjelagsskipun og trú- brögð. Auðvitað er þetta ekki verk nokk- urs einstaks manns. Mörg hjól verða að grípa hvert inn í annað, til þess að skapa aðrar eins breyt- ingar. En þótt vjer leitum innan um öll hin stærri og smærri hjól, sem knúið haía þetta land fram í menningaráttina síðustu 50 árin, finnum vjer ekkert stærra og kröft- ugra en Björnstjerne Björnson. Síðan hann var unglingur, hefur hann stöðugt verið á dagskrá. Og hann hefur komið alstaðar við, jafnt í stórmálum okkar og hinum smærri skærum. Hann hafði svo mikla krafta, var svo vel útbúinn frá náttúrunni, andi hans var svo stór og umsvifamikill, hjarta hans svo næmt fyrir öllum tilfmningum, að hann hafði ávalt eitthvað handa öllum. Hann orti og ritaði, talaði og prjedikaði, svo að rödd hans heyrðist út í hvern afkima lands- ins. Það var eins og ómur af málmi í rödd hans, og það voru strengir á hörpu hans, sem berg- máluðu í hverju norsku hjarta. Sjerlega rökdæmur eða djúp- hygginn hefur hann aldrei verið. Hann er tilfinningamaður og augna- bliksmaður. Margt af dómum hans um menn og málefni rifnar því í öllum saumum. En hann vildi ávalt vel. Jafnvel þegar hann húð- fletti og barði, vildi hann vel. Hann breytti altaf eins og hann breytti í nafni rjettlætisins, frelsisins og mannkærleikans. Hann byrjaði skáldskap sinn með því að lýsa norskri náltúru og norsku fólki. Síðan varð hann boðberi þeirra andlegu hreyfinga, sem vöknuðu hjá stórþjóðunum. í mannlýsingum sínum lætur honum best að lýsa hinu góða. Kraftin- um, jafnvel hinum ótamda, hráa krafti, lætur honum einnig að lýsa. En hið vonda hefur eins og vikið undan honum. Og þetta er í sam- ræmi við eðli hans. Hann er sjálf- ur góður og sterkur. Vondur er hann aldrei. Ræður hans og blaðagreinir hafa ef til vill haft enn víðtækari áhrif á þjóðina en skáldskapur lians. Hann hafði tíma til alls og hann hefur aldrei hlíft sjer. Sem mælskumaður er liann óvið- jafnanlegur. Sem blaðamaður er hann ekki ætið ljós, en nær þó venjulega vel eyrum almennings. Rjettlætið er grundvallarhugsunin í blaðagreinum hans og ræðum. Og hvort sem hann talar eða ritar i blöð, er hugmyndaauður hans svo mikill, að ræður hans og greinar verða einkennilegar. »Að nefna nafn hans er sama sem að lyfta upp hinum norska fána«, segir Georg Brandes i ritgerð um Björnson. Og þetta finst okkur líka. Fremur nokkrum öðrum ein- stökum manni er það honum að þakka, að við höfum vaxið sam- an sem þjóð, eins og nú er orðið. Við höfurn mikla þakklætisskuld að gjalda skáldinu Björnson, en enn stærri þakklætisskuld Norðmann- inum Björnson«. Eiifsika þingid. Eflir að samkomulagi var náð þar í neðri málstofunni um fjár- lagafrumvarp stjórnarinnar, kom stjórnin, eins og til stóð, fram með tillögur sinar um takmörkun á neitunarvaldi lávarðamálstof- unnar gegn lagafrumvörpum, sem neðri málstofan hefur samþykt. Tillögurnar voru samþyktar í neðri málstofunni um miðjan síðastl. mánuð. Asquit forsætis- ráðherra hafði þá sagt í þingræðu, að ef lávarðamálstofan fjellist ekki á þetta, mundi stjórnin þegar i stað snúa sjer til konungs og benda honum á ráð til þess að tryggja tillögunum lagagildi. Ef stjórnin sæi sjer ekki fært, að koma þessu fram, þá mundi hún annaðhvort biðjast lausnar við- stöðulaust eða þá rjúfa þingið. Að þessu var mikill rómur gerð- ur af fylgismönnum stjórnarinnar. Balfour tók til máls þegar á eftir og lagði áherslu á, að ekki væri óhugsanlegt að til þess kæmi, að forsætisráðherrann sæi sig neyddan til að biðja konunginn að bæta við 500 lávörðum, án til- lits til þess, hvort mennirnir, sem fyrir valinu yrðu, væru verðir þess sóma. Balfour kvað Asquit með þessu stofna krúnunni í vandræði; framferði hans i þessu máli sýndi, að hann hafði annan skilning á því, hverjar skyldur hans væru, en allir fyrirrennarar hans hefðu haft; hann virtist reiðubúinn til þess að fórna öllu því, sem honum, samkvæmt stöðu sinni, væri manna skyldast að varðveita. Fað er talið víst, að lávarða- málstofan ætli ekki að beygja sig, enda má ráða það af orðum Bal- fours, sem til eru færð hjer á undan. Neiti konungur algerlega stjórn- inni um liðsinni sitt til þess að koma fram málinu, þá fer ráða- neytið frá, en mun því aðeins rjúfa þingið, að konungur heiti liðsinni sinu, ef stjórnin sigri við kosningarnar, sem þá færu i hönd. Þingsályktunartillögur Asquits eru þessar; 1. að efri deild sje með lögum lýst ófær um að fella eða breyta lögum viðvíkjandi fjárveitingum. 2. að takmarkað verði með lög- um vald efri málstofunnar með tilliti til annara lagafrumvarpa en þeirra, sem snerta fjárveitingar, þannig, að hvert frumvarp, sem neðri málstofan hefur samþykt á þrem þingum samfleytt og sent efri málstofunni að minsta kosti mánuði fyrir þinglok, verði að lögum án samþykkis efri málstof- unnar, ef konungur veitir sitt sam- þykki til þess. Þó skulu liðin eigi minna en tvö ár frá því að frumvarpið var fyrst borið upp í neðri málstofunni og til þess, er það var samþykt þar í þriðja sinn. 3. að kjörtímabilið verði fram- vegis 5 ár. Neðri málstofan hefursamþykt með 334 atkv. gegn 236 að kjör- tímabilið skuli hjer eftir vera 5 ár. Hingað til hefur það verið 7 ár, en undantekningarlaust hefur það verið nú lengi, að þingið hef- ur verið rofið áður en þau 7 ár voru á enda. Sunðskáti Grettismanna. Er óhætt aö fara í sjó? Skálinn var opnaður 1. dag þ. m. og verður opinn á hverjum degi í alt sumar. En þeir munu líkast til ekki margir, sem fara i sjó fyrst um sinn, meðan kalt er í veðri og vatni; og þess verður sjálfsagt langt að bíða að aðsóknin gerist mjög mikil. Um langan aldur hafa fáir vilj- andi gengið í sjóbað hjer á landi, en margir farið óviljandi í sjóinn og oft látið lífið, ekki sjaldan fyrir þá sök eina, að þeir liöfðu aldrei vanist sjóböðum og lært að synda. Það er kunnugt, að fjelagið heit- ir Grettir, sem reist hefur sund- skálann við Skerjafjörð. Grettismenn hafa nú beðið mig að leysa úr því, hvort liættulegt sje að vaða í sjó, eða leggjast til sunds, ef vatnið er kalt, og hverr- ar varúðar beriaðgæta. Þeirvita, að flestir lelja það hálfgerðan lífs- háska að fara í sjó, ef ekki er því hlýrra; halda þeir, að þessi hræðsla muni standa sundinu hvað mest fyrir þrifum. Öllum alheilbrigðum manneskjum er holt og hœttulaust að baða sig i sjó, þó kaldur sje, ef gætilega er farið. Hvað má sjórinn vera kaldastur? Viðvaningar ættu ekki að fara í sjó fyr en hitinn í vatninu er orð- inn hjer um bil 8°C. Þeir, sem eru vanir volkinu, þola miklu meiri kulda að ósekju. Hvenœr að deginum er hollast að fara i sjó? Það má á sama standa, ef þess eins er gætt, að fara aldrei rjett á eftir máltíðum. Er óhœtl að fara sveittur i sjó- inn? Meira en svo. Það ber oft við að menn koma að móðir og sveitt- ir; þá er að kasta mæðinni og því næst flýta sjer í vatnið. Það er rangt að bíða eftir því, að svitinn þorni og líkaminn kólni. Mjer hef- ur jafnan fundist notalegast að fleygja mjer á sund, ef mjer hefur verið vel heitt undir, og það munu allir sanna, sem reynt hafa. En varast skal vandlega að leggjast móður til sunds. Hvað má vera lengi niðri i? Það er mestur vandinn. Þar er öll hættan. Unguin mönnum hætt- ir jafnan til þess að vera of lengi niðri í. Tímalengdin verður ekki miðuð við sjávarhitann. Hjer verð- ur hver að gæta sín. Þegarívatn- ið kemur, kennir maður hrolls í svipinn, en hann hverfur óðar aft- ur, ef áfram er haldið. Nú líður nokkur stund; þá kemur aftur að manni skjálfti og þá á samstundis að halda til iands. Þetta er ailur vandinn og sú varúðin, sem mestu gegnir. Hvað lengi menn geta ver- DAGSBRUN. C”) Nýtt fyrir hepra: ^ Manchettskyrtur. Milliskyrtur. 0 Nœrföt — Sokkar. Slaufur — Slifsi. Vasaklútar — Axlabönd. Höfuðföt. Enskar húfur frá 0,50. Harðir og linir hattar. Stráhattar o. m. m fl. Allt að vanda smekklegt og ódýrt. ið í vatninu milli hrolla, það fer eftir veðri og vana og því, hvernig menn eru á sig komnir i það og það skifti. Þegar mjög kalt er í sjónum, er flestum nóg boðið eftir drukklanga stund; þegar hlýjast er lijer á sutnrum, mun vönum mönn- um og hraustum óhætt í fjórðung klukkustundar eða þaðan af lengur. Hvers er að gœta þegar upp úr kemur? Þá er að þerra líkamann sem skjótast og flýta sjer í fötin. Það er ekki rjett að láta fyrst á sig höf- uðfatið, eins og margirgera; hárið þarf að þorna; þess vegna skal þerra höftiðið vandlega, en ekki setja upp höfuðfatið fyr en komið er í allan annan fatnað. Er hollusta að sundfötum? Engin hollusta, langliðugast og þægilegast að vera allsber í vatn- inu. Konur geta haft vatnsheldar baðliúfur, ef þær vilja ekki væta hárið. G. Björnsson. Finnland. Útlitið betra en áður. Síðustu útlend blöð segja, að út- lit sje til að frumvarpið, sem svifta átti Finnland sjálfsforræði, tefjist að minsta kosti. Það er I nefnd í Dúmunni og sagt, að frá henni eigi það ekki að koma fyrst um sinn. Rússnesku stjórninni liafði þótt það leitt, og eins keisaranum, hve mikla athygli málið vakti úti um heiminn. Það er sagt, að á- hrifaríkur maður hjá rússnesku stjórninni, sem þó er ekki nafn- greindur, hafi mjög beitt sjer þar fyrir mál Finnlands. Mótsöðu- llokkur Stólypins I Dúmunni kvað og alt gera til þess að eyðileggja þetta mál þar fyrir honum. Reykjavík. Bæjarstjórnin. Aukafundur 12. apríl. Tilefni fundarins var að umboðsmaður bæjarins í Lundún- um til að leigja Elliðaárnar í sum- ar hafði sent simskeyti um, að hann hefði fengið 350 pnd. lilboð í veiðina í sumar. Því var tekið af bæjarstjórninni. Vegna sjúkdómsforfalla síra E. Briems samþykt að mæla með Guðm. B. Kristjánssyni sem próf- dómanda við stýrimannaskólann. Fundur 28. apríl og framhalds- fundur 29. apríl. Garðar Gíslason kaupmaðurbað leyfis til að byggja bryggju fram- undan lóð sinni, Frostastaðalóð. Málinu vísað til hafnarnefndar. Stjórn barnahælisins leyft ókeyp- is húsnæði í 2 stofum barnaskól- ans í sumar, eftir samráði við skólastjóra og á sama hátt og síð- astl. sumar. Fótboltafjelaginu »Fram« veitt leyfi til fótboltaleiks á melunum á sama svæði og fótboltafjelag Reykja- víkur hefur hingað til haft, en þó svo, að ekki komi í bága við af- not hins síðastnefnda íjelags. Ákveðið að frumvarp til reglu- gerðar um mjólkursölu gangi milli fulltrúanna. Eftir tillögum brunamálanefnd- ar var Sig. Halldórsson snikkari skipaður yfirmaður við hlerana, en flokksstjórar við slökkvidælur Muller verslunarmaður, Berthelsen vjelastjóri og Magnús Magnússon kennari, og Guðm. Magnússon í Grjótagötu 14 brunakallari fyrir miðbæinn. líkkransarnir og niinningar- spjöldin. Hugmyndin sú, að hætta við líkkransana og taka upp minn- ingaspjöldin, lítur út fyrir að verða vinsæl, ef marka má það, að allir vilja nú eigna sjer hana. Lögr. íinnur sjer skylt, að benda á það, að Jón Þórðarson kaupinaður hjer í Rvík mun vera fyrsti maðurinn, sem ritað hefur til almenpings á- skorun um, að hætta við líkkrans- ana. Sú grein er í Lögr. 15. jan. 1908, skrifuð þrem mánuðum áð- ur en »Þjóðviljinn« flytur grein um sama efni, sem nýlega hefur verið endurprentuð til fordildar í öðru blaði, og var þessi grein hr. J. Þ. prentuð upp í öðru hvoru Winnipegblaðinu íslenska. Nýr augnlæknir. Andrjes Fjeld- steð, áður læknir í Þingeyrarlækn- ishjeraði, er sestur að hjer í bæn- um til þess að stunda augnlækn- ingar. Hann hefur síðastl. vetur dvalið erlendis til þess að búa sig undir það. Frá útlöndum eru nýkomnir Braun kaupm. og Philippsen fram- kvæmdarstjóri með frú sinni. Enn fremur Jón Laxdal, áður verslun- arstjóri á ísafirði, er dvalið hefur í Skotlandi og í Khöfn nú um hríð undanfarandi. Smeðjulegt í meira lagi er ráð- herraskeytið okkar, sem ísaf. birt- ir í síðasta tbl. út af andláti Björnsons, þótt ekki komist það til jafns við skeytið til þýskubind- indismannanna, sem »veraldar- hala«-höfðinginn sendi hjeðan í haust sem leið. Blaðið „Ingólfur“ skiftir enn um ritstjóra. Konráð Stefánsson hættir, fer vestur í Bjarnarhöfn nú í þessum mánuði og tekur þar við búi. Hann keypti þá jörð i fyrra. En við ritstjórn »Ingólfs« tekur Andrjes Björnsson stúdent frá háskólanum í Khöfn, og er hann nýkominn heim hingað. »lngólfur« hefur verið skemmti- legt blað þann tíma, sem Konráð hefur haft ritstjórn hans, og margt hefur hann flutt vel skrifað. tsland erlendís. Kjötpotturinn. Frá Ameríku er skrifað: „Jeg þakka fyrir myndina af kjötpotti landsins, sem þú sendir mjer; hún er ágæt, sú besta, sem birst hefur af því tægi á íslensku. Jeg sje, að Heimskringla eignar hana Hannesi Hafstein og Lögberg held- ur þrumandi ræðu um drengskap út af því. Þau eru ekki upp á marga fiska vestanblöðin íslensku. Það eina læsilega, sem þau flytja, er venjulega tekið úr heimablöðunum íslensku eða tímaritunum". . . Cecil Rhodes-vcrðlaunin hefur íslenskur námsmaður í Winnipeg enn fengið í vetur. Þau hafa þá tvö ár, hvort eftir annað, fallið í hlut ís- lenskra námsmanna í Winnipeg. Sá hjet Skúli Johnson, sem fjekk þau í fyrra. En sá, sem nú hefur fengið þau, heitir Jósef Thorson og er lið- lega tvítugur, f. 15. mars 1889. Foreldrar hans heita Stefán Thorson og Sigríður Þórarinsdóttir, ættuð úr Árnessýslu, en hafa verið í Winnipeg síðan 1887 og þar á undan hjer í Reykjavík. íslenskir hestarerlendis. Guðm. Hávarðsson ökumaður, sem kunnur er hjer í Rvík, er nú í Khöfn. Hann hefur gefið út dálítinn bækl- ing á dönsku um íslenska hesta, til þess að mæla með sölu þeirra er- lendis. „Natíonaltidende" minnast á bæklinginn 20. mars síðastl. og er þar látið vel al honum. Þorvaldur Pálsson Hornafjarðar- læknir er sem stendur læknir á skip- inu „St. Jan", er ter tnilli Evrópu og Ameríku, einu af skipum Austur- asíufjelagsins danska Skip þetta fer til Vestur-Indíaeyjanna og verður Þorvaldur mánaðartíma í ferðinni. Tinnuteppusaintök voru gerð nýlega í Þýskalandi af verk- veitendum, sem með byggingar og byggingaefni hafa að gera. Vinnuteppan hófst 16. f. m. Sam- tökin átlu að verða mjög um- fangsmikil, en úr þeim hefur þó orðið minna en til stóð. Verkfall hafa sjómenn gert í Marseille á frakklandi og hefur það nú staðið yfir nokkrar vikur. Það hefur heft skipaferðir, póst- sendingar og vöruflutninga, svo að vandræði eru að. f } > t

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.