Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 04.05.1910, Síða 4

Lögrétta - 04.05.1910, Síða 4
86 L0GRJETTA. Kensla. Undirrituð kennir söng og guitarspil. Kristín lSenediktsdóttir. Garðarstræti (Hildibrandshús). verfiué Kópaskinn kaupir, eins og að undan- förnu, hæsta verði Versl. Björn Kristjánsson, Reykjavlk. Staríræksla, I^audsíiiians 1900. Tekjur: Símskeyti innanlands .... 21090 46 (10951 66) --------------------til útlanda .... 11426 37 (11026 22) ----frá útlöndum . . . 5312 78 (535° 88) Kr. 37829 61 (27328 76) Símasamtöl.................. . ...................— 39949 53 (27885 20) Talsímanotendagjald, einkaleyfisgjald o. fl..............— 10409 79 ('6973 61) Aðrar tekjur (stmnefni. vextir, seld efni o. fl.) . . . — 4249 21 (3857 84) Tekjur alls kr. 92438 14 (66045 41) Gjöld: Laun starfsmanna (hjer eru meðtalin laun landsíma- stjórans), þóknun til landstöðva, Iaun til sendi- boða o. fl...............29571 19 (24859 91) Viðhald símanna ...... 7991 23 (7433 95) Eyðublöð, prentkostnaður, ritföng 3362 82 (3045 91) Önnur gjöld (húsaleiga, símatæki, ljós og eldiviður, áframhalds gjald, farmgjald og flutningur, ferðakostnaður, alþjóðaskrif- stofan í Bern o. fl. . . . 13016 71 (10567 01) Kr. 53941 95 (45906 78) Tekjuafgangur kr. 38496 19 (20138 63) Tölurnar, sem í ( ) standa, eru fyrir 1908. ciil sjómanna. Biðjið útgerðarmenn yðar um smjörlíki frá „Kö- benhavns Margarineíabrik“, sem er búið til úr hreinu og ósviknu efni, lítið litað og hvítt eins og sauðasmjör. Fæsf frá forðabúri verksmiðjunnar á Akureyri og beint frá verksmiðjunni. Áreiðanlegum kaupendum er gefinn gjaldfrestur, sje mikið keypt í einu. Jón Stefánsson, Akurcyri. Málningavörur. Túii til leigu. Semjið við Sigurjón ólafsson, Bankastr. 7. Jrjej jóns Sigurðssonar. Hið íslenska bókmentafjelag hefur af- ráðið að gefa út safn af brjefum Jóns Sigurðssonar á aldarafmæli hans næsta ár, og hefur það falið okkur undirskrif- uðum að sjá um útgáfuna; en við höf- hef jeg ætíð fyrirliggjandi af ýmsri gerð. Skorið eftir því sem hver óskar. Mestar birgðir ogl , , _Já öllu landinu. lang-besta verðj Fljótt og vel af hendi leyst. «Jes Zi 111 sen Nýkomnar allar tegundir í Versl. Björn Kristjánsson. Mvergi betri! Hvergi drýgri! I»ví ódýrastar! um tekist starfið á hendur í von um að- stoð góðra manna. Eru það því virð- ingarfylst tilmæli okkar til allra þeirra utanlands og innan, er kynnu að hafa 1 höndum brjef frá Jóni Sigurðssyni eða önnur skjöl eða skilríki viðvíkjandi æfi hans, að gefa okkur kost á að fá þau ljeð til afnota á einn eður annan hátt, eftirþví sem um semst í því efni; en við munum fara með brjefin nákvæmlega eftir því sem fyrir verður lagt. Þeir, sem vilja verða við þessum til- mælum okkar, eru beðnir að gera það hið bráðasta að unt er, með því að tíminn er mjög naumur. Við skulum geta þess, að brjefin mætti senda Lands- bókasafninu eða Bókmentafjelaginu, ef menn kysu það heldur en að senda þau öðrum hVorum okkar. Reykjavík 29. apríl 1910. Jón Jensson. Þorleifur H. Bjarnason. Undlrrltaður æskir þess, að þeir, sem biðja hann að skrautskrifa fyrir sig, fari heim til hans: f Ingólfsstr. 20, en ekki í prentsmiðjuna. Einnig að alt vandasamt sje sent með góðum fyrir- vara. Benedict Gabríel Benedictsson. W. y. Fssen & W. Jacoby. (Eigandi Waldemar v. Essen. Stofnað 1869). Vðruafgreið8la. Skipaafgreiðsla. Vátrygging. Meðmæli: Die Deutsche Bank. BrúkuO islensk frimerki kaupir með hærra verði en áður Inger Ostlund. Muníð að borga Lögrjettu. Hlutafjelagíð Thomas Th. Sabroa £ Co., Aarhus — Danmörku, býr til kolsýru-, kæli- og frystivjdar, hefur lagt útbúnað til ÖOO tiskflutningaskipa, flskfrysti- húsa, fiskgeymslustöðya, beitufrystihúsa, mótorflski- skipa, gufuskipa, íshúsa, mjólkurbúa og til ýmislegs annars. Fulltrúi fyrir ísland er: Sísli fJo/inscti konsúll í Vestmannaeyjum. Prentsmiðjan Gutenberg. l,Vendsyssel‘ fer frd Kaupmannahöfn 10. maí. Kemur við i Vík, Vestmannaeyjum og Reykjavík. Reykjavík 27. apríl 1910. ýtfgrdBsla hins samdnaða gufuskipafjelags. SLimsen. ÓTTO H0NST dar\$ha smjörlihi er be^h. Biðjið um \egund\rnar „Sóley” „Ingólfur” „Hehia"eða Jsofold’ Smjörlihið fcesh einungi$ fra : Oíto MönsLed h/f. / Kaupmannahöfn og/lrdsum i Danmörku. »Jeg vil benda á Brján riddara frá Bósagiljum«, svaraði Haraldur úr Goð- dölum; »honum er sökin skyldust og hann má best vita, hvar sannleikurinn er i þessu máli. »En ef nú svo væri, að bróðír okk- ar Brjánn væri undir töfraáhrifum frá stúlkunni«, sagði stórmeistarinn hik- andi — — »jeg nefni þetta aðeins af varúð, því engum riddara innan allrar reglunnar tryði jeg annars betur fyrir þessu erindi«. »Æruverði faðir!« svaraði Hermann, »engir töfrar geta bitið á þann mann, sem berst frammi fyrir dómstóli drott- ins«. »Þú hefur rjett að mæla, bróðir«, sagði stórmeistarinn. »Haraldur klaust- urhaldari, fáðu nú Brjáni riddara frá Bósagiljum handska stúlkunnar. það er skipun vor til þín, bróðir«, sagði hann og snjeri sjer til Brjáns, »að þú berjist hraustlega og án aJls ela um það, að gott málefni gefi sigur. En þú, Bebekka, skalt minnast þess, að á þriðja degi hjeðan frá verður þú að hafa fengið þjer hólmgöngumann, því þá á einvígið að fara íram. »Það er stuttur tími fyrir mig ókunn- uga til þess að finna mann, er hætta vilji lifi sínu og heiðri undir vopn orðlagðs kappa«, sagði Rebekka. »Jeg get ekki lengt frestinn«, svaraði stórmeistarinn. »Jeg verð að vera við bardagann, en á fjórða degi þarf jeg að fara hjeðan og get ekki frestað þeirri för«. »Yerði guðs vilji!« sagði Rebekka. »Jeg styð traust mitt við þann, sem jafnmegnugur er að veita mjer hjálp, hvort sem honum er ætlað til þess eitt andartak eða heil öld«. »Þetta er vel mælt, stúlka mín!« sagði stórmeistarinn. »En sá, sem jeg ekki vil nefna hjer, hefur oft tekið á sig Ijósengils gervi. Nú er ekki annað eftir en að velja hentugan stað til ein- vígisins, og til aftökunnar, ef svo skyldi fara. Hvar er forstöðumaður klaust- ursins?« Haraldur stóð hjá Brjáni riddara og talaði hljóðskraf við hann með mikilli ákefð. Brjánn hafði enn eigi tekið við handska Rebekku; Haraldur hjelt á honurn. »Hvað er þetta?« spurði stórmeist- arinn. »Vill hann ekki taka við handsk- anum?« »Jú, hann tekur við honum, æru- verði faðir«, svaraði Haraldur og laum- aði um leið handskanum inn undir kápu sína. »En staðurinn hygg jeg að sje best valinn undir Gyrgishlíðunum; þar á klaustrið land og þar höldum við heræfingar okkar«. »Það er gott«, sagði stórmeistarinn. »Þangað skal þá hólmgöngumaður þinn koma, Rebekka. Ef hann kemur ekki, eða ef hann her lægra hlut fyrir dómstóli drottins, þá verður þú, sam- kvæmt dóminum, líflátin fyrir galdra. — Bókfestið nú þennan úrskurð vorn og lesið hann síðan hátt, svo að eng- inn geti sagt, að honum sje ókunnugt um, hvernig dómurinn hafi íallið«. Annar skrifarinn ritaði nú úrskurð- inn inn í stóra bók, sem í var fært alt hið helsta, er gerðist á aðalsamkomum regluhræðranna þar í klaustrinu, og siðan las hann úrskurðinn hátt fyrir mannsöfnuðinum. Rebekka sat þegjandi með kross- lagðar hendur á brjóstinu og horfði til himins. En Jiegar upplestrinum var lokið, minti hún stórmeistarann á, að hún yrði að fá að koma boðum til ættingja sinna og láta þá vita, hvernig ástatt væri fyrir sjer, svo að þeir gætu gert tilraunir til þess að útvega henni hólmgöngumann. »Það er ekki nema rjettmætt og lög- legt, að þú fáir það«, sagði stórmeist- arinn. »Veldu þjer hjer sendimann, og hann skal síðan liafa frjálsan að- gang til þess að hitta þig i fangastofu þinni, hvenær sem hann þarf þess með«. »Er hjer nokkur inni, sem annað- hvort fyrir gott málefni eða fyrir góða borgun vill taka þetta að sjer?« spui’ði Rebekka. Allir þögðu; enginn þorði að bjóða henni aðstoð sína, enda þótt laun væru í boði, af því að þeir hjeldu að stór- meistaranum væri það móti skapi. Rebekka beið litla slund, en sagði svo aftur: »Er því svo varið, aðþessi síðasta leið til frelsunar sje mjer lokuð, af því að enginn vilji taka að sjer að gera mjer þennan litla greiða, sem jafnvel hinum versta glæpamanni mundi ekki neitað um?« Áki Snjólfsson varð að lokum til þess, að svara henni. »Jeg er fatlaður aumingi, eins og allir sjá«, sagði hann. »En það, að jeg get þó dregist áfram á hækju, á jeg henni að þakka. — Jeg skal taka þetta að mjer fyrir þig!« sagði hann og sneri sjer að Rebekku, »Jeg skal leysa það svo fljótt og vel af hendi, sem mjer er unt, en jeg er þvi miður seinn i ferðum. — Fegar jeg sagði frá því áðan, hve vel þú hefðir reynst mjer, þá datt mjer ekki í hug, að þjer gæti staðið nein hætta aí því«. »Guð verður meðþjer«,sagði Rebekka. »Ef liann er með, þá getur snigillinn verið eins öruggur sendihoði og valur- inn. En það, sem þú átt að gera, er, að finna Isak föður minn í Jórvík og færa honum þetta blað«. Hún rjetti Áka brjefmiða. »l"yrirþetta geturðu keypt þjer hest og fylgdarmann«, sagði hún og rjetti eitthvað að honum aftur. »Jeg veit ekki hvernig á því slendur, en jeg trúi því fastlega, að jegfái hólm- göngumann og eigi ekki að deyja fyrir þessar sakir. Vertu nú sæll og gangi þjer vell Líf mitt er undir því komið, að þú flýlir ferðinni«. Áki tók við blaðinu. Á því voru aðeins fáar línur, skrifaðar á he- bresku. »Bessi í Bót, náhúi minn, á góðan hest«, sagði Áki, »og þann hest skal jeg fá til ferðarinnar. Jeg skal fara svo hratt sem hesturinn kemst, og þá vænti jeg, að jeg verði ekki lengi til Jórvíkur«. En þegar til kom, þurfti hann ekki svo langt. Skamt frá klaustrinu mætti hann tveimur mönnum ríðandi, og sá

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.