Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.01.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 08.01.1913, Blaðsíða 1
Vfgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓRARINN B. ÞORLAKSSON. "Veltusundi 1. Talsimi 359. LÖGRJETTA Ritstjori: PORSTEiNN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 2. R-eykjavílc S. Janóar 1913. Vril. ár^. I. O. O. F. 9311079 Þjóðmenjasafnið opið á sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—i. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. ( mán. 11—1. Landakotsspftali opinn f. sjúkravitj. 11—I alla daga. Islands banki opinn 10—2»/» og 51/*—7- Landsbankinn io'/a—2*/: Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8 Okeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á hverjum laugard. kl. 7—8 síðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—I, Lárus Fjeldsted, YílrrJ ettarmalafiBralumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 11 —12 og 4—7. Bækur, innlentlar og erlendar, pappir og allskyrjs ritföng kaupa allir f Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Lögrjetta. Afgreiðsla, innheimta og auglýs- ingareikningshald flutt í Veltusund I. „Kafflitin" drekka allir þeir, er vilja fá góðan, óskaðlegan og ódýran kaffidrykk. W*~ Fæst á aðeins 80 aura pundið hjá Sveini Jónssyni, Templarasundi 1, er einnig hefur til sólu Gibs-Rósettur og lista og mikiö ^" úrval af Betrekki. Kaupmenn snúi sjer til Sveins M. Sveinssonar, p. t. Havnegade 47. Köbenhavn. MMM SU Nú um áramótin varð breyting á Lögrjettu, að Þórarinn Þorláksson málari tók við af- greiðslu, innheimtu, auglýsinga- söfnun og auglýsingareiknings- haldi blaðsins. Menn eru því hjer eftir beðnir að snúa sjer til hans með alt, sem þetta snertir. Afgreiðslustofan er í Veltusundi I, Svar til borgarstjóra. Eftir lón Þorláksson. I. mínu) slengt saman, því að í prent- uðu reikningunum finst engin sund- urliðun á vöxtum fyrir sig og af- borgunum fyrir sig". Þetta er sati, eins og hver maður getur sannfært sig um, sem lítur í hina prent- uðu bæjarsjóðsreikninga 1909—1911. Seinna hef jeg nefnt þetta sama „sem dæmi upp á að þessir prent- uðu reikningar eru ekki nógu glögg- ir". Þeir eru ekki gleggri fyrir því, þó að í fylgiskj'ólum reikninganna og í bókum bœjargjaldkera megi finna nægilega sundurliðun á þessu. Líklega meinar þó borgarstjórinn ekki, að þeir einir þurfi að fylgjast með hag bæjarsjóðsins, sem hafa hentugleika til þess að rannsaka fylgiskjöl bæjarreikninga eða bækur gjaldkera? Og svo niðurlagsorðin: „Það ætti ekki að þurfa verkfræðing, og því síður hagfræðing, heldur aðeins með- alglöggan reikningsmann, sem vill lesatölur bæjarsjóðsreikninganna rjett, til þess að sjá" o. s. frv. Þetta kalla jeg dylgjur. Aðdrótt- un þeirri, sem í þeim felst til mfn, um það, að jeg hafi ekki viljað lesa rjett tölur bæjarsjóðsreikninganna, vísa jeg aftur til höfundarins. Slík- ar dylgjur kunna að vera samboðn- ar Páli Einarssyni, en þær eru ó- samboðnar borgarstjóranum, og það því fremur, sem hann hefur ekki getað leiðrjett eina einustu af öllum þeim fjölda talna, sem jeg tók upp úr bæjarreikningunum, af þeirri ein- földu ástæðu, að mig skorti hvorki vilja eða getu til að lesa þær rjett, og jeg sá um að blaðið hefði þær rjett eftir mjer. Þá skal jeg snúa mjer að mál- efninu. anl. af því, að bgstj. býst við að útgjöldin til gatna og holræsa 1912 fari fram úr áætlun, ög telur þau eins og hann hyggur að þau muni reyn- ast, en jeg gat ekki farið eftir öðru en áætluninni. Slökkvistöð og slökkviáhold telur bgstj. 41 þús., en jeg, samkv. áætl- uninni, 36 þús. Mismunurinn getur ekki stafað af öðru en þvl, að út- gjöldin 1912 hafa reynst hærri en áætlað var. Það, sem milli ber um þessar upp- hæðir, er svo lítilfjörlegt, að ekki skiftir máli. Vatnsveitan. Þar munar um 63V2 þús. kr., og þar stafar mismunurinn af því, að talan táknar sitt hjá hvor- um. Jeg reiknaði ut — eftir bæjar- reikningunum og áætluninni fyrir 1912 — að nú í lok þessa árs stend- ur vatnsveitan bænum ekki í meiru en kr. 452,54.5,75, eða, efteknar eru út úr tekjum vatnsveitunnar þær kr. 12,000,00, sem bæjarstjórnin hefur ákveðið að taka til almennra bæjar- þarfa, þá kr. 464,545,75. Þetta hef- ur bgstj. ekki gert tilraun til að hrekja, fremur en aðrar tölur mínar. En sínum 5i6þús. lýsir hann þannig, að á þessu tfmabili „hefur bærinn eignast vatnsveitu fyrir c. 516 þús. kr." Ef þetta er virðingarverð borg- arstjórans á vatnsveitunni, þá verður ekki um það þráttað — mætti eins vel virða hana hærra, svo mikil hlunnindi eru fyrir bæjarbúa að henni — en eigi hún að tákna það, að svona mikið kosti vatnsveitan bæinn nú, þá er talan gersamlega r'óng og þar með einnig samlagningarupphæð sú, 1093 þús. kr., sem tala þessi er tekin með í. Borgarstjóri Páll Einarsson hefur í 65. tbl. Lögrj. gert tilraun til að svara ræðu minni í „Fram", sem prentuð var í 60. og 61. tbl. Vegna stöðu mannsins tel jeg mjer skylt að taka svar hans til athugunar, og skal jeg þá skifta því í tvent, svara fyrst ónotum þeim, sem hann beinir að mjer, og síðan líta yfir það, sem okkur ber á milli um málefnið sjálft. Hann segir að jeg byrji ræðu mína „með því, að telja það víta- vert, að byggingarreikningum vatns- veitunnar og gasstöðvarinnar hafi verið haldið sjer, þeir ekki teknir upp í bæjarsjóðsreikninginn" o. s. frv., og endurtekur þetta svo síðar í sama dálkinum. Þetta er ósatt, eins og hver maður getur sjeð, sem les ræðu mína. Jeg gat þess aðeins — og varð að geta þess — að bæjarsjóðsreikningarnir eru ófull- komnir að því leyti, að útgjöldin til vatnsveitu og gasstöðvar eru ekki tekin upp í pá nema að nokkru leyti. Þetta hef jeg sagt satt. Með þessu hef jeg ekki einu sinni látið neitt í ljósi um að mjer þætti þetta aðfinslu- vert — jeg álít það óaðfinnanlegt, ef reikningsskilin eru góð og greini- leg og koma á rjettum tíma — og því sfður hef jeg leyft mjer að telja það vítavert. Borgarstjóri hefur náttúrlega athugað hvað þetta orð þýðir, áður en hann gerði mjer það upp! Annað, sem hann segir af sama tæginu, er þetta: og get jeg þess um leið, að dylgjur Jóns Þor- lákssonar um, að bæjarsjóðsreikning- arnir sjeu óglöggir, að því ersnertir sundurgreiningu vaxta og afborgana- greiðslu, eru ekki á neinum rökum bygðar". Hvar eru þessar „dylgjur", herra borgarstjóri? Jeg hef sagt: „Vöxtum og afborgunum er (í yfirliti II. Tölurnar. Allar tölur í yfirliti mínu eru tekn- ar beint eftir reikningum bæjarins og hinni löglegu áætlun að því er árið 1912 snertir, nema ein, verð gasstöðvarinnar, sem mjer var látin í tje munnlega af borgarstjóra. í svari sínu hefur borgarstjóri nú ekki leiðrjett eða rengt eina einustu af þessum tölum, en þá er líka fyrir- fram vitanlegt, að ekki verður með rökum haggað niðurstöðu þeirri, er þessar tölur sýna, þeirri niðurstöðu seni jeg hef bygt á ómótmælanlega rjettri samlagningu og frádrætti þessara talna. Þótt tölur mínar — eða rjettara sagt bæjarreikninganna — sjeu þannig með þögninni viður- kendar rjettar, setur borgarstjóri samt fram nýjar tölur, sem eiga að sýna að niðurstaða mín um fjárhags- stjórn Reykjavíkur síðan 1908 sje ekki rjett. Skal jeg nú athuga þær, og bera saman við hinar rjettu. Þær tölur, sem ágreiningur erum, eru: Hjá borg- arstjóra: c. 516 þús. Hjá mjer: 452.545,75 Vatnsveitan Slökkvistöð og slökkviáhöld . - 41 — 36,000,00 Holræsi ... - 7° Varanlegar göt- ur (Austur- stræti ogPóst- hússtræti) á- \ 112,048,30 samt götugerð- aráhaldi . . - 25 — Aukning eftir- stöðva ... - 20 — Skal jeg nú gera grein fyrir mis- muninum og byrja að neðan. Holræsi, varanlegar götur og aukn- ingu eftirstöðva telur borgarstjóri c. 115 þús. kr., eða tæpl. 3 þús- kr. hærri en jeg. Mismunurinn er lítill og stafar vænt- iiyktanirnar. Hin fyrsta af ályktunum mínum, sem borgarstjórinn mótmælir, er sú, að c. 40 þús. kr. af vatnsveitutekj- um hafi verið „jetnar upp". Jeg get ekki hrakið þau mótmæli með neinu betur, en að taka ummæli borgar- stjóra þar að liitandi upp orðrjett. Hann segir: „Þessar 40 þús. kr. eru .... Iögmætar árstekjur bæjarsjóðs- ins, sem bæjarstjórnin hefur ákveðið að verja til greiðslu hinna árlegu útgjalda bæjarins" o. s. frv. Með því að þessar 40 þús. kr. hafi verið „jetnar upp" hef jeg vitanlega ekki meint annað en að þær hafi orðið að eyðslufje, þeim verið „varið til greiðslu hinna árlegu útgjalda bæjar- ins", þeirra útgjalda, sem annars verður að kosta af aukaútsvörunum. Borgarstjóri viðurkennir, að þetta hafi verið gert, og er þá ágreining- urinn í því eini ekki um annað en það, hvort það hafi verið rjettmætt eða hyggilegt. Til skýringar um það at- riði skal jeg taka þetta fram: 1. Heimildin til þess að kretja vatnsskatt af bæjarbúum er í vatns- veitulögunum einskorðuð við þarfir vatnsveitunnar sjálfrar. Upphaf 3. gr. þeirra laga hljóðar svo: »Til þess að standa straum af kostnaði við vatnsveituna skal bæj- arstjórninni heimilt að heimta skatt af öllum húseignum í lögsagnarum- dæminu (sbr. 4. gr.). Upphæð skatt- gjaldsins alls ákveður bæjarstjórnin, en hún má eigi fara fram úr 5%o (fimm af þúsundi) af brunabótavirð- ingu húseigna" o. s. frv. Þetta er sú eina heimild, sem vatnsveituskatt- urinn byggist á. Þar af leiðir að minsta kosti, að ólöglegt er að brúka vatnsveitutekjurnar til almennra bæj- arþarfa, svo lengi sem þeirra þarf með handa vatnsveitunni sjálfri — til vaxtagreiðslu, til afborgana, sem í raun og veru nægja fyrir fyrningu, til reksturskostnaðar og til aukninga. Óheimilt því að taka lán til þessara útgjalda, en eyða samtímis vatns- veitutekjum í annað. 2. Bæjarstjórnin hefur aldrei leyft að brúka nema 12 þús. kr. afvatns- veitutekjum til almennra bæjarþarfa á þessu umrædda tímabili, sem sje árið 1911.....3 þús. kr. og árið 1912 .... 9 — — Það, sem þar fram yfir hefur verið tekið til almennra bæjarþarfa, hefur verið tekið í heimildarleysi bæjar- stjórnar. 3. Þó bæjarstjórnin eftir á, þegar búið var að eyða meiru en nokkur heimild var fyrir af vatnsveitutekjum til alm. bæjarþarfa, hafi neyðst til að samþykkja bæjarreikningana, sem sýndu þessa eyðslu, af því að hún hafði ekki sjeð bæjarsjóði fyrir nægi- legum öðrum tekjum, þá verður sfð- ur en ekki ályktað þar af, að eyðsl- an sje fjárhagslega rjettmæt. Af þessum ástæðum (meðal ann- ara) var það, að mjer þótti rjettara að telja svo sem ekki væru það þessi 40 þús. kr. af vatnsveitutekj- um, sem hefðu verið „jetnar upp", heldur 40 þús. kr. af lánsfje því, sem fengið hefur verið á þessum ár- um. Það mun þó a. m. k. ekki verða talið lagabrot, að eyða láns- fjenu, en að öðru leyti skiftir engu máli hvort heldur talið er. Ályktanir þær, sem jeg dró af reikningunum, voru þessar: Á síðustu 4 árum hefur: 1. Ekkert verið borgað af eldri skuld, sem var að upphæð tæpl. 371 þús. kr. 2. Engu af reglulegum tekjum ba;jarins verið varið til þess á neinn hátt að auka eignir hans. 3. Tekin ný lán til þess að fram- kvæma fyrir arðlaus nauðsynjaverk að upphæð rúml. 170 þús. kr. 4. Ekkert afborgað af þessum nýju lánum, heldur bætt þar á ofan eyðslu eigna og annara nýrra lána að upphæð líklega um 41 þús. kr. Hvað hefur nú borgarstjóri hrakið af þessu? 1. Ekki reynt að andmæla þess- um lið, enda er það ómögulegt. 2. Ekki heldur reynt að hagga við þessu. 3. Borgarstjóri telur þessi lán ekki nema 137 þús. kr. að upphæð, en það er rangt, og stafar skekkjan af því að hann telur að meiru af lánsfjenu hafi verið varið til vatns- veitunnar heldur en tekna- og gjalda- reikningur hennar sýnir að til henn- ar hafi gengið. 4. Fyrri liður viðurkendur með þögninni. Seinni liður verður í sam- ræmi við skoðun borgarstjóra (sbr. hjer að framan), ef hann orðast þann- ig: heldur bætt þar á ofan eyðslu vatnsveitutekna að upphæð um 40 þús. kr. Afgreiðslustofa Lögrjettu er i Veltusundi nr. 1. Talsími 359. Allar sögur Jóns Transta fást í Afgreiðslustofu Logrjettu. Millimetrapappír og Calquer- ljereft fæst í Pappírsverslun Pór. B. Porlákssonar (Afgreiðslustofu Lögrjettu). Skoðanamunurinn. Borgarstjóri endar grein sína á því, að fjárhagstjórn bæjarstjórnar 1909—1912 hafi verið „fullkomlega forsvaranleg". Af framanskráðu geta menn nú sjeð hvað pað er, sem Páll Einarsson álítur „ýullkomlega forsvar- anlega fjárhagsstjórn''. Jeg endurtek, að jeg álít það ekki forsvaranlegt f 4 ár samfleitt að aýborga ekkert af þeim skuldum bæjarins, sem teknar hafa verið til óarðberandi fyrirtækja eða til að kaupa fyrir fasteignir, hvorki þeim eldri nje því, sem bætt hefur verið við þær á þessum árum. Og einnig að öðru leyti held jeg minni skoðun um þessa fjárhagsstjórn, meðan engar upplýsingar koma fram, sem hagga grundvelli þeim — töl- unum — sem skoðunin byggist á. Þeir kaupendur Lögrjettu, sem ekki fá blaðið með skilum, eru beðnir að gera afgreiðslumanni við- vart sem fyrst svo úr því verði bætt. Talsími 359. Eignir bæjarins. Auk þess, sem að framan er tal- ið, rökstyður bgstj. skoðun sína um hina forsvaranl. fjárhagsstjórn með tilvísan til þess, að eignir bæjar- ins gefi nú — áætlun 1913 — 92300 kr. af sjer, en vextir og um- samdar afborganir af lánum sjeu 90400 kr. Getur þess þó, að í þeirri upphæð sjeu ekki taldar nægilegar afborganir, sem er rjett. Deila má um það, hvort tölur þessar sjeu rjett ar, en mjer er óskiljanlegt, hvernig þetta á að sanna að fjárhagsstjórnin 1909—'12 hafi verið í lagi. Þvert á móti. Því meiri tekjur sem bær- inn hefur af eignum, því minni á- stæða er til að láta bæjarbúskapinn ganga svo hörmulega sem hann hef- ur gengið þessi ár, því óforsvaran- legra er það. En hitt er vitanlegt, að ólagið þessi 4 ár hefur ekki' get- að kollsteypt efnahag bæjarins, til þess var hann ofgóður í árslok 1908. Spádomarnir. Seinasta atriðið í rökfærslu borgar- stjóra er spádómur um það, að frá árinu 1916 muni eignir bæjarins gefa af sjer 110 þús. kr. á ári. Og ef þeim verður öllum yarið til vaxta- og afborgana-greiðslu, þá sjeu það 7%, og muni nægja. Jeg skal engu geta til um það, hvort spádómurinn muni rætast, en aðeins benda á, að hann er alveg þýðingarlaus að því er snertir^dóma um fjárhagsstjórnina 1909—12, og að ef haldið verður áfram sama laginu, þá er alveg víst, að eignatekjurnar verða ekki notað- ar til að greiða afborganir, fremur en hingað til. Útgjöld bæjarins fara sem sje sívaxandi. Vaxtabyrðin eykst ár frá ári — bein afleiðing þess, að ekki er borgað af skuldunum, en altaf bætt nýjum við. Nýjar þarfir kalla altaf að; t. d. vantar spítala, fram- færslustofnanir, ráðhús, nýjan barna- skóla von bráðar, allar götur ógerð- ar ennþá, nema ein, o. s. frv. Óhjá- kvæmilegt að reisa eða leyfa öðrum að reisa rafmagnsstöð, og þá er hætt við að ekki verði tekjuafgangur af gasstöðinni fyrstu árin, eftir að hún er komin. Hjer þarf eitthvað annað en hug- boð og spádóma til að kippa í lag. Ekkert dugar annað en auknar tekj- ur. Þær verður bæjarstjórnin að út- vega, annaðhvort með því að heimta nægilega niðurjöfnun, eða [með því að útvega sjer önnur ráð. Hún hef- ur ekki eitt einasta ár síðan 1908 sjeð bæjarsjóðnum fyrir nægum tekj- um, eftir því, sem útgjöldin hafa reynst, og hún hefur ekki heldur gert það nú fyrir árið 1913, eftirþví, sem áætlunin fyrir það ár er úr garði gerð. Jeg vík máske að því seinna.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.