Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 08.01.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 08.01.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 7 Munið, að handa sKólabömum (drengjum og telpum), vinnu- fólki og öðrum, sem þurfa að vera mikið úti, eru norsKu lilaupastíg-vjelin mín ómissandi. Þau halda fótunum heitum og þurum og fyrirbyg-gja með því marga sjúKdóma. Brauns verslun Hamborg, Aðalstrœti 9. yri hafði kryddað það ríkmannlega með — pipar! O’ ja’ tykte som de lága’ i kjéfta pá mej, ja’ máste (verð að) hálla mun lánge, lánge öppen sá hár“, sagði Lasse og gapti. Hann skildi ekkert í þessu, fór til þess, sem gaf, og spurði hvað mundi valda. Það gat ekki verið neitt, hann skyldi bara taka sjer tölu aftur og vita þá, hvort alt væri ekki með feldu. — Nei, það var sama, sami loginn og sviðinn. „Och hvarken ja’ eller kjöringa mi’ förstod nágen ting". Eða sagan um fiskinn undir ísnum, eða sú um kartöflurnar, sem hann ræktaði og komust á borð fyrir kong- inn og hann fjekk heimboð hjá kongsa fyrir. Hann hafði margt að segja og sagði vel þessar hálfósennilegu sögur sínar. Það leið að kvöldi. Sólin sást eins og glóðrauður, geislalaus hnött- ur milli laufgaðra trjánna, uns hún hvarf með öllu. Húmið seig yfir, hæglega en þó hiklaust. Hjer og hvar am Skansinn voru smá viðarknippi uppi á þrífættum stöngum. í þeim var kveykt. Mannfjöldinn fækkaði. Friðurinn og unaðurinn óx. Brita Háll bljes „kvöldfrið" á einum stað. Við systir mín settumst á bekk og horfðum á einn eldinn. Hinu megin við hann var einnig bekkur, og þar sat fólk. En hvað hún var fögur við rauðleita, iðandi birtuna af brennandi viðnum, hún, sem sat við hliðina á henni móður sinni. Björtu lokkarnir urðu gulinir við logskinið. Eins og alt, sem mjer þykir fallegt, skoðaði jeg hana, en ljet hana systur mína ekkert vita. Mærin hvarf. Húmið færðist þjett- ara yfir. Logarnir ljeku sjer fjör- ugra og lýstu skærara. Og við systir mín horfðum á þá, hugfangin eins og börn af kertaljósi á jólunum. friðarsamningarmr. Kröfur sigurvegaranna. Friöarfundinum frestað. Enginn árangur. Stórveldin ætla að miðla málum. Símað er frá Khöfn 3. þ. m.: „Friðarhorfur fara vaxandi á Lun- dúnafundinum". Ensk blöð frá 29. des. segja kröfur sambandsríkjanna þá þessar: 1. Tyrkir láti af hendi alt land vestan við línu, er dregin sje frá Marmarahafinu austan við Rodosto og til Malatraflóa við Svartahafið. Tanganum, sem Gallipóli er á, suður með Dardanellasundinu að vestan, haldi þeir. Stórveldin skulu skera úr því, hvað um Albaníu verði. 2. Tyrkir láti af hendi eyjarnar í Grikklandshafi. 3. Tyrkir afsali sjer öllum rjetti til Kríteyjar. Um þessar kröfur höfðu allir full- trúar sambandsþjóðanna verið sam- mála, en fulltrúar Tyrkja fengu frest til þess að bera þær undir stjórn sína í Konstantinópel. Eftir þessu áttu Tyrkir aðeins að halda 15 fermílna landsvæði hjer í álfu, austasta hluta tangans milli Marmarahafsins og Svartahafsins, þar sem Konstantínópel er og Chatalja- vígin, og svo tanganum, sem liggur að Dardanellasundinu að vestan, en þar eru elstu stöðvar Tyrkja á Bal- kanskaganum. Ekki höfðu þessar kröfur sambandsríkjanna verið rædd- ar á fundinum, en fulltrúar Tyrkja fengu honum þegar frestað um sinn til þess að bera sig saman við stjórn- ina í Konstantínópel. Frá ráðherrafundi í Konstantínópel komu aftur á móti þær uppástungur til friðargerðar, að Iínan, er takmark- aði framtíðarveldi Tyrkja óskert, yrði dregin frá Sarosflóa að sunnan norð- ur til Svartahafs á þann hátt, að hún lægi fyrir vestan Adríanópel, svo að Tyrkir hjeldu þeirri borg á- fram. En hjeraðið upp frá strönd Grikklandshafsins, austan frá Saros- flóa og vestur fyrir Salonikí, yrði sjálfstjórnarhjerað undir yfirstjórn Tyrkjasoldáns. Þó skyldu Búlgarar fá höfn við Grikklandshaf á sama hátt og Serbar við Adríahaf. Fregnir frá Konstantínópel sögðu, að sá flokkurinn þar, sem vill halda áfram stríðinu, hefði mjög hátt um sig og mótmælti friðarsamningum, ef Tyrkir ættu að missa Adríanópel, og hjeldi því líka fram, að sam- bandsþjóðirnar yrðu að þoka til í kröfum sínum í fleiri atriðum. Skeyt- ið frá 3. þ. m. benti á, að mála- miðlun væri komin vel á veg. En í gær kom aftur skeyti frá Khöfn, er segir hið gagnstæða. Þar segir, að friðarfundinum sje frestað og hafi enginn árangur orðið, en stórveldin hafi tekið að sjer að miðla málum. Á friðarfundinum hafði meðal ann- ars verið rætt um fjármál Tyrklands, hvernig jafna ætti ríkisskuldunum á landshlutana eftir skiftinguna, og var ósamlyndi um það. Sambandsþjóð- irnar vildu undanþyggja þau lönd, er þær fengju umráð yfir, frá skulda- byrðunum, og munu hafa viljað láta þá undanþágu koma sem herkostn- aðargjald frá Tyrkjum, en fyrir það var þvertekið af hálfu Tyrkja. Reykjavík. Manntal í Reykjavík. Fólks- tjöldi hefur við manntal nú um ára- mótin reynst 12660. Próf í bifvjelafræði var haldið fyrsta sinn í Sjómannaskól&num 23. f. mán. Undir prófið gengu þessir 10 nemendur, og stóðust allir: Jón Halldórsson 10 stig; Egill Ól- afsson, 17 st.; Valdimar Jónsson, 14 st.; Ólafur Ólafsson, 19 st.; Jón Sveinsson, 16 st; Magnús Magnús- son 16 st.; Ólafur Bjarnason 20 st.; Snorri Magnússon 20 st.; Guðjón Einarsson 20 st.; Jul. Schau 17 st.; Hæsta aðaleinkunn við prófið er 21 stig, en lægsta 9 stig. Próf- dómendur voru Jón Þorláksson verk- fræðingur og H. I, Hansen mótór- meistari, auk kennarans, M. Jessens vjelfræðiskennara. Bæjarstjórnin. Fundur 2. jan. Kl. Jónsson kosinn varafundarstjóri bæjarstjórnar 1913. Kosnir með borgarstj. til að semja alþingiskjörskrá L. H. Bjarnason og Jón Jensson. Kosnir til að semja ellistyrktar- bjóðsskrá P. Guðmundsson, Kr. Ó. Þorgrímsson og L. H. Bjarnason. Samþ. svohlj. till.: „Bæjarstj. veit- ir G. Zoega kaupm. leyfi til að halda áfram lýsisbræðslu í Effersey á sama stað og með sömu skilyrðum og gjaldi sem hingað til, þó þannig, að hann sje skyldur til viðstöðulaust að hætta bræðslunni og flytja burtu hús og á- höld úr eynni þegar bæjarstjórnin krefst þess vegna hafnarinnar". Borgarstj. tilkynti, að maður sá í Englandi, sem boðin hafði verið leiga á Elliðaánum fyrir 700 pd. sterl., hefði hafnað boðinu. Var svo samþ. að heimila fasteignanefn að gefa hr. J. Dowell í Lundúnum umboð til að leigja árnar næsta ár. Erindi ýmsra borgara út af sal- ernishreinsun lesið upp og málinu vísað til nefndar, er í voru kosnir: Kr. Ó. Þ., Tr. G., L. H. B. Þessar brunabv. samþ.: Hús Sig. Jónssonar Grettisg. 2275 kr.; Póst- húsið og geymsluhús þess 62.423 kr., líkskurðarhús við Þinghstr. 2010 kr. Hjálpræðisherinn hjelt nú um áramótin, eins og venja er til, hátíða- samkomur, fyrir gamalt fólk 28. des. og svo jólatrjessamkomu fyrir börn 30. des. Til þessa er varið gjöfum þeim, sem safnast í jólapotta hersins, og hefur margt barn og margt gam- almenni haft ánægju af þessum skemtunum. Skantakapphlaup fór fram á í- þróttavellinum sunnud. 28. des. fyrir forgöngu Skautafjelagsins. Skeiðið 500 metrar. Svellið var ágætt og veður hið æskilegasta. Um 200 á- horfendur voru við. Framfarirnar voru miklar frá því í fyrra. Siðurvegarinn í bikarhlaup- inu í fyrra fór 500 metr. á 1 mín. i22/s sek., en sá, sem síðastur var í ár, fór 500 metr. á 1 mín. io2/s sek. Frammistaðan var þessi nú: 1. L. H. Miiller á 563/5 sek., 2. Magnús Tómasson á 1 mín. 2 sek., 3. Herluf Clausen á 1. mín. 23/5 sek., 4. Ingvar Tómasson á 1 mín. 54/5 sek. (fjell), 5, Tryggvi Magnússon á 1 mín. 8V5 sek., 6. Sigurpáll Ólafs- son á 1. mín. io2/s sek. (tjell). Fyrir utan L. H. Miiller er það H. Clausen sem hleypur fegurst og rjettast. Það eina, sem bagar hann, er, að hann er ekki alveg viss í sveig- ingunum. En hann getur orðið hættu- legur keppinautur áður Iangt um líður. Yeðrið. Síðustu dagana hafa ver- ið mikil hlýindi og rigningar. Um hátíðirnar var hvftt yfir af snjó, en nú er hann allur á burt hjeðan af láglendinu. Nýárssundið. í þetta sinn tóku 4 þátt í því. Fljótastur varð hinn sami og í fyrra, Erlingur Pálsson sundkennara, og synti 50 metr. á 384/5 sek., en næstur Sig Magnús- son (444/5 sek.), þá Sigurj. Sigurðs- son (47 sek.) og Guðm. Kr. Guð- mundsson (494/5 sek.). Stúlka fyrirfer sjer. Morgun- 4. þ. m. fanst kvenmannslík rekið hjer í bæjarfjörunni, hjá bryggju Björns Kristjánssonar. Hafði stúlka þessi fyrirfarið sjer kvöldinu áður, eða um nóttina. Hún hjet Jónína Jónsdóttir, frá Bergstaðastíg 29, um tvítugt, ættuð frá Vælugerði í Flóa. Móður sinni, sem býr hjer í bænum, hafði hún skrifað og sagt í brjefinu, að hún gæti ekki lifað, en engum væri um að kenna. Dáinn er hjer í bænum aðfara- nótt 5. þ. m. Ólafur Pjetursson vega- gerðamaður, frá Ánanaustum, og hafði hann lengi verið heilsulítill. Hann lætur eftir sig ekkju og eitt barn. Heimspekisfyrirlestrar. Ágúst Bjarnason prófessor byrjar um miðj- an þennan mánuð nýjan flokk fyrir- lestra fyrir almenning sálarfræðislegs efnis, sem þó einkum eru ætlað aðir lcennurum og kennaraefnum. Fyrirlestrarnir fara fram á miðviku- dagsskvöldum kl. 7—8 í 1. kenslu- stofu háskólans. Brýr 1912. Þessar ár hafa verið brúaðar á síðastl. ári: Haffjarðará í Hnappadalssýslu, steinsteypubogi, 30 metra; Hrúta- fjarðará, steinstb., 24 m.; Kaldakvísl í Mosfellssveit, steinstb., 20 m., Hróarslækur á Rangárvöllum, stein- stb , 18. m.; Víðidalsá í Steingríms- firði, 2 steinsteypubogar, 20 metra til samans; Öxará (áður trjebrú), steypt bitabrú, 15 m.; Ulfarsá í Mosfsv. (áður trjebrú), steypt bitabrú, 12 m.; Steinslækur í Holtum (áður trjebrú), steypt bitabrú, 20 m.; Ytri-Rangá, járnbrú, 92 m., og nokkr- ar smærri. Serbía og AusturíKi. Af síðustu útl. blöðum er svo að sjá sem deilan þar í milli sje útkljáð og að Serbar eigi með einhverjum skil- yrðum að fá að halda höfn við Adríahafið. lAiderlein Waecliter dáinn. Lát hans var símað frá Khöfn 3. þ. m. Hafa þá Þjóðverjar nú með litlu millibili mist tvo af þeim stjórn- málamönnum sínum, sem mest af- skifti höfðu af málum þeirra út á við. M. v. Bieberstein, sendiherra þeirra í Lundúnum, andaðist síðastl. f heldur aðalfund h. 22. febrúar kl. 8'A síðdegis í Bárubúð. 1. Á fundinum gerir stjórnin grein fyrir starfi sinu og hag fjelagsins á hinu liðna ári. 2. Kosnir 4 íulltrúar og 2 vará- fulltrúar til að mæta á fiski- veiðaþingi því, er áformað er að haldið verði hjer í Reykjavík á komandi sumri. 3. Tekin fyrir og rædd fiski- veiðamálefni, sem upp kunna að verða borin á fundinum og afgreiddar tillögur til fiskiveiðaþingsins. Reykjavík 24. des. 1912. Hannes Hafliðason. haust. Kiderlein Waecter var utan- ríkismálaráðherra þeirra og aðalmað- urinn af þeirra hálfu í Marokkó- málinu í fyrra. Emil Meyer, kunnur banka- maður í Hhöfn, er nýdáinn, fæddur 1856. ___________ Banatilræði við landstjóra Indlands. A Þorláksmessu hjelt landstjóri eða varakonungur Englendinga í Ind- landi, Harding lávarður, innreið sína í hina nýju höfuðborg, Dehli, og var þá mikið um dýrðir. Landstjóri og fylgdarlið hans reið fílum og voru þeir fagurlega skreyttir. En á leiðinni um göturnar var sprengikúlu fleygt niður af húsþaki niður á bak þess fílsins, sem land- stjóri var á ásamt frú sinni og þjóni þeirra. Þjónninn beið bana og land- stjórinn særðist nokkuð, en frúna sakaði ekki. Dehli er gömul höfuðborg Ind- lands og var það ákveðið, er Georg Bretakonungur var þar í krýningar- heimsókninni, að þangað skyldi flytja stjórnarsetrið frá Kalkútta. Var þetta gert til þess að þókn- ast índverjum. Ekki var upplýst, hver valdur væri að banatilræðinu. Gunnar Gtmnarssnn; Sporður. 56 mann langaði hann síður en svo til að eiga leik við. í örðru lagi kærði hann sig ekkert um að fara í hend- umar á tveimur. Enginn lögreglu- þjónn var sýnilegur í námunda, og gatan, sem þeir voru í, var afarsjald- farin um nætur. Honum fanst því ráða vænst, að sýna þolinmæði og bíða átekta — sjá hverju fram yndi. Það gat þó naumast sakað, eða komið illu af stað þó hann ræskti sig. Ökumaðarinn hóstaði, — Steinar kom til sjálfs sín. — Hvað mikið viljið þjer hafa fyrir hestinn? Ökumaður glotti. En nú þótti honum grána gaman- ið. Hvaða djöfuls meining var í, að láta þessa kleppslimi ferðast um- sjónarlausa að næturlagi! Hann hefði hrópað á lögregluna, ef hann hefði haft minstu von um, að hróp hans næðu nokkru eyra. En undir þessum kringumstæðum var víst hollast að láta sem sjer vel 57 líkaði, og reyna að gjcra sjer gam- an af þessu miður vel viðeigandi spaugi. — Ja, jeg veit svo sem ekki. — Það er nú heldur ekki víst, að hann sje yfirhöfuð falur, svaraði öku- maðurinn, — reyndi að gjöra sig gleiðgosalegan, en tókst það hörmu- lega. Enga vafninga. Því f skrattanum ætti ekki hesturinn að vera falur fyrir sæmilegt verð. Hvað setjið þjer upp? „Ja-a . . . ætlist þjer til, að jeg dragi sjálfur vagninn heim?" Ruslsalanum fór ekki að verða um sel. Hugsa sjer, að jafnvel hjer í Höfn ætti maður á hættu að falla í ræningja hendur á opinni götu! Þetta hlutu að vera illmenni — eða vitfirr- ingar. Hann skildi bara ekkert í, hvers vegna þeir ekki umsvifalaust drápu hann og hjeldu burt með hest og vagn. Steinar stappaði óþolinmóðlega fæti f götuna. Hann var í svo æstu skapi, 58 að þonum hugkvæmdist ekki, hvað. aðferð hans var undarleg og óskilj- anleg. Hann skildi ekkert í, hvers vegna maðurinn ekki nefndi neina upphæð strax, — fanst það vera flónskuleg þrjótska. En hann stilti sig og sagði rólega: „Jeg vil kaupa þennan hest. Þjer verðið að selja mjer hann samstundis. Þjer getið keypt yður annan hest, eða leigt yður hest, til að aka vagn- inum heim, — það kemur ekki mjer við. En þennan hest verð jeg að fá. Hvað á hann að kosta?" Ökumaðurinn varð enn meira á báðum áttum. Þá vjek Bárður Konráðsson Stein- ari til hliðar: „Lofaðu mjer — Hann lagði aðra höndina á öxlina á ökumanninum. „Við — hann benti á Steinar og sjálfan sig — erum íslendingar. Hest- urinn yðar hefur verið reiðhestur fje- laga míns, og hann á honum líf sitt að þakka. Hann hafði einmitt núna í kvöld sagt mjer söguna um, hvernig 59, það atvikaðist, að hesturinn bjargaði lífi hans. Það var óvænt og miður gleðilegt fyrir hann, að hitta hestinn hjer og — fyrirgefið mjer — svona á sig kominn, því hann vissi ekki betur en að hann lifði heima í góðu gengi. — Nú skiljið þjer ef til vill betur, hvers vegna framkoma hans er svona undarleg, og hvers vegna hann um fram alt vill kaupa hestinn". Ökumaðurinn kinkaði kolli. Jú, nú skildi hann það. En hann hugsaði með sjálfum sjer, að einn hlut skildi liann öllum öðr- um hlutum betur, og það væri, að þessir kumpánar kynnu að leika ýms hlutverk undirbúningslítið, og að fleiri en hann væru færir um að bregða fyrir sig ósannindum, ef á lægi. En hann skildi ekkar í, hvað bágbyljur þeirra og látalæti áttu að þýða. Viðskiftamaðurinn vaknaði þó f honum. „Ja, látum okkur sjá —, fái jeg borgunina út f hönd, þá skuluð — fimm hundruð krónur gæti verið nóg". Hann hafði gefið þrjú. ÓO „Það er gott, — leystu hestinn. frá vagninum". Steinar hugsaði ekki eitt augna- blik út í, að ökumaðurinn fjefletti hann. Hann fann aðeins til ákafrar gleði yfir því, að hann átti þessi fimm hundruð til, og honum gafst færi á að verja jólapeningunum sín- um á þennan hátt. Hann tók seðla- bók sína upp úr brjóstvasanum og borgaði manninum. Hann og Bárður fylgdust svo að burt með hestinn. Ökumaðurinn stóð agndofa og taldi hundrað króna seðlana. Jú, þeir voru fimm. En bölvaður klaufinn, — hann hefði átt að vera svo vitur, að krefj- ast meira. Ojæja, þetta var reyndar góð borg- un fyrir klárinn. Alt í einu smaug ægilegur grunur eins og ískuldi gegn um lfkama hans. Seðlarnir voru ef til vill falsaðir! Já, auðvitað vo*u þeir falsaðir. Hann sá það svo g 1 ö g t, þegar hann at- hugaði það nákvæmar. Asnabeinið, að hugsa ekki út í það fyr. Hann gleymdi vagninum, sem hann

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.