Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.01.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 15.01.1913, Blaðsíða 1
 Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞÓRARINN B. ÞORLÁKSSON. "Veltii.sixn.di 1- Talsimi 359 LÖGRJETTA Ritstjori: ÞORSTEINN 6ÍSLAS0N Þingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 3. ífceylcjavílí 1£>. .I;inú;ii- 1913. VIII. árg. I. O. O. F. 9311779. Þjóðmenjasafnið opið á sunnud., priðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. f læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. 11—1 alla daga. Islands banki opinn 10—21/* og 5'/»—7- Landsbankinn ioT/a—a"/* Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Okeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á hverjum laugard. kl. 7—8 síðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. « Lárus Fjeldsted, Yft r rj e ttarm a 1 a f«e r s 1 u m »0 u r. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 —12 og 4—7. Bsekixr, innlendar og erlendar, pappir og allskyDS ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Árið 1912. !.____ ; Til landsins hefur það verið þannig: Veturinn heldur góður; vorið ágætt, en þó nokkuð þur- viðrasamt. Grasvöxtur góður á harðvelli, lakari á mýrum. Slátt- ur byrjaði snemma. Sumarið kalt og um mánaðamótin júlí- ágúst gerði norðanhret með frosti og snjó, er stóð í viku, og muna menn ekki annað eins um þann tíma. Skemdust í þeim kuldum kálgarðar norðanlands. Uppskera úr görðum hjer syðra i fullkomnu meðallagi. Haustið hefur verið f'remur illvirðrasamt. Til sjávarins má telja árið með- alár. Á vetrarvertið var tregt um fisk, en aflaðist þó ekki illa af þvi skip lögðu snemma út. Á vorvertið gekk fiskiskipum í versta lagi, en botnvörpuskipin öfiuðu þá vel austur hjá Hvalbak. Sum- arvertíð var í besta lagi, en haust- afli heldur rýr. Eftir að vorver- tíð lauk gekk treglega fyrir botn- vöruskipunum. Mörg þeirra fóru á síldarveiðar og var aflinn óvenjulega mikill fyrst í stað, en síðan þvertók fyrir hann. Siðustu árin hafa botnvörpuskipin verið fyrir Vesturlandi í nóvemb. og desemb. og saltað afla sinn. Nú hefur verið gæftalítið þennan tima og afii í minna lagi. Við Austurland hefur afli verið í góðu meðallagi, mestur á vjelar- báta, en á róðrarbáta lítill. Við Vestmannaeyjar var afli með rýr- asta móti. Á Vestfjörðum hefur afli á vjelarbáta verið miklu minni en að undanförnu, því þar brást bæði vetrarafli og vorafli. Mannskaðar á sjó óvenjulega miklir. Stærstu framfarirnar eru fjölg- un botnvörpuskipa, sem eru is- lensk eign. Þeim hefur á siðastl. ári fjölgað um 7, og er það mikil aukning. 1 landbúnaðinum er og byrjun Flóaáveitunnar, sem nýlega hefur verið skýrt frá hjer í blaðinu, stórt spor áfram. Lítur nú betur út en áður fyrir því fyrirtæki. Svo voru síðastl. sum- ar gerðar mælingar fyrir járn- brautarlagningu austur á Suður- landsundirlendið, þótt alt sje enn í óvissu um afdrif þess máls fyrst um sinn. En þar liggja fyrir tvö stór verkefni, sem standa í sam- bandi innbyrðis og bæði eru þeg- ar nokkuð rædd og undirbúin. Brýr hafa verið gerðar óvenju- lega margar á síðastl. ári, og eru þær taldar upp áður hjer í blaðinu. Hafnarmáli Reykjavíkur hefur á liðna árinu þokað það áfram, að nú er samið um hafnargerð- ina og verður bráðum byrjað á verkinu. 1 Hafnarfirði hefur ver- ið gerð myndarleg stórskipa- bryggja. Stjórnmálabreyting sú, sem orðið hefur á árinu, var undir- búin með hinum mikla sigri Heimastjórnarmanna við kosn- ingarnar 1911. Samkomulaginu um sambandsmálið, sem hófst snemma á árinu, var alment mjög vel tekið, enda leiddi það til myndunar nj7s flokks á alþingi með því markmiði, að fá sam- bandsmálinu ráðið til lykta, en snúa sjer síðan af alefli að fram- faramálunum heima fyrir. Við stjórnartaumunum tók sá maðui*, sem án efa hefur nú mest traust og fylgi hjá þjóðinni. Samkomu- lagið hefur leitt til friðar í land- inu, sem stingur mjög í stúf við stjórnmáladeilur undanfarinna ára. En hver árangur verður að öðru leyti af samkomulaginu, er undir næsta þingi komið. Út i frá er Balkanstríðið stærsti viðburður ársins. Það er eitt hið blóðugasta stríð, sem háð hefur verið, og fyrirsjáanlegt virðist, að afleiðingar þess verði miklar, Tyrkir verði að mestu leyti hrakt- ir burt úr Norðurálfunni og ný ríkjaskipun verði á Balkanskag- anum. Minnistætt verður nýliðna árið líka fyrir fund Suðurheimskauts- ins. Hann heyrir reyndar til ár- inu 1911, því Amundsen kom á heimskautíð í miðjum des. 1911. En fregnir af leiðangri hans bárust fyrst um heiminn er leið fram á árið 1912. Lengi munu menn lika minn- ast Titanicslyssins mikla, svo ein- stakt var það og stórfengilegt. Stutt ágrip af ræðu, sem 6. Björnsson land- læknir hjelt í fjelaginu »Fram« II. jan. 1913. Ritgerð Jóns bæjarfulltrúa Þorláks- sonar í Lógrjettu um fjármál bæjar- ins hlýtur að verða öllum bæjarbu- um alvarlegt íhugunar- og áhyggju- efni. Hann sýnir fram á, að skuldir bæjarins fara sívaxandi, en fyrir- hyggjan síþverrandi, og það svo mjög, að talsverðu fje hefur verið eytt í hversdagsþarfir, sem að rjettu hefði átt að ganga upp í skuldir. Fyrir aldamótin vildu bestu menn ba-jarins fara sem hægast, gera sem minst, safna ekki skuldum, „setja ekki bæinn á hausinn", sögðu þeir. Þess vegna veitti mjer svo afarerfitt að vinna vatnsveitunni fylgi — hún var fyrsta stórvirkið og það var látið klingja, að jeg væri að reyna að „setja bæinn á hausinn" og níðast á fátæklingunum, einkanlega vatnskerl- ingunum. Nú er öldin öunur; riú vilja menn gera sem mest; það sje ekki annað en taka lán, segja þeir, og láta niðja okkar borga, þeir hafi mestan hag- inn af umbótunum. Hjer er þess að gæta, að sum nývirki eru arðbær (vatnsveitan, gasveitan, höfnin), svo að tekjur af þeim geta hrokkið fyrir vöxtum og afborgun af stofnfjenu; en hins vegar eru mörg nývirki arð- laus (holræsi, vegir, skólahús o. fl.) og því ávalt byrðarauki fyrir bæjar- sjóð, en við megum ekki slengja allri þeirri byrði á næstu kynslóð, við eigum að greiða okkar skerf af þeim lánum, af 'óllum lánum, en það gerum við nú ekki til fulls, við er- um farnir að svíkjast um það, segir J. Þ., og sannar, að við erum byrj- aðir á því að stela úr vasa kom- andi kynslóðar. Ef þessu heldur fram, má búast við, að bærinn verði eftir einn manns- aldur kominn í sökkvandi skuldir og munu bæjarbúar þá eiga fult í fangi að standast rekstursútgjöld sín og afborganir af skuldasúpunni, sem við erum að malla, og ekkert geta gert bænum til umbóta og bölva okkur fyrir ráðleysið. „Feðranna dáðleysi er barnanna böl og bölvun í nútíð er framtíðarkvöl". Þetta má ekki svo til ganga. Við verðum að reyna að eiga fyrir út- förinni okkar, eiga fyrir því, að búk- ar okkar verði brendir á sómasam- legan hátt, eiga fyrir því, sem mestu varðar, að synir þeirra manna, sem nu bggja í vöggu, dæmi ekki af okkur æruna fyrir ráðleysi og dáð- leysi. En það merkir, að við verðum að leggja meira af mörkum, greiða meira í bæjarsjóð, gjalda okkar fulla skerf af þeim lánum, sem nú hvíla á bœn- um, og alls ekki taka fleiri lán, nema við sjáum okkur fært að greiða skaþlegar afborganir af þeim. Öll skattamál bæjarins eru í megn- asta ólagi, fara eftir úreltum og óhent- ugum lögum, lögum, sem geta átt vel við Htinn bæ, en alls ekki við 12 þúsund manna bæ. Jeg ætla að minnast á eitt atriði, lóðargjöldin; um það var mikið rifist meðan jeg var í bæjarstjórn, og skömmin lenti á mjer, svo mjer er málið kunnugt. Lóðargjaldið er nú flatarmálsgjald, samkv. lögum *9/io 1877; það er 3 aurar af feralin í bygðri lóð, V4 eyrir af feralin í óbygðri lóð. 1877 voru lóðir hjer mjög verðlágar, 10— 50 aura virði feralinin, að jeg hygg; þá var þetta gjald allhár skattur, en rjettlátur skattur, því að verðmunur á lóðum var þá mjög lítill. Nú er afskaplegur verðmunur á lóðunum, V* til 15 kr. feralinin, en lóðargjaldið jafnt; með öðrum orð- um hræðilegaójafnt, afskaplega rang- látt, hlægilega lágt á dýru lóðunum. Þessu vildi bæjarstjórnin breyta fyrir mörgum árum, fá verðmætis- gjald í stað flatarmálsgjalds, láta virða lóðirnar 6. hvert ár og heimta V2°/o gjald af virðingarverði; með því móti hefði gjaldið orðið öllu minna en áður af ódýrustu lóðum, en meira af þeim dýrari. Þetta fjekst ekki á þingi. En þetta er þó ber- sýnilega rjetta leiðin. Hjer kemur annað til greina, mest- öll verðhækkun lóðanna ætti að rjettu lagi að renna í bæjarsjóð, því hún stafar eingöngu af vexti bæjarins og umbótum í honum. Þessu hjelt jeg fram í bæjarstjórn- inni 1904—5, en fjekk enga áheyrn. Við höfum nú sem stendur ágætt dæmi fyrir augunum, höfnina. Verð- hækkun á lóðum við nýju höfnina mun vafalaust nema hálfri miljón króna. Hvaða vit er í því að gefa fáeinum mönnum stjórije, sem þeir hafa ekkert til unnið fremur öðrum bæjarbúum, nýtt verðmæti, sem alt bæjarfjelagið hefur skapað og því ætti að renna í bæjarsjóð. Það er svo oft verið að tala um fátækling- ana; þetta er að rýja þá, rýja alla fasteignalausa bæjarbúa hinum í hag. En jeg get ekki farið núna frekar út í þetta merka vandamál. A lóðunum standa húsin; bæjar- stjórnin 1905 vildi fá húsaskatt í bæjarsjóð, i°/oo af virðingarverði þeirra. Það tókst ekki. En vitið fyrir víst, að ef við ekki notum þennan gjaldstofn, þá tekur Iandið hann, leggur á okkur húsaskatt í landssjóð, og síst að vita nema það verði gert á næsta þingi, ef við ekki göngum hart að þinginu og heimt- um lög um húsaskatt í bæjarsjóð. A alþingi 1905 fluttum við Tr. Gunnarsson fyrir bæjarstjórnina frum- varp um lóðargjald (J/2°/o af virð- ingarverði og ný virðing 6. hvert ár) og húsaskatt (i%o af virðingarverði húsa). En þá um þingið var hald- inn borgarafundur og samþykt með 300 atkvæðum gegn 10 að skora á þingið að fella frumvarpið. Jeg barðist fyrir frumvarpinu af öllum mætti, engu að síður; það komst Hka upp úr neðri deild, en var drep- ið í efri deild. Jeg sat uppi með skömmina, var heimskaður fyrir bí- ræfni mína, og mjer spáð því, að jeg mundi ekki ná kosningu aftur, úr því að jeg virti svona að vettugi vilja kjósendanna. Það hefur rætst. Sjálfur spáði jeg því, að þetta nauð- synjamál mundi verða tekið upp aftur. Það hefur líka rætst. Nú hefur bæjarstjórnin tekið það fyrir á ný. Jeg skal svo að lokum benda á verðmæti lóða og húsa hjer í bæn* um. Lóðargjöld 1912 voru af bygðri lóð kr. 9344,06, af óbygðri lóð 3049,34, samtals kr. 12393,49. Eftir því eru bygðu lóðirnar 311468 fer- álnir, óbygðar 1219736 ferálnir, sam- tals 1531204 ferálnir. Nú ætla jeg að meðalverð á lóðum hjer sje að minsta kosti 1V2 kr. og allar lóð- irnar þá 2,296,807^/2 kr. virði. 1% lóðargjald mundi þá nema 22968 kr. á ári. Virðingarverð allra húseigna hjer í bæ var 1909 10,843,000 kr. Ef húsaskattur væri i°/oo, mundi hann nema 10843 kr. Fengist þá samtals af lóðum og húsum 33811 kr., og er þá fenginn rúmlega 20 þús. kr. tekjuauki. Borgarfjardarsýsla og fram- tid hennar. Athug asemd. í 62. og 63. tbl. Lögr. hefur hr. B. B. skrifað allítarlega og góða grein um Borgarfjarðarsýslu og framtíð hennar, og eru þar margar góðar og hugsjónaríkar tillögur, eins og vænta mátti hjá þeim höfundi, þó nokkuð sjeu þær hátt uppi sumar. Þó er ein, sú stærsta og jafnframt mið- punktur hinna, í samgöngumálum sýslunnar, sem mjer sýnist ekki sem heppilegust. Það er sem sje flutn- ingabrautin, sem höf. vill leggja frá Hvalfirði og alla leið að Kláffossbrú, og láta mæta þar brautinni, sem verið er að leggja þangað frá Borgarnesi. Flutningabraut þessi mundi verða afardýr, varla undir 200 þús. kr., og er það athugandi við not þau, sem af henni mætti hafa, en ekki er hugsanlegt að gætu orðið mjög mikil. Hálssveitungar og Reyk- dælir mundu naumast nota hana, þar sem aðstaða þeirra til brautanna væri sú sama, en leiðin í Borgarnes miklu styttri. Andkýlingar mundu ekki heldur nota hana, þar sem aðstaða þeirra væri ill; en annars vegar fá þeir vörur sínar fluttar sjóveg eftir ánum á mótorbát, og engin ástæða til að þær ferðir leggist niður, efal- þingi verður ekki of sparsamt á styrknum til þeirra. Það eru þá aðeins Lundarreykja- dalsmenn, Skorrdælir og nokkuð af Svíndælum, sem gæti komið til mála að notuðu brautina að nokkru ráði. Eins má athuga það, að 2 mið- stöðvar á flutningunum hjer hlytu að verða til óhagnaðar; þær mundu draga hver frá annari og strjála ferðir, sem bakar ekki lítil óþægindi á fjöl- förnum stöðum. Þá hef jeg heyrt það haft eftir kunnugum mönnum, þar á meðal skipstjóranum af „Ing- ólfi", að innsigling á Hvalfirði sje Afgreiöslustofa Lögrjettu er i Veltusundi nr. 1. Talsími 359. Sögur herlæknisins, eftir Z. Tob., fást í Afgreiðslustofu Lögrjettu. TJtboö. Trjesmiðum þeim, sem eru hluthaf- ar í Völundi, gefst hjer með kostur á, að höggva saman tvær húsgrind- ur. Upplýsingar á skrifstofu fjelags- ins Tilboðin sjeu komin fyrir kl. 12 á Laugard. 18. þ. m. Stjórnin. litlu betri en í Borgarfirði, sem mjer þó skilst vera ein grundvallarástæðan hjá höf. fyrir þessari samgöngubreyt- ingu. En til að bæta úr því akvegaleysi, sem nú er í sýslunni, þó vegir þar yfir höfuð megi heita fremur góðir, þá er annað fyrirkomulag, að jeg hygg, miklu hagkvæmara, til að koma þeim hreppum í vegasamband, sem ekki eru það eða verða, þegar Borg- arfjarðarbrautin er komin að Kláf- fossbrú. Það er: að leggja akfæran veg frá brautinni þeirri nálægt Gufá suður að Ferjukoti, brúa þar Hvítá og leggja hann þaðan alla leið suður á Mannamótsflöt. Þar sem akfær vegur er yfir Hestháls, er þannig Lundarreykjadalurinn og Skorradal- urinn komnir í eins gott vegasam- band og með flutningabraut frá Hval- firði, en að því leyti betra, að veg- urinn yrði líklega nokkru styttri í Borgarnes. En Andakýllinn mundi á þennan hátt komast í ágætt vega- samband, sem hann mundi fara að mestu á mis við af Hvalfjarðarbraut- inni. En hvað brú á Hvítá hjá Ferju- koti snertir, þá er hún næstum óhjá- kvæmileg, hvað sem öðru líður, því það má heita næstum óforsvaranlegt, að hafa slíka stórá óbrúaða, nákvæm- lega í miðju Borgarfjarðarins, þar sem jafnfjölfarið er nú, enda hefur það mál verið til umtals nú um lengri tíma. Hrepparnir fyrir utan Skarðsheiði ættu þá að komast í vegasamband á þann hátt, að lokið yrði við veg- inn af Akranesi inn Skilmannahrepp- inn fyrir innan Fjörur, og á veginn, sem liggur suður að Fjörum að norðanverðu. Af þeim vegi mætti þá leggja akfæran veg inn Hval- fjarðarströndina og yfir í Svínadalinn. Þessir vegir allir hygg jeg að yrðu engu dýrari en flutningabrautin ein saman. Þar sem líka mikið af þeim yrði að leggja þó flutningabrautin kæmi, yrði hún þá að miklu leyti umfram; það er því enginn vafi, að þetta fyrirkomulag yrði ódýrara og hagkvæmara á alla hátt. Vöruskúr á Hvalfjarðarstróndinni mætti þá byggja, þegar Leirsveit- ungum, Strandamönnum og Svín- dælum sýndist hentugra að fá vórur sínar úr Reykjavík þangað, en sækja þær tát á Akranes, en að slíku tel jeg vafasamt, eins og nú stendur, að yrði mikill hagur. 7. B. I^oikliúsíö. Mjer hefur verið sagt að þjóðsöngur Dana hafi verið leikinn öll kvöldin á eftir „Álfhól". Fyrsta kvöldið hefi jeg þá verið farinn út á undan honum. Jeg sat við dyr og fór út með þdm fyrstr. G. M.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.