Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 22.01.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 22.01.1913, Blaðsíða 2
12 L0GRJETTA Þessi mynd er tekin í veislu í Lundúnum hjá hertogafrúnni af Sutherland og eru friðarsamn- ingamennirnir frá Balkanlöndunum gestir hennar: í. E. Scoulondis (g). 3. Veniselos (g). 3. Nikolitsch (s). 4. Novakovitch (s). 5. Mijuskovitch (m). 6. St. Danew, (s). 7. Madjaroff (b). 8. Reshid pasja (t). 9. Paprikoff (b). 10. Popvitch (b). 11. M. Visnitch (s). 12. J. Gennadius (g). 13. Dr. Streit (g). 14. Asquith yfirráðherra. 15. Frú Asquit. 16. Sir. E. Cassel. 17. Hertogafrúin af Marlborough. 18. Lady Castlereigh. 19. Sir Edward Grey. 20. Esher lávarður. 21. Hugh Cesil lávarður. 22. Hertogafrúin af Vestminster. 23. Castlereigh lávarður. 24. Haldane lávarður. 25. Hertogafrúin af Sutherland. g = grískur, s = serbneskur, m = frá Montenegró, t = tyrneskur, b = búlgarskur. Lögrjetta kemur út á hverjum mið- vlkudegt og auk Jiess aukablöð við og við, minst 80 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis S kr. Gjalddagi 1. júli. SamgöDgusamDmgarnir. í 1. tbl. Lögr. þ. á. voru prentaðir samgöngusamningarnir nýju. Síðan hafa þeir verið gerðir að umræðuefni í ýmsum blöðum hjer og eins í Stú- dentafjelaginu nú fyrir skömmu. En bæði þurfa blaðaummælin öll og eins margt það, sem haft er eftir þeim, sem í Stúdentafjelaginu töluðu um málið, leiðrjettinga við. I. Strandferðamálið á alþingi. Alþingi 1912 gaf Thorefje!. eftir frá ársby.vjun 1913 samninginn, sem við það hafði verið gerðui til 10 ára, frá ársbyrjun 1910. Framsögumaður meiri hluta Strandferðanefndarinnar segir það álit hennar, „að ekki sje til neins að halda samningunum að fjelaginu, eða heimta skaðabætur fyrir samningsrof, því að þá verði fjelagið sýnilega gjaldþrota á næsta hausti“. Eignir fjelagsins sjeu veðsettar, svo að engar líkur sjeu til, að skaðabæt- ur fengjust, jafnvel þótt þeirra yrði krafist. Það var ekki útlit fyrir annað en að landið yrði strandferðalaust þetta ár. Um það segir framsögumaður Strandferðanefndarinnar: „Nefndin hefur leitað fyrir sjer, hvort mögulegt væri að fá einhverja til að taka að sjer strandferðirnar næsta ár. Og til þess að gera það aðgengilegra, hefur hún lagt til, að Suðurlandsbáturinn, sem alla sína tíð hefur verið mesti ómaginn, verði lagður niður og við- komustöðum strandbátanna verulega fækkað. En þrátt fyrir þetta hefur nefndin ekki fengið neinar undirtekt- ir úr neinni átt, sem lítandi væri við . . . . Þetta horfir svo við, að fjelagið, sem haft hefur strandferðirn- ar á hendi, er algerlega úr sögunni hvað það snertir, og ómögulegt að fá annað fjelag til þess að taka þær að sjer. Að landsjóður eða landstjórnin fari að leigja eða kaupa skip til ferð- anna, telur meiri hluti nefndarinnar hið mesta óráð o. s. frv.“ Svona er nú hljóðið í meiri hluta Strandferðanefndarinnar, er hún legg- ur fram álit sitt á málinu á síðasta þingi. Það var þó álit allflestra þing- manna, að án strandferða mættum við ekki vera. Hjer var þá staddur formaður hinn- ar íslensku deildar Sam. Gufuskipa- fjel.. Strandferðanefndin hafði átt tal við hann og gat ekkert tilboð fengið frá honum. Síðan átti ráðherra tal við hann og skýrir frá því í þinginu að hugsanlegt sje, að samningar fengjust við Sam. fjel. um strand- ferðirnar, ef slakað væri til í nokkr- um atriðum í samningnum frá 7. ág. 1909, og fer svo um það nokkr- um orðum, í hverju þessar tilslak- anir sjeu fólgnar og óskar að þing- menn láti í Ijósi álit sitt um þetta, en segist þó líta svo á, að stjórnin hafi heimild til þess án samþykkis alþingis, að breyta samningnum. Auðvitað hefur þetta síðan verið tekið til athugunar af Strandferða- nefndinni. og af umræðunum um málið verður ekki annað sjeð en að þingið fallist á þetta. 2. Breytingarnar á samningnum frá 1909. í Rvík (18. þ. m.) fullyrðir J. Ól., að breytingar þessar á samningnum við Sam. fjel. kosti íslendinga alt að 200 þús. kr. á ári, og ísaf. ber þá B. H. Bjarnason kaupm. og Bjarna viðskifta- ráðanaut fyrir einhverju líku. En hvorugt blaðið hefur fyrir því, að færa nokkra minstu ástæðu fyrir þessum ummælum. J. Ól. segir í Rvík, að „breytt sje flokkun varnings þannig, að reiknað er eftir þyngd í stað rúmmáls, eða það gagnstæða, í því skyni að hækka flutningsgjaldið". Þessi breyting á að vera gerð á flutningsgjaldstaxtanum, sem gildir milli Khafnar og íslands. En hjer er aðeins um misskilning að ræða. Það er beint tekið fram í samningnum, að allir farmtaxtar frá Danmörku sjeu óbreyttir. Annað aðalatriðið segir J. Ól. það, að breytt sje „flutningsgjaldi frá Skot- landi í því skyni að gera viðskifti við Skotland örðugri og draga viðskiftin til Danmerkur". Þetta er líka rangt. Nýi samning- urinn breytir ekki heldur flutnings- gjöldunum frá Skotlandi. En þar hafa bæði J. Ól. og aðrir, sem því hafa haldið fram, þá afsökun, að þeir byggja sinn ranga skilning á samningnum sjálfum. Þar stendur: „Flutningsgjöldin milli íslands og Leith breytast samkvæmt meðfylgj- andi gjaldskrá þannig, að þau verða hjer um bil 10% lægri en flutnings- gjöldin milli íslands og Kaupmanna- hafnar “. En heimildin til þeirrar breytingar er í tíu ára samningnum sjálfum, frá 7. ág. 1909, og fjelagið gat gert þá breytingu hvenær sem því þókn- aðist, án þess að leita nokkurs leyfis. Ákvæðin um þetta í samningnum frá 7. ág. 1909 eru þannig (sbr. Stj.- tíð. 1909, B.—D. bls. 180): „Gjald- skrá um fargjöld og farmgjöld skal samþykt af stjórnarráðunum, og mega gjöld þessi eigi vera hærri en til er tekið í samningi um gufuskipaferðir fyrir árin 1908 og 1909, bæði mílli Danmerkur og íslands og Leith og íslands“. Hjer er eigi gerð nein breyting á flutningsgjaldinu frá því sem áður var, heldur endurnýjað um það ákvæði frá eldri samningi. Breytingin, sem hjer er um að ræða, er gerð með samningi við Sam. gufuskipafjel. írá 5. des. 1907, og þá er hún sett inn fyrir tilhlutun kaup- manna hjer í Reykjavík, auðvitað til þess að fá lækkuð flutningsgjöldin frá Skotlandi. Áður hafði verið hærra flutningsgjald á ýmsum vörum frá Skotlandi en frá Kaupmannahöfn; yfir því kvörtuðu kaupmann til stjórn- arráðsins og var þessu þá fyrst breytt þannig, að flutningsgjald af öllum vörum var gert lægra frá Skotlandi en frá Kaupmannahöfn. Töldu kaup- menn hjer, sem kröfuna báru fram, þá viðunandi, að munurinn væri 10%, og inn í samninginn við gufuskipa- fjelagið, sem gerður var 5. des. 1907, komst þá svohljóðandi ákvæði (sbr. SLj.tíð. 1907, B.—D. bls. 246): „öll farmgjöld miJli Leith og íslands, hvora leiðina sem er, skulu talin eftir sama mælikvarða og vera um 10% lægri en tilsvarandi farmjöld milli íslands og Kaupmannahafnar". Þetta ákvæði er svo endurnýjað í 10 ára samn- ingnum (7. ág. 1909), eins og áður er sýnt. En fjelagið hefur að undan- förnu flutt nokkrar vörutegundir frá Skotlandi fyrir lægra flutningsgjald en samningurinn heimilaði því að taka. Breytingin er sú, að nú lætur það ákvæði samningsins ná til allra vörutegunda. Mun nú öllum Ijóst af þessu, að núverandi ráðherra getur alls enga sök átt í þessum breytingum, eða þessari flutningsgjaldahækkun, sem gerð er í fullu samræmi við 10 ára samninginn frá 1909. Svo' er líka þessi flutningsgjalda- hækkun alls ekki eins gífurleg og af er látið. Hækkunin nær til þeirra vörutegunda, sem hjer eru taldar á eftir, og kunnugur maður hefur taliö saman, að samkvæmt verslunarskýrsl- unum hefur flutningur á þeim árin 1909 og 1910 numið þessu, er tekið er meðaltal fyrir bæði árin: Aðflutt frá Leith: Tonn Ýmsar járnvörur (5 sh.) . . 79 Soda, fita, síróp, sápa, fjár- baðlyf.........................68 Bygg, mjel, mais, baunir, hris- grjón, hveiti, bankabygg, kartöflumjel (2,6 sh.) . . 1663 Sykur í sekkjum, kassar og tunnur (5. sh.) .... 506 Kaðlar og fiskilínur (15 sh.) 106 Ostar og svínslæri (5 sh.) . 10 Skipskex í tunnum og köss- um (10 sh.)...................215 Kartöflur (5 sh.) .... 122 Útflutt til Leith: Söltuð sauðskinn og húðir (2 sh.).....................72 Tólg (2 sh.)................... 0,35 Flutningsgjaldahækkunin alls á landinu: a. Til landsins: 785 tonn á 5 sh. -r- 3533 kr. 1663 — - 2Va------- 3743 — 106 — - 15 — — 1431 — 215 — - 10 ------ 1934 — b. Útflutt: 72 tonn - 2 — — 130 — 10771 kr. Ef allar þessar vörur hefðu verið fluttar með skipum Sam. gufuskipa- fje]., þá hefðu flutningsgjöldin að meðaltaii þessi ár hækkað um 10771 kr. til alls landsins. En nú flytja stærri verslanirnar (Ásgeirsson, Zöllner, Ed- inborg og MiJjónafjelagið) mikið með eigin skipum, og auðvitað flytja Thorefjelagsskipin mikið fyrir ýmsar verslanir, svo að ætla má, að helm- ingurinn komi hingað að minsta kosti með öðrum skipum en skipum Sam. fjelagsins. Til þess að finna hækk- unina hjá því nærri sanni, ætti þá að mega deila þessari tölu með 2, að minsta kosti, og verður þá út- koman 5370 kr. Þannig lítur þetta út eftir verslun- arskýrslunum. Nú má segja, að þær sjeu ófullkomnar og að innflutning- ur hafi aukist síðan 1909 og sje að aukast, og má það vel vera. En mjög miklu munar þetta ekki, og hærri en 10 þús. kr. getur flutnings- gjaldshækkunin frá Leith alls ekki verið. En því fer fjarri að gróði fjeJagsins verði þeim mun meiri sem hækkun- inni nemur, samanborið við 1909. Síðan 1909 hafa erfiðispeningar í Leith hækkað afarmikið og kolin orðið 4 sh. dýrari hvert tonn í innkaupi. Fjelagið verður til millilandaferðanna að senda til íslands 5000 tonn af kolum á ári fyrir utan það, sem tek- ið er í skipin til notkunar jafnóðum, og á þau bætast ennfremur 5 sh. flutningsgjaldshækkun á tonn. Það er því skiJjanlegt, að íjelagið noti nú uppfærslurjett þann á flutningsgjald- inu, sem því er heimilaður í samn- ingnum frá 1909. Breytingar þær, sem núver. ráð- herra hefur gert á 10 ára samningn- um, eru gerðar eftir undirbúning á alþingi, og bera Þingtíðindin það skýrt með sjer. Bæði framsögumaður Strandferðanefndarinnar, Óuðl. Guð- mundsson bæjarfógeti, og eins Jón Ólafsson, sem líka var í Strandferða- nefndinni, gera í ræðum sínum ráð fyrir að samningnum verði breytt á þann hátt, sem ráðherra skýrir þing- inu frá að tiltal hafi verið um milli sín og formanns hinnar ísl. deildar Sam. gufusk.fjel., sem hjer var stadd- ur um þingtímann, eins og áður segir. Sama kemur fram í ræðum fleiri þingmanna. Svo er þess að gæta, að breyting- arnar, sem gerðar hafa verið á samn- ingnum, eru ekki eingöngu fjelaginu í hag, heldur er þar líka um íviln- anir að ræða frá þess hálfu, þar sem eru ákvæðin um póstflutning og um aukaferð hingað í desember. Það er og gert ráð fyrir, að nýtt skip verði sett í ferðirnar hingað. Ráðherra, sem Lögr. hefur ítarlega spurt um alt þetta mál og gefið hefur henni upplýsingar um það, segir, að vænta megi betra skips i stað „Yestu“, þótt ekki sje beint loforð um það gefið. 3. Strandferðirnar. Um þær breytingar, sem gerðar hafa verið á flutningsgjöldum og far- gjöldum með strandferðabátunum, er það að segja, að án þeirra hefði alls ekki verið hægt að fá neinar strand- ferðir. Menn voru orðnir mjög hræddir um, að engar strandferðir fengjust þetta ár og þótti afarilt að verða af þeim. Þetta er það besta, sem feng- ist gat, enda hefur Lögr heyrt suma telja strandferðirnar nú betri en áður. Það gerir fjölgun hraðferðanna kring um land, sem mjög hefur verið æskt eftir. Það var sagt á þinginu í sumar af þeim, sem kynt höfðu sjer plögg Thorefjelagsins, að það hefði tapað 30 þús. kr. á ári á strandferðunum og 10—12 þús. kr. á Hamborgar- ferðunum. En á strandferðunum og Hamborgarferðunum siðastliðið ár taldi Thorefjelagið tap sitt 80 þús. kr. Kunnugt er það líka, að Sam. fjel. tapaði einnig á strand- ferðunum meðan það hafði þær áður. Geta menn þá búist við því, eftir slíka reynslu, að nokkurt útgerðar- fjelag taki ferðirnar að sjer með sama fyrirkomulagi að öllu leyti og áður hefur verið og með sömu töxt- um, — þegar flutningsgjöld eru orðin miklu hærri en áður hefur verið. Það væri fjarstæða, að láta sjer detta slíkt í hug, enda má sjá það á Þing- tíðindunum, að við því býst þar eng- inn maður. Þar telja allir það sjálf- sagt, að breyta verði til, og hver eftir annan bendir á, að fyrirkomu- lagið hefði verið alt annað en vera hefði átt. Árið 1912 höfðu skip Sam. fjel., „Skálholt" og „Hólar", 30 þús. kr. ágóða hvort um sig á þeim ferðum, sem þau voru þá höfð í. En sama ár verður stórtap hjer á strandferða- skipunum. Geta menn þá búist við að fá „Skálholt“ og „Hóla“ í ferð- irnar að öJlum skilyrðum óbreyttum? 4. »Austri« og »Yestri«. Það kom til tals á þinginu að kaupa strandferðabátana „Austra“ og „Vestra" og J. Ól. segir í Rvík 18. þ. m. að við hefðum getað fengið þá keypta fyrir 160 þú*. kr. (hvorn), en fjelagið seldi þá nokkru síðar fyrir 185 þús. hvorn. Hjer er áður sýnt, hvert álit meiri hlutu strand- ferðanefndarinnar hafði á því, að landið færi að kaupa skip til ferð- anna. Og svo verður það hvergi sjeð af þingtíðindunum, að það sje rjett, að við hefðum getað fengið bátana fyrir 160 þús. kr. hvorn, enda getur það ekki annað verið en einhver misskilningur, að fjelagið mundi vilja seJja bátana hingað fyrir lægra verð en það, sem annarstaðar var fáanlegt fyrir þá. í þingræðu sem, J. ÓJ. heldur 16. ág. (Alþt. B. III. dlk. 222) segir hann: „Fjelagið býður nú land- inu skipin fyrir 10 þús. pd. sterl. — 180 þús. kr. — hvort, og er það 11 þús. kr. minna en fjelagið gæti feng- ið fyrir þau nú“. í ræðu, sem hann heldur næsta dag (17. ág.) segir, að það liggi hjer tilboð frá Thorefjel. um leigu eða kaup á bátunum og „eiga þeir að kosta 169 þús. hvor. Hinsvegar er það vitanlegt, að fjel. hefur fengið 10,000 pd. sterl. tilboð í hvorn bát“. (Alþt. B. III. dlk. 669). Svo kemur nú 3ja talan í „Rvk.“, 160 þús. kr. fyrir hvorn bát. 5. Umniæli »ísafoldar.« Það er óvarlegt af ísaf. 18. þ. m. að fara að hrósa Thore-samning Björns Jónssonar í sambandi við til- vitnanirnar í þá B. H. B. og við- skifta-Bj. Strandferðir þær, sem Thorefjel. íjekk að taka að sjer 1909 voru sem sje ekkert annað en tilboð Sam. gufusk.fjel., sem lagt var fyrir alþing 1909 (Alþt. 1909, þingskj. 679). Þar eru hraðferðirnar 4 og Suðurlandsferð- irnar sjerstakar. Ekki ein vitund af því er hugmynd Björns Jónssonar nje Th. E. Tuliníusar. Það er frá upphafi tilboð frá Sam. fjel. og þar upp fundið. En. B. J. sýndi fjelaginu þá kurteisi að taka tilboð þess og hug- mynd og láta Tulinius fá þetta á bak við fjelagið. Og vandræðin nú stafa af því, að B. J. samdi þá ekki við Sam. fjel., heldur við miður ábyggilegt fjelag, sem sýnt hefur að það gat ekki staðið við loforð sín. Ef Thorefjel. hefði ekki gengið úr skaftinu, þá hefðu engar ráðstafanir þurft um strand- ferðir og engar samningabreytingar. Öll hækkunin, sem ísaf. reynir að gera svo mikið úr, er því beinlínis ráðstöfunum B. J. að kenna. Það er ekki einu sinni hægt að hrósa honum fyrir flutningsgjaldstaxtana, sem ákveðnir voru 1909, því í þeim samn- ingi er skírskotað til þeirra taxta, sem fyrirrennari hans (H. H.) hafði áður fengið framgengt, 1907 og 1908. B. J. gerði það eitt, að tefla úr höndum okkar samningsgerðinni um millilandaferðirnar, sem H. Hafstein, eftir samkomulagi við innanríkisráð- herrann, hafði haft einn með hönd- um áður, einnig íyrir danska tillagið, og leggja það í hendur innanríkis- stjórnarinnar dönsku, sem var og er aðalsemjandinn við Sam. gufuskipafjel. síðan 1909. Að ummælum „Ingólfs“ um málið þarf ekki að eyða orðum sjerstaklega. Þau eru svo hringlandi vitlaus í mörg- um greinum að engri átt nær. „Stjarnan frá austri“ heitir nýtt trúarfjelag, sem maður frá Austur- Indlandi, J. Krishnamurti, hefur stofn- að og fær til og frá ekki fáa fylgj- endur. Hann boðar stríð á móti van- trúnni, en leggur að jöfnu öll aðal- trúarbrögð mannkynsins, vill engan mun gera trúaðra manna, hvort þeir sjeu kristnir, Búddatiúar eða Múha- meðstrúar o. s. frv., en mótsetning þeirra eru vantrúarmennirnir innan allra þessara trúarbragða. Mylius-Erichsen norðurfara, sem fórst á Grænlandsjöklum fyrir 5 árum, hefur í vetur verið reist minnismerki í Khöfn, ásamt ferðafjelögum hans tveimur, sem með honum fórust. Minnismerkið er við Löngulínu og var afhjúpað 5. desember.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.