Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 29.01.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 29.01.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: Þórarinn b. Þorláksson. Veltnsundi 1. Talsími 359 Rlts tj ori: f’ORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsiml 178. M Reykjavík 29. Janúar 1913. VIII. áríf. I. O. O. F. 93I3I9- Þjóðmenjasafnið opið á sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. ( læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1, og 3. md. ( mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. 11—1 alla daga. Islands banki opinn 10—2T/j og 5Va—7. Landsbankinn io'/i—21/*. Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. . 12—3 og 5—8. Okeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á hverjum laugard. kl. 7—8 síðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus FjeldstedU YílrrJettarmAlaffcersIumaOur. Lækjargata 2. Heíma kl. 11 —12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyDS ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. t Eiríkur meistari Mapússon í Camliriöge á Englanfli. Hann andaðist síðastl. laugar- dag, 25. þ. m., á spítala í Lund- únaborg, liafði verið fluttur þangað veikur að heiman frá sjer fyrir skömmu og legið þar um hríð. Vantaði hann aðeins fáa daga á áttrætt, er hann ljetst. Hann var fæddur á Berufjarðar- prestsetri í Suður-Múlasýslu 1. febr. 1833, sonur Magnúsar Bergssonar prests, síðast að Eydölum í Breið- dal, og Vilborgar Eiríksdóttur frá Hofl'elli. Voru foreldrar hans bæði af gömlum og góðum ættum. Ei- ríkur ólst upp þar eystra lijá for- eldrum sínum, þar til hann fór í laiínuskólann, en þaðan útskrifað- ist hann 1856. Eftir það var hann um tíma kennari á ísafirði, en fór á prestaskólann 1857 og útskrifað- ist þaðan 1859. 1857 kvæntist hann Sigríði Einarsdóttur, úr Reykjavík, og lifir hún mann sinn. Að náminu loknu varð Eiríkur skrifari hjá landfógetanum og bæj- arfógetanum hjer í Reykjavík, Vil- hjálmi Finsen, og var það til 1862. En þá fór hann til Englands og liefur síðan að mestu alið aldur sinn erlendis. í fyrstu fór hann til Englands til þess að geía út endurskoðaða útgáfu biblíunnar. Síðan var hann nokkur ár, 1863—66, á ferðalagi um ýms lönd Norðurálfunnar. Veturinn 1865—(>6 dvaldi hann í Barís, en vorið eftir fór liann aft- ur til Englands og var þar búsett- ur alla æfi síðan. En við og við hefur liann komið hingað til lands- ins, siðast 1898. Sumarið 1871 lerðaðist hann hjer víða um land með enska skáldinu William Morris. Voru þeir lengi samverkamenn við ritstörf og miklir vinir jafnan. Sumarið 1890 dvaldi Eiríkur einn- ig hjer heima, og þá að mestu hjá föður sínum í Eydölum. Varð Magnús prestur faðir hans mjög gamall og lijelt góðri heilsu frarn til hins síðasta. 1871 varð Eiríkur bókavörður við háskólabókasafnið í Cham- bridge, og því emhætti hefur hann gegnt síðan. 1878 var liann gerð- ur »Master of Arts« (meistari) við háskólann sakir verðleika og hon- um veitt öll háskólarjettindi. Sama ár ferðaðist hann um Norðurlönd hl þess að kynna sjer rúnasteina, °§ hafði til þeirrar farar vísinda- fjárstyrk frá Bretlandi. Liggja eftir hann ýmsar ritgerðir um rúnir í enskum vísindaritum. Jf __.. V 2Æ , Eiríkur meistari Magnússon. Ritverk Eiríks Magnússonar eru mörg og margvísleg, og má sjer- staklega nefna þýðingar hans af íslenskum ritum á ensku, er allar þykja ágætlega gerðar, og hefur hann mjög mikið unnið að því, að útbreiða meðal Englendinga þekk- ingu á íslenskum bókmentum. Hann hefur þýtt á ensku mikið úr fornsögunum og úrval úr þjóðsög- um Jóns Arnasonar. »Lilju« Ey- steins Ásgrímssonar hefur hann þýtt í Ijóðum, og greftrunarsálminn okkar, »Alt eins og blómstrið eina«, eftir Hallgr. Pjetursson, ásamt mörgu fleiru. Einnig hefur hann þýtt ensk rit á íslensku, svo sem leikrit Shakespeare’s »Storminn«. Merkar ritgerðir liggja og eftir liann um norræn vísindi, auk þeirra, sem hjer er getið. í grein, sem Ben. Þórarinsson kaupmaður hefur rit- að um E. M. í »Óðinn« (III. árg. 11. bl.) er getið margra ritverka hans. Oft hefur E. M. gripið fram í umræður íslenskra mála, svo sem er Landsbankinn var stofnaður, og átti hann þá í snörpum blaða- deilum út úr því máli. Eftir öskufallið 1875 átti hann upptök að samskotum í Englandi til þess að bæta úr tjóninu, og var honum falið að fara út hingað með samskotafjeð og ráðstafa því. Aft- ur gekst hann fyrir samskotum hingað í harðindunum, sem gengu yfir landið 1882, og var honum þá enn falin öll ráðstöfun samskota- fjárins. í bæði skiftin varði hann fjenu til kornvörukaupa, er hafðar skyldu til gripafóðurs. Hafði E. M. mikið fyrir þessu og sýndi i því mikin áhuga og dugn- að. Hlaut líka fyrir almennar vin- sældir. En í bankaþrætunni, sem liófst um þetta leyti, fjekk hann marga inótstöðumenn og var sú deila hvöss frá báðum liliðum. an hátt til þess unnið, að minn- ingu hans sje í heiðri haldið af löndum hans. Uppreisn í Konstantínópel. Ungtyrkir taka aftnr völdin. Nasim pasja yfirhersliöfðingi tekinn af lífi. Símað er frá Khöfn 24. þ. m.: »Stjórn Tyrkja hafði á miðviku- daginn (22. þ. m.) ákveðið, að af- sala Adríanópel í hendur sam- bandsríkjanna, en þá rjeðst her- lið, sem Enver bey stýrði, á stjórn- arhöllina og tók hana herskildi. Stjórnin var neydd til að leggja niður völd og yfirhershöfðinginn Nazim pasja var tekinn af lífi. Mahmud Schevket pasja var gerð- ur stórvesír, en Enver bey var falin yfirstjórn hersins. Tyrkir vilja enn ólmir berjast til þraut- ar. Stórveldin eins og þrumu- lostin. Alleiðingarnar ófyrirsjáan- legar«. Eiríkur varð til þess, er verst stóð fjárhagur Jóns Sigurðssonar forseta, að útvega honum Qárstyrk í Englandi út á bókasafn hans, svo að hann þyrfti ekki að leggja niður starf sitt og taka annað fyrir sjer til lífsuppeldis. Þetta var skömmu eftir 1860. Auk bókavarðarstarfanna hefur Eiríkur verið kennari við liáskól- ann í Chambridge, svo að hann hefur jafnan haft mikið að starfa. En hann hefur jafnan verið dugn- ar- og starfs-maður, og gáfumaður var hann mikil og lærdómsmaður. Hann var meðal annars mjög vel að sjer í tungumáluin, og ensku var hann talinn rita eins og þeir, sem best gerðu það af innlendum mönnum. Eiríkur Magnússon liefur á niarg- Mahniud Schevket pasja. Þetta eru miklar frjettir og koma á óvart. Stórveldin höfðu, eins og frá var skýrt í siðasta tbl., komið sjer saman um þá tillögu til frið- ar og sáttagerðar, að Tyrkir ljetu Adrianópel af hendi við sam- bandsríkin. En á Lundúnafund- inum höíðu fulltrúar Tyrkja neitað þessu, og af útlendum blöðum frá þeim tima er svo að sjá sem Tyrkir sjeu þar alls ekkiaðþrot- um komnir með vörnina. Það er sagt, að þeir sjeu þar allvel byrgir af vistum, en margir menn af liði þeirra þar höfðu haft sig burtu meðan á vopnahljenu stóð. Nú hefur stjórnin í Konstan- tinópel, Kíamils-ráðaneytið, ekki treyst sjer til að mótmæla lengur, í Amerríku hefur verið fundið upp á nýjum iþróttaleik, sem kallaður er AutómóbiLpóló og er talinn áhættumeiri og vandameiri en allir aðrir iþróttaleikir. Til leiksins þurfa tvær bifreiðar og eru tveir menn á hvorri, og stýrir annar, en hinn stendur á fótaskörinni ineð kylfu í hendi. Svo þreyta þeir á þennan hátt knattleik, eiga hvor um sig að verja knetti að komast yfir vissa takmarkalínu, en hinn sækir á. Mynd- in hjer sýnir þennan leikk. Hann var í fyrsta sinn leikinn á svæði, sem var 1100 feta langt og 800 feta breytt. Mörg slys hafa orðið í þessum leikjum, en því meir er nú eftir þeim sótt. er stórveldiu fóru að hlutast til um málið. Þá eru það Ung-Tyrkir, sem koma til sögunnar. Mahmud Schevket pasja, sem nú er tek- inn við stjórninni, hefur verið aðalforingi þeirra. Enver hey er nýlega kominn heim til Konstan- tinópel. Hann hefur frá því í fyrra vetur verið suður í Trípólis og haft þar yfirforustuna í vörn- inni gegn ítölum. Hann tók sig upp frá Berlín, — því þar hafði hann verið einn af fulltrúum Ung- tyrkjastjórnarinnar, — þegar Trí- pólisstríðið stóð sem hæst, og hon- um var þakkað það, hve gott skipulag komst á her Tyrkja og Araba þar syðra bæði i vörn og sókn. Það, að Nazim pasja er tekinn af lífi, sýnir, að Ungtyrkir vilja skella á herstjórn hans sökinni fyrir ófarirnar í stríðinu við sam- bandsþjóðirnar. Hann var her- málaráðherra, er stríðið hófst, og þá var yfirstjórn hersins falin öðrum, Abdullah pasja, en var brátt af honum tekin, og tók þá Nazim pasja sjálfur við. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Hið íslenska Fræðafjelag í Kaup- mannahöfn ætlar í ár að byrja að gefa út hina nafnfrægu jarðabók þeirra Árna Magnússonar og Páls lögmanns Vídalíns, hina langmerkilegustu jarða- bók, sem til er um ísland. Fræðafjelagið mun áður en langt um líður senda umboðsmönnum sin- um boðsbrjef um jarðabókina. Verða aðeins prentuð tiltölulega fá eintök af henni, eitthvað 250 til 350, eða lítið fleiri en liklegt er að fáist áskrif- endur að. Bókin verður því brátt sjaldgæf og mun halda hinu upphaf- lega verði nokkurn veginn. Allur frágangur á bókinni mun eiga að verða mjög vandaður. Jólaharpan. Nú er hún komin Ut í fjórða skifti með 14 lög hvert öðru fegurra. Og henni er samferða 2. tölublað af „Hljómlistinni". En til hvers er hann Jónas að þessu? Ekki gerir hann það til að græða fje á því. Það eru meira að segja litlar likur til að hann lifi það, að fá inn allan kostnaðinn. Jeg spurði Jónas einu sinni að því i gamni, hvað selst hefði af Passíusálmunum það árið. „Þeir hafa selst furðanlega", mælti Jónas hlæjandi. „Það hefur selst eitt eintak á Akranesi!“ Líklega eru enn til heilar sýslur, þar sem ekkert eintak selst af bókum Jónasar, svo árum skiftir. En Jónas heldur samt áfram og og er hvergi deigur. Það er sjaldgæft á þessari „akta- skrifta-öld“ að sjá menn vinna meira en laun koma fyrir. Hitt er þó enn þá sjaldgæfara, að sjá mann vinna ár eftir ár fyrir alls ekki neitt og leggja fram efni sín að auki. En þetta gerir Jónas. Er ekki von að menn hristi yfir honum höfuðin. Hann hlýtur að vera — „eitthvað undarlegur í höfðinu". Nei. Jónas veit að hann vinnur að góðu máli. Hann vinnur að aukn- ing og sóma íslenskra bókmenta. Heiðurinn af verkinu eru einu launin hans. Þótt ekki fræðist nema tíu af honum í ár, geta þeir orðið hundrað næsta ár, og sú kemur tíðin, að ís- lendingar þakka Jónasi fyrir starf hans. Líklega verður hann þá dauður. Jæja. Betra er seint en aldrei. Ný- lega hafa menn haldið hátíðlegan aldar-afmælisdag manns, sem vann að þessu sama. Hann átti ekki mikið betri viðtökum að fagna á meðan hann lifði, en Jónas á nú. Hans mesta gleði var meðvitundin um vel unnið verk. Meðal þeirra laga, sem nú eru í Jólahöipunni, er „Hærra, minn guð, til þín“, lag, sem hjer er ókunnugt. Þetta lag segir Jónas að hafi verið leikið á „Titanic", er hún sökk, og mun hann fara þar með fulla vissu. Ljóðin í Jólahörpunni eru stund- um hálfgerður leirburður og málið á „Hljómlistinni" hálfgert hrognamál. Jónas þyrfti að vanda þetta betur. Dæmi nenni jeg ekki að vera að tína saman, nema jeg sje til neyddur. G. M. Heilsuhælid. Tveir ís- lenskir bændur í Canada, Jón Sveinsson og Magnús Hinriksson, báðir Sunnlendingar, hafa sent Heilsuhælinu rausnarlegar gjafir, 100 dollara hvor þeirra. Magnús á fyrir konu Kristínu Þorsteins- dóttur frá Haughúsum á Álfta- nesi. Kona Jóns er Þóra Gísla- dóttir frá Halakoti í Hraungerðis- hreppi. Þeir Jón og Magnús segja: »Yið sendum þetta til minningar um konurnar okkar, sem hafa barist með okkur gegn um lifs- og landnáms-stritið«. G. Björnsson.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.