Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.02.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 05.02.1913, Blaðsíða 1
 Afgreiðslu- og innheimtura.: ÞÓRARINN B. ÞORLÁKSSON. 'V’eltusundi 1. Talsimi 359 Ritstjori: F’ORSTEINN gíslason Pingholtsstræti 17. Talsími 178. M 6. I. O. O. F. 94179 Þjóðmenjasafniö opið á sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækmng ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—I. Tannlækning ók. (í Pólthásstr. 14) 1. og 3. md. f mán. n—1. Landakotsspftaii opinn f. sjúkravitj. 11—1 alla daga. Islands banki opinn 10—2r/a og 5*/»—7. Landsbankinn io'/a—21/.. Bnkstj. viö 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Okeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á hverjum laugard. kl. 7—8 síðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—I. Lárus Fjeldsted« Tflrrjettarmklafærslumiður. Læbjargata 2. Heima kl. 1 1-12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Aðalfundur í „Fram“ verður lialdinn í Goodteraplara- húsinn næstk. laugardag (8. þ. ra.) kl. 872 e. h. Stjórnar- og nefnda-kosning. Fjelagar fjölmenni! Balkanmálið. Yopnahljenu slitið. Símað er frá Khöfn 31. f. m.: »Vopnahljenu er slitið. Stríðið getur byrjað aftur á mánudag. — í svari sinu slógu Tyrkir úr og í«\ Nánari fregnir eru nú komnar í útlendum blöðum um stjórnar- byltinguna í Konstantínópel. Kia- míl stórvesir hafði kvatt marga helstu menn þjóðarinnar á fund til þcss að ráðgast um við þá, hvernig svara skyldi tillögu stór- veldanna um afsal á Adrianópel og eyjunum í Grikklandshafi. Vildi fundurinn fallast á tillögu stórveldanna, og var honum svo slitið. Ráðherrarnir komu svo saman á fund í stjórnarhöllinni til þess að semja svarið til stórveldanna. Það var um miðjan dag. Þá var gerður aðsúgur að höllinni, er s^’nilega hafði verið undirbúinn fyrirfram. Enver bey kom þang- að ríðandi og með honum nokkrir herforingjar aðrir. Var honum tekið með fagnaðarópi. Vildi hann fá að tala við stórvesirinn og gekk inn til ráðherranna, þólt reynt væri að aftra því. Varð sá endir á viðtali þeirra, að Ivíamil sagði af sjer, og cr sagt, að sol- dán ætlaði varla að trúa því, er liann heyrði að svo væri komið. Um kvöldið var svo Mahmud Shevket skipaður stórvesír. Það er nú sögð meira tilviljun en áform Ung-Tyrkjaforingjanna, að Ná/im pasja misti lífið. Hafði verið skotið á Enver bey, er hann kom til stjórnarhallarinnar, ofan úr einum glngganum, og er því skoti var svarað með öðru að utan, varð fyrir því yfirhershöfð- inginn, segir sagan. En mjög er hætt við, að fregnir frá Kon- stantinópel um byltinguna sjcu ekki sem áreiðanlegastar. Rortúgal. Þar eru nýafstaðin stjórnarskifti og var foringa fram- sóknarfloksins, Almeida, falið af Arriago forseta að mynda nýtt ráða- neyti. Formaður ráðaneytisins, sem frá fór, hjet Duarte Leite. Reykjnvík 5. Febrúar 1913. „Kaffltín" drekka allir peir, er vilja íá góðan, óskaðlegan og ódýran kaffidrykk. — Jafngildir 1 pundi af brendu og möluðu lcaffi og pundi af export. Fæst á aðeins 80 aura pundið hjá Sveini Jónssyni, Templarasundi 1, er einnig ■—II hefur til sölu Gibs-Róscttur ojí lista og niikið úrval af Betrekki. Kaupmenn snúi sjcr til Sveins M. Sveinssonar, p. t. Havnegade 47. Köbenhavn. Vegamál JorgfirBinga. Ekki er það nema eins og geng- ur og gerist þó allir verði ekki á eitt sáttir, er um nýar vegastefnur, brúa- gerðir o. þvíl. er að ræða. Þess vegna kom mjer ekki á óvart, þóein- hverir kynnu að hafa aðra skoðun en jeg um brautir í Borgarfjarðarsýslu. Það, sem m. a. hvatti irig til að láta í Ijósi skoðun mína á því máli, var, að jeg þóttist kunnugur hjerað- inu og geta litið óhlutdrægt á vega- mál þess, þar sem engin eiginhags- munahvöt getur í því efni áhrif á mig haft. Athugasemd J. B., í Lögr. VIII. 3. gefur mjer ástæðu til að minnast enn lítið eitt á þetta mál. í grein minni: „Borgarfjarðarsýsia og framtíð henn- ar“, benti jeg lauslegaá, hversu gera mætti aðalbrautina vegfæra að sum- ariagi með litlum kostnaði. Nú skal jegnákvæmar skýra þá hugsun mína. Góður akvegur er frá Kláfossbrú að Flóku; á þeirri leið þyrfti aðeins lítilsháttar viðgerð á ásnum hjá Stóra- Kroppi. Flóku má auðvitað fara á vaði neðar, en betra væri að fá brú á hana nálægt veginum og nokkurra faðma vegspotta að norðanverðu. Svo er góð akbraut suður á syðri brún Fossatúnsmeia, með lítilli lög- un í hailanum norðan í þeim. Af melunum ofan að Grímsá þarf veg- spotta (2—300 faðma?), og smávið- gerðir á Götuás. Svo er gerður vegur yfir Hestháls að Andakílsá, og sljettar eyrar þaðan að Geldinga- draga, sem lítið þarf við að gera. Sá hluti Dragans, sem ekki er þegar lagður vegur á, mun vera um 2 km. Kornahlíð má með litlum kostnaði laga, þar sem þarf; því mest öll er hún dágóð akstri, og alt út fyrir Þórisstaði að vatnsvikinu. Þá þarf að gera veg, sem fer smáhækkandi með hægð út hlíðina til Móadals, og mun það vera rúmlega 3 km. leið. Á þeirri ieið yrði að brúa Kúhallar- dalsá fyrir öfan eyrarnar, og er hún þar í þrengslum, að eins dálítið gil. Móadal má gera færan vagni með ruðningi, og alla leið að sjó hjá Saurbæ; því á þeirri leið eru mest melar. Kostnaður við vegagerð á líku landi og hjer um ræðir, er 1800— 2000 kr. km., að verulegum brúm frátöldum. Þessa aðalbraut Borg- firðinga, að meðtöldum brúm á Flóku og Kúhallará, mundi því mega gera vel akfæra að sumarlagi fyrir 15— 18,000 kr. og er það talsvert minna en 200 þúsund. — Brýr á hinar árn- ar, sem allar hafa ágæt vöð á leið- inni, bíða betri hentugleika. Hjer er fylgt þjóðveginum gegn um Borgfs., nema að því leyti, að yfir Ferstikluháls er farið lítið eitt utar, af því þar er hægari yfirferð en um Leirdal, þar sem gatan nú liggur. Hjá Saurbæ er 15 m. dýpi upp við fjörusand, jafndjúpt og í mynni Borgarfjarðar út á móts við Mela, þar sem hann er dýpstur, svo grynn- ist hann, þessi mjói áll, sem skip- gengur er, og er 5,5 m. móts við Höfn, en 2,8 á skipalegunni fyrir utan Brákarey, og þaðan næstum þurt til lands í Borgarnesi um fjöru. En Hvalfjörður má heita allur hreinn, og dýpið 25—70 m. á innsiglingar- leiðinni. Hvað því gæti valdið, að „innsigling í Hfj. væri lítið betri en á Bfj.“, er mjer dulið. Fyrir utan rými leiðarinnar og dýptarmismun- inn, hjelt, jeg að væri munur á brimi, straumi og ísreki í fjörðum þessum. Það sje fjarri mjer að arnast við því, að lagður yrði vegur frá Manna- mótsflot um Hvítárvelli að Gufárbrú. Mýrasýslubrautin upp frá Borgarnesi og Borgfirðingabrautin sunnan frá Hvalf., mætast eins og sperrukjálkar um Kláfossbrú. Hvítárvallabrautin, sem J. B. ræðir um, yrði eins og skammbiti í þessari sperru, og stytti talsvert leiðina milliatánna. Það gæti munað 2 — 4 stundum, eftir því, hve hratt væri farið. En til að geta veitt sjer æskileg þægindi þarf góð fjárráð. Ástæðan til þess, að jeg mintist ekki á þessa Hvítárvallabraut, er, eins og jeg og J. B. tókum fram, að Anda- kíll á allgreiða vatnaleið til aðdrátta, og auk þess, að braut þessi yrði of dýr móts við notin af henni. Yegalengdin er að vísu ekki nema um 7—8 km. En það er mjög tor- fær vegarleið. Landleiðin er mest mýrar, sumar mjög votlendar og djúpar, og klettaásar á milli, erliggja þvert fyrir vegarstefnunni. Svo er Hvítá á leiðinni. Brúarstæði er á henni milli Búðahöfða og Ferjuhöfða. En áin er þar, að jeg hygg, a. m. k. hálfu breiðari en t. d. Ölfusá, þar sem brúin er yfir hana. Hvað kost- ar hún? Þar væri líklega óhætt að nefna 200 þús. kr. Þær hafa það til, árnar þarna, að bregða á leik, þegar vel liggur á þeim. Þá kemur fyrir, að Norðurá skvettir sjer um sundið fyrir vestan Ferjuhöfða, og Hvítá teygir arm sinn milli Búða- höfða og Hvítárvalla. Er þá að hvor- ugum enda Hvítárbrúar fært, nema álíka dýrar brýr komi á sund þessi einsog ána. Og í hvorugu sundinu mundi vegur fá staðið fyrir þeim. Því miður er jeg hræddur um, að það dragist að setja skammbitann í, þó æskilegt væri; en að reisa sperr- una er vel vinnandi, og má sem minst dragast. Borgfirðingur geta sjálfir smíðað sinn kjálka, svo bót sje að í bráð. Og þeim er stórskaði að bíða með það. En að hvorri tánni þeir fremur sækja, fer eftir þvi, sem reynslan sýnir að hagkvæmara sje. Þó allar árnar á Borgfirðingabraut með tímanum yrðu brúaðar, gæti varla orðið dýrara en um lU af kostn- aði við brú á Hvítá hjá Ferjukoti. Við megum ekki, J. B. minn góður, gera neitt til þess, að glepja hugi manna frá þeim framkvæmdum, sem ekki eru kröfum þeirra ofvaxnar og horfa til mikilla hagsbóta, með því að ota framan í þá öðrum umbóta- störfum, sem þeim eru ókleif, þó ein- hverjum kynni til hags að horfa, ef gerð yrðu. Það er betra að vera nokkuð „hátt uppi“ en alt of lágt niðri. B. B. St|órnarsklfti í loregi. Sírnað er frá Khöfn 1. þ. m„ að Gunnar Knudsen sje orðinn yfirráðherra Norðmanna og jafn- framt landbúnaðarráðherra, Cast- berg verslunarmálaráðherra og Ihlen utanrikismálaráðherra. Stjórnarskifti þessi eru sjálf- sögð afleiðing af kosningunum í Noregi síðastl. haust. Bratlies- ráðaneytið, sem studdist við hægri- menn og miðlunarmenn, og að- eins hafði fyrir kosningarnar lít- inn mciri hluta í þinginu, beið mikinn ósigur i kosningunum. Stjórnarflokkurinn náði aðeins 24 þíngsætum, en vinstrimenn 76 og jafnaðarmenn 23. Bratliesstjórnin vildi fara frá þegar eftir kosningarnar, en for- ingjar mótstöðuflokksins vildu ekki taka við fyr en þing kæmi saman, og er það föst regla í Noregi, að stjórnin leggi ckki nið- ur völd sín nema í hendur þings- ins, eða fari eigi frá ncma þing standi yfir, og byggist þetta á orð- um Jóh. Sverdrups þar um, cr vinstri menn vilja halda í heiðri. Hann sagði, að alt valdið ætti að vera í sal Stórþingsins. Þessi nýja stjórn hefur alt útlit fyrir sjer til þess að geta orðið öflug. G. Knudsen hefur áður verið yfirráðheira, frá 1908 til 1910, ogí ráðaneytinu hafði liann tvívegis áður átt sæti. Hann er fæddur 1848, er verkfræðingur og auðmaður mikill, á bæði jarðir og verksmiðjur. KÚMlanrt oj» tlnngólía. Rússland hefur nú undanfarið, með hægð og lagi, aukið töluvert valdsvæði sitt í Austur-Asíu. Með- an stóð á byltingunni í Kina varð uppþot í Norður-Mongólíu oghún lýsti yfir, að upp frá því væri hún sjálfstæð. Þetta er 20—30 þús. fermilna landsvæði norður við Síberíu, en strjálbygt, með V2 milj. íbúa, sem eru af Mongóla- og Tatara-kyni, Buddatrúar, og er þar prestaveldi. í nóvember í haust gerði Rússastjórn samn- ing við hina nýju stjórn í Mon- góhu og hefur Rússakeisari lýst þar yfir því, að hann viðurkenni sjálfstæði landsins og tekið að sjer verndun þess. Upp frá því hefur sendiherra Rússa í Peking komið þar frarn fyrir hönd Norður- Mongólíu, og samninga út á við getur hið nýja ríki ekki gert nema með samráði við Rússa. Rúss- land á að leggja landsmönnum til vopn, en í þess stað fær það einkarjett til námareksturs í land- inu o. fl. Þessi samningur vakti megna óánægju í Kína, ekki síst vegna þess, að menn óttuðust þar, að það yrði til þess að ýta undir Eng- lendinga íTibet, svo að þeir færu þar eins að. Nú um rniðjan síðastl. mánuð komu líka þær fregnir að austan, að enskur her liefði haldið inn yfir landamærin í Tíbet og farið væri að semjaþar af Englending- um við fulltrúa frá Dalai Lama um, að England tæki að sjer vernd yfir Tíbet. Stjórnin i Kina hafði gert fyrirspurn um það í Lundúnum, hver væri tilgangur Englendinga með þessu, en svar þeirra er enn ekki kunnugt. Auðæfi a S|)itsbergen. Nú eru menn farnir að dvelja norður á Spitsbergen hæði sum- ar og vetur. Það er verið að rannsaka landið, og á hverju sumri kemur nú þangað fjöldi ferðamanna. Eins og kunuugt er hefur norska ríkið reist loftskeyta- stöð á Spitsbergen, er stendur í sambandi við stöð á Ingö við Hammerfest, og er sú stöð ný- lega fullgerð. 5 menn eru i vetur við stöðina á Spitsbergen. Ameríkst fjelag hefur siðustu missirin rekið kolanámuverk á Spitsbergen. Síðastl. vetur unnu þar í námunum milli 80 og 90 manns og fengu um 25,000 tonn af góðum kolum. Nú i vetur er sagt, að 200 menn vinni þar, og þar við námurnar er nú sem óð- ast verið að korna upp ýmsum vni. árff. hyggingum.— Norðmenn eiga líka kolanámur á Spitsbergen. Og svo er talað urn, að Englendingur, sem á siðustu sumrum hefur dvalið þar nyrðra, hafi fundið þar marmara. Lika er talað um, að þar muni vera gull, en lítið mun á því að byggja enn seni komið er. Loftskeytasainbönd Fng/- landg. Það hefur lengi verið í undirbúningi, að komið yrði á loftskcytasamböndum milli Eng- lands og nýlendna þess í öðrum heimsálfum. Nú er kominn á samningur um stöðvabyggingar við Markonífjelagið. Samkvæmt þeim samningi á fjelagið að byggja fyrir ensku stjórnina 8 stöðvar og xostar hver þeirra um sig 60,000 rd. sterl., þar með þó eigi taldir grunnarnir og tilheyrandi hús. Rorgun á fjelagið þó enga að fá yr en stöðvarnar hafa verið reyndar í 6 rnánuði og staðist þá raun. Á hverri stöð eiga að vera 4ar turnstengur 300 feta háar. Þessar stengur úl af fyrir sig kosta 32,500 pd. sterl. á hverri stöð. Nýlega var tekin sú ráðstöfun, að grunnar undir stöðvar skyldu keyptir í Englandi, Egyftalandi, Austur-Afriku, Bangalore, Singa- pore, Ástralíu og Suður-Afríku. Itiilt>aría og Rúmenía. Milli þoirra ríkja kom upp deila í vetur, er stríðið hætti á Balkan- skaganum. Rúmenia hafði setið hjá, en gerði nú kröfu til að fá endurgjald fyrir afskiftaleysið og vildi fá landaukning á kostnað Búlgaríu. Var deilan út af þessu orðin svo skörp um eitt skeið, að gert var ráð fyrir, að Rúmenir færu með her inn í Búlgaríu og tækju það land, sem deilan var um. Um sama leyti var sagt, að einn af ráðherrum Rúmeníu sæti suður í Konstantínópel á ráð- stefnu við stjórn Tyrkja og væri verið að brugga bandalag milli Rúrnena og Tjrrkja. En ekki virðist þó neitt hafa orðið úrþvi, og þrætumálið milli Búlgaríu og Rúmeniu mun enn óútkljáð. Frá Suöurlieimskauts- lönduiiuiu. Þjóðverjinn dr. Vil- helm Filchner kom snenrma í janúar til Buenos Aires í Suður- Ameríku úr ransóknarför til Suð- urheimskautslandanna. — Hann lagði á stað í förina frá Ham- borg á skipinu »Deutschland« 3. mai 1911 og gerði þá ráð fyrirað vera burtu 3lU ár. Filchner er óberstlautinant frá Bayern og er áður kunnur fyrir ferðalögi Asíu. Hann segist hafa fundið nýtt land þar syðra og skírt það »Kong Luitpolds land«. Ymir vísinda- menn voru með honum i förinni. Skipstjórinn á »l)eutschland«, Vahsel, Ijetst í ágúst í sumar. Annars lætur F. vel af liðaninni og eins af árangri fararinnar. Þó ætlar F. að leggja á stað suður aftur seint á þessu ári. Koahl Aninndscn. Það er sagt, að prinsinn af Monaco hafi boðið að leggja fram 50 þús. kr. til kostn- aðins við norðurheimskautsför hans á skipinu »Fram«, sem nú stendur til, eins og kunnugt er. Auðvitað hefur slíku boði verið tekið með þökkum. Amundsen er nú í Ameríku.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.