Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.02.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 12.02.1913, Blaðsíða 1
Afgreiöslu- og innheimtum,: ÞÓRARINN B. ÞORLÁKSSON. Veltusundi 1. Talsimi 359. Ri t s t j o ri: RORSTEINN GÍSLASON Ringholtsstrœti 17. Talsimi 178. M V. Reykjavík 13. Febráar 1013. Viltu vita nokkuð um „Máster I. O. O. F. 942149 Þjóðmenjasafnið opið á sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjúkravitj. 11—1 alla daga. Islands banki opinn io—2'/a og 5*/»—7- Landsbankinn io'/a—2T/». Bnkstj. við 12—I. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. , 12—3 og 5—8. Okeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á hverjum laugard. kl. 7—8 síðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldsted, Y flrrj ettarmálafæralumaður. Lækjargata 2. Heima kl. 11 —12 og 4—7. Bækur, ínnlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Haun kom á heimskautið 18. jan. 1912, en fórst á heimleiðinni. Síniað er frá Khöfn i gærkvöld: »Terra nova« er komin til Nýja- Zeelands. Scott komst á Suður- heimskautið 18. jan. 1912, en fórst á heimleiðinni í miðjum mars ásamt 4 samferðamönnum sínum úr knlda og neyð. Lík þeirra fundust í nóvember 17 kílóm. frá vistageymslustaðnum«. R. Scott lagði á stað i suður- j'örina vorið 1910, og var þá mynd af honum og skipi hans, »Terra nova«, hjer í blaðinu. Síðastl. vor komu nánar fregnir af ferða- lagi hans, skömmu eftir að fregn- in barst um það, að Amundsen hefði komist á suðurskautið (Lögr. 19. tbl. f. á.). Það var þá talið víst, að Scott mundi hafa náð þangað skömmu síðar, og sýnir simskeyt- ið hjer á undan, að þetta helúr reynst rjett. Amundsen kom til heimskautstins 14. des. 1911, en Scott er þar 18. jan. 1912. Scott var mjög duglegur ferða- maður og rannsóknari og hafði getið sjer frægð fyrir suðurheim- skautslanda-rannsóknir áður en hann lagði á stað í þessa för. Útbúnaður hans til þessarar farar var mjög vandaður, enda hafði förin gengið vel, er fregnir komu af honum síðastl. vor. Þýikalaiidskebarí giftiv dóttur sína. Símað er frá Khöfn í gærkvöld, að einkadóttir Vil- hjálms Úýskalandskeisara sje trú- lofuð syni hertogans at Cumber- land. — Þetta er mcrkilegt hjóna- band og því án efa komið á af stjórnmála-ástæðum, því hingað til hefur engin vinátta verið milli hertoga-ættarinnar og Þýskalands- keisara. Hertoginn, Ernst August, er sonur Georgs V., cr misti kon- ungdóm yfir Hannover, og hefur hertoginn gert tilkall til konungs- dóms þar, en Hannover er nú hluti af þýska ríkinu. Yfir þetta mun nú eiga að jafna með lijónaband- inu. Hcrtoginn af Cumberland er kvæntur Þyri dóttur Kristjáns IX. Danakonungs. Annar sonur þeirra fórst af slysi síðastl. sumar, er hann var á leið til jarðartarar móðurbróður síns, Friðriks VIII. Danakonungs. Gufuskipaferðirnar við ísland. Stutt yfirlit. (Nl.). Vorið 1898 koma svo strand- bátarnir »Hólar« og »Skálholt«, og þóttu það þá miklar umbæt- ur. Þeir voru í strandferðunum í 12 ár, til 1910. Á þessu tíma- bili er og farið að veita fje til llóabátanna. Millilandaferðirnar aukast. Auk Sam. gufuskipafje- lagsins er haldið uppi föstum ferðum af Wathnesfjelaginu, sem byrjað var á milli 1880 og 1890, og Thorefjelaginu, sem byrjar rjett um aldamótin. Bæði þessi Ijelög fá nokkurn styrk úr land- sjóði fyrir póstflutning. Er til- lagið til Sam. gufuskipatjel. á þessum árum fyrst 50 þús. á ári. Á fjárhagstimabilinu 1904—1905 er það 75 þús. hvort árið, og ferð- irnar þá auðvitað meiri og betri en áður. Svo er tillagið aftur fært niður í 30 þús., og það er það á árunum 1906— 1909. 1907 er gert ráð fyrir að 2 ný skip komi í millilandaferðirnar, er fullnægi kröfum tímans sem farþegaskip, hafi stór kælirúm og sjeu að miklum mun stærri og hraðskreiðari en »Vesta« og »Laura«. Með þessu skilyrði ásamt fleir- um fær stjórnin þá heimild til að gera samning við Sam. gufusk. fjel. til 8 ára. En úr samkomu- lagi um þetta þá milli stjórnar- innar og fjelagsins varð ekki, og var þá aðeins samið til tveggja ára, 1908 og 1909. í þessuin samningi kemst fyrst inn ákvæði um það, llutnings- gjöldin frá Leith skuli jafnan lægri en frá Khöfn, því áður höfðu þau á ýmsum vörum ver- ið hærri. Tillaga kaupmanna hjer var, að þau yrðu gerð 15% lægri, en sú miðlun komst á, að þau yrðu 10% lægri og var sett á- kvæði um það inn í samninginn. Nú er komið að þvi merkilega þingári 1909. Núverandi ráðherra, sem þá var fráfarindi, flutti þá þinginu tilboð frá Sam. gufu- skipafjel. og var í því tilboði ýmsu breytt til bóta frá því fyrir- komulagi, sem áður hafði verið. Þar er Suðurlandsbátnum bætt inn í strandferðirnar og »Hólum« er ætlað að fara 4 hraðferðir kring um land, og var þetta þá nýmæli, sem fyrst kemur þarna fram. Millilandaferðum var fjölgað frá því, sem verið hafði (í 25 úr 22), og skipað þannig niður, að þær fjellu með jöfnu millibili frá Khöfn. Botnía átti að setjast inn i ferðirnar i stað »Laurit« o. s. frv. Yfir höfuð var þetta tilboð sniðið sem mest eftir kröfum þingsins 1907, er heimilaði 8 ára samning, ef þeim væri fullnægt. Sam. fjel. sendi þá hingð fulltrúa sinn með umboði til að semja við þingið. En nú kemur fram frá annari hálfu í þinginu fruinvarp um landsjóðskaup á Thoreskipunum og var sótt á með miklum ákafa af þáverandi stjórnarflokki, að hafa þau ,kaup fram, en samt tókst að stemma stigu fyrir því og var málið lagt til hliðar með svohljóðandi rökstuddri dagskrá frá Skúla Thoroddsen: »í trausti þess, að landstjórn- in afli sjer glöggra skýrslna þekk- ingarfróðra manna um alt, er að eimskipaútgerð lýtur, scm og um óskir landsmanna að því er milli- landaferðir og strandferðir snertir, og leggi fyrir næsta alþingi ásamt tillögum sínum um málið, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá«. í fjárlögunum þá er 60 þús. kr. fjárveiting til gufuskipaferða þann- ig orðuð: »Stjórninni veitist heim- ild til að gera samninga um gufu- skipaferðir, er gildi næstu 2 Jár, að því tilskildu, að strandferð- um og millilandaferðum verði hagað svo, að þær verði eigi minni nje lakari en ferðir þær, er hið Sam. gufusk.fjel. býður o. s. frv.... ... Svo veitist stjórninni heimild til að gera samning um gufu- skipaferðirnar um alt að 10 ára tímabil með sama árlegum styrk, ef mun betri ferðir fást með því móti, ef kælirúm fást í minst tveimur skipunum, er íara milli landa, og ef minst eitt skip fer nokkrar ferðir á ári milli Ham- borgar, Leith og íslands«. Út úr þessu verður svo til Thore- samningurinn, sem þegar frá upp- hafi var hart dæmdur af mörg- um og reynslan hefur nú dæmt. Það er auðvelt að segja það uú eftir á, hvað rjettast hefði verið að gera fyrir stjórnina haustið 1909. Það, að samið var lil 10 ára, hefur reynslan, enn sem komið er, ekki dæmt rangt, heldur þvert á móti. En það hefur reynst rangt, að samið var við Thorefjel., óábyggi- legt fjelag, sem ekki hefur getað fullnægt samningnum. Og það er skýrt sýnt fram á það á þingina 1909, að Thorefjelagið sje svo statt, að ekki sje á því að byggja. Nú getur engin verið i nokkr- um efa um, að B. J. hefði gert rjettast í því 1909 að semja til 8 eða 10 ára við Sam. gufuskipa- fjel. Enginn efast um, að það hefði getað uppfylt samningana og við hefðum þá verið lausir við allar breytingar á þeim samning- um þessi árin, sem ílutningsgjald er orðið svo afarhátt í saman- burði við Jiað, sem áður var, þegar samningar voru gerðir. Smávegis frá Stokkhóli. Eflir A. VII. Yið gröf Strindbergs. Haustið er komið, og það er nótt. Jeg hef freistað þess að sofna, en jeg get það ekki. Úti er heiðríkt og heilnæmt vetr- arloft. Snjóföl er á jörðinni, sem fjeli í dag. Himininn er heiður og þó er að- eins örlítið frost. Stjörnurnar tindra silf- urska;rar, sorgbleikar. Urglugganum mínum sje jeg ofurlitla sneið af mán- anum, fremur til skrauts en til lýs- ingar. Jeg var í leikhúsi og sá „Master Olof" leikinn. Því er blóð mitt ennþá svo órótt og bannar mjer svefnværð. Jeg ætti aldrei að fara neitt út fyrir „heiminn minn", sem jeg gat um við þig síðast, enginn ætti að iara út fyrir hann af þeim, sem þar eru* Sumir eru þegar svo tamdir, að þeir gera það ekki, og þeir eru sælir; aðrir eru svo, að þeir geta ekki tamist. Veðrið laðar mig út, út úr þröngu múrunum, út í hreinhvítu, náhvítu nátt- úruna. Nú vildi jeg að þú vildir fylgja mjer kippkorn norður úr borg- inni, vina mín eða vinur, út að leg- stöðum hinna dauðu, sem aldrei voru svo dauðlegir sem nú, undir náblæju vetrarins. Ef við sofum allar aðrar nætur en þessa, þá er okkur vakan ekki hættuleg. Olof?" Persónan, sem skáldið hefur gefið líf á ný, var frömuður siðbótar Lút- hers í Svíþjóð, Olaus Petri (Olof Pettersson) að nafni. Hann var ungur við nám suður á Þýskalandi og varð þar eldheitur áhangandi Lúthers, kom heim og varð skóiameistari í Strengnessklaustri — og varð að þegja. Úr viðurstygð klausturlífsins byltist hann þó fram við sjerstakt tækifæri. Þá voru óeirðar- og framfara-tímar í Iandi. Gústav Vasa hefur nýlega komist að völdum. Hann gætir vel að nýju straumunum og stýrir eftir þeim. Hann gerir hinn unga Olof að presti við Stórkirkjuna í Stokk- hólmi og veitir honum frjálsræði til að prjedika nýju kenninguna. Þetta var meira af hygni gert en fylgi við nýja siðinn. Það sá hinn eldheiti Olof og finnur sig ennþá bundinn. í tilefni af því tekur hann þátt í samsæri gegn konunginum, sem stefnir að þvf að ráða hann af dög- um. Það verður uppvíst og sam- særismenn gripnir, þar á meðal Máster Olof. Dómurinn úrskurðar líflát. En kon- ungi þykir súrt í brotið að missa Máster Olof og náðar hann, þegar hann hefur fengist til að biðja um náð. Ágúst Strindberg var aðeins 23 ára að aldri, er hann rjeðst í að gefa þessari persónu líf á ný fyrir leik- sviðið, eða rjettara sagt: færa sjálfan sig í ham hennar. Á tveim mánuð- um að vorinu samdi hann meistara- verkið að fullu, en hefur þó verið búinn að safna að sjer efninu í það áður. Það er Strindbergs eigin brenn- heita glóð, sem þar kemur fram í fyrsta sinn og um leið ljósast og fag- urlegast. Sú glóð mun um langan aldur hita mörgu ungmenninu og hvetja hann til framkvæmda, til stór- ræða á sviðum frelsis og mannkær- leika. Þeir einstaklingar hafa sann- arlega hjörtu af steini, sem kenna ekki neins, er þeir sjá hinn unga Olof í Strengnessklaustri, er hann ríkur í klukkustrenginn og hringir til messu fyrir fólkið, sem safnast hefur fyrir utan grindurnar á hvítasunnu- dag, en er bannað að heyra guðsorð af því að sumir sóknarmanna hafa ekki goldið skuldir sínar við klaustr- ið — og úti í garðinum sefur biskup amtsins, sem staddur er í klaustrinu, varla sjálf bjarga af ofáti og ofdrykkju. Eða við hrífandi sýninguna í Öðr- um þætti, þar sem prjedikarinn Olof skal í fyrsta sinn koma fram með kenningu sína í Stórkirkjunni, ást hans á hinum nýja sið og heitið við hann, og ástin til móður hans, sem er jafn-heit með forna siðnum ogkrefst af honum alls þess, er hann getur ekki veitt, þá hin innilega, hrífandi ást hans og Kristínar og samteng- ing þeirra — og síðast en ekki sfst, er hann hörfar úr kirkjunni undan grjótkasti áheyrendanna, sem þola ekki birtu þá, er hann færir þeim. En snemma byrjuðu erfiðleikar Strindbergs og andviðri. Leikrit sitt fjekk hann ekki leikið. A fimm næstu árum endursamdi hann það hvað eftir annað, til þess að freista hins ítrasta að fá það leikið. Én alt kom fyrir ekki. Menn leyfa sjer nú að kalla það landráð. Fimta hand- ritið var Ioks gefið út á prenti; þar var leikurinn í ljóðum og lítils háttar breyttur frá fyrsta handritinu, varla til hins betra. Nýja, veglega Kon- unglega leikhúsið hjer var vígt með „Máster Olof", útgáfunni í ljóðum, og síðan er hann ávalt leikinn þar við og við. Á „Sænska leikhúsinu" hefur útgáfa leiksins eftir fyrsta hand- ritinu verið sýnd með ágætum árangri. Meðal leiðanna lágu, þar sem hinir fátækustu af alþýðumönnum hafa feng- VIII. árg. verður haldin í Göod-Templarahúsinu næstk. sunnud- kl. 8V2. Þar verður skemt með leikfimi, upplestrum, söng og sjónleik. Nánara á götuauglýsingum. ið síðasta hvílubeðinn, þar finnum við leiði Strindbergs. Það er ekki hærra, heldur alveg eins og hin. Hann bað sjálfur um þennan stað og þennan látlausa frágang. Háreist og breið- greinótt björk, nú hjúpuð nálíni vetr- arins, heldur vörð við höfðagaflinn. Óttastu ekki þó við göngum hjer um og dagur sje ekki enn á lofti. Við röskum ekki fyrir það ró þeirra, er hvíla í ótakmörkuðum friði. Mjöllin glitrar bláhvít í birtunni frá stjörnunum og örmjórri sneið mán- ans. Nú minnist jeg þess, að jeg einu sinni stóð við gröf Napóleons hins mikla. Mönnunum hafði tekist að færa meistaralegan dauðablæ yfir hana. Jeg varð ósjálfrátt gagntekinn af lotn- ingu fyrir mikilmenninu, sem þar hvíldi, þrátt fyrir alt, sem mikilmensku þeirri fylgdi. Hjer finn jeg sömu tilfinningar bær- ast hjá mjer, en ennþá öflugri en þá. Mennirnir, með öllum auði sínum og listum, gátu ekki búið um óskabarn hnefarjettarins jafn-veglega og náttúr- an um barn sitt. Hjer hvílir einnig bar- dagamaður, fremri flestum öðrum í heiminum. En barátta hans var mest inni fyrir með honum sjálfum, og þegar hann barðist við hið ytra, þá var það jafnan fyrir þá, sem undir- okaðir voru og minstan höfðu mátt- inn. Æfiferill hans er nokkuð einkenni- legur yfir að líta, einkennilega óslit- inn þáttur af baráttu og raunum. Að síðustu átti þó þetta rauna-æfin- týri Ijósar stundir, skömmu fyrir hans kvalafulla andlát. Hann stundaði nám í Uppsölum, ætlaði sjer að verða Iæknir. Hætti við það um tvítugt og gerðist sjón- leikari. Mistókst, er hann fyrsta sinni fjekk verulegt viðfangsefni. »Jeg lok- aði mig þá inni í herbergi mínu, tók inn eitur, lagði mig í sófann og beið svo andláts míns«, segir hann sjálfur frá. »En eitrið vann ekki á. Jeg varð að lifa. Þó ljet það mig ekki hlutlausan, jeg varð veikur, fjekk megna hitasótt. Að henni afstað- inni var jeg knúður til að hafast annað að. Jeg fór að skrifa sjón- leika. Eftir tvo daga hafði jeg full- gert leikrit í einum þætti (»í Róm«), eftir nokkurn tíma hafði jeg fullgert sorgarleik í þrem þáttum (»Hermíóne«). Á þriðja leikritinu byrjaði jeg í sama kasti; það var um Krist, en það brendi jeg ófullgert«. Þetta var byrjunin. Nokkru síðar kom »Máster 01of«, þar sem barátta og tilfinningar eru settar fram með hreinni list. Með »Röda Rummet« kemur jötunefldi bardagamaðurinn fram nokkrum árum síðar. Og hann heldur áfram, eftir því sem tímarnir líða, glegstí »Nya riket« og »Giftas«. Þegar hann er kominn yfir fertugt, fer myrkasti tími æfi hans að nálg- ast. Hann leggur frá sjer allan skáldskap nokkur ár og gefur sig við vísindum, fyrst náttúrufræði, svo efnafræði. Andi hans var altaf að leita. Stund- um fanst honum hann hafa fundið hið rjetta, og það fullnægði honum í svip, en óðara varð það ófullkomið i augum hans, og þá var ekki annað en kasta því og stryka yfir alt, er hann hafði skrifað á þeim grundvelli. Vísindalesturinn fullnægði honum ekki. Stundum fór hugmyndaaflið

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.