Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 12.02.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 12.02.1913, Blaðsíða 2
24 L0GRJETTA SKIÐI, Skíðabðndy Skíðastafir, Skíðastígvjel, Skiðabúfup og alls konar útbúnaður til skíðaferða. Brauns verslun „tiam\)org“, Adalslr. 9. Lögrjetta kemur út á hverjum míð- vikudegi og auk þess aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. i íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. j&lí. með hann í gönur, svo sem í efna- fræðis-„uppgötvunum“ hans. Rækist hann á einhvern þann punkt, er hon- um fyndist skeikull, fjell samstundis öll sú vísindagrein úr gildi hjá honum. Hann dvelur í París um þessar mundir. Það er sá tími, er hann lýsir í bókinni „Inferno" („í bölvun"). Sálarástand hans verður að öflugri veiki. Hann ímyndar sjer og er með sjálfum sjer viss um, að fornir vinir hans, sem alls ekki eru í París, sitji um líf hans. Hann gerir tvær atrennur að því að stytta sjer aldur — sjálfur mátti hann það, en ekki aðrir — en tilviljunin kemur því svo fyrir, að hann er truflaður frá því. Þetta, með svo mörgu öðru í lífi hans, kemur honum til að trúa á óþekt stjórnandi öfl, hann fer að lesa rit Swedenborgs, verður aftur barn og trúir. Um fimtugsaldur, eða í kring um aldamótin, er hann aftur í Svíþjóð og tekur nú fyrir alvöru til við það, sem honum hefur best látið áður, sjónleikaskáldskap. Frá árunum eftir aldamótin eru öll hans mikilfengu leikrit um sænska konunga og þjóð- höfðingja. Þá fann hann aftur sitt eigið lff með því að blása sínum lif- andi anda í þau stórmenni sögunnar. Strindberg var óviðráðanlegur starfs- maður, þ. e. hann rjeð ekki við sig. Það standa boðaföll undan honum, þar sem hann fer fram í mætti sín- um. Maður heyrir, hvernig heljar- mennið í honum hlær við því, að sjá baráttuna, t. d. í greininni „Kvar- stadsresan" um málaferlin út af „Giftas“-sögunum. Þegar málið er afstaðið og hann er dæmdur sýkn saka, og heldur aftur til Svisslands, þar sem sögurnar eru skrifaðar, lýkur hann greininni fyrnefndu svo: „Og nú, lif heil, Svíþjóðl Hart má blása úti í Evrópu til þess að öldugangur verði á Norðurvegum. En nú er líka stormur. Veðurvitinn vísar á jarðskjálfta!" Einu sinni var unglingur. Hann sat í herbergi sínu köldu, af því hann hafði ekki peninga fyrir eldi- við. Hann tók Strindbergsleikrit og las — og þurfti ekki annan hita. Alla sína tíð átti hann við örðug- ar efnalegar ástæður að stríða. Fyrir sífelda niðurníðslu landa hans margra seldust rit hans illa. Er hann varð fimtugur, ætlaði Hjálmar Branting, foringi jafnaðarmanna, að bera fram tillögu í ríkisdeginum um, að Strind- berg fengi lífeyri af opinberu fje, „skáldlaun". Það afþakkaði hann óðara, kvaðst ekki vera nje vilja verða bændarímari, því síður hirð- skáld! Strindberg var minst sýnt um Ijóðagerð, þó hann hafi auðvitað fengist við hana eins og alt annað. Þó hef jeg ekki orðið meira hrifinn af öðru ljóðariti en hans, „Trefaldig- hetsnatten". í því litla riti kemur hans yfirgnæfandi list fram. Glögga augað, sem alt sjer í náttúrulýsing- unum og öðrum ræðum öldunganna, og skáldið með arnsúginn í draum- þrungna, ástþrungna hugmyndaflug- inu. Elskulegasta sjálfslýsingu Strind- bergs hef jeg þótst finna í litla kver- inu „Svarta handsken". Og það, sem hann segir í síðasta erindi kvæð- isins: „Vid sista udden", finst mjer eins og gert sje fyrir mig að segja til hans: »Hví situr þú löngum um ljósar nætur og leikur á flýgel með titrandi hönd, og húsið skjálfa á hellunum lætur, þú hvíta frú á tómlegri strönd? Sem grafmyrk vofa með hljómanna her þinn harmþrunginn svipur fer. Þín sorg veitir öðrum yndi þó, þó!« Er nokkuð til, sem heillar svo hina einförulu og dregur þá að lind- um lífsins og unaðarins sem listin, skírð og skreytt með táranna glitr- andi perlum?---------------— Sólin er að þokast upp fyrir skóg- inn í Haga. Dagurinn kveður okk- ur til starfa. Hann, sem liggur hjer undir lága leiðinu, finst mjer við aðeins geta kvatt með því að gera krossmark í snjóinn yfir leiði hans. Mjer finst sælt að geta orðið það barn örlitla stund. En björkin vakir við höfða- gaflinn. Morgunloftið fyllir lungu okkar, brjóstið verður víðara. Mjer finst vökunóttin hafa gefið mjer líf fyrir Iangan tíma. »Það er holt að hafa átt heiðra drauma vökunætur —«. Og nógar eru næturnar til að sofa. Búnaðarnámskeið i Önundarfirði. Að tilhlutun Búnaðarsambands Vestfjarða sendi Búnaðarfjelag Is- lands Einar Helgason garðyrkju- mann vestur i Önundafjörð á bún- aðarnámsskeið, sem þar var haldið 28. jan. til 2. febr. Var Kristinn Guðlaugsson búfræðingur og bóndi í Dýrafirði með Einari til fyrirlestra- haldsins. Námskeiðið var vel sótt. Aldrei færri en 45 áheyrendur og oft eins margir og húsið rúmaði og stund- um fleiri. Flestir bændur í sveitinni sóttu námsskeiðið, nokkrar konur líka og ógift fólk á ýmsuin aldri. Fyrri hluta dagsins voru haldnir. 4 fyrirlestrar og seinnipartinn um- ræðufundir um ýms búnaðarmál. Á þeim fundum var rætt um: 1. girðingar, 2. áveitu, 3. heyvinnu- áhöld, 4. fjárhirðing, 5. baðlyf, 6. peningshús, 7. geymslu garðávaxta. 8. hænsnarækt, 9.iarðyrkjuverkfæri, 10. nautgriparæktarfjelög, 11. svína- rækt, 12. túnrækt, 13. heyásetning og fjárskoðanir, 14. sáðsljettur 15. landbúnað og sjávarutveg, 16. skóla- bókasöfn, 17. Ungmennafjelög, 18. átthagaást. Önundafjörður er einhver falleg- asti fjörðurinn á Vestfjörðum og búsældarlegur. Engjar miklar inn- an til í firðinum og hagalönd góð. Gott undir bú, bæði með kýr og kindur. Fjörðurinn er vel fallinn aðsetursstaður fyrir fiskiskip, bæði mótorbáta og botnvörpunga. Höfn- in ágæt, örugg og stór, og stutt er þaðan út á fiskimiðin. Meðal fjarðarbúa er vaknaður lifandi áhugi á margvíslegum fram- förum og myndarbragur er þar á fólkinu og bændurnir munu vera betur efnurn búnir en gerist venju- lega. Samkomur þessar voru fjörugar og skemtilegar, enda gerðu bændur sjálfir það, sem þeir gátu til að stuðla að því að þær gætu verið til ánægju og uppbyggingar. Ósk- uðu þeir að ekki liði á löngu þar til slíkum samkomum yrði jaftur komið á hjá þeim. x. Norðlendingamót 1913, Jeg var þar einn af þeim viðstöddu. Kom þangað í þeim almenna tilgangi að heyra fluttar góðar og fjörug- ar ræður um þann hluta landsins, sem guð og menn hafa lagt einna mesta ræktina við — Norðurland. Auðvitað bjóst jeg líka við gómsætum rjettum og ánægjulegri kvöldskemtun í heild sinni. í sama tilgangi 'efast jeg ekki um, að allir hafi farið á mót þetta. En vonir mlnar brugðust hraparlega; engar undir- búnar ræður voru haldnar; en til þess að ekki ríkti alger þögn meðal gestanna, talaði skrifstofustjóri Indriði Einarsson óundirbúinn og óbeðinn(?). Þaufáuorð, sem sögð voru auk þess, tel jeg ekki, og mun það einstök þögn á slíkum sam- komum, sem helgaðar eru vissum lands- hluta. . Svo komu veitingarnar, og voru þær smánarlega úti látnar — þokkalegur hunda- matur — og hefur maður fulla ástæðu til að vera undrandi yíir því, að veitingakon- an skuli leyfa sjer að bjóða gestum sín- um slíkt ómeti, jafnvel hvernig sem á stæði, og auk þess fyrir fylstu borgun (kr. 2,60 fyrir manninn). En hvað var það, sem hennar örláta hönd framreiddi ? Það var sjósaltur þorskur — hefur átt að teljast nýr? — Svo kom sjálfur aðal- rjetturinn, sem kallaður var hangikjöt, og við fyrstu munnbitana kom mörgum saman um, að það væri af hrossi, en af hvaða skepnu, sem það hefur verið, var það lítt ætt. Þriðji rjetturinn átti að vera skyr, og var það gott, svo lengi sem það entist, en svo voru birgðirnar litlar, að margir fengu það ekki, og var þá slett í þá ísrjóma, sem svo var kall- aður, og var hann að gæðum á við hina rjettina. Á framreiðsluna ér best að minnast ekki í þetta sinn. Annars lítur svo út sem veitingakon- an á »Hótel Reykjavík«, sem mjer er ann- ars vel við, skoði sig svo einvalda hjer í bænum, að hún þess vegna geti fleygt í þá,'sem sækja hana heim, hvers konar úrgangi, sem henni þóknast, og væri vel við eigandi, að menn í framtíðinni sýndu henni fram á, að þessi skoðun hennar geti verið varasöm hennar vegna, ef menn vilja svo vera láta. Henni þarf að skiljast það, að viðskiftamenn henn- ar hafa sömu kröfur að gera, þegar pen- ingar eru í boði, sem til annara, er þeir skifta við, þar eð hún rekur verslun en enga velgerðastofnun. Annars er það leitt, hvað oft heyrast kvartanir um mat og afgreiðslu á nefndu hóteli, en djörf- ungina brestur til að hreyfa því opin- berlega, og ætla jeg nú að víkja frá þeirri reglu, eftir að hafa setið Norð- lendingamótið; og þótt jeg vænti þess, að veitingakonan á »Hótel Reykjavík« kunni að bjóða gestum sínum betri mat framvegis en svo oft undanfarið, þá á húnþó, aðjeg hygg, sameiginlega óþökk skilið þeirra, er margnefnt mót sóttu. Jóh. Jóhannesson. Reykjavík. Dáin er hjer í bænum aðfaranótt 7. þ. m. frú Vilhelmine Bartels, kona H. J. Bartels verslunarmanns, fædd í Keflavík 22. des. 1847. Þau Bar- tels giftust 1874 og voru þá á ísa- firði. Síðan var hann allmörg ár verslunarstjóri í Keflavík, en hingað til Reykjavíkur fluttust þau 1894. Börn þeirra 7 eru á lífi og öll hjer í Reykjavík. Banamein frú Bartels var hjarta- slag. Hún var góð kona og vel látin. Forngripasafnið verður 50 ára gamalt 24. þ. m. Er ráð fyrir gert, að afmælisins verði minst með sam- sæti. Ritgerð um safnið, eftir Matth. Þórðarson fornmenjavörð, á að koma út í Árbók Fornleifafjelagsins þ. á. Fiskiskúturnar eru nú margar al- búnar til þess að leggja út, en ógæftir banna. Skemtanir. „Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði", og Reykvík- ingar ekki heldur. Afmælishátíðir einstakra manna og fjelaga, dansleikir og sjónleikir, fjórðungamót og sýslna- mót, grímudansleikir og ótal margt annað fæst til skemtunar um þennan tíma árs. Kvenrjettindafjelagið, sem flestir halda að sje alvarlegast allra bæjarfjelaga, ætlar nú Iíka að fara að halda opinbera skemtisamkomu á föstudagskvöldið 14. febr. og hefur heyrst að það hafi fengið sjer til aðstoðar ýmsa af helsta skemtifólki bæjarins. Líklegt er að þessi skemt- un verði vel sótt, með því flestum mun forvitni að sjá hvernig kven- rjettindakonur skemta sjer og öðrum, Engan undrar af okkar viðskiftavinum, þótt við segjum þeim, að við scljum alullar rönðótta karltn.boll fyrir 1«. 2,39, því það höfum við gert í fleiri ár. Allur annar Nærfatnaður með sama lága verði, yfir20 teg. Peysurnar alþektu. Slitföt og Olíufðt með lægsta verði i yiusturstrxti 1. fog. 6. 6unnlaugsson 2 Co. Állir sjémenn, sem hafa reynt OLÍDFÖTIN frá mjer, eru sammála um, að betri og ódýrari Olíuföt fást ekki landshornanna á milli en í Brauns verslun },tiamborg“, Adalstr. 9. og hvort þær geri það á sama hátt og „hitt fólkið". Forvitin. Rokveður var hjer síðastl. nótt á útsunnan og asahláka. Póstskipin. „Botnía" kom til Vestmanneyja kl. io í gærkvöld. „Vesta" fór frá Sauðarkróki áleiðis hingað á mánudag. Til útlanda fóru með »Sterling« II. þ. m.: Sighv. Bjarnason og Tofte bankastjórar, P. Brynjólfsson og C. Ólafsson ljósmyndarar, Sigurg. Ein- arsson ullarmatsmaður, H. S. Han- son, G. Gíslason og Vald. Thaulow kaupmenn, O. Forberg símastjóri, Olsen timburm., Nielsen klubbstj. og i íslendingur til Ameríku. M játói til flskimiða. Sakamálsransókn hefur verið fyr- irskipuð gegn sýslumanninum og bæj- arfógetanum á ísafirði eftir kröfu landsyfirdómsins, út at einhverjum ummælum sýslumanns um yfirdóm- inn í málsskjali, er lagt hafði verið þar fram. Setudómari er skipaður sýslumaður Barðstrendinga, Guðm. Björnsson. Járnhrantarmálið. Hingað er nýlega kominn ísl. maður frá Ame- ríku, Indriði Reinholt, ættaður úr Eyjafirði, er mikið hefur starfað vestra og unnið sjer þar auð og álit. Sið- ustu árin hefur hann starfað að járn- brautarlagningu í vesturfylkjum Kan- ada. Hann er kominn hingað til lands í kynnisför, og ráðgerir að verða hjer fram á næsta sumar, en ætlar nú að fara að líta eftir svæðinu, sem hugsað er til að járnbraut. verði lögð um hjeðan og austur yfir fjall. Leggur líkl. á stað í þá för nú um næstu helgi Sogsfossarnir. Það er nú orðið umtal um að Englendingar fái að setja upp loftáburðarverksmiðjur við Sogsfossana, hvað sem úr því verður. Óskynsamleg lög. í ág. 1911 kallaði Lögr., í grein um þing- mennskuframboð E. Hjörl. í Borgar- fjarðars., J. A. Johnson, sem þá var einn af greinasmiðum ísaf., »ritfífl og flón«. Svo vitlaus eru prent frelsislögin, að samkvæmt þeim hef- ur þetta verið dæmt »dautt og ó- merkt« og blaðið í 30 kr. sekt. í mars í vor sagði Lögr. um Lands- bankann meðal annars: » . .. hefur nýjum og nýjum starfsmönnum og aðstoðarmönnum, sem gengið hafa til handa bankastjórunum, sífelt verið við bætt, teknir á laun í bankanum flækingar og vandræðamenn, sem fengist hafa við ritgutl í ísaf., svo að bankinn er nú alment nefndur »Letigarðurinn«. Þrír burgeisar í bankanum, Á. Jóhannsson, A.J. John- son og J. Möller, hjeldu að við sig væri átt, og svo vitlaus eru prent- frelsislögin, að þetta fæst líka dæmt »dautt og ómerkt« og sekt 30 kr. í hverju um sig af þremur málum, sem út af því eru höfðuð. Hver heilvita maður hlýtur að sjá, að jafnfáránlega vitlaus Iagaákvæði og dæmt er eftir í báðum þessum tilfellum, eru hreint og beint ósómi, sem þarf að sópa burtu. (wiidmuiidur 14 amhati. Símað er frá Khöfn í gærkvöld, að leikrit, sem hann hefur sam- ið á dönsku og »I4addapadda« heitir, sje tekið til sýningar af kngl. leikhúsinu í Khöfn. Næsta blað á laugardag. Jánmteyufjelag Reyfeja- v ík 11 v heldur aðalfund í Iðnaðar- inannahúsinu uppi á lofti, þriðjud. 25. febrúar kl., 5 e. h. Ársreikningar verða framlagðir. Kosnir þrír menn í stjórn, og tveir endurskoðunarmenn. Tr. (Junnarsson. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutnlngsmaður. Pósthásstræti 17. Venjulega heima kl. 10—II og 4—5. Talsími 16. 4 herbergi móti sól, rúmgóð, til leigu í Berg- staðastræti 3, frá 14. maí næstk. Brynleifúr Tobíasson. brúkuð íslensk, alls- konar borgar enginn ’ betur en ; Helgi Helgason (hjá Zimsen) Reykjavík. Prentsmiðjan Gutenberg. Undiri*if aöur tekur að sjer mál- færslu- og innheimtu-störf. Til við- tals kl. 6—7V2 e. m. á Gtrettisgötu 20 B. Talsími 322. Marínó Hafsteln. Odáur Gislason yfirrjettarmálaflutningsmaður, Laufásveg 22. Venjul. heima kl. n—12 og 4—5. SMð eftir sýnisliorim af góðum, sterkum, dönskum fataefn- um. — Drengjafataefnum — Húðsterk- um drengja-Cheviots Buxnaefnum. — Svörtum klæðum — Utanyfirfataefnnm — Heimaofnum kjóladúkum — Fínum, svörtum og mislitum kjóladúkum — Tvistljereftum — Bómullardúkum (Dow- las og Piquet) — Lakaljereftum — Sængurdúkum — Skyrtu- og treyju- dúkum — Drengja-ullardúkum og Kjóla- ljereftum. Ábyrgist að alt sje aðeins besta tegund með lágu verði. Utsölumenn, og þeir, er safna vöru- pöntunum, sem kaupa fyrir minst 100 kr., fá afslátt. Jgdske Kjoleklœdehus Köbmagergade 46. Köbenhavn K.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.