Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 15.02.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 15.02.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON. 'V’eltusundi 1. Talsími 359» Hi t s t j o r i: RORSTEINN 6ÍSLAS0N Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 8. Reykjavík 15. Febrúar 1013. VIII. árg. 1. O. O. F. 942219. Þjóðmenjasafnið opið á sunnud., þriðjud. og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. f læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (f Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. f mán. 11—i. Landakotsspftali opinn f, sjúkravitj. II—I alla daga, Islands banki opinn 10—21/* og 5J/a—7. Landsbankinn io*/3—21/,. Bnkst]. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 ng 5—R. Okeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á hverjum laugard. kl. 7—8 síðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus FJeldsted' Y Orrjettarmilafterslumaður. Lækjarsata 2. Heima kl. II l 2 osr 4. 7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Stríðiö. Stjórnarbvltingin í Konstantín- ópel varð út af því, að Iííamils- ráðaneytið ætlaði að fara að ráð- um stórveldanna og afsala Adría- nópel. Byltingin var gerð áður svarið væri sent. Nýkomin út- lend blöð skýra frá svari Shevket- ráðaneytisins upp á þetta. Það segir, að friður sje auðvit- að æskilegastur, en að þeim skil- yrðum, sem stórveldin ráði stjórn Tyrklands til að taka, geti hún ekki gengið. Vegna ýmsra sjer- stakra ástæða sje Adrianópel óað- skiljanleg frá tyrkneska rikinu, svo að fregnin um, að til stæði að hún yrði al' höndum látin, hefði vakið slíka æsing meðal þjóðarinnar, að stjórnarskifti væru þegar orðin út af þessu. En til þess samt að sýna, að helsta ósk sín sje sú að halda friðnum, þá kveðst Shevket-stjórnin geta geng- ið svo langt í eftirlátsemi við stór- veldin, að afsala þeim hluta borg- arinnar, sem er vestan við Maritza-fljótið, er rennur gegnum borgina. En eystri hluta borgar- innar, með öllum kirkjunum, grafreitunum og hinum sögulegn og helgu minningarmerkjum, vilji hún umfram alt halda. Þetta segir hún að sjesjer óhjákvæmileg nauðsyn, því ella verði alment uppþöt, er geti haft í för með sjer hin alvarlegustu vandræði. Um eyjarnar í Grikklandshafi segir hún að svo standi á, um sumar þeirra, að þær sjeu mjög nálægt Dardanellavirkjunum og sjeu því nauðsynlegar Tyrkjum til varnar höfuðborginni. Aðrar liggi fyrir ströndum Litlu-Asíu °g sjeu þar ámóta nauðsynlegar varnarstöðvar. Ætti Tyrkjastjórn að afsala sjer þessnm eyjum, væri það sama sem að skapa þar hæli tyrir fjandsamlega starfsemi gegn ríki Tyrkja. Afleiðingin yrði sú, að þar yrði uppspretta að sí- feldum róstum, álíka og áður í Makedóníu, sem friðinum í Ev- rópu stæði stöðug hætta af. Ungtyrkir höfðu myndað nefnd i Konstantínópel til þess að standa fyrir vörn landsins, og sú nefnd hafði gefið út ávarp til þjóðarinn- ar, sem sagt er alt annað en friðsamlega orðað. Það er líka sagt að Tchatalja-virkin sjeu traustari og herstyrkur Tyrkja þar meiri en áður hefur verið talið. Auk þess liafa þeir nú fengið nýja l'oringja, sem sýnilegt er, að haia traust aimennings. Það var sagt, er stríðið hófst að nýju, að Tyrkir hefðu 160 þús. hermanna vestan Við Konstantínópel og 50 þús. 25. janúar í vetur flaug maður frá Suður-Ameríku, sem sjmdur er hjer á myndinni, Bielovucic að nafni, yfir Simplon-skarðið að norðan og suður á Ítalíu. Ferðin gekk vel. — Eins og menn muna, fórst Chavez flugmaður á þeirri leið 1909. Siðan hefur enginn reynt að fljúga yflr Alpafjöllin fyr en nú. Það vekur eftirtekt, að ílestir bestu ftugmennirnir eru frá Suður-Ameríku. varaliðs við Ismid, en á Gallipóli- skaganum 45 þús. undir forustu Fakrí pasja. Gegn þessum her var talið að Búlgarar hefðu á að skipa um 150 þús. manns þarna austurfrá. En auðvitað getur þeim komið herstyrkur þangað frá hinum sambandsþjóðunum. Yið Adríanópel var herstyrkur Búlgara og Serba talinn samtals 50 þús., en setulið Tyrkja þar um 30 þús. Foringi Tyrkja þar, Mehmed Sukri pasja, þykir vel hafa haldið uppi vörninni, enda hefur hann sagt, að Adría- nópel verði varin meðan nokkur maður af varnarliðinu sje þar uppi standandi. Mehmed Shukri pasja. En nú er farið að tala um, að eí að ófriðnum haldi svona áfram til lengdar, þá sje ný stríðshætta á einum stað, sem alt hefur ver- ið kyrt á hingað til. Það er í Armeníu. Og það er Bússlsnd, sem búrst er við að þar mtini teygja fram liendina. Nú stendur svo á, að Rússar gætu tekið Ar- meníu orustulaust og fært veldi sitt suður á Litlu- Asíu, og það þykir nú mjög sennilegt, að ein* hverra slíkra tíðinda muni ef til vill þaðan að vænta bráðum. Um deiluna milli Austurrikis og Serbíu virðist alt óútkljáð enn, svo að búist er einnig við að svo geti farið, að þar gjósa upp ófriður. Gjafir til Heilsuhælisins á Víf- ilsstöðum (afhentar Sighv. banka- stj. Bjarnasyni): Frá íslandsbanka(fyrirseld, brúk- uð frímerki) kr. 34,74. Áheit frá S. S., Bræðraborgarstíg, kr. 10,00. Jólagjöf frá B. kr. 10,00. »Solo-durch í Chenvindele« (E. Á. og Þ. Þ.) kr. 2,10. Hudsonsfióabrautin. Lögb. segir að næsta vor verði byrjað að leggja járnbraut frá Winnipeg til Port Nelson við Hudsonsflóa. Framhald af þeirri hraut á svo að koma vestur yfir álfuna og alla leið vestur að Kyrrahafi. Jakob Jónsson bóndi á Varmalæk. Dninn 26. sept. 1912. Búsæld er í Borgarfirði, bygðin öll af gnægðum full, mörg ein jörð þar mikils virði, meira að segja hreina gull. Bendir alt á bættan hag, betri menning, nýjan dag. Þar hjá sljettri þjóðleið stendur þektur öllum snildarbær. Yarman Iæk sá við er kendur, varpa hlaðs er streymir nær. Fágætt er að finna stað, fleirri menn sem koma að. Þar er háreist hús að finna; hjón þar bjuggu fjáð og glöð. Alt á framtak mátti minna manns og konu í fyrstu röð. Sýndi alt, að svitans raun sendir margföld höpp í laun. Ekki þurftu þar að knýja þurfamenn á læstar dyr. Óskir þeirra hittu hlýja hluttekning og góðan byr. Sjúkum bæði og svöngum þar sæng og fæða búin var. Fagurt er að færa í letur fóstru vorrar dýrust Ijóð. Hjer er starf, sem hærra, betur hermir rækt við land og þjóð. Aldrei þeirra flæða för, föðurlands sem klæða ör. Jakobs bónda braut er gengin, breitt og djúpt er eftir skarð. Þessa fyllir eyðu enginn, okkar sem í hópi varð. Líf og verk hins mæta manns muna’ og þakka vinir hans. Syrgjum ei þó hetja hnígi. Höfn er þreyttum kært að ná. • ,Hver, sem niðjum hleður vígi, helgri köllun gegnir sá. Þegar virkið vel er bætt, verður hernum lengi stætt. Kristleifur Þorsteinsson. Leikhúsið. »Um hátta- tíma« heitir nýtt leikrit, sem hjer er nú farið að sýna. Höf., F. A. Bejerlein, er þýskur. Leikurinn gerist á hei'stöð í Þýskalandi, er stríð stendur yfir milli Frakka og Þjóðverja, og eru það alt her- menn, sem á leiksviðinu eru, nema ein stúlka, dóttir undir- foringja, og kemst einn af yfir- foringjunum í týgi við hana, en áður hefur hún verið hálftrúlof- uð uppeldisbróður sinum, sem er undirforingi við sönni herdeild. Þessi uppeldisbróðir hennar kemst að því eitt kvöld um háttatíma, að hún er inni hjá yfirforingjan- um, veður inn þangað, og verða úr því ryskingar, svo að yfirfor- inginn lætur setja hinn í fangelsi. Verður út úr þessu rjettarrann- sókn, en hvorugur þeirra, sem hlut á að máli, vill segja frá ástæðunni til deilunnaá og er að því komið að yfirforinginn sverji þess vegna rangan eið fyrir rjett- inum. Stúlkan gefur sig þá fram og segir alt eins og var. Síðan vill faðir hennar heyja einvigi við yfirforingjann, en j'firforinginn neitar því með þeirri ástæðu, að herlögin banni sjer einvíg við undirforingja. Stúlkan kemur inn til þeirra meðan á því tali stend- ur og fer svo, að faðir hennar skýtur hana í stað yfirforingjans. Þetta gerist heima hjá yfirforingj- anum. Það eru leikslokin. Ymsum leikendunum tekst ekki vel að sýna hermennina. Best leikinn af þeim er Qveiss (V. Knudsen). En lilfinnanlegust eru mistökin hjá von Lauffen (Andr. Björnss.) af því að hann hefur svo mikið hlutverk í leiknum. En á honum er lítið hermanna- snið. Volkhardt (Á. Eir.) er ekki heldur nærri eins vel leikinn og önnur hlutverk, sem sami leik- andi hefur farið með. Frú Stef- ania leikur stúlkuna ágætlega. J. H. Jónsson leikur vel spaugilegan þjón hjá von Lauffen. — Enn hefur leikurinn aðeins verið sýnd- ur einu sinni. ísland erlendis. Frk. Guðr. Iudriðadóttir. »Lög- berg« frá 9. jan. skýrir frá komu hennar til Winnipeg. Það segir, að mikil aðsókn muni verða að »Fjalla-Eyvindi« þar vestra. Fólk ætli að koma utan úr nýlendum til þess að sjá leikinn og jafnvel sunnan úr Bandaríkjum. Frk. G. I. er vel hress eftir ferðina, segir blaðið, og býr hjá J. J. Bíld- fell. — Leikurinn átti að sýnast í fyrsta sinn í gærkvöld. »0rmar 0rlygsson«. í ýmsum blöðum, hæði dönskum og norsk- um, fær Gunnar Gunnarsson mik- ið lirós fyrir þá sögu. »Akade- misk Ugeblad« segir meðal annars, að bókin sje rituð af »frumlegum, hugmyndaríkum og mjög svo efnilegum höfundi«. I lýsingun- um í fyrri hluta sögunnar segir blaðið að fram komi rithöfundár- hæfileikar á hæsta stigi. Það lýk- ur ritdómi sínum með þeim um- mælum, að í Gunnari sje vafa- laust efni í »stóran í ithöfund«. — »Síðan Johs. V. Jensen samdi »Danskeren« höfum vjer ekki lesið frumsmið frá nokkrum rithöf- undi okkar, sem gefið hafi rík- ari vonir«, segir blaðið. «;• f Síra Jón Bjarnason. »Lögb.« frá 9. jan. segir, að hann sje að segja af sjer prestsþjónustu, hafi lýst því yfir við guðsþjónustu síðastl. sunnudag og sagst ekki treysta sjer til að gegna prest- skap lengur vegna heilsubilunar. Hann hefur þjónað Fyrsta lúth. söfnuðinum þar vestra rúm 28 ár »með þeim andlegu yfirburð- um, sem allir þekkja, meta og virða«, segir blaðið. Þorsteinn Björnsson kand theol., frá Bæ í Borgarfirði, hefur geíið út í Winnipeg dálítið kver, sem heitir: »íslenskir höfuðlærdómar«. Hann gerir þar grein fyrir aðal- trúmálaslefnunum þremur, sem uppi eru meðal Islendinga vestra. Fyrsti kafli er um »Lútherstrú«, annar um »Unítarakenningúna« og þriðji um »Nýju guðfræðina«. Bókin er vel rituð og læsileg. Hún er ekki dómur, lieldurskýr- ing. Helst virðist höf. hafa horn í síðu nýju guðfræðinnar af 'pví að sú stefna sje ekki nógu ákveð- in. Um það segir hann: ».... nýja guðfræðin er aðeins hálf- mynduð kenningarheild. Vegur- i inn fyrir hana er aimaðlwort: I að ákveða fullan rjettlrunað (af- neitunar-rjetttrúnað, ef ekki vill betur til); en til þess verður hún að yfirgefa sina núverandi aðferð, — og taka upp fasta trúarstefnu. Eða þá það gagnstæða: að gefa mannlegu hyggjuviti lausan taum- inn, og slá sjer gersamlega frá at- hvarfi kristilegrar opinberunar; verða regluleg skynsemiskenning, öllu óháð og sjálfri sjer samkvæm, eins og Unítara-kenningin. — Að hjara svona í hálfgerðri afneitun eins og hingað til, neita í raun- inni öllum aðalatriðum kirkju- kenninganna, en hanga þó um leið rígfast við bókstatinn i göml- um orðatiltækjum; — slíkt er al- gerður ógerningur.........«o.s.frv. Iletmastjóniiii írskn. 31. jan. var hcimastjórnarfrum- varp írlands felt í efri málstof- unni með 326 atkv. gegn 69. — — Án efa leggur stjórnin það aft- ur fyrir neðri málstofuna, því sje það samþykt þar þrisvar, verður það að lögum án samþykkis efri málstofunnar.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.