Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.02.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 19.02.1913, Blaðsíða 1
Afgretdstu- og inutieimtuni.: ÞORARINN B. fORLÁKSSON. Velttinundi 1. Talsiro! 359 LÖGRJETTA Ritatjorl: PORSTEINN GfSLASON Pingholtsstræti It. Talsim! 178. M O. íTeylcjavík 19. X^ebriiar 1913. VIII. árg. 1. O. O. F. 942219 Þjóðmenjasafnið opið á sunnud., þriðjud og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. f mán. II—I. Landakotsspítali opinn f. sjdkravitj. 11—I alla daga. Islands banki opinn 10—21/" og 5V«—7- Landsbankinn io^/i—21/*. Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Ókeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á hverjum laugard. kl. 7—8 síðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldsted, Yflrrjettarm*lafsBi'sluinaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 —12 og 4—7. innlendar og erlendar, pappir og allskyDs ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. „Vesta" stranðar milli ísafjarðar og Hnífsdals. »Vesta« var á leið hingað frá útlöndum norðan um land og hafði tafist þar vegna stórviðra. Á mánudaginn 17. þ. m. kl. 4 hjelt hún út frá Isafirði, en strand- aði á nesinu þar næst fyrir utan, á Vallaboðum, milli ísafjarðar- kaupstaðar og Hnífsdals, er hún beygði við úr firðinum og út í Djúpið. Þetta var um flóð, og stórgrýtt þar, sem skipið lenti upp, svo að ekki var talið líklegt að það næðist út aftur sjófært. Björgun- arskipið Geir hjelt á stað hjeðan vestur þangað undir eins á mánu- dagskvöldið, er frjettin kom hingað um strandið. Dimt hríðarjel var, þegar skip- ið fór upp, en kyrt veður. Farþegar biðu ekkert tjón, og póstur var óskemdur. »Botnía« fór hjeðan um hádegi i gær á- leiðis vestur til þess að sækja farþega og póst. Annars átti hún a^ ^e8gJa á stað i gærkvöld til Austfjarða og út. Um miðjan dag i gær var sagt af Isafirði, að sjór væri kominn í afturlestina á »Vestu«, káetuna og vjelarúmið. Skipið hafði bor- ist langt upp í grjótið. Farþegar voru margir. Meðai þeirra var brjóstveik stúlka áfeiðis til Vífilsstaðahælisins, og hafði hún legið um kl.tíma þar í fönninni við strandstaðinn. »Geir« kom til strandsins í gær, og »Botnía« var komin til ísa- fjarðar í morgun; var að leggja á stað þaðan kl. 9. »Vesta« var ekki vátrygð, segir afgreiðslumaður Sam. gufuskipa- fjel. hjer. Vopnfirðingar og strandið. Vopnfirðingar áttu með »Vestu« 77 tonn af matvörum. Af þeim var 23 tonnum skipað þar upp. En þá kom á stórveður og hjelt skipið þá burt þaðan að nætur- lagi með hinn 54 tonnin. Vopn- firðingar símuðu stjórnarráðinu, að vandræði yrðu þar af matar- skorti, ef vörurnar kæmu þangað ekki bráðlega, og átti »Botnía« að taka þær austur. En nú segja fregnirnar, að vörurnar sjeu skemdar af sjó í lestinni á »Vestu«. Fjármálaumrædur. Hr. Páll Torfason fjármálamaður hefur tvisvar í vetur hafið umræður í Stúdentafjelaginu um fjármál ís- lands og sett fram tillögur um breyt- ing á bankafyrirkomulaginu. Að því er sagt er, hafði hann beinst mjög að stjórn Landsbankans og talið hana í flestum greinum öfuga við það, sem vera ætti. Björn Kristjánsson banka- stjóri var viðstaddur og hlustaði á Pál, en svaraði engu á þeim fundum. Svo flutti hann erindi í fjelaginu sið- astl. laugardag til varnar bankastjórn inni og kom þar fram með skoðanir sínar á fjármálaástandinu yfir höfuð. Meðal annars hafði hann vitnað þar í grein eftir Ó. G. Eyjólfsson verslunarskólastjóra í 20. og 21. tbl. „Ingólfs" f. á.: „Milliþinganefndin og fasteignabankinn", og vitnað til hennar sem sinnar skoðunur á því máli. Sig. Hjörleifsson ritstj. hefur gert þetta að umræðuefni í „ísaf." á laug- ardaginn var. Hann segir þar meðal annars: „Greinin er ígildi þorskhausafræði þeirrar í samgöngumálinu, er stóð í Ingólfi fyrir skemstu, er nokkurs kon- ar þorskhausafræði bankamáisins og röksemdirnar engu veigameiri en títt er t. d. um röksemdirnar í skriftar- æfingum hr. A. J. Johnsons". Hann telur það furðu gegna, að hr. Ó. G. E. skuli hafa getað látið sjást frá sjer jafnvitlausa grein, því hann kveðst eiga örðugt með að trúa því, að hann hafi ekki vitað bet- ur en greinin ber vitni um. Prentar svo vottorð allra samnefndarmanna sinna í milliþingafjármálanefndinni (Kl. Jónssonar, H. Hafsteins, Aug. Flygenrings og M. Blöndahls) um, að það, sem þeir Ó. G. E. og Björn Kristjánsson byggja á, sje einber vitleysa eða misskilningur á tillögum milliþinganefndarinnar. Kallar hann greinina og ræðu bankastjórans um sama efni „aumingjaiega vitlausar og ijarri öllum sannindum". Svo heldur hann áfram: „Alt þetta væri blátt áfram hlægilegt, ef það kæmi frá einhverjum aula, eða frá manni, sem ekkert er við bankamál riðinn og ekkert skildi í þeim, en það verður nærri því hryggilegt, þegar það sama kemur frá manni, sem er banka- stóri við sjálfan Landsbankann. „Jeg þori ekki að fullyrða", segir höf. að lokum, „að jeg hafi ekki sjeð eins vitlausa blaðagrein eins og þessa grein hr. Ó. G. E, en hitt þori jeg að fullyrða, að slíkri grein hefur þó enginn bankastjóri gefið opinber- lega meðmæli sín". Svona skrifar nú gamall flokks- bróðir B. Kr. um bankamensku hans. Og hvernig lítst mönnum á? f 1 1 lór fram sunnud. 16. þ. ni., að við- stöddu miklu fjölmenni. Veðrið hafði verið stirt undanfarna daga, en þenn- an dag var allgott veður. Kl. 9 um morguninn kom "Botnía" frá Rvík. Hún lagðist við bryggjuna og skip- aði upp vörum sínum um morgun- inn. Kl. 2 hófst vígsluathöfnin með raiðu, sem Magnús bæjarstjóri Jóns- son hjelt. Rakti hann þar sögu bryggjumálsins frá byrjun. Að því búnu lýsti hann bryggjuna frjálsa til afnota. Dóttir bæjarstjóra gekk þá fram og klipti silkiband, sem spent var yfir bryggjuna, en mannfjöldinn laust upp fagnaðarópi. Síðan var sungin vígsludrápa, er ort hafði Finn- bogi Jóhannsson lögregluþjónn. Síðan gengu menn fram á bryggj- una með lúðraflokk í broddi fylk- ingar, og „Botnia" skaut 3 fall byssuskotum. Bryggjan var fánum skreytt og eins „Botnia". Kl. 51/2 söfnuðust menn saman í Good-Templ- arahúsinu og settust að veislu. Var þar saman komið 150 manns. Heið- ursgestir voru allmargir, þar á meðal ráðherra og landritari, þingm. kjör- dæmisins, skipstjóri og vjelastjóri á „Botníu", yfirsmiðir bryggjunnar og verkfræðingar, sem að bryggjusmíð- inni höfðu starfað, og nokkrir fleiri. I veislu þessari var enginn áfengur drykkur um hönd hafður, og held jeg þó að menn alment hafi skemt sjer mjög vel, að minsta kosti fóru menn ekki heim fyr en kl. 5 um morguninn. Ræðuhöld í samsætinu voru þessi: Magnús Jónsson bæjarstj. mælti fyrir minni gestanna. Aug. Flygenring fyrir minni íslands. Sigfús Bergmann fyrir minni Hafnarfjarðar. H. Hafstein ráðh. fyrirminnibæjarstjórnarHafnarfjarðar. Kl. Jónsson landritari talaði um sam- göngubætur yfirleitt. Söngfjelagið „Þrestir" skemti mönnum með söng, og hornaflokkur ljek á horn þess á milli. Síðan var dansað fram undir morgun. Þetta er fjölmennasta samsæti, sem hjer hefur verið haldið, enda eru allir sammála um það, að hjer sje mikið framfaraspor stígið fyrir þenn- an bæ. Bryggjan er að dómi skipstjóra á milliferðaskipum og annara þeirra manna, er vit hafa á þeim hlutum, sterkasta trjebryggja, sem bygð hefur verið á íslandi til þessa tíma. Fyrir ofan bryggjuna er allstór vörupallur úr grjóti og steinlímdur. A honum standa 3 stór vörugeymslu- hús úr steinsteypu. Þau eru nú þegar útleigð og fá færri en vilja, svo það lítur út fyrir að bryggjan verði notuð allmikið þetta ár. Haýnfirðingur. Cjalðkeramálið ðæmt. Ákærði sýknaður. Sigurður Ólafsson sýslumaður, sem skipaður var síðastl. haust dómari í gjaldkeramálinu, kom hingað i fyrra dag og kvað upp dóm í málinu i gær. Forsendur dómsins eru langar og hefur Lögr. ekki kynt sjer þær enn. En dómurinn er svohljóðandi: »Því dæmist rjett að vera: Ákærður bankagjaldkeri Hall- dór Jónsson á að vera sýkn af ákærum rjettvísinnar í máli þessu, en greiði allan kostnað sakar- innar«. Stríðiö. Símað er frá Khöfn í morgun, að álitið sje að Tyrkir sjeu nú mjög að þrotum komnir, en hætt sje við að upp komi stríð milli Rúmeníu og Búlgaríu. Dellan i Ulster. Þar fóru ný- lega fram aukakosningar f einu kjör- dæmi, er íhaldsmenn höfðu áður haft, eða mótstöðuflokkur írsku heima- stjórnarinnar. Svo var kosninga- stríðið þar fast sótt, að sagt er að 99,25°/° af kjósendum hafi greitt at- kvæði. Fór svo, að Heimastjórnar- menn unnu kjördæmið, og eru þá eftir þessa kosningu jafnmargir þing- menn frá Ulster með og móti heima- stjórnarfrumvarpinu. M Ijalatinilii til liÉniia. Skipskaðar við Stykkishólm. í stórviðrunum nú fyrir helgina sleit upp á vetrarlegu við Stykkishólm tvö skip af Dýrafirði, „Volanter" og „ísland". Er sagt að „Volanter" sje mikið brotinn, svo að ekki verði við hann gert, en talið, að við „ís- land" megi gera. Stórviðrin. Enskur sjómaður, sem verið hefur hjer við land í 20 ár, segir, að önnur eins stórviðri og stórsjó hafi hann aldrti fengið og í veðrakaflanum, sem nú er nýlega af- staðinn. Frjettir hafa komið um mikil slys á sjó á útlendum skipum. Ferðir »Flóru«. Hjer í blaðinu er í dag birt ferðaáætlun hennar og eru ferðir hennar hinar sömu og í fyrra. Afgreiðslumaður segir fargjöld- in einnig hin sömu nú og þá, en um vöruflutninsgjöldin veit hann ekki enn. »Sjðulf«, norska skipið, sem i vetur strandaði við Effersey, en síð- an var gert við hjer, strandaði aftur á útleiðinni hjeðan við Hjaltland f síðastl. viku. Menn björguðust. Reykjavík. Skaftfellingamót var haldið hjer síðastl laugardagskvöld og þar á 2. hndr. manns. Það var haldið á »Hótel Reykjavík« og er látið mjög vel af allri framreiðslu þar, enda mun hitt frá Norðlingamótinu, sem um var talað í síðasta tbl. Lögr., vera undantekning. Skaftfellingar skemtu sjer hið besta á þessu móti. Páll kennari Sveinsson mintist sýsl- unnar og dr. Jón Þorkelsson íslands, og ný kvæði voru sungin. Kviknað í »Botníu«. í síðustu ferð hennar hingað til lands kom upp eldur í lest skipsins, og hafði kviknað af sjálfsdáðum í kassa með olíuklæðum, en var fljótlega slökt. Veðrið er gott síðustu dagana. Snjó tók að mestu upp hjer syðra í útsynningnum síðastl. viku. Sigurjón Pjetursson glímukappi er nýkominn heim aftur eftir veru um tfma í Englandi. Hann er aftur tekinn við verslunarstörfum hjá Th. Thorsteinsson. Ungmennaf/elag Vestm.eyja leyfir sjer hjer með, sökum óhróðurs, er út hefur verið breiddur,, að birta eftirfarandi vottorð: „Hjer með viðurkenni jeg undir- ritaður, að jeg hef í dag skoðað úr það, er herra Jón Hafliðason hlaut úr hlutaveltu þeirri, er Ungmenna- fjelagið hjer í Vestmannaeyjum hjelt þann 25. f. m., og lýsi jeg hjer með yfir því, að það var sama úrið og það, er herra kennari Steinn Sig- urðsson keypti af mjer þann 24. s. m. fyrir hönd áðurnefnds fjelags. Lögbergi í Vestm.eyjum, 1. febr. 1913. Ólafur Tr. Ólafsson, úrsmiður". „Að gefnu tilefni vottast hjer með að vasa-úr það, sem auglýst var á 20 krónur á hlutaveltu U. M. F. V. 25. jan. síðastl. og jeg dró undir nr. 383 er hið rjetta, keypt af úrsmið Ólafi Ólafssyni með 4 ára ábyrgð, samkv. brjefi frá honum sjálfum, út- gefnu 24. jan. 1913, og eru því all ar illkvitnissögur um svik þar að lút- andi helber ósannindi. Vestm.eyjum, 1. febr. 1913. Jón Hafliðason". einkum Jónasar-dýrkendur sumir, vildu troða að („Jeg þekki fold"), getur ekki staðist, ekki síst lagsins vegna. En þó að ekkert þessara Ijóða geti komið til greina sem fslenskur þjóð- söngur, þá liggur sú spurning næst við: Er ekkert hinna fjölmörgu íslands-minna hæfilegt til þjóðsöngs, bæði vegna efnis, forms og efnis-gnægðar, og svo kunnug- leika? Jeg svara óhikað: Ju- Ljóðið er til: alíslenskt, alkunnugt, alþjóð kært (eystra sem vestra), efnisríkt og efnis- fjölbreytt, hæfilega stutt og þó hæfilega langt; lagið alíslenskt (að anda). hljóm- mikið og söngþýtt. Þetta er ljóðið: „Ö, fögur eir vor fósturjörðl", eftir Jón Thoroddsen. Á jeg von á, að flestir vel skynbærir menn hneigist þar um lokna athugun að einu máli. — Ekki svo mjög ljett á metunum þar til stuðnings álít jeg og vega þá sannreynd, að höf- undur þessa ijóðs er sá af íslenskum skáldsögumönnum, sem (að fornu og nýju) er alþýðu landa vorra lang-kær- astur, beggja megin hafs. Þorsteinn Björnsson. íslenskur þjóðsöngur. Fyrir ekki mjög löngu síðan var minst á það (í „Eimr.", minnir mig) af Sigfúsi magister Blöndal, að ekki væri til neinn þjóðsöngur íslenskur í líkingu við þjóð- söngva annara þjóða („Ja, vi elsker dette Landet", — „God, save the King", o. s. frv.); að minsta kosti væri enginn þeirra söngva, sem tíðast væru sungnir í þess stað á almennum mannfundum, þess verður að efni nje formi, að talist gæti allsherjar þjóðsöngur fslenskur; þá og ekki heldur að sjerkennileik viðeig- andi sönglags. Tiltók háttv. höf. nefndr- ar greinar fyrst og fremst það ljóð (og lag), sem tíðast hefur hingað til verið talið aðal-þjóðsöngur íslendinga: „Eld- gamla ísafold". Var það rjett og vel sagt af höf., að það ljóð getur fyrir engra hluta sakir komið til greina sem aðal- þjóðsöngur íslendinga; lagið ósjerkenni- legt hvað snertir samanburð við þjóð- söngva annara þjóða, óíslenskt og óís- lenskulegt; og svo efnið í annan stað alt of sjerkennilegt, miðað við Hafnar- llf ramlslenskra stúdenta, — og stúdenta- söngvar yfirleitt varla ^nógu alþjóðlegir til þess að verða aðalsöngvar neins lands* — „Ó, guð vors lands" hefur stundum verið kallað þjóðsöngur íslend- inga. En það er svipað um það að segja: tækifærisljóð, og annað ei. Ljóðið, sem íslenskir stúdentar heima. Utanáskrift brjefa. Hvað kemur til að ekki skuli vera breytt til um utanáskrift brjefa, svo að hún. verði sett eins og eðlilegast er samkvæmt lestrinum? Eins og nú er skrifað utan á, verður að byrja að neðan og lesa upp eftir, því fyrst verður að sjá landið, næst hjerað- ið, þá bæinn (heimilið) og siðast um manninn, sem brjefið á að fara til, t. d.: Amerika. Canada. Saskatchewan. Wynyard, P. O. Mrs. Th. O. Goodmanson. (Þorbjörg Ólafsd. frá Vogum). Eða sje brjefið til innlends manns: A1) Eyjafjörður. Hrafnagilshreppur. Espihóll. Hr. Þorbergur Magnússon, vinnumaður. Þannig sýnist lesturinn liggja bet- ur við, og er merkilegt, að á þess- um tímum, þar sem alt er verið að laga í hendi, skuli utanáskriftar- forminu ekki vera breytt, svo að lesa megi utan á brjef eins og ann- að mál er lesið. Þetta, sem hjer er sýnt, hlyti þó að vera á allan hátt aðgengilegra fyrir póstaf- greiðslufólk allra landa, en engum til óhægðar. Til að fá þessu kipt í lag, þyrfti líklega ekki annað en að einhver póststjórn óskaði eftir, að utanáskriftum væri breytt í þessa átt. Getum við ekki gengið þar á undan með góðu eftirdæmi? ---------------- B. B. 1) Akureyri, pósthúsið.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.