Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.02.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 26.02.1913, Blaðsíða 1
Atgraiöslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON. "Veltufsundi 1. Talliml 359. Ritstjori: fORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M ÍO. Reykjarík 36. Febrúar 1013. Vni. árg. I. «. «. F. 942289. Þjóðmenjasafnið opið á sunnud., þriðjud og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. f læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthósstr. 14) r. og 3. md. 1 mán. 11—I. Landakotsspltali opinn f. sjúkravítj. 11—1 alla daga. islands banki opinn 10— 21/. og 51/.—7 Landsbankinn io1/.—21/.. Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Okeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á hverjum laugard. kl. 7—8 sfðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—I. Lárus FjeldstedU Y flrrJettarmilafsBrslumaOur. Lækjargata 2. Hetma kl. 1 1—12 osr 4 7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Þjóðmenjasafnið, Það átti 50 ára afmæli 24. þ. m. Þess var minst með samsæti á „Hótel Reykjavík" þá um kvöldið. En síðastl. sunnud. flutti Matth. Þórðarsson forn- menjavörður alþýðuerindi um safnið í Iðnaðarmannahúsinu. Það var stofnað 24. febr. 1863 af hvötum Sigurðar Guðmundssonar málara og voru þeir Jón Arnason landsbókavörður fyrst framan af forstöðumenn þess, eða til dauða S. G. 1874. Var safnið þá geymt á loftinu í dómkirkjunni. Fyrsti vísir safnsins var fornmenjafundur á Baldursheimi við Mývatn og nokkrir gripir að auki, sem gefnir voru af Helga heitnum Sigurðsyni frá Jörfa. Eftir Sigurð málara er Sigurður heit- inn Vigfússon fornfræðingur aðalstoð safnsins og veitti hann því forstöðu fram til 1892. Þá var Pálmi Pálsson kennari nokkur ár forstöðumaður þess, síðan Jón Jakobsson laridsbóka- vörður og eftir hann Matth. Þórðar- son. Safnið var í Alþingishúsinu frá 1881—99 og svo f Landsbankahús- inu þangað til nýja safnahúsið var reist á Arnarhóli. í samsætinu á „Hótel Reykjavík" voru um 100 manns og fór það mjög vel fram. Matth. Þórðarson talaði um safnið, en Eiríkur Briem prófes- sor og Steingr. Thorsteinsson rektor sögðu frá stofnanda þess, Sigurði málara. Tvö ný kvæði voru sungin, eftir Þorstein Erlingsson, og mörg eldri kvæði. Kvæði Þ. E. fara hjer á eftir: I. ÞjóðmenjasafniS fimtugt. Tindruðu ljósin lengst úr geim, móður hló, hróður dró, og hugunum varð svo hlýtt af þeim; svo hnígur sól við skóg, blika’ á hæðum, kvika’ í kvæðum kvöldljósin þó. Þeir vildu kveikja þau aftur öll, þeir vildu reisa þeim háa liöll. Sigurður yst af öllujn sá, hann dregur þá höll á' heiðin blá. Undirstaðan varð einum sein; þar hallar hann sfðast höfði' á stein. Sigurður annar hærra hlóð í hleðsluna draup hans hjartablóð. Hækkuðu veggi vit og þraut; en Vídalíns hönd á hússins skraut. Það er vor sigur árin öll, þeir sjái við norðrið háa höll, Bjarmaðu, dagur, á burstum þeim, móður hló, hróður dró, og, geislarnir fornu, horfið heim, uns hnfgur sól við skóg. — Blika’ á hæðum, kvika’ í kvæðum kvöldljósin þó. II. Svipirnir á Þjóðmenjasafninu. Þeir kalla safnið skriflaskot og skopast að þeim fræðum, að skoða ryðguð reddabrot og ræxn af gömlum klæðum. Þeim brygði við, hvað verður hvern vjelahnykk það gerði, sjeð, „Kaffltin" drekka allir þeir, er vilja fá góðan, óskaðlegaa og ódýran kaffidrykk. — Jafngildir 1 pundi af brendu og möluðu kaffi og V2 pundi af export. Fæst á aðeins 80 aura pundið hjá Sveini Jónssyni, Templarasundi 1, er einnig hcfur til sölu Gibs-Rósettur og lista og mikið - úrval af Betrekki. Kaupmcnn snúi sjer til Sveins M. Sveinssonar, p. t. Havnegade 47. Köbenhavn. Uppreisn í Mexíkó. Þar er nú enn uppreisn og sífeldir bardagar á götum höfuðborgarinnar. Fyrirliði uppreisnarmanna er Díaz herforingi, bróðursonur gamla Díazar, sem áður var þar forseti og alræðismaður, en nú lifir í útlegð í Sviss. Díaz yngri hafði verið í fangelsi, en slapp þaðan nýlega ásamt fleirum af fylgifiskum föðurbróður síns, og hóf þá uppreisnina með því markmiði, að steypa Maderó forseta frá völdum. Uppreisnarmönnum hefur veitt betur í viðureigninni. Spáð er því, að kalla eigi gamla Díaz aftur til valda. En líklegt þykir líka, að Bandaríkin fari að taka fram fyrir hendur Mexíkó- mönnum, ef aldrei linnir innanlands-ófriði þar í landinu, og innlimi Mexíkó. Þeir eiga stórfje í fyrirtækjum þar i landi, en alt slíkt er í voða meðan ekki gengur á öðru en borgarastyrjöldum. Myndin er frá götu í höfuðborg- inni Mexíkó. Hægra megin er mynd af Maderó forseta, en vinstra megin efst af Díaz herforingja. Nýjustu útlend blöð segja Maderó hafa verið handtekinn kvöldið 17. þ. m. heima í höll sinni af Blanquet hershöfðingja, er hafði yfirstjórn 1000 manna hersveitar og var kvaddur til varnar forseta, en snerist þá í lið með hinum. Eftir samráði við Blanquet var svo Huerta hershöfðingi gerður bráðabirgða-forseti. Ráðherrarnir voru og teknir höndum og fleiri fyigis- menn Maderós, þar á meðal Gustavo Maderó, frændi hans. Hann hafði boðið Huerta hershöfðingja að borða með sjer á einu af veitingahúsum borgarinnar. Huerta kom, en þakkaði fyrir matinn með því að láta taka G. M. höndum, og á meðan því fór fram heltu þeir skömmum hvor yfir annan. ef einhver fengi augun ljeð úr okkar menjaverði. Því þegar sfgur sól að mar, þá sjer hann rísa valinn, og pils og höklar hendast þar með hjör og skaut um salinn. Þar hrynur ryð, þar hvftnar stál í höndum röskra sveina, og þar er talað tignarmál á tungur járns og steina, Þvf signir ævi’- og alda-sól í allri prýði sinni, þú, fornra minja friðarból, þitt fimtíu’ ára minni. Þvf ættu þeir hjer ekki skjól um eilífð daufa’ og langa, þá yrðu þunn og þögul jól hjá þeim, sem aftur gangá. Nú verður engum lífið leitt þótt löngu gleymt sje nafnið, og öllu fargað, öllu breytt, ef öndin þekkir safnið. Við höldum jól hjá leifum lands, Og lokum gröf og haugum, og göngum þar í þeysidans með þúsund ára draugum. M IjdÉAi til Gskimiða. Blaðið »Norðurland« hefur Sig. Hjörleifsson 23. f. m. selt Jóni Stef- ánsson áður ritstj. „Gjallarhorns" og gefur Jón blaðið út áfram. Samvinnufyrirlestra segir „Nl." að Sigurður Jónsson dbrm. á Ysta- felli í Þingeyjarsýslu ætli í vetur að halda lijer sunnanlands að tilhlutun Sambandskaupfjelagsins. Chr. Havsteen áður kaupstjóri Gránufjelagsins flytur sig til Akur- ureyrar á næsta sumri með fjölskyldu sínn og sest þar að. Friðjón Jensson læknir á Eski- firði segir í vor lausu embætti sínu, flytst til Akureyrar og leggur þar fyrir sig tannlækningar, segir „Nl.“ Taugaveiki hefur gengið á Akur- eyri í vetur og er neitsluvatninu um kent. Illar horfur Vestanlands. Það er látið illa aí ástandi meðal al- mennings á ísafirði og þar nærlendis vegna undanfarins aflaleysis. „Vestri" frá 7. þ. m. segir að fólkinu fari sí- fækkandi í sveitunum þar í sýslunni; í nyrstu sveitunum tveimur, Sljettu- og Grunnavíkur-hreppi leggist býlin í eyði. Bátfiski er að hverfa þar úr sögunni, og íólkið hefur leitað ti þeirra staða, sem stærri skipin ganga frá, þilskip og vjelarbátar, segir sá, sem um þetta ritar f blaðinu. Rigningar í Fljótsdalshjeraði. „Austri" segir frá áköfum rigning- um í Fljótsdalshjeraði í janúarmán- aði. Varð þar alautt og vöxtur í Lagarfljóti eins og í mestu vorleys- ingum Sjúkrasamlagi er verið að reyna að koma upp i vetur á Akureyri. Síldveiði í Eyjaflrði. Nýlega hjeldu Eyfirðingar fund á Hjalteyri og sóttu hann kosnir fulltrúar úr hreppunum við fjörðinn. Þar var samþykt með öllum atkvæðum, að æskilegt væri að bönnuð yrði herpi- nótaveiði innan við beina stefnu úr Fossdal, utan við Látur, vestur í Fossdal við Ólafstjörð. Á svo að leggja málið fyrir sýslunefnd Eyfirð- inga og Þingeyinga. „Norði" segir, að sumir útgerðarmenn á Akureyri sjeu þessu mótfallnir. Kraftfóður. Sílldarolíuverksmiðj- urnar á Siglufirði bjuggu til í sumar síldarmjöl, sem þykir ágætt til skepnu- fóðurs. Norðmenn telja að 1 kílo af því jafngildi rúml. 1 kflo af rúgmjöli. Þetta síldarmjöl var hægt að fá á Siglufirði fyrir 14 aura kílóið í stór- kaupum og telja þeir, sem reynt hafa, það vel kaupandi til fóðurs. Anton Jónsson timburmaður hefur í sumar látið búa til svo nefndar síldarkök- ur; í þeim er soðin síld, sem síðan er pressuð svo að úr henni fer mest alt lýsi og vatn og er hún síðan mótuð eins og þunnar pottkökur, sem þola fleiri mánaða geymslu. Þessar kökur hafa verið seldar á 6 aura kílóið og hafa reynst ágætlega sem fóður, og eru taldar hið ódýr- asta kraftfóður, sem nú er hægt að fá hjer. „Norðri" Prestskosningin á Hólmurn í Reyðarfirði fór svo í vetur, eins og skýrt hefur verið frá í Lögr., að eng- inn var löglega kosinn. Flest atkv. fjekk sr. Þórður Oddgeirsson. Nú hafa biskupi borist umkvartanir um kosninguna frá tveimur flokkum manna í sókninni. Annar flokkurinn sendir vottorð 20 manna um, að ef þeir hefðu komist á kjörfundinn, þá hefðu þeir kosið sr. Ben. Eyjólfsson og hann þá fengið flest atkv. Hinn flokkurinn sendir sams konar vott- orð um, að sr. Ólafur Stephensen ætti að hljóta kallið. í þriðja lagi skrifar prófasturinn, sr. Jón Guð- mundsson, og leggur til að sr. Árna Jónssyni verði veitt brauðið; segir, að flokkarígur sje megn um hina þrjá, en menn úr öllum flokkunum hafi tjáð sjer, að alment muni menn una því best, að sr. Á. J. hljóti veit- inguna, og samkvæmt því er hann innstiltur af biskupi. Sr. Árna var veitt brauðið í dag. SýslHmaður Húnvetninga. Skuld hans við landsjóð hefur nú verið borguð og hefur því málsókn gegn honum fallið niður. »Ve8ta« komin á flot. „Geir" náði henni út síðastl. iöstudag. Tölu- vert hafði^hún verið brotin, en þó ráðgert, að gera megi við hana svo að hún komist til Khafnar. Aflabrögð. Skrifað er frá Vest- mannaeyjum 22. þ. m.: „Mokafli hefur verið hjer síðastl. viku, meiri en menn muna svo snemma á vertíð áður. Það lítur því vel út með afla í ár“. Einnig er sagður góður aflií Mið- nessjó, og botnvörpuskipin hjeðan hafa aflað vel undanfarna daga sunn- an við land. Þiiigineiiskuframbod. Björn hreppstjóri Bjarnarson í Grafarholti auglýsir nú hjer í blaðinu, að hann gefi kost á sjer til þingmensku fyrir Gullbr.- og Kjósarsýslu. Þar eiga sýslubúar völ á góðum fulltrúa, vitrum manni og framsóknarfúsum, og nákunnugum högum þeirra. Aðrir hafa enn eigi boðið sig fram. í Suður-Múlasýslu býður sig fram Björn R. Stefánsson bóndi á Þver- hamri og verslunarstjóri í Breiðdals- vík, segir J. Ól. í „Rvík" 22. þ. m. Og svo gerir hann ráð fyrir að Sveinn Ólafsson í Firði verði þar líka í kjöri. En til lftilla þrifa mun það Sunnmýlingum að senda hann á þing, ef innræti hans er nú það, sem ráða má af skriftum hans í „Austra" í vetur. Um framboð í Barðastrandasýslu heyrist enn ekkert. Næstu harðindin. I. Bjargræðisskortur Það var búmannssiður i Múlasýslu. á öldinni, sem leið, að „byrgja sig upp til vetrarins" eftir efn um og treysta ekki um of á vorskipin. Nú eru menn orðnir svo vanir miðs- vetrarferðunum, að allir treysta á þær — enginn man ísinn. Sú frjott hefur borist, að Múlsýsling- ar, í Norðursýslunni, hafi verið orðnir bjargarlitlir og átt von á 77 lestum af matvöru í „Vestu“. Þeir náðu 23 lest- um úr skipinu á Vopnafirði, segir frjett- in; þá fór „Vesta". En svo voru þeir illa staddir, að yfirvöld símuðu til Iands- stjórnar og beiddust hjálpar. Fjekk ráð- 2 herra loforð skipstjóra á „Bothnia" fyrir því, að bíða „Vestu" og fara með mat- vöruna austur í Vopnafjörð. Nú er „Vesta“ strönduð og varan ónýt. Verður nú að líkum símað út og matvara fengin á næstu skipum, og vonandi komast þeir eystra af, þangað til, með það, sem þeir klófestu. En hvernig hefði farið, ef hafísinn hefði verið kominn á undan „Vestu" og bannað allar skipagöngur? Hverníg ætli fari fyrir Norflur- og Austur- landi næst, þegar hafísinn hremmir landið snemma á útmánuðum og sleppir pví ekki úr heljargreipinni fyr en eftir höfuðdag? II. Hallæri á næstu við ei8um á bak að grösum. sjá löngum, samfeldum gððæriskafla; nú í 25 ár hefur aldrei komið illæri, svo orð sje á gerandi; gamla fólkið segir alt, að vetrar sjeu margfalt mildari ár eftir ár en áður gerðist. Þetta er þó ekki eindæmi í sögu landsins; þjóðin hefur lifað marga góðæris-kafla; en þoss eru fá dæmi, að þeir hafi verið svona langir, og á eftir þeim hafa þá oftsinnis komið mörg harðindaár. Við megum því eflaust eiga von á hörðum árum, ísárum, þá og þegar. Og hvernig fer þá? Sumarið 1909, seint á túnaslætti, sat jeg eitt kveld uppi 1 hlíðinni fyrir ofan Mælifell í Skagafirði, á tali við Ólaf al- þingismann Briem; það var blíðasta veður, heiður himinn og sól á lofti. Út- sýnin ofan frá Mælifellshnjúk er dýrðar- fögur, langfegursta útsjón hjer á landi, í mínum augum. Það sumar stóð Norð- urland í fegursta blóma og mjer hafði ekki í mörg ár verið jafn-ljett í skapi. En alt i einu hvarflaði hugur minn til æskuáranna — og íssins; það fór hroll- ur um mig. „Hvernig fer næst, þegar Isinn kemur?" varð mjer að orði. Við sátum þarna lengi, við Ólafur, í þung- um hugsunum um andvaraleysi þjóðar- innar, og okkur kom vel saman um „eina örugga ráðið". Hann bað mig svo að vekja máls á því í blöðunum. Það var farið að skyggja á vesturhlíðar, 4 þegar við kvöddumst. Hann reið nið- ur f hjerað, en jeg suður Kjalveg. En aldrei hef jeg haft geð í mjer til að minnast á þetta nauðsynjaraál, hef talið víst, að allir mundu skella við skolleyrunum, eins og vant er, ef farið er að stinga upp á fyrirhyggju og for- sjálni. Eftir Móðuharðindin urðu marg- ir ágætir menn til þess, að tala um fyrir þjóðinni, hvetja hana til að vara sig á hörðu árunum. Hannes biskup Fihns- son skrifaði þá hungursögu þjóðarinn- ar, „Um mannfækkun af hallærum”, stór- merkilega ritgerð; Stefán amtmaður Þór- arinsson skrifaði „Um heyforðabúra- stofnsetning á íslandi"; eru þess- ar ritgerðir í Lærdómslistafjelagsrit- unum.1) Þá var einnig talað um korn- forðabúr og margt var um þetta mál hugsað og skrifað á 18. öld. En alt sat við sama. Sjálf Móðuharðind- 1) Þau eru orðin fágæt, en f „Lýsingu íslands" eftir Þorv. Thoroddsen, mestu ágætisbók, sem allir ættu að Iesa, er all- langur kafli um árferði (2. b., bls. 371 94) og annar um hafís (i.b., bls. 48—61).

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.