Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.03.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 05.03.1913, Blaðsíða 1
Afljreiðslu- og ionbeimtum.: ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON. Veltnsn.ndi 1. Tallimi 359. LÖGRJETTA Ritstjori: ÞORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsími 178. M 11. Reykjavilc 5. Mars 1913. VIII. árgr- I. O. O. F. 94369. Þjóðmenjasafnið opið á sunnud., þriðjud og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. f læknask. þrd. og fsd. 12—I. Tannlækning ók. (< Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspftali opinn f. sjúkravitj. 11—1 alla daga. Islands banki opinn 10—21/* og 5*/«—7. Landsbankinn io1/,,—2'/». Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Okeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á hverjum laugard. kl. 7—8 síðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldsted, YflrrjettarmilafiBFslumaður. Læbjargata 2. Heima kl. 1 1—12 og 4—7. J3sel£u.r, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. SSgnr Jrá SkaJtáreWi. Tveir merkir menn hafa látið uppi álit sitt * á þessari bók og leyft að birta það. Annar þeirra er prófessor Þorvaldur Thoroddsen, og þarf ekki að eyða orðum að kunnugleika hans á þessu máli. Hinn er núverandi sóknarprestur Kirkjubæjarklausturs, Magnús prófasturBjarnarson á Prests- bakka. Alit þeirra fer hjer á eftir: Guilelmo Marconi og Valdemar Poulsen. Marconi. Poulsen. Þessir tveir menn, ítalinn G. Marconi og Daninn V. Poulsen eru höfundar þeirra tveggja loftskeyta-uppfundninga, sem nú eru að berjast um yfirráðin. Uppfundning Marconis er eldri og hefur enskt fjelag ráð yfir henni og hefur með samningum við stjórnir og ríki um einkaleyfi komið henni svo vel fyrir víða, að hún er nú víðast hvar ráðandi. Þó er sam- kepnin að verða harðari og harðari frá hálfu annars fjelags ensks, sem keypt hefur uppgötvun V. Poulsens, en hún er af mörgum talin betri en Marconíaðferðin að ýmsu leyti, meðal annars gengur skeytasendingin þar fljótara. Aðferð Poulsens er bygð á öðrum grundvelli en aðferð Marconis, og hefur Poulsen lengi unnið að uppgötvun sinni. V. Poulsen er 44 ára gamall, en Marconi er 5 árum yngri. Marconi fjekk Nobelsverðlaunin 1909 fyrir uppgötvun sína. kr. Áður var búið að selja „Austra" og „Vestra", hvort skipið fyrir sig fyrir 185, þús. kr., upp í þær skuld ir, sem mest þrengdu að. Auk þess var sett niður virðingarverðið á þeim 5 skipum, sem tjelagið átti eftir. Og ennfremur var sett niður verðið á hlutabrjefum fjelagsins þannig: að þau brjef, sem hljóðuðu upp á 1000 kr., skyldu nu gilda 300 kr. Sagt er, að þetta hafi verið eina úrræðið til þess, að fjelagsmenn fengju þó eitthvað upp úr fjelagshlutum sínum. Jeg hefl með mikilli ánægju lesið sögur Jóns Trausta frá Skaftáreldi og finst mjer höfundinum hafa ágæt- lega tekist að leiða í ljós áhrif þessa voðaviðburðar á þjóðlíf þess tíma. Það er mjög sjaldgæit að skáldsagna- rithöfundar kynna sjer jafnvel sögu þess tímabils, sem þeir rita um, eins og Jón Trausti hefur gert; til þess hefur þurft mikla elju og fyrirhöfn. Smávegis galla má eðlilega finna í þessari bók, sem öðrum, en þeim er svo varið, að hægt er að leið- rjetta þá í nýrri útgáfu. Erlendis hefur það verið talin skylda skálda, sem um söguleg efni rita, að láta aðalpersónur sagnfræðiunar koma fram með rjettum einkennum hinnar ítrustu söguþekkingar, en það er talið fullt skáldaJeyfi, að lýsa og skipa niður viðburðunum í lífi smámenna eftir því sem best hentar í skáldsög- unni. Með þessu íær alþýða manna gott og rjett yflrlit yfir aðaldrætti sögunnar, en skáldið hefur fult frelsi fyrir hugmyndaflugið innan við vje- bönd almennrar sagnfræði, það er ekki hlutverk skáldsins að fræða menn um æfiatriði, ætt og einkenni ó- merkilegra manna, sem enga þýð- ingu hafa í þjóðarsögunni. Náttúrulýsingarnar í bók þessari eru mjög góðar, sannar og áhrifa- miklar, og höf. hefur notað heimild- arritin með athygli og dómgreind. Væri óskandi að íslendingar fengju margar slikar skáldsögur, sem jafn vel og þessi sýndu þeim viðburði liðinna alda í skuggsjá nútímans; af þeim gætu þeir margt lært um landið sitt og Um kjör og lífsskil- yrði hinnar íslensku þjóðar. Það gæti ef til vill nokkuð lægt belging heimskra manna og sýnt hugsandi fólki hve áríðandi það er, að íslensk alþýða lagi sig eftir þeim náttúru- skilyrðum, sem fyrir hendi eru, svo hún hlaupi ekki í gönur og sje svo óviðbúin og ráðalaus, þegar óláns- viðburðir detta yfir. Ef seinni hlutinn verður jafngóður eða betri en þessi, hefur Jón Trausti unnið gott og þarft verk. 15. febrúar 1913 Þorv. Thoroddsen. II. Prestsbakka á Siðu 4. nóv. 1912. Jeg var núna að láta aftur sögu- bók yðar frá Skaftáreldinum, eftir að hafa lesið hana upphátt fyrir familíu mína. Það var í 3ja sinnið, sem jeg las hana. Á mánudagskvöldið, er jeg fór frá yður, fór jeg að hátta k). 10 og vakti til kl. 3 um nóttina, hljóp jeg þá yfir bókina að mestu, svo las jeg hana aftur á hlaupum eftir að jeg kom heim, þó jeg hefði mikið að gera, og nú hef jeg lesið hana, sem sagt, í 3ja sinn upphátt. Og nú skrifa jeg yður þessar línur til þess að þakka yður fyrir bókina, ekki gjöfina, heldur innihaldið. Mjer þótti hún strax góð, er jeg las hana fyrst, enn betri, er jeg las hana í annað sinn, oglangbest nú, er jeg las hana í 3ja sinn, en það er einkenni góðra bóka, að þær vinna við ítrekaðan lestur, og hlýtur því þessi bók yðar að vera virkilega góð bók. Hún sækir í sig veðrið eftir því sem á hana Hður, meir en nokkur önnur bóka yðar, en það er annað einkenni góðra bóka, og nær hástígi sinu í „eldmessunni", sem er stórfalleg, og einhver tilþrifamesti kafli sagna yðar, að mínum smekk og viti, en sögulokin þar á eftir, um legu Guð- rúnar á Prestsbakka og veru Vigfús- ar, varpa mildum og angurblíðum blæ á alt það stórfenglega, hrikalega og hrottalega, sem á undan er gengið í viðburðum sögunnar, bæði í náttúr- unnar ríki og mannlífinu, og sefar og kemur í jafnvægi skapsmunum lesandans, svo hann rór og ánægður leggur aftur bókina. Snildarlega hefur yður tekist að sýna hjátrú og hugs- analíf þátíðarinnar, og fljetta hinum stórfenglegu náttúruviðburðum innan um söguviðburðina, svo að hvor- tveggja fær eins og blæ og lit af hinu og má ekki án þess vera. Hjer haflð þjer minn ritdóm á sögunni, rauplausan og hræsnislausan, en hann er ekki mikils virði, jeg veit það líka og hefði ekki farið að ónáða yður með hann, nema a.f því þjer óskuð- uð eftir að heyra álit mitt. — Jeg hef spurt Björn í Holti, sem er greindur maður, um bókina, og sagði hann, að sjer þætti hún best af sög- um yðar. — — — — — Magnús Bjarnarson. Suíurjor R. Scotts. 14. f. m. var mjög fjölmenn sorg- ar guðsþjónusta haldin til minningar um þá Scott og fjelaga hans í St. Pauls kirkjunni í Lundúnum, og var þar við bæði konungsfólkið og ráð- herrarnir meðal annara. Dauði þeirra fjelaga hefur vakið mikla hluttekn- ingu, og í Englandi var þegar safn- að miklum samskotum til styrktar eftirlifandi ættingjum þeirra. Kona Scotts var, er fregnin kom um dauða þeirra, á leið til Nýja Zeelands og ætlaði að taka þar á móti manni sínum. Úr dagbókum Scotts, er fundust hjá honum dauðum, hafa menn nánar sagnir um ferðina suður til heimskautsins og heimförina þaðan svo langt sem hún náði. TIiorefjelagiA. Um miðjan f. m. var fullráðið á fundi, að bjarga fjelaginu á þann hátt, að þeir, sem stærstar upphæðir áttu hjá þvf, tóku forgangs-hlutabrjef fyrir 200 þús. Þeir komu á heimskautið, eins og áður segir, 18. janúar, ákváðu stað- inn með nákvæmum mælingum og reistu þar enska flaggið. Fóru svo að kanna landið þar f kring og fundu tjaldið, sem Amundsen hafði reist þar. Það var tæpa '/i enska mílu frá þeim stað, sem þeir höfðu reist á enska flaggið. Þeir tóku mynd af norska tjaldinu, og af Scott og þeim fjelögum tóku þeir líka myndir þar syðra. Kuldinn var 20 st. þegar þeir voru á heimskautinu. Myndaplöturnar, sem þar voru tekn- ar, eru til. Þeir fjórir menn, sem með Scott fóru suður til heimskautsins, voru þessir: Edgar Evans undirforingi í hernum, Oates kaptein, Wilson doktor og Bowers lautinant. Á heimleiðinni dundu hörmung- arnar yfir þá. Fyrstu dagana gekk alt vel. Þá var kuldinn 20—30 st. og þeir fóru um 18 enskar mílur á dag. Svo veiktist Evans undirfor- ingi, hafði hann fengið vonda byltu á ísnum og skemdist heilinn eitthvað við bana. Þetta olli töluverðri töf. 17. febr. datt Evans aftur og meidd- ist. Hann var þá síðastur í fórinni og tóku þeir fjelagar hans ekki eftir því fyr en nokkru seinna, að hann vantaði. Sneru þá við og fundu hann liggjandi meðvitundarlausan á jöklinum. Þeir lögðu hann á sleða, og 2 tfmum síðar dó hann. Vistageymslubúrin voru þannig lögð, að milli þeirra voru 65 enskar mílur, en í hverju búri áttu að vera vistir og eldsneyti til 8 daga. Eftir þeirri áætlun var því dagleiðin ekki hugsuð lengri en 8 enskar roílur. En nú veiktist Oats kapteinn og varð það aftur til að tetja förina, svo að dagleiðirnar urðu ekki nema 3 mílur. 16. mars, er þeir höfðu tjaldað í stórhrfð og stormi, gekk Oats út úr tjaldinu og kom ekki aftur. Hafði gert það með vilja, til þess að vera ekki förunautum sínum lengur til byrði. Þeir þrír, sem eftir voru, hjeldu svo áfram. En veður voru þá mjög hörð. Krá 21. mars treystu þeir sjer ekki að halda áfram og lágu eftir það kyrrir í tjaldi sínu þar til þeir dóu. 25. mars ritar Scott síðustu orðin 1 dagbók sína, og mun hann ekki hafa lifað lengi eftir það. En haldið er þó, að hann hafi lifað þeirra lengst. Þetta var á 79,40 br. st., og þarna fundust þeir Scott síðastl. haust, 17 kílom. frá næsta forðabúri, sem kallað er „One Ton" forðabúrið. En einmitt þar höfðu tveir menn beðið þeirra frá 3—10. mars. Voru þeir sendir á stað á móti þeim frá vetrarsetustaðn- um, en sneru norður þaðan aftur 10. mars og fengu verstu veður, svo að þeir komust með naumindum lífs af. Næstu harðindin. (Frh.). VI. Hestabani. Flóki Vilgerðarson hafði vetr- arsetu ií Barðastönd (um 865). Þeir fjelagar „gáðu eigi at fá heyjanna, ok dó alt kvikfé þeira um vetrinn". Um vorið gekk Flóki upp á fjall og sá i norðurátt fjörð fullan af hafisum. „Því kólluðu þeir landit ísland, sem þat hefir siðan heitit". (Landnámab., Rv. 1891, bls. 29). Öld eftir öld hafa íslendingar sjeð firði fulla af hafísum og altaf hefur kvik- fje þeirra dáið í hörðum vetrum, því að þeir hafa aldrei látið sjer segjasf, þeim hefur ávalt farið eins og Flóka; þeir hafa ekki gáð að fá heyjanna, og ekki munað það spakmæli, að „hollur er haustskurður". Sumarið 1909 var ágætis grassumar og heyskapur mikill, víða f langmesta lagi. 18 Veturinn 1909—1910 var ofurlítið strang* ari, en menn höfðu átt að venjast að undanförnu, og þó ekkert á við þá vetra, sem harðir mega heita. Engu að síður urðu bændur víða heylausir og feldu sumstaðar úr hor. Einn nafhkunnur merkisbóndi hefur sagt nijer, að í sveit, sem hann hafði nána gát á þann vetur, hafi bændur felt svo margt fje úr hor, að tjónið hafi numið 10 þúsund krónum. Og þetta var þó ekki stór sveit(2i býli) og ekki útkjálkasveit. Hvernig ætli færi, ef við fengjum nú önnur eins harðindi og þau, sem gengu í lok 17. aldar (Þ. Th.: Lýs. fsl., I., bls. 56 ogll., bls. 383—4); þá hófst harðinda- skorpa árið 1688 og hjelst út öldina. 1692') var frostavetur svo mikill, að alla flóa og firði lagði langt út frá landi. 1694 voru hafísar við Norður- og Aust- urland og alla leið að Eyrarbakka og Vestmannaeyjum; lá ísinn fram yrir alþing. 1695 var vetur „harður um alt Iand, með snjóum og norðanstormum, 19 ísalögum, hórkum og frostum"', hafís kom snemma að Norðurlandi og lá fram um þing; um sumarmál var hafísinn kominn vestur með landinu að sunnan alla leið að Þorlákshöfn og 14. aprll 1695 rak hann fyrir Reykjanes inn á Faxafióa; rak hafísinn þar inn á hverja vík og mátti ganga á fsnum af Akranesi í Hólmakaupstað (Rvík); lá hann f fióan- um rúmlega fram í vertíðarlok. Að vestan komst ísinn fyrir Látrabjarg, en Norðanlands mátti ríða og renna fyrir hvern fjörð um Vorkrossmessu.1) Sum- arið eftir var grasbrestur mikill, haustið hretviðrasamt. Og ofan á alt þetta kom aftur harður vetur, 1696. Það var„Hesta- bani"; þá fjell búpeningur um land alt; „á mórgum bæjum stóð hvorki eftir hross nje sauður"; „útigangshestar átu stalla og stoðir, sem þeir náðu 'til, hús og staura, hár og tögl hver af öðrum, líka hár og eyru af þeim, sem dauð- ir voru". Næsta ár var enn harð- ur vetur. Veturinn 1698 var afbragðs- 20 góður, en veturinn 1699 afskaplega harð- ur, „með miklum frostum og jarðbönn- um"; þá „sá eigi auðan sjó af Skaga á Akranesi" fyrir lagnaðarís; „þá var rið- ið úr Garði yfir Stakksfjórð inn á Vatns- leysuströnd; við sjóinn láu álftir og sjó- fuglar í hrönnum, frosnir til bana". Fólkið fjell líka í hrönnum úr hor á þeim árum. Það er óðs manns æði að ímynda sjer, að ónnur eins harðindaskorpa og þessi geti aldrei komið framar. Hún get- ur vel komið; það getur orðið á þessan öld — þegar minst vonum varir. Hvernig fer þá fyrir okkur? Og ekki er þetta eina hættan. Hins vegar er eitrið og öskufallið úr eldfjöll- unum.1) Sannarlega eigum við enga tryggingu f neinum gömlum sáttmála fyrir þvf, að Skaftáreldarnir blossi ekki upp aftur. En þar er þó sá mikli mun- ur, að eldgos með skaðvænu öskufalli koma miklu sjaldnar en ísinn og banna ekki skipapöngur kringum landið. 1) Þegar eitt ártal er nefnt og um vetur að ræða, er jafnan eftir gamalli venju átt við þann vetur, sem byrjaði árið áður; „Veturinn 1692" er, sem við nú mundum segja: „veturinn 1691—92"« 1) Þetta er eindæmi, að svo mikill haf- ís hafi komist inn f Faxaflóa, en oftsinnis hefur ísinn greipað um landið frá Látra- bjargi að Reykjanesi. 1) Menn ættu að lesa „Skaftáreldana" hans Jóns Trausta. Þar fá menn sann- orða og ágæta lýsingu á Móðuharðind-

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.