Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 05.03.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 05.03.1913, Blaðsíða 2
38 L 0 GJR J E T T A Lögrjetta keraur át á hverjura mið- vtkudeKi og auk þnss aukablöð við og við, minst 60 blöð als á ári. Verð: 4 kr. árg. * tglandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Svo var þeirra Scotts ekki leitað aftur fyr en á næsta vori þar syðra, og var haldið á stað í október, en í nóvemb. fundust lík þeírra. Lík Oats kapteins var eigi hægt að finna. Líkin voru látin vera þar, sem þau fundust, og minnismerki reist þar upp úr jarrah trje með nöfnum þeirra. Hinum leiðangursmönnunum, sem ekki fóru með Scott til heimskauts- ins, heldur í ransóknarferðir til annara staða, ieið öllum vel. Lýsingin f dagbók Scotts á neyð þeirra fjelaga er átakanleg. Hann endar frásögn sína með ávarpi til ensku þjóðarinnar og biður hana að sjá fyrir skylduliði þeirra, sem bíði bana þar suður á jöklunum. Vísindaárangur fararinnar. Um vísindalegan árangur af för Scotts er það sagt, að með henni sjeu sönnur fengnar fyrir því, að á tveimur jarðaldatímabilum áður hafi milt loftslag verið yfir suðurheim- skautslöndunum. Ennfremur hefur það verið leitt í ljós með jarfræðisrann- sóknum að Ástralía hefur áður verið áföst við suðurheimskautslöndin og þar eitt samvaxið fastaland bæði við Suður-Amerfku og Asíu. Sambanðsmálið o. |l. Þegar sambandsmálið var tekið upp 1906, þá var án efa hugsunin sú, að jafnframt því, sem við stigum verulegt spor áfram í áttina til meira sjálfstæðis, innist það við nýja samninga um sambandið milli Is- lands og Danmerkur, að hin sífelda þræta um það mál gæti um hríð fallið niður, svo að betra næði feng- ist fyrir starfandi stjórnmálamenn okkar til þess að vinna með heilum hug og óskiftum að framfaramálum landsins heima fyrir, efling atvinnu- vega og framleiðslu og hverskonar menningarfyrirtækja. En það hafði sýnt sig, að deilan um sambandið við Danmörku blandaðist alstaðar inn og var til fyrirstöðu eðliiegri samvinnu og samhug milli þeirra, sem að hinu þurftu að vinna. Sambandslagafrumvarpið frá 1908 færði okkur tilboð um mikið aukið sjálfstæði, og ef við hefðum borið gæfu til þess að taka því, þá hefði þessi hnútur verið leystur. Við hefð- um þá með góðri samvisku getað látið sambandsmálið hvfla sig og snúið okkur næstu áratugina að menningarmálunum hjer heima fyrir. Við hefðum haft samhug annara þjóða, þar á meðal fyrst og fremst þeirrar þjóðarinnar, sem við stönd- um f sambandi við og höfum mest saman við að sælda. En slíkur sam- hugur út f frá er mikils virði, Út úr landinu verðum við að leita eftir fje til fyrirtækjanna hjer heima fyrir, oft einnig eftir kunnáttu og þekk- ingu og stuðningi á ýmsan hátt. Án lánstrausts komumst við ekkert áfram, og lánstraustið er undir því komið, hvers álits og samhugar við getum aflað okkur út í frá. En þessu var gerspilt með hinni óviturlegu stjórnmálaframkomu okk- ar 1908 og þar eftir, eigi aðeins í Danmörku, heldur og yfirleitt er- lendis. Nú kveða hjer við þær raddir, einmitt úr þeim stjórnmálaherbúðun- um þar sem hæst var áður hrópað um, að alt væri undir því komið, að fá sem fyrst breytingu á samband- inu við Dani — að rjettast sje að leggja nú sambandsmálið á hyllurta og snúa sjer að atvinnumálunum heima fyrir. Það leggja .sjálfstæðis"- og „landvarnar“-blöðin gömlu nú til málanna. Og sama kennir Jón ólafs- son alþm. í „Rvíkinni". En jafnframt vill hann ólmur segja Danmörku fjármálastríð á hendur. Hann segir, að við „snúum okkur nú að því að efla atvinnuvegi, efna- hag og fólksfjölda, og að því, að losa okkur við Dani í öllum sam- göngum og viðskiftum". Þetta segir hann að sje talað „út úr hjarta hvers einasta íslendings". Hreifingin hafi „gagntekið þjóðina" og hún „vaxi og dafni með degi hverjum". Og alt þetta á nú að vera til komið af því, að Danir vilji ekki standa við tilboð sitt í sam- bandsmálinu frá 1908. Stjórnmálasambandið við Dani legg- ur engin bönd á okkur í þá átt, að binda viðskifti okkar við Danmörku. Að því leyti standa Danir hjer að vígi eins og hver önnur útlend þjóð. Þeir hafa hjer engin forrjettindi til viðskifta. Við þurfum ekki að skifta við þá fremur en við sjálfir viljum. En hugsunin hjá J. Ól. hlýtur að vera sú, að við eigum að bægja þeim frá viðskiftum hjer án alls til- lits til þess, hvort það sje okkur í hag eða óhag. Við ættum t. d. sam- kvæmt þeirri hugsun alls ekki að taka lán í Danmörku, þótt við þyrft- um þess með og ættum aðeins kost á þvf þar, eða þá kost á þvf þar með miklu betri kjörum en annar- staðar. Hugsunin er ekki skynsamleg og fullyrðingin um, að hún sje almenn nú orðið, er fjarri því að vera rjett. Við eigum auðvitað að leita viðskifta þar, sem við getum fengið þau hagan- legust, í Danmörku þegar svo stend- ur á, að þau fást haganlegust þar, utan hennar ella. Og er það ekki hálfskringilegt, að vera að ógna Dónum með því, að nú ætlum við að fara að hugsa um atvinnuvegina hjá okkur og efnahag- inn, úr því að þeir vilji ekki láta okkur fa frumvarpið frá 1908? Eins og við hefðum alveg ætlað að leggja árar í bát í þessum efnum, ef við gætum orðið ánægðir með samband- ið milli landanna! En svo er þess að gæta, að það er alls ekki fyllilega rjett, semj. Ól. ber Dönum á brýn í „Rvík", að þeir hafi svikið loforðin frá 1908 í sam- bandsmálinu. J. Ól. hefur marg- tekið það fram áður, að þeir hafi ekki verið loforðum bundnir um neitt annað en sambandslagafrumvarpið eins og millilandanefndin lagði það fram 1908. Þá fyrst, er þing okkar hefur samþykt það frumvarp óbreytt og Danir hafa hafnað því, getum við með fullum rjetti talað um svik frá þeirra hálfu. Það, sem frá alþingi kom síðastl. sumar, var ný málaumleitun, og árangurinn af henni, sem nú liggur fyrir og bíður þess, hvað þingið vilji við hann gera, á alls ekki skilið þá dóma, sem hann hefur feng- ið. Hann hefur Iítið verið ræddur enn opinberlega, aðeins skammaður út og hártogaður, mest af mönnum, sem alls enga samninga vilja um sambands- málið, hvorki frumvarpið frá 1908 nje þetta nýja frumvarp. Annað atriðið af því, sem hugsað var til að ná með upptöku sam- bandsmálsins 1906, virðist nú, ef marka má blaðaraddirnar, vera kom- ið f lag, — það, að láta ekki sam- bandsmálsdeilurnar standa öðrum málum fyrir þrifum hjer heima fyrir, heldur leggja þær til hliðar að sinni. Hitt atriðið hefur lfka staðið íslend- ingum til boða, og stendur það reynd- ar enn: að þokast góðan spöl áleið- is í sjálfstæðisáttina. En því hafa þeir hafnað vegna innbyrðis sundr- ungar. Alt stríðið, sem háð hefur verið hjer sfðan sambandsmálið var tekið til meðferðar 1906, bæði innanlands og út á við, hefur þá leitt til þess eins, að menn verða ásáttir um, að láta sjer fyrst um sinn nægja það þjóðarsjálístæði, sem fengið var með stjórnarskrárbreytingunni frá 1904. En þó svo færi, að sá þingflokkur, sem nú hefur ráðin á alþingi, kæm- ist að þeirri niðurstöðu, að rjettast væri að láta sambandsmálið hvflast um sinn, þá virðist alt annað en skynsamlegt að gera sjer far um að vekja upp samskonar glundroða og ofstæki á öðrum svæðum og átt hefur sjer stað um sambandsmálið, er hlyti að verða til þess að hefta samvinnu og framkvæmdir á sama hátt og sambandsmálsdeilan áður, en hins vegar ekki annað en högg út í loft- ið — nýtt landvarnar-sjálfstæðis-högg, álíka skynsamlega reitt og það fyrra, og yrði þvf án efa álfka affarasælt. GjaldkeramáliA enn. Síðastl. viku hefur ísaf. verið nærri öll um gjaldkeramálið. Forsendur dómarans, sem gott var að fá birtar, tóku yfir 3 bls. Svo hefur Einar prófessor Arnórsson endursagt þær allar f blaðinu i ritgerð, sem tekur yfir eitthvað 4. bls., og segir hann þó um dóminn, að hann „sje í raun rjettri ekki allskostar umtalsverðari en þorri annara dóma". Og svo mun nú vera von á ritgerð f blaðinu um dóminn frá Birni Kristjánssyni. Svo þegar B. K. er búinn, þá er ekki óliklegt, að Árna Jóhannsson kynni að langa til að endurtaka eitt- hvað af því, sem B. Kr. segir, og hnýta við það viðeigandi lofsyrðum á nokkrum blaðsíðum. Og svo kem- ur að sjálfsögðu Johnson okkar þar á eftir og skrifar upp alt, sem hinir hafa sagt. Vigfús í Engey verður lfka auðvitað að fá að koma að nokkrum dálkum, og svo Karl í Koti og aðrir þeir allra nánustu. Með þessu lagi er sjeð fyrir efni f blaðið fram eftir öllu sumri, svo að það er auðsjeð, að óþarfi er að vera að kosta upp á tvo ritstjóra við það. En f alvöru talað — um gjaldkera- málið verður þetta rjettast sagt: Það er dæmt af gömlum og vönum dóm- ara, alþektum sómamanni og ágætis- manni að allra dómi, sem hann þekkja, manni, sem ekki vill vamm sitt vita í nokkru. En svo er of- stækið mikið hjá fjandmönnum og ofsóknarmönnum gjaldkerans, að ekki verður betur sjeð en að nú eigi að fara að leggja þennan mann í einelti með | skömmum og svívirðingum fyrir það, að hann hafi sýknað ákærða, þótt engum manni, sem út f þetta hugsar með óruglaðri skynsemi, geti bland- ast hugur um að dómurinn sje leyst- ur af hendi eftir bestu samvisku dóm- arans, Blað það, sem nú að undan- förnu hefur nuddað sjer mest upp við pyngju B. Kr. (Ing ), flutti nýlega grein um dóminn þrungna af heimsku og ofstæki, — eins og reyndar venju- legast er þar um slóðir. En út af grein E. A. datt Lögr. í hug það, sem hún heyrði gamlan dómara og góðan lögfræðing segja, þegar stjórnarráðið hafði skipað Magnús sýslumann Guðmundsson dómara f gjaldkeramálinu. Hann sagði, að það væri algerlega rangt, að skipa svo ungan mann og ókunn- ugan því, sem reynslan ein kendi, til þess að dæma annað eins mál og þetta; sakborningur hlyti að eiga heimtingu á því, að það væri fengið í hendur gömlum dómara og reynd- um manni. Hann játaði, að M. G. væri bæði gáfaður maður og mundi vera vel að sjer í lögum, góður maður og samviskusamur. En hann hjelt því fast fram, að hann vantaði það, sem hjer mætti ekki vanta, — það, sem reynslan ein kendi. Og ein- mitt þetta hlýtur E. A. lfka að vanta. Það mun vera alment um unga lög- fræðinga, ekki síður þá, sem best eru að sjer, að þeir láti hugann neglast af bókstaf laganna, en gleymi því, að lífið er svo rfkt af tilfellum, að lagasetningin getur aldrei náð út yfir þau öll. 50 ára liátíd Þjóðmenja- safnslns var haldin eins og til stóð á „Hótel Reykjavík" mánu- daginn 24. febrúar þ. á. kl. 8 e. m. Jeg ann safninu og vildi borða þvf til lofs og dýrðar að Reykjavíkur- venju. Veislusalurinn leit vinalega út fyrir augum gestanna; veggirnir prýddir fánum og myndum þeirra manna, sem safnið á mest upp að unna, og gat engum dulist, að smekk- vísi og stök nákvæmni átti sjer stað f allri niðurröðun, enda átti aðal- þáttinn í því núverandi safnivörður Matthías Þórðarson. Kl. rúmlega 8 var sest að borð- um og rösklega til matar tekið, enda óþarft að kvarta um vistaskort, því ósköpin öll voru þar á borðum af ákjósanlegustu rjettum, flestum fs- lenskum; meðal annars var þar á borðum valið hangikjöt, súr sauða- bringa, laufabrauð, glóðarbökuð kaka og pottbrauð, auk þessa var hákarl, riklingur og fjöldamargt fleira; að lokum var framborið kaffi með pönnu- kökum og öðru sælgæti. Veitinga- konan, Margrjet Zoega, fjekk alment hrós gestanna fyrir þetta rfkmann- lega og vinsæla borð, og átti hún það sannarlega skilið. Eftir að staðið var upp frá borð- um og menn eins og áður er sagt höfðu fengið ósvikna magafylli, auk andlegs samtfnings, undu menn og konur við spil og dans fram eftir nóttinni. Yfir höfuð var samkvæmi þetta skemtilegt og hefur enginn þátttak- andi ástæðu til að sjá eftir þeim tfma eða peningum, sem á þessari kvöldstund var eytt. Vegna þess að jeg skrifaði aðfinslur um Norðlendingamótið og ávítti sjer- staklega veitingakonuna, áleit jeg rjettmætt að láta hana einnig nú njóta sannmælis fyrir skörungskap hennar og vistagnægð í áðurnefndu samkvæmi. Jóh. Jóhannesson. Stríðið. Símað frá Khöfn 1. mars: „Engir bardagar. Sagt er að Grikkir og Serbar ætli að senda 30,000 hermanna til liðs við Svart- fellinga". Útl. blöð flytja litlar nýungar um stríðið. Frá Scutarí hefur þó staðið þar sú frjett, höfð ettir tyrkneskum dátum, er handteknir hafa verið, að yfirforingi Tyrkja þar, Hassan Riza pasja, hafi verið myrtur á götu inni f borginni af dátum, sem ekki vildu halda átram vörninni. Vistaskortur þar sagður orðinn tilfinnanlegur, en aftur á móti engin þurð á skotfærum. Austurrfki hefur alt til þessa mót- mælt því, að Montenegró fengi Scút- arí. Stærsta orustan, sem orðið hefur sfðan ófriðurinn hófst að nýju, var við Bulair. Hafði orðið þar allmik- ið mannfall af Tyrkjum. Þetta er á Gallipólíuskaganum. En við Tchat- alja hefur líka orðið nokkurt mann- fall. Izzet pasja hefur tekið við yfir- forustu tyrkneska hersins þar. Adría- nópel er altaf sögð meira og minna f báli. Fregnirnar segja, að um 4000 tyrk- neskar konur hafi 9. febr. haldið fund á háskólanum f Konstantfnópel og fluttu margar þeirra ræður, þar á meðal ein af prinsesssunum. Þær samþyktu hvatningarávarp til tyrk- neskra hershöfðingja og Ijetu því fylgja yfirlýsingu um, að tyrknesk a 2i Hatísinn hefur unnið þjóðinni miklú meira mein, en eldgos og jarðskjálftar. »Engín náttúrufyrirbrigði hafa haft jafn- mikil áhrif á árferði islands eíns og hafís- inn«, segir Þ. Th.; ísinn kemur »eins og Þjófur á nóttu, nærri alveg reglulaust; pví verða íslendingar jafnan að vera við hon- um búnir; ill árferði geta dunið yflr hvenær sem vera skal. Ekki hafa menn neina hug- mynd um orsakir isára, en pau koma oft í hópum, hvert á eftir öðru« (Þ. Th.: Lýs. ísl. II., bls. 390—91). Og það ersegin saga, að þau hörð ár verða strax að voða, sem koma eftir langa góðæriskafla; þá er andvaraleysið komið á hæsta stig og óforsjálnin — eins og núna. Víðs vegar um land hef jeg orðið var við þá heimsku og háska- legu trú, að hafís og harðindi þurfi ekki framar að óttast; loftslagið muni hafa tekið varanlegri breytingu, Golfstraum- urinn muni hafa magnast hjer við land, eða „landið flutt sig til á hnettinum"(!), það muni aldrei koma eins ill ár og áður á tímum. Mörg er heimskan hjer um slóðir, en háskalegust er þessi, og 22 hún er ekki nýtilkomin. Á umliðnúm öldum hefur þjóðin hrapað í þessa sömu heimsku í hvert sinn, sem hún hefur átt að fagna löngum góðærisköflum, og sopið seyðið af henni í næstu harðind- um. Svo mun enn verða. Næsti harði veturinn verður vafalaust hesta bani. VII. Árgæska. Úíslenskum annálum og ár- bókum fer mest orð af illu ár- unum, harðindunum og hörmungunum *, þar er sjaldan minst á góðu árin, nema veðráttan hafi verið svo blíð, að undr- um hafi gegnt. Er engin efi á því, að árferðinu er yfirleitt borin of illa sagan, oft gert of mikið úr harðindun- um og ekki minst á mörg ár, sem ætla má, að verið hafi góð. Þó eru til all- ítarlegar og áreiðanlegar sagnir af mark- verðustu harðindaárum á síðari öldum (frá því á 16. öld) Og því gleggri, sem nær líður okkar tímum. Hins vegar skyldu menn síst ætla, að árgæskan núna að undanförnu sje eindæmi í sögu lands- ins. Þeim, sem fást við þessi fræði, vil 23 jeg segja frá því, að jeg hef gert mjer dálítið far um að rannsaka eitt harð- indabölið: manndauða af hungri, og orðið þess áskynja, að sagnaritarar okk- ar hafa eflaust oft gert oflítið úr þvf, kent farsóttum of mikið, hungrinu of lítið, og á jeg hjer við 18. og 19. öld. Mjer er kunnugt, að okkar frægasti fræðimaður, próf. Þorv. Thoroddsen, hef- ur safnað feikimiklum drögum til ár- ferðissögu landsins og atvinnusögu þjóð- arinnar (menningarsögu). Er óskandi, að honum endist heilsa og aldur til að semja þá sögu. Hún mundi vísa þjóð- inni á miklu rjettari leiðir, en þessi fjar- lagi bjarmi af fornöldinni, sem við er- um einlægt að glápa á gegnum mið- aldaþokuna. Einn af ágætustu fræðimönnum 18. aldarinnar, Hannes biskup Finnsson, varð fyrstur til þess, að gera þjóðinni ljósa grein fyrir árferði á umliðnum öld- um. Rit hans „Um mannfækkun af hallærum á íslandi“ (Rit þess kgl. fsl. lærdómslistafjelags, XIV. b. Kbhfn 1796, bls. 30—226) er eitt af okkar merkustu 24 fræðiritum, og enn í dag ftarlegasta sag* an, sem við eigum af árferði hjer á landi fram undir lok 18. aldar. Hann rekur árferðissöguna frá land- námstíð til 1792. Gyllingin fellur af fornöldinni. Þá komu líka oft harðindi og manndauði af hallærum, jafnvel svo þúsundum skifti, rjett eins og sfðar á öldum. Þ. Thor. segir líka, að „síðan ísland bygðist hafa engar verulegar breytingar orðið á loftslagi og árferði“ (Lýs. ísl. II., bls. 371). »En pó ísland sje hallærasamt, pá er pað samt ekki óbyggjandi; pau góðu árin eru miklu fleiri, en pau hörðu«, segir H. F. (Um mannf. bls. 33—4). Og enn fretnur: „íþaugigár (til 1792), sem ísland hefur verið bygt, hafa komið 90 harðindaár, af hverjum helmingur að vfsu hefur engu mannfalli ollað; en reiknast má tvisvar á öld hverri hafi markvert mannfall af hall- æri orðið“ (Um mannf. bls. 181). Eftir pe8sum reikningi Hannesar biskups ætti að mega búast við 10 httrðnm árum að meðal- tall á hverri öld. En ætti pá ekki lika að mega vænta pees, 25 að pjóðin gæti búið sig undir pau 10 vondu árin á hinum 90 góðu árunum? „Þrjú ár hörð hafa hjer á landi oft fylgst að, af hverjum það í miðið hefur verið linast, hið seinasta harðast. Stund- um hafa stór harðæri varað 7 ár, það seinasta mannskæðast, en nokkurámilli þeirra 7 ára bærileg, eða góð“, segir H. F. (Um mannf. bls. 217). Hann nefnir langa góðæriskafla. Eftir 1648 („Glerungsvetur") komu t. d. 25 góð ár, sum mjög góð, engin, sem hörð mættu heita (sbr. Þ. Th.: Lýs. ísl. II., bls. 383). Allan fyrri helming 18. aldar mátti heita, að árferðið væri gott, þangað til 1751 (Um mannf. bls. 103); þá kom svæsin harð- indaskorpa og hjelst til 1758, en „frá 1758 til 1777 voru engin hallærisár" (Um mannf. bls. 115). Sumir okkar halda statt og stöðugt, að vetrarblfðan undanfarin ár sje ein- dæmi 1 sögu landsins, og vilja marka af þvf, að nú muni vetrarharðindum ljett af landinu fyrir fult og alt. En það er fánýt von. Þjóðin hefur oft áður átt annari eins blíðu að fagna og fram yfir

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.