Lögrétta - 12.03.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.
PORARINN B. ÞORLÁKSSON.
"Velfcusundi 1.
Taliimi 359.
LÖGRJETTA
Ritstjori:
PORSTEINN 6ÍSLAS0N
Pingholtsstræti 17.
Talsimi 178.
I X2.
Reykjavík 13. Mars 1913.
VHI. árgf.
I. O. O. F. 943!49-
Þjóðmenjasafnið opiö á sunnud., þriðjud
og fimtud. kl. 12—2.
Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1.
Tannlækning ók. (í Pólthósstr. 14) 1. og 3.
md. ( mán. 11—1.
Landakotsspftali opinn f. sjúkravitj. 11—1
alla daga.
Islands banki opinn 10—2*/a og 5'/»—7-
Landsbankinn io1/!—21/*". Bnkstj. við 12—1.
Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl.
12—3 og 5—8.
Okeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á
hverjum laugard. kl. 7—8 síðd.
Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1.
Lárus Fjeldsted,
YflrrjettarmálafærslumaOur.
Lækjargata 2.
Heima kl. 11 —12 og 4—7.
Bsekxii*,
innlendar og erlendar, papplr og allskyDs
ritföng kaupa allir í
Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar.
Svar til hr. 3. 8-
Hr. B. B. er enn með flutninga-
brautina sína í Lógr. 5. þ. m. Þykir
mjer hann nú heldur vera farinn að
lækka flugið, því nú er hann kom-
inn niður fyrir allar hellur á flutn-
ingabrautinni. í staðinn fyrir flutn-
ingadraut, sem hann talaði um í hinni
greininni, vill hann nú aðeins verja
svo sem 15—18 þús. til þess að
ryðja og dytta að þjóðveginum milli
Kláfossbrúar og Hvalfjarðar. Með
þessu fæst vitanlega hvorki akfær
vegur nje nokkurt brot af flutninga-
braut; þó ekki sje það annað en
meðan allar ár eru óbrúaðar, þá er
vegurinn ekki akfær; á meðan þarf
ekki nema skúr úr lofti til að gera
hann ófæran. Við getum t. d. hugs-
að okkur Reykdæling, sem vildi fara
að vígja þessa nýmóðins flutninga-
braut; hann legði á stað í góðu veðri
og þurkatíð, og geri jeg ráð fyrir að
hann kæmist alla leið klaklaust suð-
ureftir með tóman vagninn, en svo
gerir rigningu á hann í ferðinni svo
árnar vaxa. Hann yrði að gera svo
vel og skilja alt éftir og labba heim.
Nei! B. B. minn góður! Þetta
er engin flutningabraut.
Eins og jeg benti á í athugasemd
minni, hygg jeg, að regluleg fiutn-
'ingabraut á þessum vegi geti ékki
kostað minná en 200 þús. kr., og lík-
lega mikið meirá; leiðin er ótrúlega
érfið fyrir slíka vegalagning, 6—7
"ár; ög Surriar stórar, yrði að brúa,
auk ótölulegs grúa af lækjum og
giljum; brautin mundi liggja yfir tals-
vert erfiðan fjallveg, Geldingadrag-
ann, og 2 brattlenda hálsa, en óvíða
neinir flóar að ráði, sem ódýrast er
að leggja svona vegi um. Vega-
Iengdin er eitthvað nálægt 50 kílóm.
En hvað sem þessu Hður, þá er
aðalatriðið f athugasemd minni, þessu
viðvíkjandi, sem B. B. gengur þegj-
andi framhjá, sem er: gagnið af
brautinni. Jeg sagði að komið gæti
til mála að eins með Lundareykja-
dalsmenn og Skorrdæli, að þeir not-
uðu brautina að einhverju leyti, af
mönnum hjer fyrir innan Heiði. Þetta
er líka það mesta, sem sagt verður
henni til gildis; því að líkindum
mundu þessir hreppar miklu fremur
sækja vörur sínar á Seleyri, sem er
miklu styttri leið, en kjaga eftir þeim
alla leið sunnan frá Hvalfirði. Það
er því jafn-ástæðulítið að tala hjer um,
hvort heldur þurfi 15 þús. eða 200
þús. kr. til þessa verks, sem enginn
hefur neitt teljandi gagn af.
Þá er önnur fjarstæðan ekki minni
hjá hinum heiðraða höfundi: að brú-
in á Hvítá hjá Ferjukoti mundi lfk-
lega kosta um 200 þús. kr., eða öllu
heldur 600 þús.(!l), eftir því, sem
mjer skilst. Brúarstæðið er mælt af
Jóni Þorlákssyni verkfræðing, og yrði
brúin eitthvað 6—10 metrum lengri
en Norðurárbrúin, sem kostaði um
35 þús.; yrði hægt að setja hana á
stöpla og byggja með sömu gerð og
þá brú, sem Jón Þorláksson hefur
ekki talið óhugsandi, — það er reynd-
ar órannsakað enn, — þá kostaði
hún að lfkindum ekki meira en 40
—50 þús. kr.
Það kemur auðvitað fyrir í mestu
flóðum, að Norður á fer í flóasundið
fyrir vestan Ferjukotsholtið, en aldr-
ei til stórra muna eða með jakaburði,
því holtin fyrir norðan taka úr; þar
yrði að leggja vel upphleyptan veg
með góðum vatnsaugum, og er það
ekkert ýkjaverk, sundið eitthvað 20
eða 30 fðm. á breidd. Sundið hjá
Hvítárvöllum er eitthvað 6 eða 8 fðm.
á breidd; þyrfti í það dálitla upp-
fylling með vatnsauga, líklega álika
verk og að brúa eitt smágil á flutninga-
brautinni; að öðru leyti er vegarstæð-
ið á þessari leið fremur gott — nema
um ofaníburð veit jeg ekki — tómir
flóar mestalla leiðina. Það er því
ekki ólfklegt á að giska, að vegur
þessi kostaði rúmar 60 þús. kr. að
meðtaldri Hvítárbrúnni.
Vegna staðhátta hlýtur Borgarnes
æfinlega að verða miðpunktur í sam-
göngum Borgarijarðarins. Það sem á
því að vera framtíðarmarkmið er:
að auka og fullkomna flutningatækin
þangað og þaðan, gera alt sem auð-
ið er til þess, að flutningarnir gegnum
Borgarnes geti komið að sem best-
um og arðbærustum notum fyrir
hjeraðsbúa. Þaðan þarf önnur járn-
braut landsins að leggjast, fram
miðjan Borgarfjörðinn og Norður í
land.
Borgarfjörðurinn, sem er rjett nefnd-
ur „hjarta landsins", á óefað fyrir
sjer fegurstu framtíð; hjer liggur gull-
ið grafið f jörðu f þúsundum og
jafnvel miljónum, og býður þess að
það sje tekið og notfært. Borgar-
fjörðurinn ásamt Mýrum hefur mögu-
leika í sjer til þess að tífalda fólksfjölda
sinn að minsta kosti, og enginn get-
ur sagt, hvað sú tala geti komist
hæðst. En samgöngurnar eru undir-
staða allra framfara.
Þessar stefnur og hugsjónir verða
menn að hafa hugfastar þegar um
það er að gera, að „ýta vagninum
áfram" hjer. Allar þær skoðanir, sem
ganga f öfuga átt, þó þær sjeu svo
fráleitar, að þær vitanlega geta aldrei
til framkvæmda komið, verða til þess
að dreifa hugmyndunum, og seinka
um of fyrir eðlilegum framförum;
þó þær sjeu ekki af illum ásetningi
fram komnar, eru þær ekki betri fyrir
það.
tó/2-13. ?¦ B,
íSt
Eftir
Á.
VIII.
Úti í Haga.
Haga heitir svæði eitt norður af
Norðurmálmi, skógi vaxið og vötn-
um prýtt. Þangað vil jeg ganga
með þjer í kvöld í tunglskininu og
vetrarblfðunni. Það er nú eiginlega
sama hvert við förum út fyrir borg-
ina f kvöld, alstaðar er hið sama að
sjá, alt er kvikt af ærslafullu, ungu
fólki, sem teygar í sig líf og fjör af
unaðslindum norræna vetrarins.
Jeg hef áður dvalið tvo vetur suður
í álfu, í stærri borgum en Stokk-
hólmur er, og jeg man, hve jeg vor-
kendi sjálfum mjer og öðrum þar, að
fara á mis við veturinn, norræna vet-
urinn — og jeg vorkenni þeim hjartan-
lega ennþá, en þarf nú ekki lengur
að vorkenna sjálfum m\zx það. Eða
þá, hugsaðu þjer, að fara á mis við
björtu vornæturnar, verða að kveykja
ljós á hverju kvöldi árið um kringl —
Af öllum íþróttum eru skautaferðir
eflaust almennastar í Svíþjóð. Víð-
ast hvar er nóg til af vötnum, og
frost eru einnig nóg á vetrum, svo
að óvíða hagar betur til fyrir skauta-
ferðir en hjer. En jeg hygg líka, að
þeir einstaklingar sjeu teljandi, sem
aldrei hafa fengist við þá fþrótt.
Hjer í kring um Stokkhólm er alt
fult af vötnum, eins og gefur að
skilja. Og öll frjósa þau á vetrum,
er frost hafa gengið, og laða til sín
áræðin ungmenni og búa þeim oft-
lega feigðarhyli. Árlega verður tál
þeirra fþróttamönnum að fjörtjóni.
Við höldum út í Haga f þetta sinn.
En til þess að sjá skautaferðir þurf-
um við ekki að fara út úr borginni.
Á „þurru landi" er urmull af skauta-
fólki, en alt er það fremur smávaxið.
Stjórnendur borgarinnar eru svo hug-
ulsamir við börn borgarmanna, að
sjá þeim fyrir skautasvellum hjer og
hvar á sljettum, ósteinlögðum svæðum.
Svæðið er afmarkað með ofurlágum
byng af sandi, vatni svo veitt á flöt-
inn og látið frjósa þar. Þar er ekki
hætt við druknun! Það er undur-
gaman að horfa á þessa ungu skauta-
menn og íþrótt þeirra; drengirnir eru
fjörugir og eiga það til, að vera ofur-
lítið gletnir, stúlkurnar litlu gefa þeim
þá ekki eftir, heldur láta þá fá sína
vöru selda og halda hóp ef með þarf,
til þess að vera traustari. Hárið er
laust og fellur í Iokkum undan loðnu
vetrarhúfunni, „fagurt sem gull væri
eða hálmur"; allar og allir renna sjer,
hve smávaxin sem þau eru.
í skólunum er börnunum veitt frí
tvo daga einhvern tíma vetrarins,
þegar best viðrar fyrir vetraríþróttir.
Og þeim kvað þykja vænt um þá
daga.
En úti í Haga er ennþá meira að
sjá. Strax, er við komum að Haga-
grindum, þar sem sporvagnarnir stað-
næmast, berst okkur ómurinn af glað-
værðinni. Enginn getur verið ókátur
hjer úti á svona dögum. Við sjáum
Ijettklædda unga menn og hvatlega,
ungar stúlkur með rauðar prjónahúf-
ur og rauða vetlinga og rauðar —
nei, rjóðar kinnar. Sjeu húfurnar
ekki rauðar, þá eru þær einhvern
veginn öðruvísi litar. Það skiftir litlu.
Hitt er mest um vert, að þær hafa
nú ekki nein fáránleg hattahismi
á höfðinu, sem þær ef til vill verða
að ganga hallar undir. Nú er alt
við þær svo eðlilegt og yndislega
fjörlegt.
Og unga fólkið þetta er sumt með
skauta, en sumt með sleða. Alstað-
ar eru hólar og brekkur, einnig f
Haga. Sleða-akstur er einkar-skemti-
legur og fjörgandi og jeg skil ekki,
hvf hann er svo litt þektur heima á
Fróni. Reykjavík hefur raunar svo
lítið af brekkum, síst sljettum, en
svo er óvíða annarstaðar.
í Haga er vatn eitt stórt, sem kall-
að er Brunnsviken. Þegar það er
fsi lagt, eins og nú, er þar krökt af
fólki, skautamönnum, dálítið stærri
vexti en þeir á sljettu svæðunum
inni í borginni. A einum stað
er afmarkað svæði, sem eitthvert
skautafjelag telur sjer til. Þar er
lýst með gasljósum; á miðju svæð-
inu er húskumbaldi með veitingum
og hornablæstri, en vírgirðingin, sem
í kring er, heldur ekki tónunum; þeir
berast lengra en út að henni, langt-
um lengra.
Annarstaðar á Brunnsvíkinni er
öllum frjálst að vera, og þar er æði-
margt manna, þótt ísinn sje þar
ósljettur á köflum. Þegar stormur
er, þá er alt á fleygiferð undir segl-
um, eins og í landsynning í Garð-
sjónum á vertíðinni.
Jeg vil helst ganga með þjer upp
á eina hæðina, undir lauflausa björk
vil jeg setjast, þar sem gaslýsingin
nær ekki að spilla fyrir okkur skini
mánans, þar sem hljóðöldurnar úr
öllum áttum verða að samfeldum,
mjúkum óm, og þar sem þytur blæs-
ins f kvíslóttri björkinni syngur sitt
lag fyrir eyrum okkar. Þar er ljúf-
ast að sitja að samræðum ofurlitla
stund.
Nú er vetur, og þú sjerð dálítið
af því, hve Stokkhólmsbúar eru heill-
aðir af vetrarnáttúrunni. Það er þó
meira hörkueiginleikar vetrarins, sem
þeir nota til þess að efla fjör sitt og
líkamsmenningu en beinlínis náttúran
sjálf.
A sumrin er hjer einnig krökt af
fólki alla góðviðrisdaga. Það er siður
alþýðumanna hjer, þeirra, sem geta
komið því við, að fara hingað út að
kvöldinu, að aflokinni vinnu, og eta
kvöldverð undir berum himni. Öll
fjölskyldan fylgist að, Islands-sill och
potatis (kartöflur) er látið í poka og
körfur, ef til vill dálitið „smörgásar"
(smurt brauð með einhverju ofan á)
með, ágætt er, ef lítið og handhægt
hitunaráhald er til, að taka það með,
og ketilinn Iíka, svo hægt sje að hita
þar úti. Annars verður húsfreyja að
sjá um, að kaffið haldist heitt nægi-
lega lengi. Svo fær hver sitt að
bera og alt heldur af stað.
Jeg átti heima hjá tveim systrum,
heldur við aldur. Önnur var ekkju-
frú og átti einn son, hin var „ung"-
frú og átti ekkert, þ. e. a. s. af því
tægi. Við vorum góðir mátar, jeg
og gömlu konurnar — jeg kem mjer
jafnan svo einstaklega vel í mjúkinn
hjá gömlu konunum, — ef ungu stúlk-
Næstu harðindin.
(Niðurl.).
X.
Næstu í)a^ er 8Íst að vita, nema
harðindin. vjg eigum f vændum annan
eins vetur og 1633. Hann var nefndur
»Hvítivetur«. Jón Espólfn lýsir honum á
þessa leið (ísl. Árb. VI., bls 66—7): »Vet-
urinn gerðist harður mjög um alt land og
dóu þegar hross á jólum (1632); voru spill-
ingarblotar og jarðbönn. Hríð ógurleg var á
1 rTettánda; ís varð mikill á miðjum vetri, og
alt fram á mitt sumar; en hafísar komu á
Þorra og lágu veturinn allan fram að Jóns-
messu. Ekki varð vitjað kirkna fyrir ófærð-
n"ii hvorki af presti nje sóknarmönnum;
trauðlega varð komist milli fjárhúsa og bæja;
fenti fjárhú8in, svo þau fundust eigi, og svo
, Pen'nfl úti. 100 hesta fenti á Kjalarnesi, en
153 færleikar fjellu undir Eyjafjöllum, 7 lifðu
eftir i Skálholti; viða hröktust hestar i sjó
Ofl voru fjárskaðar um allar sveitir, en heyin
36
þrutu; i annari viku horra kaffenti hesta á
sljettum velli i einni snjókomu. Fenti þá bæ
á Ströndum vestur, svo að aldrei fanst fyr
en um vorið, og þar i alt fólk andvana'
Var svo hart vorið, að flest tló, það er af
lifði veturinn, og var viða nær sauðlaust og
hesta eftir; kýr lifðu helst, en þó var skor-
ið eða felt af 1200 kúa frá Borgarfirði aust-
ur að Rangá. Enginn afli var á isum; gerði
þá örbirgð mikla«. Lik þessu er frásögn
Hannesar biskups (Um mannf., bls. 80—
Hvað mundi verða um okkur í fásinn-
unni, ef við hreptum annan eins vetur og
Hvítavetur, ef ófært yrði um landið fyrir
snjóum, og hafísinn legðist að því á Þorra,
frá Látrabjargi að Reykjanesi, og bannaði
0 H. F. talar um „hallærið, sem varð
1633—4, er alment kallast Hvftivetur".
Þetta má ekki skilja svo, sem Hvítivetur
hafi verið veturinn 1633—4; það var vet-
urinn 1632—3, eins og Espólín segir; einn
af okkar áreiðanlegustu fræðimönnum,
Hannes Þorsteinsson, hefur fært mjer
glöggar sannanir fyrir þvf úr brjefabók
Gísla biskups Oddsonar og ýmsum annál-
um. Efa jeg heldur ékki, að H. F. hafi
verið það kunnugt, þó hann komist svona
óheppilega að orði.
37
allar strandferðir fram að Jónsmessu, eða
jafnvel framundir Höfuðdag.
í ísárunum færist sumarið þar að auki
í vetrarbúning, ef ísinn liggur lengi.
Gamlir bændur ættu að segja þeim
ungu frá sumrinu 1882 — ekki gleyma
því; og þó hafa þau stundum verið enn
verri, t. d. 1756: Þá snjóaði á Norður-
landi 26. júní, svo að snjórinn var áln-
ardjúpur; í júlí- og ágústmánuði komu
hörð frost og snjóaði aftur og aftur. í
byrjun ágústmánaðar voru þó bændur
farnir að hugsa til sláttar, en urðu að
fresta þvf til 25. ágúst vegna snjóa; þá
loks rak hafísinn frá landinu (Ferðabók
Egg. Ólafs. og Bjarna Páls. II., bls. 644
-45V)
Það er víst, að enn í dag er forsjálnin
ekki meiri en svo, að viðsvegar um land
verða bændur heyþrota, ef nokkuð bólar á
harðindum, og það jafnvel eftir gott gras-
sumar, eins og raun varð á veturinn 1909
—10. Kæmi Hvitivetur aftur, mundi skepnu-
fellirinn verða litlu minni en 1633, víða verða
„nær sauðlaust og hesta eftir".
38
Þar að auki mætti búast við manndauða
af hungri, að minsta kosti á Norður- og
Austurlandi1)-
Bændur eru alment hættir að birgja sig
til fardaga með kornmat,3) og jeg hef sannar
sögur af því, að flestar verslanir landsins
eru nú vanalega kornmatarlausar þegar líður
af jólum, eða fram á Þorra; menn treysta
á miðsvetrarferðirnar, bæði bændur og
kaupmenn.
Komi nú strangur vetur, og bregðist
skipaferðir vegna haffsa, þá er sulturinn
vis, bæði mönnum og skeþnum, og sultar-
hættan á Norðurlandi líklega mun meiri
en áður, vegna lítilla vetrarbirgða hjá
bændum og kaupmönnum, og svo af því,
að þar lifir nú fjöldi fólks í kaupstöðunum
og í þurrabúð við sjóinn og hefur ekkert
ofan i sig þegar fram á líður, ef öll sund eru
lokuð, ekkert fæst í búðunum, ekkert úr
sjónum og „enginn aili á ísum". Bænd-
1) Jón Espólfn segir, að mesta snjó-
koman hafi verið f júlí.
1) Hræðslan við almennan bjargarskort
og hungursóttir, ef mjög strangan hafís-
vetur ber að höndum, er orðin mjer þung-
bærust af áhyggjum mínum út af heil-
brigðishögum þjóðarinnar.
2) Allir bestu bændur fengu sjer áður
fullan ársforða af kornmat á hverju hausti.
39.
urnir hafa þó skepnurnar að jeta, ef í
hart fer, þó horaðar sjeu orðnar.
Fyr á tímum var fátt um þurrabúðar-
menn í Norðurlandi — sultarhættan því
miklu minni.
Forfeður okkar sáu betur en við þörf-
ina á kornmatarforða. Eftir að verslunin
var gefin frjáls við alla danska þegna
með auglýsingu 18. ág. 1786, var kaup-
mönnum („Udliggere") gert að skyldu
að hafa til vörubirgðir, er væru 500
ríkisdala virði í minsta lagi og helming-
Ur kornvara; skyldu yfirvöld gæta að
birgðunum árlega og gera stjórninni að-
vart.efútafbrygði; voru kaupmenn alloft
kærðir fyrir þá sök. Með lögum 15.
apríl 1854 var verslunin gefin frjáls við
allar þjóðir; þá skrifaði innanríkisstjórn-
in amtmönnum ('-^/i 1855) og tjáði þeim,
að nú gæti engin skylda hvílt á stjórn-
inni eða dönsku verslunarstjettinni að
sjá landinu fyrir kornbirgðum, framvegis
yrðu landsmenn sjálfir að sjá hag sínum
borgið. Próf. Lárus H. Bjarnason hefur
gert mjer þann greiða, að vísa mjer á
lög og stjórnarbrjef, sem að þessu lúta;
nefni jeg þau hjer, ef einhver vill kynna
sjer þetta betur: Tilskip. 13. júní 1787,
\j