Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.03.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 19.03.1913, Blaðsíða 1
Afgreiflslu- og innheimlum.: fORARINN B. ÞURLAKSSON. Veltiuundi 1. Talilml 359. LÖGRJETTA Ritstjori: PORSTEINN BÍSLASON Pingholtsstræti 17. Taliimi 178. M 13. ITeylfjavík ÍO. Mars 1913. VXII. árg. I. O. O. F. 943149- Þjóðmenjasafnið opið á sunnud., þriðjud og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—1. Tannlækning ók. (í Pólthússtr. 14) 1. og 3. md. í mán. 11—1. Landakotsspftali opinn f. sjúkravitj. 11—1 alla daga. Islands banki opinn 10—2'/« og 51/*—7. Landsbankinn io'/a—2T/«. Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Okeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum a hverjum laugard. kl. 7—8 síðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárus Fjeldsted, TflrrJ ettar málaf ærs I umaO u r. Lækjargata 2. Heima kl. 11 —12 og 4—7. innlendar og erlendar, pappír og allskyDs ritföng kaupa allir 1 Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. 6u|uskipa|jelagið. Eins og menn sjá á öðrum stað í blaðinu, hefur nú verið sent út boðs- brjef til almennings um þáttöku í stofnun íslensks gufuskipafjelags. Mál þetta hefur fengið allrækileg- an undirbúning hjer í Reykjavík, verið unnið að því í nefndum og á fundum nú síðustu mánuðina; meðal annars hefur það verið borið undir fundi, sem boðaðir hafa verið til allir alþingismenn í bænum, blaða- menn og kaupmenn, og hafa allir viðstaddir á þeim fundum einróma mælt með því að tilraun yrði gerð til þess að stofna fynrtækið. Allir íslendingar hljóta að óska þess, að verslun landsins verði sem innlendust. Mikið hefur áunnist í þvi efni síðan við fengum verslunar- freisið. Góð verslun er í því fólgin, að kaupa útlendan varning þar, sem best kaup fast á hverri tegund hans fyrir sig, flytja til landsins og hafa jafnan fynrhggjandi nægar birgðir af honum nanda notendum, enkaupa aftur innlendan varning og senda þangað, sem bestur er markaður fyrir hann, og selja hann þar. Til þess að gera verslunina al- innlenda hefur hingað til einkum skort tvent: nægtlegt fjármagn í bönkum landsins, til þess ad full- nægja hinni miklu þörf á lánsfje, sem verslunin útheimtir, og innlend skip, sem landsmenn hefðu sjálfir umráð yfir, til þess að sækja út- lendan varning beint til þeirra staða, sem hentugast er að kaupa á, og Hytja innlendar afurðir þangað, sem bestur er markaður fyrir þær. Það var gerð virðingarverð tilraun til að bæta úr hinum fyrnefnda skorti, skortinum á innlendu veltufje til verslunarinnar, þegar íslandsbanki var stofnaður fyrir nokkrum árum. Þó stofnun hans hafi engan veginn reynst einhlít til þess að fullnægja öllum þörfum kaupmanna, vegna þess að starfsfje var þegar í fyrstu mjög takmarkað, og hefur ekki auk- ist síðan eftir því sem þarfirnar hafa aukist, þá er þó vonandi að báðum bönkunum, Landsbankanum og hon- um, vaxi smám saman svo fiskur um hrygg, að þeir auk þess að full- nægja lánsþörfinni til framleiðslu fyrirtækja á sjó og landi geti smám saman veitt innlendum mönnum þá stoð, sem nauðsynleg er til þess að geta tekið við verslunarstörfunum af hinum erlendu verslunarhúsum, sem hafa rekið og reka verslun hjer. Hjer er nú í fyrsta sinn beint al- varlegri áskorun til þjóðarinnar um að hefjast handa og stíga fyrsta sporið til þess [að nota einn- 'g hinn þátt verslunarfrelsisins, taka 1 sínar hendur vöruflutningana og samgöngurnar milli landsins og út- landa. Forgöngumenn fyrirtækisins hafa litið svo á, sem tíminn til þess væri nú kominn, þjóðin sje komin á það stig efnalega. að henni sje það kleift, e/ hún vill, og að svo mikill hluti verslunarinnar sje kominn alveg á innlendar hendur, að eðlilegt sje að sú innlenda verslun ráði einn- ig fyrir vöruflutningum sínum. Það er ekki einungis holt og sjálfsagt metnaðaratriði, að vilja ekki vera upp á aðra komnir með framkvæmd slíkra verka, eins og samgangnanna við útlönd, sem er blátt og beint lífsskilyrði fyrir hvern einasta mann á landinu, heldur er það líka stór- kostlegt hagsmunaatriði fyrir alla þá, sem vörur þurfa að kaupa og selja, að fiutningum til landsins og frá því sje hagað og haldið uppi með þarfir landsmanna eingöngu fyrir augum, þannig að verslunarstjettinni sje í raun og veru unt að kaupa erlendan varning þar sem best kaup fást, og selja innlendar afurðir þar sem þær eru í hæstu verði. Það er ekki rúm til að orðlengja meira um gagn og nauðsyn fyrir- tækisins Áhætta virðist ekki vera nein að gerasthluthafi í því. Fyrst og fremst bera hluthafar alls enga ábyrgð á skuldbindingum slíks fjelags umfram hluti sína í því. Og í öðru lagi eru nú fargjöld og flutningsgjöld svo há, að það er vitanlega haskalaust að leggja peninga í skip. Landsjóðs- styrk gera forgöngumennirnir sjer von um að fá til fyrirtækisins, aðailega í notum þess, að hafa viðkomur á þeim höfnum erlendis, svo sem Ham- borg, sem hagvænlegt er að skifta við, en nú er htt kleift vegna vant- andi skipagangna. Með góðum fram- kvæmdarstjóra ætti því framtíð fyrir- tækisins að vera óhult, ef aðeins hlutafjeð fæst, og mun óhætt að taka orð forgóngumanna trúanleg um það, að ttl þess þýðingarmtkla starfs hafa þetr trygt sjer sjerstaklega hæf- af mann, sem hefur fullkomna þeKk- ingu á þeim efnum. Nafni hans er ekki hægt að sicýra fra fyr en full- sjeð er, að fynrtætcið komist í fram- kvæmd, en til þess að fynrbyggja allan miskilning í því efni, hafa for- göngumennirmr beðið Lögr. að geta þess, að sá maður er enginn þeirra, er hafa undirskrifað hlutaútboðs- skjalið. Fyrirtæki þetta er alveg ópólitiskt, ekki á neinn hátt bendlað vtð neina stjórnmálastefnu, hvorki við stjórn- málastefnur í innanlands malum nje út á við. Sjerstaklega er rjett að að taka það fram, að Lögr. er kunn- ugt um að forgöngumennirnir líti svo á, sem hjer sje ekki um að ræða fyrirtæki, er á nokkurn hátt sje ætl- að til þess að styggja Dani eða geti orðið til þess. Það er alkunn- ugt, að sjernvert framfaraspor, sem vjer stígum, vekur ánægju hjá hin- um mörgu vinum lands vors i Dan- mörku, og svo mun einnig verða um þetta fyrirtæki, ef það kemst í fram- kvæmd. Eins og Danir með stofn- un íslandsbanka stuðluðu að því, að verslunin gæti komist á hjerlend- ar hendur, eins má telja víst að þeir muni síður en ekki vilja spilla þessu fyrirtæki, ef þjóðin og sjerstaklega verslunarstjettin sýnir að hún hefur vilja og mátt til þess að koma því í framkvæmd. Á það verður nú reynt, og skorar Lögr. fastlega á landsmenn að styðja fyrirtækið svo, að þegar í sumar megi taka ákvörðun um að kaupa bœði skipin. GÉkjakoMugur myrtur. Simað er frá Khöfn ígærkvöld kl. 11 að Grikkjakonungur hafi verið myrtur í Salonikí þá um kvöldið. En nánari er fregnin ekki. Strídio. Símað er frá Khöfn í gærkvöld: »Engar úrslitaorustur. Sífeld skeytaskifti milli stórveld- anna um milligöngu. Vaxandi misklið milli Balkanþjóðanna«. í síðustu útl. blöðum, sem hing- að hafa komið, er sagt, að Adría- nópel geti ekki varist lengi áfram. Þar sje orðinn vistaskortur; setu- lið Tyrkja þar hafi slátrað hestum sínum til matar sjer. En frá því að þær fregnir bárust um, eru nú liðnir 10 dagar og Adríanópel verst enn. Og sama er um Skútarí, þótt sagt væri fyrir viku, að þar stæði til úrslitaorusta. VII. alþjóda kvenrjett- indaþingið á að haldast 15.— 20. júní í sumar í Budapest. Þang- að koma fulltrúar kvenrjettinda- málsins frá öllum álfum heims og hefur forstöðunefndin útvegað þeim, sem þingið sækja, afslátt á far- gjöldum bæði á landi og sjó. Ræð- ur á þinginu má halda á ensku, frönsku og þýsku. Nefnd er sett til þess að taka á móti þeim, sem þingið sækja og leiðbeina þeim, og skemtanir eru fyrirhuguðar í sam- bandi við þingfundahöldin. Síðasta þingið var haldið í Stokk- hólcni 1911, og síðan það var hald- ið hafa konur fengið kosningarjett í Portúgal, Kína og 6 ríkjum Banda- ríkjanna (Cansas, Washington, Gali- forníu, Arizona, Michigan og Ore- gon), en á leiðinni til að veita konum kosningarjett er Danmörk, England, Sviþjóð, Holland, Ung- verjaland og ísland, segir í boðs- brjefinu til Budapests-þingsins. Thomas Krag dáinn. Lát hans er simað frá Khöfn 14. þ. m. og dó hann kvöldið fyrir. Hann var eitt helsta sagnaskáld Norðmanna á síðustu árum og liggur eftir hann fjöldi af skáldsögum og sumar þeirra stór verk. „Gunvor Kjeld" er talin helst af skaldsögum hans. Th. Krag var aðeins hallfimtugur að aldri, fæddur 1868. cffleð „cBoffíniu" kom nú mikið og glœsilegt úrval af ^DömuRdpum og S/öíum i Brauns verslun „Hamborg*". tvennu lagi á leiðinni. Um sleða- mennina ætla menn það, að þeir hafi komist til Crosz-flóans og að þeim sje borgið. En frá Advent-flóanum voru sendir menn í janúar til þess að leita eftir hinum, en sneru aftur án þess að finna þá, og höfðu lent í miklum hrakningum. Þeir komu til baka 12. febrúar. Var þá gert út skip frá Noregi norður með öllum útbúnaði til þess að reyna að bjarga mönnunum. A því voru Norð- menn og 3 Lappar með 20 hreindýr og 10 hunda til þess að beita fyrir sleða. Formaður fararinnar heitir Straxrud, kapteinn. Skipið heitir „Hertha" og hafði Abrussa-hertoginn áður haft það í einni af Norðurferðum sfnum. Eitthvað af Norðmönnum var með Þjóðverjunum á "Herzog Ernst". Loftskeytastöðin á Spitsbergen er við Advent-flóann og frá henni komu fregnirnar um slysin. ið i flokki varnaróvina, ákafir með samskotunum. reyna einstöku »radikal«- cialista«-blöð að mæla þessu, en enginn vafi er meginhluti þjóðarinnar hlynturct. eru nu Að vísu og »so- á móti á því, að er því Þingmenskuframbod. Auk Björns í Grafarholti hefur nii sr. Kristinn Daníelsson á Útskálum boðið sig fram í Gullbr,- og Kjós- arsýslu. Enginn efi getur á þvi leikið meðal kunnugra manna, að Björn í Grafarholti hefur marga og mikla þingmannskosti fram yfir sr. Kristinn, að sr. K. D. að öðru leyti alveg ólöstuðum þó. Samt er svo að heyra á »ísaf.« eins og það ætti að vera sjálfsagt, að sr. K. D. verði kos- inn. Er það at því að hann er embættismaður, en hinn bóndi? Eða máske einkum af því, að hálaunaður embættismaður og peningavaldur hjer í bænum, sem »ísaf.« þekkir, mun leggja sig mjög fram um að koma K. D. að, en bægja Birni frá? — Lögr. sýnist, þvert á móti því sem »ísaf.« segir, að það ætti að vera sjálf- sagt, að Björn yrði kosinn, sem er einn af greindustu og ment- uðustu bændum landsins, eins og alkunnugt er. AJli í Noregl. 8. þ. m. var aflinn við Noreg orðinn II milj. þorska, en á sama tíma í fyrra var hann 21 milj. Frá Spltsbergen. Þar hafa þýskir landkönnunarmenn lent í mikl- um raunum nú í vetur. Þeir lögðu á stað í þessa för síðastl. sumar á skipinu „Herzog Ernst". Formaður fararinnar heitir Schröder-Stranz. Þetta átti að vera byrjunin á stórum leiðangri til þess að ransaka íshafið norðan við Asíu. Aðalleiðangurinn átti ekki að hefjast fyr en næsta sumar. En Schröder-Stranz fór á undan, ætlaði að komast norður fyrir Spitsbergen á skipinu og síðan á sleðum yfir landið. Síðan átti skipið að taka við þeim aftur á vestur- ströndinni. En ísalog voru öðruvísi þar norður frá síðastl. sumar en gert hafði verið ráð fyrir, svo að skipið komst ekki þá leið, sem því var ætl- uð, en varð fast f ísnum. 15. ágúst fór Schrödér-Stranz við fjórða mann frá skipinu f hina fyrirhuguðu sleða- ferð og síðan hefur ekki til þeirra spurst. En 9. sept. hjeldu þeir, sem eftir urðu á skipinu, á stað þaðan og ætluðu að ná fótgangandi til Advent-flóans. Þangað náði aðeins einn þeirra, Ritzel kafteinn, 27. des- ember. Hinir höfðu orðið eftir í Bæjarstjórnarkosning' • Khöfii fór fram 11. þ. m. Jafn- aðarmenn fengu 27 sæti, radikali flokkurinn 5, borgaralistinn 22 og kvennalistinn 1. I. C. Peostion er nýlega orð- inn hirðráð (Hofrat), fyrir bók- mentaverðleika, en var áður stjón- arráð (Regierungsrat). Kristján V konungur og drotning hans hafa verið í heim- sókn hjá Þýskalandskeisara í Ber- lín, og hefur verið tekið þar með mikilli viðhöfn. Sum dönsku blöðin láta illa yfir þeim vinsemd- armerkjum, seni þar fóru l'ram milli þjóðhöfðingjana. % ígin viö Khöin. »Altaf er verið að safna fje til að fullgera viggirðingar Khafnar og varnir landsins yfirlcitt«, segir í brjefi frá Khöín. »Það er merkilegl, að ýmsir merkir menn, sem áður hafa stað- Reykjavík. Smíðavjelastofur Jónatans Por- steinssonar. Jónatan Þorsteinsson kaupmaður hefur nú reist stóra stein- steypubyggingu norðan við hús sitt á Laugaveginum og eru f þeirri bygg- ingu ýmsar verkstofur með nýjum vjelum og ágætum útbúnaði. Þar er trjesmíðaverkstofa, söðlasmíðaverk- stofa o. fl. uppi og járnsmiðja niðri. Hreyfivjel er þar, með 12 h. a., sem snyr fjölda vjela, sem notaðar eru við smíðarnar. Þar eru vjelar, sem saga, hefla, bora, skerpa sagir, brýna járn, fægja trje o. s. frv. Á verkstofunum eru smíðuð allskonar húsgögn, vagnar og allskonar reið- skapur. Þar eru nú milli 20 og 30 menn í vinnu. Timburverslun er nú einnig rekin þar. »Völundur« hjelt aðallund 8. þ. m. Fundarstjóri P. Gunnarsson hótel- stjóri. Astæður fjelagsins heldur betri en árið áður, en þó enginn arð- ur greiddur. Stjórn kosin: Hjörtur Hjartarson, Sveinn Jónsson (endur- kosnir) og Pjetur Gunnarsson, í stað Áma Jónssonar, er gekk úr stjórn- inni. Endurskoðunarmenn kosnir: Guðm. Loftsson bankaritari og Lár- us Fjeldsted yfirdómslögmaður. Fund- trrinn stóð yfir í 4 kl.st. og voru fundarmenn sammala um, að fje- lagsmenn þyrftu að halda betur en áður hóndum saman um fjelagið og reyna að verða því að sem bestu liði í framtíðinni. Stjórnin skýrði frá nokkrum breytingum, sem hún ætlaði að gera á vinnutilhógun o fl. á yfirstandandi ári. Snjór kom hjer óvenjulega mikill seinni hluta síðastl. viku. Sfðan um helgina hefur verið bjart veður, norð- anátt og nokkurt frost. ísafoldar-málið. Þau voru fyrir sáttanefnd í gærmorgun Sig. Hjör- leifsson og ísaf. Sigurður hafði kraf- ist, að samningar, sem við hann höfðu verið gerðir, yrðu haldnir, en þó boðist til að gefa þá eftir, ef sjer yrðu borgaðar út 8565 kr. Sáttatil- raunin stóð yfir f 2 kl.st., en þá var henni frestað til næsta þriðjudags. Alt er það rjett, sem Lögr. hefur áður sagt frá því máli. »Bergenshus« heitir skipið, sem kemur hingað í stað „Vestu" norð- an um land. Frá útlöndum eru nýkomin Jón Laxdal kaupm. og frú hans, Tofte bankastjóri o. fl. Aflabrögð. Þrfr botnvörpungar komu inn f gær og höfðu aflað vel. „Skúli fógeti" fullur, „Bragi" með 30 þús. og „Great Admiral" með millli 20 og 30 þús. Þeir höfðu verið sunnan við land. Um síðastl. helgi var róið frá Þor- lákshöfn og Eyrarbakka og aflaðist töluvert. Málverkasýning opnar Ásgrímur malari hjer á morgun, eins og aug- lýst er á öðrum stað í blaðinu. 1

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.