Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.03.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 19.03.1913, Blaðsíða 2
46 |L0GRJETTA Lögrjetta kemur út á hverjum miö* vikudegi og auk þess aukabiöð viö og við, minst 60 blöö als á ári. Verö: 4 kr. árg. á fslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. Bókafreg-!!. Jón Ólafsson: Orðabók ís- lenskrar tungu að fornu og nýju. í fjórum bind- um. i. hefti. Rvík 1912. Fyrsta spurningin, sem mjer varð á vörum, þegar jeg sá þessa bók, var: Er þetta söguleg orðabók? Fyrirsögnin virtist benda á það, að hjer væri orðaforði tungunnar að fornu og nýju. Og ennfremur úði og grúði bókin af tilvitnunum frá ýmsum tímum. Og þar að auki sá jeg heilt kerfi af merkjum, allflókið, til að greina aldur orðanna í málinu, rjett mál og rangt o. s. frv. Jeg var þó ekki lengi að komast að raun um, að svo er ekki; þó þetta alt, sem nefnt er, gefi bókinni eitthvað vísindalegri blæ en almenn- ar handorðabækur handa alþýðu hafa, þá hefur það ekki verið tilætlun höf., að hún ætti að vera fyrst og fremst vísindaleg eða söguleg orðabók. Þetta varð mjer ljóst, þegar jeg sá, hvern- j ig hann hafði farið að semja bók- j ina, og sá listann yfir heimildarrit hans. Það væri líka harla djarft að fara að semja sögulega orðabók yfir ís- lenska tungu. Það er enn varla kominn tími til þess. Að vísu eru til ágætar orðabækur yfir fornmálið og ýms góð orðasöfn, prentuð og óprentuð, yfir málið á okkar tímum. En yfir málið frá því um 1500 og fram að byrjun 19. aldar er engin brúkanleg orðabók til, og enginn einn maður getur enn hugsað til að semja orðabók yfir ritin frá því tímabili. Flest af þeim eru enn óútgefin; í söfnunum í Rvík og Khöfn liggja hópum saman annálar, kvæði, rímur, brjef, ritgerðir um lögfræði, guðfræði, sögu, og margt og margt annað, frá þeim tímum, sem nauðsynlega þyrfti að fá út í áreiðanlegum útgáfum, áður en byrjað væri á slíku. Frá því tímabili er og hin mikla orða- bók Jóns Ólafssonar Grunnvíkings, sem að sjálfsögðu þyrfti vandlega að kanna. Hún er enn óútgefin í Árna- safni. Og svo er alt það, sem prent- að er. Mjer vitanlega hefur enginn enn farið gegn um meginið af rit- unum frá þeim tíma til að orðtaka þau, það tekur mikinn tíma, og er ekki líklegt, að aðrir vilji fást við slíkt en þeir, sem hafa nóg af hon- um, og mikla þolinmæði að auk. En einmitt á þessum tíma koma fram rit, sem hafa mjög mikla þýðingu fyrir sögu málsins. Jeg skalhjerað- eins nefna Guðbrandsbiblíu. íslenskt guðfræðismál síðari tíma er bygt á þeirri bók, beinlínis eða óbeinlínis, og málfæri hennar hefur líklega haft áhrif á ýmsum öðrum sviðum. Ekki er hægt að semja sögulega orðabók nema þess konar grundvallandi rit sjeu orðtekin vandlega. Af því að saga málsins er óljós og lítt rannsökuð, og engin orða- bók til yfir það um svo langt skeið, leiðir aftur það, að enn er ekki með vissu hægt að segja um aldur fjölda orða í nýja málinu, og verður því að fara mjög varlega með notkun merkja til að ákveða, hvað sje gamalt og hvað sje nýtt. Þó eitthvert orð ekki finnist í útgefn- um fornritum og þar af leiðandi ekki í orðabókum þeim, sem yfir þau eru til, þá er ekki þar með sagt, að það sje nýtt í málinu, Vel getur verið, að það t. d. finnist fyrst í prentuðum bókum á 19. öld, en í óprentuðum ritum frá því um 1500. Og eins verður að vera varkár með að merkja orð sero úrelt. Það er oft að orðin eins og liggja í dái, koma upp aftur og aftur en hverfa á milli. Þeir, sem þekkja sögu latínunnar, vita t. d. hvernig forn-latnesk orð frá dögum Catós eldra alt í einu fara að tíðk- ast á dögum Antonínanna, hjer um bil 300 árum seinna. í íslensku á sjer líkt stað. Fjöldi orða úr fornmálinu er lítt eða alls ekki notaður á tíma- bilinu 1500—1800, en rís aftur úr dái á 19. öldinni, og er nú á hvers manns vörum. Jeg þykist geta tal- að um þetta af talsverðri reynslu; jeg hef í nokkur ár verið að semja orðabók íslensk-danska, en með alt öðru sniði en þá, sem hjer er um að ræða; hvað eftir annað hefur það komið fyrir mig, að jeg hef rek- ist á orð í íslensku alþýðumáli, sem jeg hafði haldið að væru löngu dauð og úrelt, og hins vegar líka fundið, að ýmislegt, sem jeg hjelt að væri nýyrði, var gamalt mál og al- gengt. Með því að reyna til að ákveða aldur orðanna eins nákvæmlega og hjer er gert, hefur höf., að mjer finst, hætt sjer út í ófæru. Þar sem áreið- anleg tæki vantar til að skera úr slíku, verða dómar hans oft meira og minna getgátur, og því síst að furða að honum skjátlast í ýmsu. Fyrst orðabókin á ekki að vera söguleg, þá hefði verið eðlilegast og ráðlegast að forðast svona flóknar aðgreining- ar. Maður, sem er eins víðlesinn og hefur eins næman smekk fyrir hreinu nútíðarmáli og höf., hefði heldur átt að halda sjer við þá hlið málsins, sem hann þekti best, mál nútímans, og leggja það til grundvallar. Hann hefur viljað taka orðaforða fornmáls- ins með. En jeg hefði óskað, að hann hefði tekið það skýrt fram að hann aðeins merkti þau orð sem sjaldgæf eða úrelt, sem honum þykja svo sjálfum. Þar með er auðvitað ekki sagt að þau sjeu það í raun og veru; en þar sem oft er ekki hægt að segja með vissu um þess konar, er þó altaf vert að heyra álit manns, sem mikið hefur við slíkt fengist. Sem nýyrði hefði mátt roerkja orð, sem með vissu má staðhæfa að sjeu upp komin á 19. öld, t. d. yfir hug- myndir og hluti, sem ekki hafa þekst fyr á íslandi (símamál, efnafræðis- og grasafræðis-nýyrði o. s. frv). Svo finst mjer mega merkja orð, sem eingöngu finnast í kveðskap, snót, þengill o. s. frv. En jeg held það sje ógerningur að reyna til að merkja nákvæmar. Höf. reynir líka til að greina, hvað af útlendum orðum sje samlagað málinu og hvað ekki, og ennfremur rangt mál frá rjettu, rang- ar orðmyndanir o. s. frv. Jeg er honum algerlega ósamdóma um margt af því, en skal hjer ekki nefna annað en aðalatriðið, að mjer finst tískan og aldurinn helga flest. Þó eitthvað sje rangt og útlent í upp- hafi, tjáir ekki að lasta það, þegar það hefur verið langalengi í málinu og allir skilja það. Og mjer finst mikill óþarfi að reyna að innleiða orð eins og síneþli og orðmyndir eins og arabskur, þegar allir segja aþþel- sína og arabiskur. Annars vinsar tíminn úr, miklu betur en nokkur orðabókarhöfundur, og smám saman verða þau af þess konar orðum, sem hann geymir, svo kunnug og geðfeld, að engir nema málfræðingar hugsa út í það, að þau sjeu af útlendum rótum runnin. Sem dæmi þess, er jeg hjer segi, skal jeg nefna orðið ábóti, sem kom inn í íslenskuna með klaustrunum. Hver vill neita því, að þetta orð, sem þá var útlent, sje nú orðið alíslenskt? Jafnvel J. Ól. gleymir að einkenna það sem „út- lent orð, samlagað málinu", eins og hann þó hefði átt að gera, úr því hann er að merkja þesskonar orð, líklega af því að honum hefur fund- ist orðið svo rammíslenskt, að hann hefur í svipinn ekki hugsað út í hinn útlenda uppruna þess. Það, að höf. tekur orðatorða forn- málsins með, hefur líklega komið honum til að velja rjettritun, sem er afarfornleg, fornlegri en eins ágætir fræðimenn og Guðbrandur Vigfússon og Fritzner nota í sínum orðabókum. Hann ritar a, e, i, 0. u, y á undan lf, lg, lk, lm, In, Ip í sömu samstöfu (kalfr, talga, halmr, alka, alnir, hjalþ, og líka hals, frjals, skald. Jeg er hræddur um, að þetta nýmæli falli mönnum ekki í geð. Nógur er glundroðinn á rjettrituninni íslensku, þó ekki sje reynt að skrúfa hana svona langt aftur. Þetta brýtur bág við þá meginreglu, að hver breyting á rjettritur, sem til bóta vill miða, hlýtur að ganga í þá átt, að laga hana eftir framburði, en ekki eftir uþþruna. Um þetta eru flestir mál- fræðingar nú samdóma, og eins um hitt, að best sje að nota altaf sama staý til að tákna sama hljóð, að svo miklu leyti, sem því verður við kom- ið. Því má ekki nota a og á til að tákna sama hljóðið, og því er það, að jeg held, að uppástunga próf. B. M. Ólsens, að sleppa y og z, líkleg- ast muni vinna sigur, þegar fram líða stundir. Annars er rjettritunin í sjálfu sjer atriði, sem varla er vert að deila mikið um; flestir velja sjer rjettritun eftir smekk sínum og venj- um, og ekki eftir því, hvort þessi sje rökrjettari, vísindalegri eða hent- ugri en hin. Að því er snertir niðurröðun orð- anna, þá getur verið álitamál, hvern- ig á að haga henni. Margir fara svo að, að þeir setja sem fæst undir forsetningar og atviksorð, en raða orðasamböndum, þar sem þess konar orð eru með sögnum, undir sögn- unum. Orsökin til þessa er auðsæ, það er hægra að finna merkinguna í stuttri grein en langri; t. d. syrtir að munu flestir heldur kjósa að eiga að leita að í sögninni syrta í fáein- um línum, en í að, á mörgum blað- síðum. Höf. fer hjer að þvert á móti. Það skal fúslega játað, að margt er skarplega athugað og vel sagt af því, sem hann segir um á, að, af o. s. frv., en hræddur er jeg um, að mörgum þyki seinlegt að leita þar. í sjálfu sjer væri best að hafa merk- ingarnar á báðum stöðunum (t. d. bæði undir syrta og að), en það mundi auka stærð bókarinnar mjög. Lak- ara þykir mjer samt, að hann setur í þessar greinar ýms orð, sem mjer finst hefðu átt að standa alveg sjer- stök. Jeg skal hjer aðeins nefna orðið altaf; af í þessu orði er áherslulaust og enklitiskt, og á að skrifa það 1 einu orði með fyrri sam- stöfunni alt, eins og allir bera það fram. En höf. hefur það ekki á sín- um stað í röðinni, og það er heldur ekki að finna undir orðinu allr, þar sem t. d. Geir Zoega hefur það, sem vel má verja. J. Ól. hefur sett það meðal merkinga orðsins aý, og er það að vísu engin fjarstæða, þegar litið er á það málfræðislega, en það er afaróhentugt fyrir þá, sem eiga að nota bókina. En í orðaröðina setur hann alt-að-eina og alt-að-einu og ávið sem sjerstök orð; það er rjett og gott, en því má þá ekki altaf vera þar líka? Þá er orðaforðinn. Hjer virðist höf. hafa fengið tiltölulega mikið af orðum fornmálsins, þó hann hafi ekki tekið alt, sem fyrirrennarar hans hafa safnað á því sviði. Yfir fornmálið eru til ágætar orðabækur, svo þessi hluti starfsins er tiltölulega auðveld- ur. Það getur verið álitamál, hvort höf. er altaf heppinn í valinu; hann tekur t. d. ýms sjaldgæf útlend orð eins og alamandr, amendasnot, amía, amþullr o. s. frv., og ýms þeirra merkir hann sem úrelt, en samlöguð málinu. Hann tekur jafnvel alnorsk orð og orðmyndir, sem aldrei hafa á íslandi þekst, t. d. afát = ofát, aflugr =”= öflugr o. s. frv. En að því er snertir miðaldamálið og nýja málið, hefur höf. aðallega haldið sjer við það, sem áður var til í prentuðum orðasöfnum og auk þess notað óprent- að orðasafn Hallgríms Schevings; líka hefur hann bætt ýmsu við frá sjálfum sjer bæði úr daglegu mæltu máli og úr ritum. Hann hefur ekki orðtekið bækur til muna, enda er j slíkt seinlegra verk en svo — eink- ; um ef tilvitnanir eru til færðar — að einn maður geti ætlað sjer að af- kasta miklu á skömmum tíma og í hjáverkum. En af þessari aðferð höf. hlýtur að leiða það, að orða- forði bókarinnar, að því er miðalda- málið og nýja málið snertir, verður bæði ófullkominn, og lfka verður það mikið undir tilviljun komið, hvað kemst með og hvað ekki. Því mik- ill þorri góðra og algengra íslenskra orða í miðaldamáli, og nútfðarmáli ekki síður, finst ekki í neinum orða- söfnum, og fæst einungis með ná- kvæmri rannsókn og orðtöku rita. Því er það, að jafn-algeng orð eins og t. d. ábatast, ábending, ákv'órðun, áveita o. fl., o. fl. vantar í orðabók- ina. Hins vegar hefur höf. tekið ýms fágæt orð úr nýja málinu, jafn- vel sjaldgæf mállýskuorð. í sjálfu sjer væri það engin furða, þó mörg orð vantaði, og það enda þótt höf. hefði orðtekið fjölda rita. Engin orðabók í neinu máli nær yfir allan orðaforða þess. í eins góða og vandaða handorðabók eins og t. d. Annandale’s yfir enska tungu vantar orð, sem standa í eins algengum höf- undum og Dickens. Örðabókarhöf- undar sleppa oft jiieð vilja fjölda orða, einkum samsettra. I máli eins og íslenskunni er tala samsettra orða því nær óendanleg. Þannig má t. d. skeyta al-, all- og ó- framan við flest lýsingarorð, al- og ó- framan við fjölda sagna og nafnorða, aðal- fram- an við flest nafnorð; þá má og mynda sæg orða með -legur, -lega, skaþur o. s. frv., en oft er lítil ástæða til að taka þess konar orð, ef stofnorðið er tekið, að minsta kosti er óþarfi að taka nema algeng- ustu orðin, en um það, hver þau sjeu, getur oft sýnst sínum hvert. Þrátt fyrir alt það, sem hjer hefur verið tekið fram, er því sfst að neita, að höf. hefur færst í fang mikið og þarflegt verk með útgáfu þessarar bókar. Það er engan veginn lítið f það varið, að fá meginið af því, sem fyrirrennarar hans hafa safnað af fornum og nýjum orðum, dregið saman í eina heild, ekki síst þegar ýmsu nýju er bætt við. Óg hvað sem öðru líður, er það víst, að hjer kemur fram í fyrsta sinni fjöldi orða, sem aldrei hafa áður staðið í prent- uðum orðasöfnum, og jeg skal með þakklæti viðurkenna, að jeg hef hjer fengið mörg góð orð, einkum ýms sem höf. tilfærir úr safni Schevings og úr íslensku sveitamáli. Þetta gefur bókinni þýðingu fyrir vísindin á þessu sviði, svo að þeir, sem við íslenska málfræði fást framvegis geta ekki sjer, að ósekju gengið fram hjá henni. Við þetta bætist, að þýðingarnar eru yfirleitt smellnar og góðar, að vísu er hægt á stöku stað að benda á rangar og vafasamar þýðingar, og jeg fyrir mitt leyti kann ekki altaf við nýbreytni höf. og tilraunir hans til að útrýma útlendum orðum, eins °g JeS áður hef drepið á; og svo finst mjer á stöku stað vera óþarfa nákvæmni, eins og myndir af ásum í spilum og löng lýsing á alkorti, þar sem tilvitnun í ísl. sktmtanir Ól. Davfðssonar hefði getað nægt. Það veit enginn, sem það hefur ekki reynt, hvað erfitt það er að semja orðabók. Það er máske af því að jeg hef fengist við slfkt sjálf- ur, að mjer er Ijúfara að líta á þá kosti, sem jeg finn í líkum ritum annara manna, en á gallana, sem jeg veit að altaf vilja læðast inn, hvern- ig sem maður reynir að vanda sig. Og þrátt fyrir gallana á þessari bók og þrátt tyrir aðferð höfundarins, sem margir þeirra eiga rót sína að rekja til, vildi jeg samt óska, að henni yrði haldið ötullega átram. Khöfn 24. febr. 1913. Sigýiis Blóndal. r Eimskipafjelag Islands. Forgöngumenn aö stofnun innlends eimskipafjelags hafa sent út hlutaút- boösskjal, sem hjer birtist í útdrætti: íslendingar! aNavigare necesseu. (siglingar eru nauðsyn). Orð þessi eiga máske frekar við um oss Islendinga en um nokkra aðra þjóð Norðurálfunnar. Oss eru siglingar fremur öðrum nauðsyn vegna þess að vjer byggjum eyland, sem eigi liggja að aðrar leiðir en sjórinn. Okkar sam- göngumál eru því og verða fyrst og fremst skipamál. í mörgum öðrum Norð- urálfulöndum fara aðflutningar að landinu og flutningar frá því aö miklu leyti fram á járnbrautum. Vjerverðum að nota skipin aðallega. Og því meira sem landinu fer fram, atvinnuvegum þess, framleiðslu menningu o. s. frv., því meiri verður þörfin á áreiðanlegum, reglulegum og góðum skipaferðum. Þótt mörgum hætti við að hafa eigi svo glögt auga sem skyldi fyrir þvi, hvert lífsskilyrði er þjóðfjelögum í heild sinni, að samgöngurnar sjeu góðar, þá höfum vjer íslendingar þó lengi haft vakandi auga fyrir þvi, að oss væri nauð- synlegt að fórna talsverðu af vorum litlu efnum fyrir samgöngumálin. (Hjer fer á eftir yfirlit yfir, hvað gerst hefur að því er skipagöngurnar snertir síðan árið 1875). Ef vjer lítum á þetta stutta yfirlit yfir samgöngumálasögu vora síðan 1875, þá sjáum vjer, að vjer höfum haft þær nær altaf í höndum erlends (dansks) fje- lags. Vjer sjáum ennfremur, að óánægja hefur stöðugt verið með samgöngurnar. Ef litið er á hvað óánægjunni veldur, þá er það þetta helst: í. Ferðirnar óheppilegar. a) Færeyjaferðir. Þrátt fyrir margítrekaðar óskir fæst ekki að hætt sje viðkomum í Færeyjum. Þetta lengir ferðirnar. Vjer höfum hins vegar engin eða nær engin viðskifti við Færeyjar og þurfum því eigi á viðkomum þar að halda. b) Viðkoma í öðrum löndum en Danmörku. Fyrst í stað (fyrir 1874) gekk illa að fá viðkomur á Bretlandi. Síðan fengust þær, en óhagkvæmar fyrst í stað (sumpart í Leirvík á Hjaltlandi!). Fargjaldi og flutningsgjaldi haldið óeðlilega háu í samanburði við flutningsgjaldið frá Kaupmannahöfn. Og nú þetta ár gert enn betur: gjaldið frá Bretlandi hækk- að úr því sem áður var. 1909 neitaði Samein. fjelagið að gera samning um við- komur í Hamborg. Nú neitar það enn. Þvertekur fyrir að láta skipin koma við í Þýskalandi og hækka því um leið flutningsgjald á vörum, sem þaðan koma (yfir Kaupmannahöfn) um 25°/o. 2. Áhöfn skipanna úllend. Yfirmenn og hásetar skilja eigi mál vort, en af því leiða örðugleikar og misskilningur. Þessu fæst eigi breytt. 3. Fjelagið á varnarping í öðru landi, og því örðugt að ná rjetti sinum, oft nær ógerningur. 4. Ferðunum stjórnað frá Kauymannahöfn, frá fjarlægu landi, af mönn- um, sem ókunnir eru íslenskum staðháttum og íslensku viðskiftalífi og eiga því erfitt með að fullnægja viðskiftakröfum vorum. — Og fleira mætti telja. Af þessum ástæðum fer því fjarri að þetta lífsskilyrði viðskiftalifsins á landi voru, skipaferðirnar, sjeu í þvi horfi sem þær ættu að vera og gætu verið. Vjer erum eindregið þeirrar skoðunar, að fyr komist þetta eigi í lag en skipaferðirnar sjeu komnar í hendur íslendinga sjálfra, orðnar innlendar að öllu leyti. Þá ráðum vjer sjálfir hvert skip vor sigla. Þá látum vjer þau sigla til þeirra landa, sem bjóða oss best kjör á hverri vörutegund og gefa oss best fyrir afurðir vorar, og ekki annað. Þá skipum vjer skipin íslendingum, sem tala vora eigin tungu. Þá eigum vjer hægt með að ná rjetti vorum, ef traðk- að er, fyrir innlendum dómstólum. Þá verður ferðunum stjórnað af innlend- um mönnum, sem þekkja landshagi og þarfir viðskiftalífs vors. Þá höfum vjer fengið tryggingu gegn óeðlilegri hækkun flutningsgjalda og fargjalda vegna vönt- unar á samkepni, þá, og fyr ekki — og þar með stigið stórt og mjög þarflegt spor í áttina til efnalegs sjálfstæðis. Síðan á siðasta sumri og oft áður hafa margir af oss hugsað talsvert um það mál, hvort eigi vaæi tiltækilegt að stofna hjer innlent gufuskipafjelag. Vjer höfum aflað oss ýmsra upplýsinga, sem nauðsynlegar eru í máli þessu, rætt það ítarlega vor á milli, og erum nú komnir að þeirri niðurstöðu, að gera til- raun til þess að koma á fót slíku fyrirtæki. Að ráðast í fyrirtækið svo stórt, að vjer getum nú þegar tekið að oss all- ar samgöngur við útlönd, það kemur eigi til mála. Til þess brestur okkur efni, reynslu o. fl. Strandferðirnar treystum vjer oss heldur eigi til að taka í byrjun. Vjer höfum því ákveðið að reyna að stofna fjelag með tveim nýbygðum skipum. Annað stærra og hraðskreiðara, en hilt með líkri stærð og gerð og með að minsta kosti eins miklum hraða og bestu skipin, er nú ganga hjer við land (Botnía og Sterling). Bæði hafi þau kælirúm, og annað farþegarúm fyrir h. u. b. 45 farþega á fyrsta farrými og 30—35 á öðru farrými, hitt nokkuð minna farrými. Er öðru skipinu ætlað að halda uppi stöðugum ferðum milli Kaupmanna- hafnar, Hamborgar og Leith, eða einhverrar hafnar á Englandi annars vegar, og sjerstaklega Reykjavíkur og Vestfjarða að nokkru leyti hins vegar; en hinu skipinu stöðugum, reglulegum ferðum milli sömu erlendra hafna, og aðallega Norður- og Austurlandsins með viðkomum í Reykjavík og á Vestfjörðum eftir því sem hentast þykir. Vjer teljum sjálfsagt hlutverk fjelagsins, að koma á reglulegum ferðum til Þýskalands og teljum þá Hamborg sjálfsagðan viðkomustað, bæði vegna þess

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.