Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 19.03.1913, Blaðsíða 4

Lögrétta - 19.03.1913, Blaðsíða 4
48 LOGRJETTA Feiknin öll af nýjum vörum komið til Th. Thorsteinsson, Vefnaðarvöruverslun. Ingólfshvoli. þyrfti engan að furða, þótt prófessor Jón Helgason skrifi í Kristnisögu sinni (33. bls.): „Nýtt trúarfjelag hefur Jesús ekki haft í hyggju að stofna, heldur hefur hann viijað koma á fót n ý j u m sáttmála millum Guðs ogmanna". — Og litlu síðar: „Yfirhöfuð að tala hefur hann engar ráðstafanir gert að því er snertir framtíð lærisveina sinna á jörðunni". Þeir hafa þó ekki slept Matt. 28. 19. úr nýju þýðingunni, en það virð- ist svo sem prófessorinn efist um að Kristur hafl sagt: „Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum o. s. frv. Samkvæmt þessari fullyrð- ingu J. H. er kristin kirkja stofnuð annaðhvort af því að postularnir hafa skilið fagnaðarerindið betur en Jesús sjálfur, eða hún er orðin til fyrir misskilning þeirra, — og væri nógu fróðlegt fyrir þjóðina að fá að vita hvorri skoðununni er haldið að prestaefnum þjóðkirkjunnar í guð- fræðisdeild háskólans.----------- Jeg vona að lesendurnir fyrirgefi, þótt jeg hafi vikið hjer frá aðalefn- inu og gefið þeim ofurlítið sýnishorn af „kristni og sögu“ Kristnisögunnar. — Manni kemur svo margt í hug við samanburð þýðinganna.-------------- (Frh.) Island erlendis. Thor E. Tuliníus. 15. febr. 1 vetur átti hann 25 ára stórkaupmanns- afmæli. Var honum þann dag af- hent af nokkrum íslendingum í Khöfn, er dr. Valtýr Guðmundsson hafði orð fyrir, skrautritað ávarp undir- skrifað af 200 mönnum á Austurlandi og Norðurlandi, er tjáðu honum þakkir fyrir starf hans. Kvæði voru þar í eftir Matth. Jochumsson og Guðm. Guðmundsson. Lögr. hefur jafnan viðurkent dugn- að hr. Tuliníusar og gagn það, sem orðið hefur af skipaferðum þeim, sem hann stofnaði til hjer við land, þótt hún vildi ekki að landið keypti skipa- leifar hans, þegar það stóð til, og sæi það líka þegar, að samningurinn við Thorefjelagið væri ekki hyggi- lega gerður, eins og fram kom síðar. Jóhannes Jósefsson. Khafnar- blaðið ,Riget“ frá 28. febr. segir frá því, eftir þýsku íþróttablaði, að hann hafi nýlega verið særður á leik- sviði 1 Lissabon. 40 pd. sterl. höfðu verið boðin hverjum, sem gæti sigr- að hann eða komið á hann hníf- stungu og hafði hann sigrað í þeim leik marga portúgiska og franska glímumenn. En svo átti hann við portúgiskan sjómann, er óð að hon- um með hníf og særði hann allmik- ið bæði á hægri hendi og brjósti. Það varð uppþot í leikhúsinu, en sjómaðurinn fjekk verðlaunin. Danska blaðið, sem frá þessu segir, vill gera sem minst úr framgöngu Jóhannesar og ísl. glímunni. M fjaliatÍDdum lil Mimiða. Guðm. Hjaltason hefur nýlega haldið 2 fyrirlestra suður í Höfnum, annan fyrir Búnaðarfjel., um híbýla- prýði og hreinlæti, hinn fyrir Al- þýðufræðsluna, um Hallgr. Pjeturs- son. Um 40 manns á hvorum, en hefði verið fleira, ef menn hefðu ekki verið önnum kafnir viðskipaafgreiðslu. Guðm. hjelt til hjá Katli í Kotvogi og segir þar eitt af þeim höfðing- legustu heimilum, sem hann hafi komið á. Skólahúsið er í Kirkju- vogshverfinu og voru fyrirlestrarnir haldnir þar. í þessari ferð hjelt G. Hj. einnig 2 fyrirlestra í Keflavík og I i Kálfatjarnarkirkju, um Hallgr. Pjetursson. Tekur hann til þess, hve mikill munur sje nú að fara um Voga- stapa hjá því sem áður var, en nú er kominn þar nýi vegurinn. Eftir páskana fer hann fyrirlestrarför suð- ur í Garð. Hann hefur samið ný- lega fyrirlestur um andatrú og guð- speki til þess að skýra fyrir mönn- um þetta hvorttveggja og heitir sá fyrirl,: „Dulfræðin nýja“. — Hannskaóafregnir reynast rang- ar. Báturinn frá ísafirði, sem sagt var frá f síðasta tbl. að mundi hafa farist, kom fram í Aðalvík og voru menn allir heilir heilsu og eins skipið. — Sama er að segja um skip frá Flatey, sem vantaði og ísaf. sagði farið; það kom fram á Rauðasandi við Breiðafjörð. Bátstapi. í síðustu viku vantaði bát frá Ólafsvík, sem menn voru orðnir hræddir um. Á honum voru 9 menn, formaður Guðjón Jónsson. 2 menn drnkna. Sfðastl. föstu- dagsmorgun tók út 2 menn af fiski- skipinu „Milly“, eign Duusverslunar, og druknuðu þeir: Jóhannes Krist- insson frá Sölfhól hjer í bænum, kvæntur maður og lætur eftir sig 4 börn, og Jón P. Sigurðsson, ung- ur maður, einnig hjeðan úr bænum. Frænka Biskmarks. Nýlega er dáin í Þýskalandi frænka Biskmarks kanslara, Hedwig v. Biskmark, 98 ára gömul. Hún var alin upp með honum og er sagt, að hann hafi á fáum manneskjum haft jafnmiklar mætur og þessari frænku sinni. Hún var ógift alla æfi. Fyrir nokkru gaf hún út æfiminningar sínar, og þar kvað vera margar merkilegar upplýsingar um frænda hennar, jarn- kanslarann. Chicagó gjaldþrota. Sú fregn hefur nýlega staðið í blöðum, að Chicagóborg væri að verða gjaldþrota, opinberir stafsmenn bæjarins fengju ekki full laun borguð og þeir, sem kröfur hefðu á bæjarsjóðinn, fengju aðeins borgað yo°/o. Oddur Gíslason yfirrjettarmálaflutnlngsmaður, Laufásveg 22. Venjul. heima kl. II—12 og 4—5. 4 herbergi, sólrík og rúmgóð, fást til leigu frá 14. maí næstk. í Bergstaðastr. 3. Brynleifur Tobíasson. Oliu- og vatns-litir, penslar og alt, sem lýtur að mynda- málningu og teikningu, er nýkomið í Pappírsverslun Pór. B. Porláks- sonar, Yeltusnndi 1. L<itmy ndi r, ljómandi fallegar, nýkomnar í I’app- írsverslun Pór. B. Porlákssonar, Vcltusundi 1. Handa börnunum| er nýkomið í Pappírsverslun Pór. B. Porlákssonar, Veltusundi 1, smákassar með marglitu vaxi til að móta úr ýmsar myndir, litlir vatns- litastokkar og alla vega litir blýant- ar í kössum. Sylow birkidómari dáinn. Hann andaðist 12. f. m., 63 ára gamall; var hann landsþingsmaður og nafn- kunnur maður í Danmörku, á síðari árum alllengi birkidómari á Friðriks- bergi. __________ jYálverkasýning. Ásgrímur Jónsson opnar mál- verkasýningu á morgun (Skírdag) í Vinaminni; sýningin verður op- in frá 11—5. Peningabudda fundin. Guðm. } Magnússon prentari. CÍÆ CIfíorsfeinsson S &o. c&aiaverslun {úCqfnarsfrœti 4. erujnýkomnir g-óöir Hattar, Hliini, Fatnaðir og m. m. fl. u_L_n_rLn_n_j— B. K. hefur nú fengið firnin öll af nýjum og fallegum vör- um fyrir Páskana, sem allir þurfa að líta á, áður en þeir festa kaup annarstaðar, því að vanda selur Verslunin Jjörn Kristjánsson besiar og ódýrastar YEFNAÐARVÖRUR. Carlsberg brug'g’húsin mæla með Garl^berg myrkum 5kattefri alkóhóllitlum, ekstraktríkum, bragðgóðum, haldgóðum. Garl^ber^ skattefri porter hinni extraktríkustu af öllum portertegundum. Oarlsberg sódavatn er áreiðanlega besta sódavatn. er hið gagnlegasta áhald, sem unt er að útvega því. — Lindcns heimilisprjónavjel, sem einkarjett hefur um allan heim, er ein- földust, hentugust og ódýrust allra prjónavjela. Á hana má jafnt prjóna munsturprjón og sokka, brugðna kvensokka, treyjur, nærföt, vetlinga o. s. frv. í fyrra hlaut vjelin tvenn verðlann úr gulli. Hún kostar að eins 55 kr. Hverri vjel fylgir nákvæmur leiðarvísir. Einkasali Jakob Gunnlðgson, Köbenhavn K. Duglegir umboðsmenn óskast. & ÍOTTOnSTED; danska smtórliki er be5t. Btójið um \eqund\mar JSóley* . Ingólfur" , Hekla " töa Jsafolcf Smjörlihið fœ$Y einungi^ fra i Otto Mönsted vr. s Kaupmannahöfn og/frö$um sfjr > i Danmörku. Lífsábyrgðafjelagið „DANMARK“ er ódýrasta og áreiðanlegasta lífsábyrgðarfjelag á Norður- löndum. Sjerstaklega hagkvæmar barnatryggingar, og vildarkjör gefin örkumla og óvinnufærum mönnum, Samkvæmt ályktun skiftafundar í dánarbúi ekkjunnar Guðrúnar Gísla- dóttur frá Norðurkoti í Vogum 18. þ. m. verða eftirgreindar jarðeignir búinu tilheyrandi seldar við opinbert uppboð, er fram fer á hverri jörð fyrir sig að loknu manntalsþingi þ. á. í þeim hreppi, er jarðirnar liggja, verði ekki viðunanlegt tilboð fram- komin í þær innan þess tíma: 1. Minna-Mosfell í Mosfelshreppi, 15, 6 hndr. 2. Hrísbrú */a, í sama hreppi, als 14,8 hndr. 3. Hraðastaðir ‘/2, í sama hreppi, alls 14,8 hndr. 4. Eylífsdalur »/2, í Kjósarhreppi, alls 21.7 hnd., og 5. Urriðakot í Garðahreppi, 17,4 hndr. Uppboðsskilmalar verða til sýnis hjer á skrifstofunni og á uppboð- unum. — Skrifstofu Gulibringu- og Kjósarsýslu 28. febr. 1913. Magnús Jónsson. Sökum ýmsra óþæginda, sem af því geta leitt að eiga samnefnt við allmarga menn hjer í bænum, og það jafnvel menn, sem stunda sömu atvinnu, hef jeg, Helgi Helgason frá Fossi, í hyggju að taka mjer föðurnafn föður raíns, og nefnast hjer eftir Helgi Bergs. Þetta vil jeg leyfa mjer að biðja alla góða menn að laka til greina. Reykjavík 14. mars 1913. Helgi Bergs. Frentsmiðjan Gutenberg.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.