Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.03.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 26.03.1913, Blaðsíða 1
Aígreiðslu- og innheimtum.: PORARINN B. ÞORLÁKSSON. V eltusundi*l« Talsimi 359. Ritstjori: PORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimt 178. M 14. Reykjavík 36. Mars 1913. VIII. árg. I. O. O. F. 943289- Þjóðmenjasafnið opiö á sunnud., þriðjud og fimtud. kl. 12—2. Lækning ók. í læknask. þrd. og fsd. 12—i. Tannlækning ók. (í Pólthósstr. 14) 1. og 3. md. f mán. 11—1. Landakotsspítali opinn f. sjókravitj. n—I alla daga. Islands banki opinn 10—2*/« og 5V»—7- Landsbankinn io'/a—21/*. Bnkstj. við 12—1. Landsbókasafnið opið hv. virkan dag kl. 12—3 og 5—8. Okeypis lagaleiðbeiningar á háskólanum á hverjum laugard. kl. 7—8 síðd. Heilsuhælið opið til heimsókna 12—1. Lárua Fjeldsted.. YflrrJettarmálafsBrslumaOur. Læbjargata 2. Helma kl. I 1—12 og 4-7. Bækur, innlendar og erlendar, pappir og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversi. Sigfúsar Eymundssonar. Eiríkur jííagnússon. Tvær athugasemdir. ísland hefur sett ofan á Englandi við fráfall meistara Eiríks Magnús- sonar. Enginn hefur með slíkum skörungsskap og andríki haldið uppi virðingu íslands á Englandi sem hann. Jeg sakna þess, að þessa skuli eigi vera getið í greinum þeim, sem jeg hef sjeð um hann í blöðunum (Lög- rjetta, ísafold). Þá var vegur íslands meiri á Eng- landi meðal lærðra manna en nokkru sinni áður eða nú, á meðan þeir voru báðir uppi, dr. Guðbrandur Vigfús- son í Oxford og Eiríkur Magnússon í Cambridge. Báðir voru þeir gáfu- menn góðir og afkastamenn miklir, Guðbrandur lærður, skarpskygn, en einrænn, samt góður í sínum hóp; Eiríkur fjölfróður, fjölhæfur, fjörug- ur, andríkur, geðríkur, skörungur, höfðingi og gleðimaður, hvort sem hann var með fáum eða mörgum. En tvisvar bar skugga á, er þeir komust í deilur, og mun Guðbrand- ur í bæði skiftin hafa átt upptökin. Báðir komust þeir til vegs og virð- ingar hvor á sínum stað, en eigi var það meira en þeir áttu fyllilega skil- ið, enda eru Englendingar útlending- um erfiðir, er um ensk einkarjettmdi er að ræða, eins og eigi er óeðli- legt. Eiríkur varð þó „fellow" við haskólann í Cambndge, en það varð Guðbrandur eigi 1 Oxlord, þratt fyrir öll hans miklu visindalegu verk. Alt start þessara manna til þess að breiða út þekkingu á íslenskri tungu og bókmentum a Englandi var mjög þýðingarmikið fyrir ísland. Þarna væri verkefni mikið og fag* urt fyrir ungan og efnilegan, dug- legan og vandaðan íslending ad taka upp á Englandi og reyna að feta í fótspor þeirra og komast þar i veg og gera ættlandi sínu með því sóma sem þeir. Það hefur meiri þýðingu en margir landsmenn hyggja, að ís- lendingar komi vel fram í öðrum löndum og kynni sig þar vel, að jeg eigi tali um þá, sem gerðir eru út opinberlega af landsins hálfu. Annað atriði skal jeg minnast á hjer, og það eru um Eirík Magnús- son í bankamálinu. Það er eins og Haraldur Níelsson, sem nýlega hefur ritað góða grein um Eirík Magnús- son, ætli að það hafi verið alt vit- leysa, sem hann sagði um það mál, en því ter fjarri. Fyrsta atriðið hjá Eiríki Magnússyni var það, að bankaseðlarnir eiga að vera innleysanlegir með gulli og nægi- legur gullforði jafnan í bankanum til þess að leysa þá inn. í þessu aðalatriði hefði hann alveg rjett fyrir sjer. Engin vitur og hygg- in landsstjórn hefar á síðari árum, ft drekka allir peir, er vilja fá góðan, óskaðlegan II og ódýran kaffidrykk. — Jafngildir 1 pundi af brendu og möluðu kaffi og x/» pundi af export. WT Fæst á aðeins 80 aura pundið hjá Sveini Jónssyni, Templarasundi 1, er einnig _ hefur til sölu Gibs-Rósettur og lista og mikið _ úrval af Betrekki. Kaupmenn snúi sjer til Sveins M. Sveinssonar, p. t. Havnegade 47. Köbenhavn. eftir að nægileg reynsla í þeim efn- um hefur verið fengin, stofnað seðla- banka (þ. e. banka, sem gefur út seðla) án þess að bankinn sjálfur ætti gullforða til þess að leysa inn seðla sína. Slíkt heyrir til liðinni tíð. Það var dýrara fyrir ísland að stofna svona banka 1 upphafi, en að setja banka upp eins og Landsbank- ann, og þess vegna var það eigi gert. En það hefði samt borgað sig. íslendingar komu þessu eigi heldur í lag, þa er tækifæri var til þess. Ef íslendingar í upphafi hefðu stofn- að seðlabanka með gullforða, eins og Eiríkur Magnússon vildi, og gætt þess að láta hann vaxa smátt og smátt eins og sönn nauðsyn krafði, þá hefði bankamál þeirra og fjár- hagur verið betur kominn en nú er; þá hefði aðeins verið einn banki á íslandi, sem landið hefði átt, og ef honum hefði verið vel stjórnað, hefðu menn komist hjá hinum miklu fjár- glæfrum, sem áttu sjer stað eftir að bankarnir urðu tveir, og mikið af þeirri spillingu og óráðvendni, sem þeim voru samferða. — Glæframenn- irnir hins vegar hefðu eigi getað slegið um sig eins og þeir hafa gert. En íslendingar gerðu bankamálið að persónulegu máli og þar við situr. Er hætt við að gerðir þeirra í því máli verði eigi taldar hyggilegar nje sem bestar, ef það mal verður ein- hvern tíma rannsakað frá rótum hlut- drægnislaust af manni, sem vit hefur á því og fjárhagsstjórn. Og mikið má það vera, ef rjettlátur fjarmala- maður felst eigi á þetta atriði hjá Eiríki Magnússyni. Hitt var aftur á móti rangt hjá E. M., hvernig hann leiddi rök að þessu atriði. Þar komst hann út í hinar allra mestu öfgar, sem alls eigi áttu sjer stað. Ef það, sem hann sagði um póstavísanirnar, hefðiverið rjett, þá væri landssjóður fyrir löngu kominn á höfuðið. Og þessi rök- semdaleiðsla hans varð að „fiks idé" hjá honum. Það var skaði og hörmung. Hann hafði í upphafi ráðfært sig við nafnkunnan banicamann í London í þessu máli, en heiur líidega mis- skilið hann eitthvað, og einnig ma það vera, að það hafi vilt hann, að Englend- íngar nota gull svo mikið í gangey ri, en á íslandi er það ekki gert fremur en í Danmórku og víða annarstaðar, þar sem það er latið liggja kyrt í bönkunum. — Eirikur Magnússon kom til Dan- merkur í sumar, en nú var hann farinn að heilsu og fjörið því lítið i samanburði við það, sem áður var. Við toluðum meðal annars um ís- land og jeg lýsti þeim vorgróðri, sem jeg hef sjeð þar. Hann hlýddi á mig a meðan, en mælti síðan: „Mikið eruð þjer bjartsýnn maður. Jeg vil óska að vonir yðar rætist. En það eru þessi miklu vandræði: íslendingar gera öll mál að persónu- legum málum". „Já, því miður hafa þeir mjög oft gert það, en jeg er að vona að þeir einhvern tima vaxi upp úr því". Hann hafði ekki von um það. Hjarta Eiríks barðist einlægt og heitt fyrir íslandi. 1885 var ritað um Landsbókasafnið í Reykjavík (í ísafold) til þess að reyna að hrinda því í lag, og þar lagt til að Eiríkur væri fenginn bókavörður við safnið, því að hann var til þess langbest fær allra íslendinga. Greinarhöfund- urinn talaði um þetta við einn hinn merkasta mann á þingi. En hann kvað það eigi geta gengið, því Eiríkur væri svo, að hann vildi hafa alt svo fullkomið og mundi heimta svo mikið fje handa safninu. — Þá var eigi hægt að fa hið nauðsynleg- asta fje handa Landsbókasafninu. — En það var rjett, Eiríkur vildi hafa alt í góðu lagi og fulkomið eftir því sem hægt var. Það var mikill skaði fyrir Landsbókasafnið, að hann komst eigi þangað, og enginn íslendingur var á þeim tímum líklegri til góðra framkvæmda í Reyjavík en hann. Áhugi hans var brennandi. Eiríkur Magnússon átti eigi minsta þátt í þvf að tillaga þessu kom fram. Hinsvegar hefði hann flutt til íslands á þeim árum, ef hann hefði fengið þar viðunandi stöðu, þótt tekjur hans hefðu orðið miklu minni en á Eng- landi. Hann langaði jafnvel til að reyna sig þar og vinna landinu gagn áður en kraftar hans og fjör tók að minka. Hann hefði eflaust komið þar mörgu góðu til leiðar og sómt sjer þar vel eins og á Englandi. Kaupmannahöfn 14. febr. 1913 Bogi Th. Melsteð. Ný merkisbók í væiiui. Ferðabólí Poryalflar Tboroisen. Ferðabók þeirra Eggerts Olafssonar og Bjarna Pdlssonar er af flestum talin merk- asta vísindabók 18. aldarinnar, ef um ísland er að ræða. Þeir fjelagar fóru rannsóknarferðir um landið í 5 dr, 1752 —57. Ferðabókin kom ekki út fyr en 1772; Egge.rt druknaði 1768. Bókin kom út á dönsku; upplagið var 550 eintök, enda er nú orðið mjög erfitt að fá bók- ina; hún er 1042 síður í 4 blaða broti; þar að auki efnisyfirlit, 60 síður, og við- bætir 20 síður; í henni er margvíslegur fróðleikur um landið, sem var stórmerki- legur 1 þá daga; en þar er líka mikill fróðleikur um þjóðina og þjóðlífið á miðri 18. öld, sem veitir þessu merka riti ævarandi gildi. Bókin kom út á þýsku 1774—75 og frönsku 1802. Hún hefur aldrei komist á Islensku! Þorvaldur Thoroddsen hóf rannsóknar- ferðir sínar árið 1881; hann ferðaðist um landið í seytjdn dr, síðast 1898; eitt ár hafði fallið úr, það var 1885, þá var hann 1 Ítalíu og Þýskalandi. Andvari hlaut það happ, að flytja flestar ferða- sögur hans; er það mikið mál; en þó er mönnum kunnugt, að 1 þessum And- varagreinum er ekki líkt þvf allur sá fróðleikur, sem hann aflaði sjer á ferð- um sínum. Nú er frjett, að Þorvaldur prófessor hefur nýlega lokið því verki að skeyta saman allar Andvaragreinar sínar, en hefur líka bætt miklu við úr dagbókum slnum og víðar að; hefur hann Jsteypt þessu öllu í eina heild og síðan samið ftarlegt efnisyfirlit; er þar komin „ferða- bók Þorvaldar Thoroddsen". Hann hef- ur skrifað einum kunningja sínum hjer, að öll bókin muni verða rúmar áttatíu arkir; segist hann hafa verið vonlaus um, að nokkur bóksali eða fjelag tæki að sjer að gefa út svo stórt rit; ætlar hann nú að leggja sjálfur til prentunar- innar rúmar 3000 kr., og kveðst eiga von á því sem á vantar annarstaðar að (llklega úr Carlsbergsjóðnum); segist hann svo ætla að gefa Fræðafjelaginu alt upp- lagið; býst við að geta komið 15 örkum út á þessu ári. Þessi ferðabók Þorvaldar Thoroddsen verður frægðarverk, sem ekki fyrnist; má eiga það víst, að í henni verður feiknamikill og margs konar fróðleikur bæði um landið og þjóðina. Þorv. prófessor hefur samið fjölda bóka og ritgerða á útlendum málum um náttúru íslands og íslenska menningu og vísindi á ýmsum tímum; hann er náttúrufræðingur og sagnfræðingur og jafnvfgur á hvorutveggja; er hann orð- inn heimsfrægur maður fyrir vlsinda- rannsóknir sínar og ýms rit sín. Rit hans á íslensku eru færri, og þó orðin mörg, og öll merkileg; eru þessi helst: Ferðasögur hans í Andvara, lítil íslandslýsing (skólabók), lítil alþýðubók um Jarðfræði, Landfræðissagan í 4 stór- um bindum, íslandslýsingin mikla í 2 bindum og Jarðskjálftar á íslandi; þar að auki á hann fjöldamargar ritgerðir í íslenskum blöðum og tfmaritum. Það er víst, að rit hans hafa náð óvenju mikilli hylli hjá öllum fróðleiks- fúsum alþýðumönnum og eru yfirleitt höfðíhávegum af öllum sönnum menta- vinum hjer á landi. En ekki væri að furða, þó að hann efaðist um það sjálf- ur, og þættist eiga litlum vinsældum að fagna á fósturjörð sinni. Því er svo farið, að flest blöð okkar og tímarit eru rnikið til hætt að skifta sjer af fræðimönnum, þykir ekki frá- sagnar vert, þó að þeir vinni sjer til frægðar meðal annara þjóða, eða ryðji nýjar mentabrautir og menningarvegi hjer heima, þykir miklu meira vert um listamenn og íþróttamenn; og mest þyk- ir nú kveða að skáldunum, ef þau yrkja, ekki á íslensku, heldur á dönsku; þá flýgur orðstír þeirra f blöðunum lands- hornanna á milli, inn á hvert einasta heimili. Dönsku skáldritin hansjóhanns og áflogm hans Tóhannesar við útlenda beljaka eru stöðugt umtalsefni f öllum blöðunum, og svo að sjá sem þetta þyki meiri sæmd fyrir þjóðina, en mörg stór- merk rit íslenskra vísindamanna, sem frægðarorð fer af í öðrum löndum; þeirra manna er sjaldan getið; sumir af þeim, og þar á meðal Þorvaldur pró- fessor, hafa enda oftsinnis orðið fyri lúalegum rógi og fjandmælum í ýmsum íslenskum blöðum. Þó að mikið sje varið í listaverk og íþróttir, þá er harla óráðlegt að ala unga menn upp í þeirri trú, að það sje vísasti frægðarvegurinn hjer á landi að gerast glímuberserkur eða dönskuskáld. Og það er alt annað en hyggilegt, að setja vísindamenn og fræðimenn skör lægra og lítilsvirða þá, og draga með því kjark og áhuga úr vinnufúsum og fróðleikselskum ungmennum. Um Þorvald prófessor Thoroddsen er það að segja, að engum, sem þekkir æfi- starf hans, getur dulist, að hann er einn meðal allra merkustu vísindamanna, þeirra sem uppi hafa verið á Islandi, svo að við höfum víst átt mjög fáa hans jafningja, og í náttúruvlsindum engan hans líka. Fræðafjelagið gerir skakt í því, að veita mönnum ekki kost á að fa allar bækur, sem það gefur út, fyrir jafnt ar- gjald. Að sjálfsögðu ætti það nú að gefa mönnum færi á að gerast áskrif- endur að ferðasögu Þorvaldar Thor- oddsen. Homo Islandus. Organtónar II. Góð tíðindi munu öllum söngelsk- um mönnum þykja það, að Organ- tónar Brynjólis Þorlákssonar eru komnir út að nýju, 2. hefti. Meiri vinsældir hefur engin íslensk söng- bók hlotið en fyrra heftið af þeirri bók, og lengi hafa menn beðið fram- haldsins með óþreyju. Þetta hefti byrjar á hinum heims- fræga Lofsöng Beethovens. Hann hefur áður komið út á ísl. í Jóla- hörpunni, en öðruvísi tónsettur og með öðrum texta. Næstu þrjú lögin hafa löngum verið hjer kærir gestir, en fiytja nú til okkar að fullu. Þar eru: „Kvöldómar" J. S. Svendsens (lagið er gert við ljóð eftir Karl 15 Svfakonung), „Myndin af henni" (Ihr Bild) eftir Schubert (þýðing textans eftir Hannes Hafstein) og „Syng mig heim" eftir Neupert (þýðing textans einnig eftir Hannes Hafstein). Þetta lag á ofurlitla, einkennilega sögu. N. gerði það í fyrstu sem æfingu (stúdíu) en Björnstjerne Björnson þótti svo mikið til þess koma, að hann orkti við það ljóð. Söng Bergljót dóttir hans það oft fyrir almenning og hefur bæði lagið og Ijóðið hlotið vin- sældir um allan heim. — Aftar í heftinu eru „Þrjár alþýðuvísur" Men- delssohns, sem verið hafa á hvers manns vörum hjer á landi síðan þær komu út í heftum Jónasar Helga- sonar (sem nú eru ófáanleg). Þar er einnig „Heilsaðu heim", yndislega fallegt lag eftir þýskt tónskáld, Reinecke að nafni (heitir á þýsku: „Zwischenakt"), „Norsk hjarðljóð" eftir Max Oesten og „Sigurljóð" eftir sama (mjög fallegt lag); 5 lög eftir Richard Wagner (þar á meðal „Brúð- söngurinn" frægi úr „Lohengrin" og „Söngur til kvöldstjörnunnar" úr „Tannháuser„); 3 lög eftir Robert Schumann, „Svefnljóð" (= Schlum- merlid), „Vögguljóð" og Draumsjón- ir“ (= Ttáumerei); 3 lög eftir Chopin, hvert örðu fegurra; „Ave verum corpus" eftir Mozart (textinn þýddur af Stgr. Th.) og „Sorgarslagur úr söngl. „Zampa" eftir F. Herold. — íslensk lög eru í heftinu eftir Bjarna Þorsteinsson (4) Helga Helgason (1) og IngaT. Lárússon (1). Margt fleira er fagurt í heftinn en hjer er talið. Prentvilla held jeg sje í laginu nr. 29, Brúðsöngnum, 38.takti, efstu rödd. Þar stendur es, sem mun eiga að vera e (uppleyst b-ið). Flestir hygg jeg verði mjer sam- dóma um það, að þetta hefti sje ennþá betra að efni til heldur en fyrra heftið. Jeg þekki ekkert söng- hefti fyrir harmoníum, sem jafn-vel sje til vandað að efnisvali. Hjer er hver perlan annari fegurri. Enginn efi er á því, að „Organtónar" glæða mjög sönglega fegurðartilfinningu hjer á landi. Og enginn sjer útyfir, hve mikið gott og fagurt ma af því leiða. Brynjólfur hefur sýnt einstaka vand- virkrn og smekkvísi í. þessu starfi og það er heiður og gleði fyrir hvern mann, að hafa stutt hann að því. Textar fylgja þessu hefti sjerprent- aðir, eins og hinu fyrra. Þar eru all-margar smá-misfellur. Á einum stað er eitt erindi gert að tveim á miðri blaðsfðu (nr. 10). Á einum stað er höfundarnafnið sett bæði framan og aftan við ljóðið (nr. 38), á öðrum stað vantar það alveg (nr. 35). Nr. 33 er sett tvídálkað og fynrsögnin yfir síðari dalkinn! En þetta eru smamunir, sýna ekkert ann- að en það, að höf. er ekki eins sýnt um prófarkalestur og tónljóðaval, og gera hvorki til nje frá í þessari bók. í þessu tekstahefti er meðal annars þýðing Þ. G. á hinu undur fagra kvæði Björnstjerne Björnsons: „Upp yfir fjöllin háu“ (úr „Árna") og þýð- ing Matth. Joch. af kvæðinu „Söngur- inn, eftir sama höf. Morg af ljóð* unum í þessu hefti eru hvergi prent- uð annarstaðar. „Organtónar" kosta 3 kr. og ekk* ert heimili, sem hljóðfæri hefur, má án þeirra vera. Öllum söngvinum hlýtur að þykja vænt um þá. G. M. Radinmlækningastofnnn er ný- komin upp í Khötn. Forstöðumað- urinn heitir dr. C. E. Jensen og hefur kynt sjer þessa lækningaaðferð í París. i

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.