Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.03.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 26.03.1913, Blaðsíða 2
50 L0GRJETTA Lögrjetta kemar út & hverjnm míð" vlkudegt og aak þeas aukablöð vlð og við, mlnst 60 blðð ala i irL Verð: 4 kr. árg. á islandi, erlendis S kr. Sjalddagi 1. Júli. Brottfor mín frá „ísafoli". Eftir Sigurð Hjörleifsson. ísafold gat þess fyrir nokkru, er hún mintist á brottför mfna frá blaðinu, að hún liti svo ásem húnkæmiað- eins sjer og mjervið. Jeg geri að vísu ráð fyrir að henni kæmi það best, að sem flestir vildu nú lfta svo á; en ekki er ritstjórinn þar mjög sam- kvæmur sjálfum sjer, er hann segir þetta. Þegar hann rauf samninga sína við mig og sagði mjer upp starfi mínu, afsakaði hann það með því, að nokkrir menn höfðu í heitingum við hann, ef jeg hjeldi áfram ritstjórninni. Þá leit hann ekki svo á, sem þettakæmi aðeins sjer og mjer við. Og jeg býst við að fæstir líti svo á þetta sem Isafold nú vill gera, enda hefur það verið gert að umtalsefni hjer í blöðunum og margar sögur um það bornar, og sumar algerlega ósannar. Þess vegna mælist jeg til þess, að Lög- rjetta leyfi mjer að gera málið að um- talsefni. Saniningar og svik. í fyrravetur, er jeg dvaldi hjer, ræddu ýmsir menn um það við mig, hvort jeg væri fáanlegur til þess að flytja til Reykjavíkur og gerast hjer ritstjóri. Jeg tók því ekki fjarri, ef jeg gæti gert það mjer að skaðlausu. Var bæði um það rætt við mig, að jeg yrði ritstjóri að nýju blaði hjer, og hitt líka, að jeg yrði stjórnmálaritstjóri ísafoldar. Var Björn heitinn Jónsson þess fýsandi og bauðst til að gerast sjálfskuldarábyrgðarmaður að samningi, er um þetta væri gerður við ísafold, ef til kæmi, eins og lfka varð. Skilmálar þeir, er jeg setti, voru þeir, að jeg rjeði stjórnmálastefnu þess blaðs, er jeg ynni við, að samið væri við mig til sex ára, og að jeg fengi 3500 kr. árs- laun. Áður en jeg fór norður aftur voru samningar undiiskrifaðir, er fullnægðu öllum þessum skilyrðum. Skyldi jeg vera stjórnmálaritstjóri og ábyrgðar- maður ísafoldar um greint tfmabil, en fyrir fjenu var sjeð á þann hátt, að ísafold skyldi greiða mjer 2400 kr. ár- lega, en 1100 kr. skyldu koma frá ýmsum mönnum, er rituðu undir skuldbindingar um þessi fjárfram- lög. Mestur atkvæðamaður um þá fjár- söfnun var Björn heitinn Jónsson, en ýmsir aðrir studdu. Samningurinn við ísafold var fyrst fullgerður, og var þar tekið fram, að því að eins væri sá samningur bindandi fyrir mig, að skuld- bindingar fengjust um þessi fjárframlög, Og mega allir af því sjá, hvort þær skuldbindingar hafa verið ísafold óvið- komandi. Rjett eftir að samningar voru gerðir kom til umræðu, hvort ekki mætti tak- ast að koma á betra samkomulagi um sambandsmálið, en verið hafði milli stjórnmálaflokkanna, og þar sem það mál skifti eitt flokkum, hvort ekki mætti koma á eðlilegri flokkaskipun f landinu. Var jeg einn af hvatamönnum að til- raunum f þessa átt, enda virtist mjer horfa óvænlega fyrir íslensku þjóðinni, eins og þá stóð á, ef ekki tækist. Árangurinn af þessum tilraunum er flest- um kunnur, og leiddi þetta til þess, að Sambandsflokkurinn var stofnaður á síðasta þingi. Við þessa samninga var jeg riðinn og allir nánustu aðstandend- ur ísafoldar. Rjett áður en jeg fór norður voru svo allir þeir menn, er heitið höíðu nokkrum fjárframlögum til komu minn- ar hingað, boðaðir til fundar á skrif- stofu ísafoldar og þeim skýrt frá öllu því, er í ráði væri og hvernig samning- um þá var komið. Var þeim tíðindum vel tekið af fundarmönnum. Lýstu sumir helstu mennirnir ánægju sinni yfir tilraun- inni og þvf, er um hafði samist,— og sjálfur átti jeg sfðar tal við nokkra þessara manna, er allir töldu þessa tilraun vel ráðna. En þvf var þessi fundur hald- inn, að jeg vildi ekki láta þessa menn dulda þess, hverja stefnu jeg og Isafold höfðum upp tekið, þótt jeg hefði engu um það heitið, að fara eftir öðru en því, sem jeg sjálfur hugði rjettast og ritstjóri ísafoldar mjer vitanlega ekki heldur. Eini maðurinn, sem hreyfði nokkrum efasemdum á fundinum, var bankastjóri Björn Kristjánsson. Kom það mjer og fleirum & óvart, því tekið hafði hann því einkar Ijettilega, er jeg sagði honum, að samkomulagstilraun væri í aðsigi, og fylgst hafði hann með öllu þvf, er gerst hafði og tjáð til þess satnþykki sitt. Og ekki voru þessar efasemdir veigameiri en það, að 2—3 dögum síðar ritaði hann undir skuldbindingu um að vinna utan þings og innan að stofnun stjórn- málaflokks um þær kröfur, er samkomu- lag hafði fengist um. Gerði hann þetta f margra manna viðurvist og mjer vit- anlega með fullu ráði og rænu; enda Ijet hann þess sjerstaklega getið, er þessar undirskriftir fóru fram, að hvað sem annars mætti um sig segja, þá væri það þó áreiðanlegt, að þegar hann lof- aði einhverju, þá mætti lfka treysta þvf, að hann stæði við loforð sfn. Reynslan hefur þó sýnt það sfðan, að sje hjer um reglu að ræða, þá eru þó undan- tekningarnar frá henni fleiri en ein. Ekki var jeg fyrir löngu kominn norð- ur, er jeg var beittur brigðmælgi um fjársamningana. Varð fyrstur til þess bankastjóri Björn Kristjánsson og nokkrir menn aðrir f skjóli hans og eftir hans tileggjan. Gaf B. Kr. mjer það að sök, að jeg hefði verið við riðinn samninga þá milli flokkanna, er sjálfur hann hafði undirskrifað. Þóttist hann hafa heitið fjenu til þess eins, að halda uppi and- stöðu við stjórnina, og þóttist vera við þetta leystur frá öllum skuldbindingum við mig. Slíkt hið sama skrifuðu mjer nokkrir skjólstæðingar hans, og mjög með sömu orðum. En þá aðra aðal- sök fann B. Kr. á hendur mjer, að jeg hefði framið þá goðgá, að stofna til samábyrgðar milli Landsbankans og íslandsbanka, með þvf að aðhyllast þær tillögur, er fjármálanefndin bar fram í bankamálinu. Um þessa samábyrgðar- vitleysu bankastjórans hefir verið rætt svo greinilega f ísafold fyrir skemstu, að ekki er þörf á að lýsa henni í ann- að sinn, enda mun sú raun á verða, ef þessu veðlánamáli landsins verður ráðið til lykta með sæmilegri fyrirhyggju, að hvorki verður það jeg, nje heldur banka- stjóri B. Kr., er þar ráða úrslitum um fyrirkomulagið, heldur þeir menn, er lfklegastir eru til að kaupa bankavaxta- brjef landsins. Má það lfka verða oss Islendingum vansalaust, er auðugri og fólksfleiri þjóðir hafa orðið að sætta sig við þetta sama. Eru það firn mikil og afglöpun, að bankastjóri taki með slík- um þjósti tillögum til stjórnarinnar um að rannsaka kostnaðarlitla tilraun til þess að hækka verð á bankavaxtabrjefum frá landinu. En þótt jeg yrði fyrir brigðmælgi og svikum, þá var jeg þó sjálfur bundinn samningum um að takast á hendur rit- stjórn ísafoldar 1. júlf. En þegar hjer var komið, þótti mjer ekki vænlega horfa, og því gerði jeg mann á fund þeirra sona Björns Jónssonar, til þess að segja þeim frá málavöxtum. Vænti jeg þess þá, að ef þeir vildu reyna að losast frá samningum við mig, að þeir Ijetu þetta uppi þá þegar, svo við gæt- um um það samið. En ekki töluðu þeir að því einu orði, hvorki við mig nje sendimann minn, og því taldi jeg mjer lfka skylt að halda saraninga við þá. Jeg flutti því hingað og tók við rit- stjórn blaðsins 1. júlf sfðastl. Þvf starfi gegndi jeg um tæpa 8 mánuði, en þá var mjer sagt upp þvf starfi og þeir samningar rofnir, er gerðir höfðu verið við mig um það. Til afsökunar því var mjer sýnt hótunarbrjef nokkurt frá 16 mönnum hjer f bæ. En af þvf jeg vil tala nokkuð frekar um efni þess, þykir mjer rjettast að birta það hjer orðrjett. Hótunarbrjeflð hljóðar svo: „Vjer höfum þegar fyrir löngu þótst verða þess varir, að talsverður skoðana- munur á stjórnmálum eigi sjer stað milli annars ritstjóra ísafoldar, hr. Sigurðar Hjörleifssonar, og allflestra þeirra manna, er hingað til hafa talist til Sjálfstæðis- flokksins. Teljum vjer hann hafa vikið æ lengra og lengra frá stjórnmálastefnu flokksins, síðan hann kom að blaðinu, og þar með horfinn frá þeim aðalgrundvelli, er bygt var á, er hann var ráðinn ritstjóri blaðsins. Viljum vjer sjerstaklega nefna það til, að áreiðanlegt mun vera, að ef hann hefði fengið að ráða, hefði blaðið orðið til þess að gerbregðast stefnu flokks- ins í aðalvelferðarmáli hans, sambands- málinu, er Hannes Hafstein flutti hingað hin fráleitu tilboð Dana — hið svonefnda „nýja uppkast" f desember sfðastliðnum. Vjer teljum það og freklega ámælisvert og miður sæmandi gagnvart Sjálfstæðis- flokknum, að hr. S. H. hefur nú selt balðið Norðurland — hið eina blað flokks- ins á Norðurlandi — f hendur eíns hins ákveðnasta mótstöðumanns flokksins, og það án vitundar og samþykkis þeirra manna — sumra hverra að minsta kosti — er blaðið áttu. Loks teljum vjer það allskostar óviðeig- andi, að hr. S. H. noti ísafold til persónu- Iegra svívirðinga og árása á menn, er framarlega standa f flokki vorum, — vini og samherja Björns heitins Jónssonar — eins og hann hefur gert nú í seinustu blöðum. Af öllum þessum ástæðum álftum vjer flokki vorum og stefnu hans svo háska- legt að Sigurður Hjörleifsson haldi áfram að vera ritstjóri ísafoldar, að vjer hljótum að telja það geflnn hlut, að ísafold geti ekki framvegis skoðast sem forvígismál- gagn flokksins, nema Sigurður láti af rit- stjórninni. þegar í stað og blaðið vinni svo framvegis hiklaust og einbeitt á hreinum grundvelli sjálfstæðisstefnunnar. Þetta teljum vjer oss skylt að láta rit- stjórn ísafoldar vita nú þegar. Reykjavík 23. febr. I913. (16 nöfn). Sakagiftir hótunarbrjeísins. Jeg vlk þá að efni þess. Ógetlegri hugsanahrærigraut hef jeg ekki sjeð ný- lega og verður ekki til annars jafnað en bankafræði þeirra Björns Kristjáns- sonar og Ó. G. Eyjólfssonar. Verður þar þá fyrst fyrir það, er lýtur að skoðunum mfnum. Jeg bið menn gæta þess hvernig á- statt var um sjálfstæðisflokkinn um það leyti er jeg tók við ritstjórn Isafoldar. Þrfr af þingmönnum flokksins höfðu þá undirskrifað skuldbindingu um að beit- ast fyrir því, utan þings og innan, að stofnaður væri nýr stjórnmálaflokkur og heitið honum fylgi sínu. Það voru þeir Björn Jónsson, Jens Pálsson og Björn Kristjánsson, 'sem þó reyndar sveikst um það að ganga inn f hinn nýja flokk, en tjáði sig um þingtímann fylgj- andi samningatilraunum og var ekki á fundum með leifum sjálfstæðisflokksins, heldur flokkleysingi. En af þeim þing- mönnum öðrum, er kosnir höfðu verið með atkvæðum sjálfstæðismanna 1911, gengu í sambandsflokkinn, auk tveggja hinna fyrgreindu, þeir Ólafur Briem, Jósef Björnsson, Sigurður Stefánsson og Jón Jónatansson. Þorleifur Jónsson var flokkleysingi og ennfremur þeir Kristján Jónsson og sr. Björn Þorláksson’), Einir þrír af sjálfstæðisflokksþingmönnunum gömlu, þeir Skúli Thoroddsen, Bjarni Jónsson og Benidikt Sveinsson, munu hafa talið sig til sjálfstæðisflokksins og er þó meira en vafasamt hvort þeir höfðu nokkurn rjett til flokksnafnsins. Sjálfstæðisflokkurinn gamli var þvf þrf- kloflnn f þinginu eða öllu heldur marg- klofinn og lfkt mun hafa verið ástatt um flokksmenn út um land, þó mikill meiri hluti hins gamla sjálfstæðisflokks virtist hallast að sambandsflokknum. Undir hótunarbrjefið skrifa 8 gamlir sjálfstæðisflokksmenn, er allir hugðust með þvf að leysa sig frá fjármálaskuld- bindingum við mig, en hinir 8 munu flestir vera landvarnarmenn — þeir sem nokkuð eru — er lengi hafa verið í fjandskap við ísafold. Hvaða rjett þessir menn hafa til að tala f nafni a 11- flestra þeirra manna, er hingað til hafa talist til sjálfstæðis- flokksins, veit jeg ekki. Sjerstaklega kemur þetta kringilega við um aðal- manninn undir skjalinu og eina þing- manninn undir þvf, þann sem mest á undir sjer og mesta hefur skapsmunina, bankastjóra Björn Kristjánsson, þvf síðan hann var sjálfstæðisflokksmaður varð hann fyrst flokkssvikari við sam- bandsflokkinn og sfðan flokkleysingi. Um skoðanamun f sambandsmálinu milli mfn og meðritstjóra mfns, Ólafs Björnssonar, vissi jeg ekki fram að þvf er nýja uppkastið kom til sög- unnar. Fram til þess tfma varði ísafold sambandstilraunina rækilega gegn blekk- ingum Ingólfs og þó greinarnar væru skrifaðar af mjer, var það fyrir eindreg- in tilmæli Ó. B. að jeg gaf mig út f þá ritdeilu við Ingólf, því mjer fanst hann ekki svara verður og hjelt að best væri að þegja rugl hans fram af sjer. Jeg ritaði að vísu um mörg önnur málefni 1 blaðið, en ekkert þeirra hafði verið flokksraál f sjálfstæðisflokknum. Að jeg hafi vikið æ lengra og lengra frá s t j ó r n m á 1 a s t e fn u flokks- ins er því helbert bull. Við ritstjór- arnir vorum vfst sæmilega vel sammála um það, að við teldumst báðir til þess hluta sjálfstæðisflokksins, er runninn var saman við sambandsflokkinn, enda mun það hafa verið fyrir tilviljun eina að jeg, en ekki hann, var kosinn í mið- stjóru sambandsflokksins. En til sönn- unar þvl að jeg var ekki ráðinn hingað suður upp á það, að fylgja neinni á- kveðinni flokksstefnu, skal jeg geta þess að í uppkast að samning við ísafold var sett klausa þess efnis að ef ritstjór- um bæri á milli um stefnu, þá skyldi stjórn sjálfstæðisflokksins skera úr eða miðla málum. En jeg neitaði þegar að ganga að þessu, enda hafði jeg oft látið í ljós áður að jeg vildi vera óháður 1) Sigurður Eggerz er lfka mun hafa hlotið mikið af atkvæðum sjálfstæðis- manna, þrátt fyrir galið í Gfsla Sveinssyni þar eystra, var og utan flokka. flokkum. Var þetta þá strax látið nið- ur falla, enda er ekkert þess efnis í neinum þeim samningum, er við mig voru gerðir. Jeg neita því lfka þverlega að það hefði orðið til þess að breyta þeirri aðalstefnu í sambandsmálinu er ísafold hafði áður upp tekið, ef þar hefði verið farið að mínum ráðum, en að mínum ráðum var ekki farið, heldur tekin sú stefna að krefjast þess að sam- bandsmálið væri lagt á hilluna og hætt væri að semja við Dani. Og það vil jeg leggja í dóm allra sanngjarnra manna hve mikil ástæða hafi verið til þess að bola mjer frá rit- stjórn ísafoldar vegna sambandsmálsins, er jeg leyfði samverkamanni mfnum að halda þar fram sinni sjerskoðun um málið, en ritaði ekkert um það sjálfur, þótt jeg hefði getað gert samningsrjett minn, til þess að ráða stefnunni í því máli, gildandi að lögum. Það sem á milli bar um skoðanir okkar ritstjóranna var fremur um aðferð en efni, þó við litum líka sínum augum hvor á sum efnisatriði nýja upp- k a s t s i n s. Mjer fyrir mitt leyti þótti það t. d. nokkurs umvert að gengið var að sumum þeim kröfum, er áður hefur verið synjað um af Dönum, eða ekki talist fáanlegt hjá þeim. Því fleirum af þeim kröfum vorum sem Danir sam- þykkjast, því vænlegra tel jeg og lík- legra að samningar náist að lokum, er vjer mættum vel við una. Mjer fyrir mitt leyti þótti það ekki ómerkilngt að Island hjeti ríki og tel jeg það meira en ólíklegt að flestum gömlum sjálfstæð- ismönnum f þessu landi þyki nú skömm til þess heitis koma. Rfkiskrafan var þó einkum þeirra krafa. Og aldrei ^ygg jeS a9 vjer gerum samninga við Dani hjer eftir, þá er vjer getum unað við, nema sú krafa sje tekin til greina. Jeg leit svo á og jeg lít svo á enn að þjóð, sem er viðurkent ríki, ræður ein fyrir flestum sfnum málum, en hefur hlutdeild f stjórn hinna, getur sjálf haft fána sinn bæði hjerlendis og erlendis og ræður ein fyrir fjárhag sínum, eigi það allmikið undir sjálfri sjer hvern sóma hún getur sje á ókomnum tfmum. Að vísu voru þeir gallar á þessu frumvarpi, að ekki var gangandi að því óbreyttu, en því höfum vjer fyr átt að venjast og ekki fyrir það orðið upp- næmir eða gefist upp og hætt allri við- leitni til þess að aka svo seglum að ekki strandi og ekki þykir mjer það ó- llklegt að niðjar vorir, er dæma eiga um athafnir vorar, telji það nokkuð kynlegt að vjer höfum þá fyrst orðið þess áskynja að ekki væri semjandi við Dani, er vjer áttum kost á því að vera rfki. Meðal annars taldi jeg það litla fyr- irhyggju að heimta að hætt sje samn- ingum við Dani, ef ekki er jafnframt ráðið fram úr hvernig fara skyldi með ríkisráðssetuákvæðið í stjórnarskránni. Telja ekki landvarnarmenn það sína kröfu að felt sje burtu úr stjórnar- skránni ákvæðið um ríkisráðssetu ís- landsráðherra? Hugðust þeir ekki ætla með þvf að leysa ráðherra íslands úr rfkisráði Dana? Til þess að fella á- kvæðið burtu vanst fylgi allra þing- manna 1911. En árið 1912 flutti ráð- herra þinginu þau tfðindi, að konungur hefði ekki viljað ljá samþykki sitt til þess að frumvarpið væri lagt fyrir þingið af hálfu stjórnarinnar, vegna úrfellingar- jnnar á ákvæðinu um setu íslandsráð- herra í ríkisráði Dana og þau tíðindi flutti ráðherra einnig, að konungur hefði látið f ljós að hann gæti ekki fallist á úrfellingu rlkisráðsákvæðisins úr stjórn- arskránni, nema þvf að eins, að samtfmis væri gerð skipun á hinu ríkisrjettarlega sambandi milli íslands og Danmerkur, með samhljóða ákvæðum hins íslenska alþingis og hins danska rfkisþings. Er lfklegt að dönsk stjórnarvöld sjeu annars hugar um þetta nú, eða verði fyrst um sinn, en þau voru 1912? Eða búast þeir, er afneita öllum samningum, við því að þau verði bljúgari við yfir- lýsinguna um að vjer semjum ekki við þau? Tæplega geta þeir gert ráð fyrir því. Þá er um tvent að velja, að láta kröfuna um úrfellingu ríkisráðsákvæðis- ins falla niður með sambandsmálskröf- unum, eða þá stofna til stjórnarskrárdeilu við Dani, með þeim afleiðingum, er fyrirsjáanlega mundu leiða af þvf. Mjer segir þungt hugur um að afleiðingarnar af nýrri ríkisráðsdeilu verði heilladrjúg- ar sjálfstæði landsins, en hitt tel jeg sára lægingu að leggja rfkisráðsákvæðið á hilluna með sambandsmálinu. Tækj- um vjer aftur það ráðið að halda sam- bandsmálinu vakandi bæði hjer heima fyrir og í Danmörku, gætum vjer vansa- laust gert stjórnarskrárbreytingu án þess hreyft væri við ríkisráðsákvæðinu, er sýnt væri að dráttur yrði á samningum við Dani um sambandsmálið. Og það verð jeg að telja víst, að ef vjer ætl- um ekki að gefast algjörlega upp í sam- bandsmálskröfunum, þá sje oss sjálfum hentugra að semja um þær við Dani sjerstaklega, en að fljetta þá deilu inn í deilu um stjórnarskrána. Með því að gera það, veitir oss líka að sjálfsögðu ennþá örðugar, að aðgreina sambands- málsdeiluna frá flokkadeilunum í land- inu, sem jeg þó hygg að mest sje um vert, ef vel á til að takast að lokum. Jeg fjekk því ekki betur sjeð en að ráðlegast væri, einnig vegna rlkisráðs- setuákvæðisins, að halda um sinn uppi samningum við Dani um sambands- málið. Með því eina móti sýndist mjer að siglt yrði svo á milli skerjanna að ekki yrði tjón að. Annað er það er gerir það viðurlita- mikið í mínum augum að kasta þeirri móðgun framan í Dani að vjer viljum ekki semja við þá, en það er láns- traustsleysi landsins og peningastofnana þess. Af þvf getur landinu þó stafað óhamingja. Fáist ekki tregðulaust hæfi- leg lán út á fasteignirnar í landinu, eða þá með afarkostum, eins og nú, þá lamar það tilfinnanlega allar fram- kvæmdir landsbúa, fasteignirnar falla í verði og útflutningur úr landinu þá jafnframt viðbúinn. Annaðhvort verður þá harla lítið aðhafst, eða landkostir og landsnytjar verða úlendu auðvaldi að bráð. Nú er því haldið fram af þeim mönnum, sem best ættu um það að vita, að örðugleikarnir á því að afla landinu og peningastofnunum þess láns- trausts, standi allmikið í sambandi við sambandsmálsdeiluna. Danir sjeu henn- ar vegna ófúsir á að lána oss fje, en aðrar þjóðir vilji ekki hætta fje sínu í hendur oss, meðan þær viti ekki að hverju þá deilu reki. Jeg treysti mjer ekki til þess að leggja á þetta neinn fullnaðarúrskurð, en vfst er um það að engin sönnun hefur verið færð fyrir því, að vjer höfum lánstraust erlendis, ann- að en þetta smáræði sem kríjað er út úr Dönum við og við. Og að eitthvað sje til í þvf ræð jeg meðal annars af því, að allir þeir ráðherrar, er vjer höf- um haft, munu hafa þóst kenna á hinu sama um þetta mál og ekki síst Björn heitinn Jónsson. Tæplega mun það bæta fyrir lánstrausti landsins, ef vjer eigum að fá fjeð í óvingan við Dani. Til þess er landið alt of ókunnugt um- heiminum, — þótt ötulan hafi það við- skiftaráðunautinn, — og vjer of lítils metnir. En þótt sambandsmálsdeilan sje ef til vill hveimleið lánstrausti landsins, þá mundi sú yfirlýsing, að vjer semjum ekki við Dani, vera ennþá óvænlegri fyrir það. Því ekkert vit væri í slíkri yfirlýsingu, nema til þess væri ætlast á eftir, að á einhvern hátt skyldi sverfa til stáls við Dani, enda á nú svo sem að fara að losa ísland úr »viðskiftaklóm Dana«. Nú þykist jeg reyndar vita það skaplyndi Islendinga, að til þess væri mörgum títt, þegar er traust yrði til, en þetta er ekkert flokksmál, meðal annars borið fram af einum forsprakk- anum f heimastjórnarflokknum, enda hafa engar deilur verið við mig um það. En geta vildi jeg þess, úr því jeg mint- ist á þetta, að þeim sem hæst tala um þetta, þyrftu að kunna betri forsjá þessa máls en enn er bert orðið, er þeir ráð- leggja að halda því engu að síður á- fram að taka lán hjá Dönum. Mundu þeir ekki segja að vjer vildum lána fje þeirra, til þess að leysa oss frá viðskift- um þeirra? Á meðan ekki er betur sjeð fyrir lánstrausti landsins en er, held jeg oss sje þó betra að þráast við f sambands- málinu, en þó með allri kurteisi, f von um að viðunandi samningar náist, en að kveða upp úr með það að nú semj- um vjer ekki við Dani og boða þeim viðskiftastríð. Jeg skal ekki dæma um það hjer hvort þeir tfmar koma, eða hvenær þeir koma, að vjer getum sagt að nú semjum vjer ekki lengur við þá. En jeg veit að þeir tímar eru enn ekki komnir og rjettast að hver úrskurður bíði sinnar stundar, enda góð regla að rannsaka og fhuga áður en talað sje. Krafan um það að hætta að semja við Dani og leggja sambandsmálið á hilluna er í mínum augum tvær kröfur, hvor annari ólíkar. Önnur þeirra, hin fyrtalda, lýtur að þvf að nú skuli sverfa til stáls við Dani, hin, sú síðartalda, er krafan um að vjer skulum g e f a s t u p p í sambandsmálinu. Við fyrri kröfuna getum vjer ekki staðið og þá verður uppgjafarkrafan aðalkrafan. Þá kröfu aðhyllist jeg ekki, en ísafold að* hyllist hana og það svo mjög, að hún lætur það varða skóggangssök að jeg ekki geri það, að jeg skuli hugsa á ánnan hátt, jafnvel þótt jeg ritaði ekki opinberlega móti þessari kröfu. Hún hefir tekið hirtingu Ingólfs og er sest til fóta honum,til þess að læra af hon- um stjórnvisku. Nú hrópa þau bæði sjálfstæðisblöðin gömlu: U p p á h i 11. [ una með sambandsmálið, Þessi

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.