Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.04.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 16.04.1913, Blaðsíða 1
Afgreidslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON. ■Veltiisuxidi 1. Talsimi 359. LOGRJETTA Rlts t J o ri: PORSTEINN GÍSLASON Ringholtsstræti 17. Talslml 178. M ÍT'. Reylíjavík 16. apríl 1913. vm. árff. I. O. O. F. 944189. Lárus Fjeldsted, YflrrjettarmálafsBrslumaOur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 —12 og 4—7. Bœkur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Langardaginn þann 20. þ. m., kl. 12 á hád., verður opinbert uppboð haldið í Melshúsum á Seltjarnarnesi og þar og þá seldir lausafjármunir allir tilheyrandi dánarhúi Jóns Jónssonar í Mels- húsum, yagnar, aktýgi, rúmfatn- aður, rúmstæði, margskonar inn- anstokksmunir og búsáhöld, svo og 3 kýr, 1 hestur, loks gamla barnaskólahúsið, mjólkurskúr o. fl. Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 14. apríl 1913. Magnús Jönsson. Nýi aðalverðlistinn okk- ar, með 1000 myndum, kom út 1. mars og verð- ur sendur gefins hverj- um, sem um biður. Besti, ódýrasti og áreið- anlegasti innkaupsstaður fyrir reiðhjól, hjóla- parta, úr, úrfestar, hljóðfæri, verkfæri, bús- hluti o. fl. — »Hektor«-reiðhjól frá 44 kr. »Stella«-reiðhjól frá 56 kr. Hjóladekk frá 2,25. Mörg hundruð meðmæli frá þekt- um, velmetnum mönnum, A/S »Candor« Kompagnistræde 20. Köbenhavn. Varsla bæjarlandsins. Þeir, sem vilja hafa á hendi vörslu bæjarlandsins næsta sumar, og hestagæslu utan Laugarnessgirðingar- innar, sæki um það til borg- arstjóra fyrir 20. þ. m. — Skrifstofa borgarstjóra lætur í tje allar upplvsingar. — Gjafir og áheit til kvenfjelagsins »Hringurinn« 1912. Fröken Anna Nielsen . . . . kr. 2,00 Konsúll Kristján Þorgrímsson — 3,00 Prófessor Lárus H. Bjarnason — 12.00 Kaupmaður Ólafur .Ólaísson . — 46,84 Adjunkt Þorleifur H. Bjarnason — 24,00 Árið 1912 hefur fjelagið borgað með sjúklingum kr. 952,40. Kr. Y. Jakobsson. Raflýsing og rafhitun sveitabæja. Um þetta koma innan skamms greinar í Lögrjettu, eftir Jón Þorláksson landsverkfræðing, og er það efni, sem öllum sveita- mönnum hlýtur að vera mjög hug- leikið að fá fræðslu um. Greinarnar munu verða prentaðar neðanmáls í blaðinu, en sjerprentaðar verða þær ekki, svo að aðrir en kaupendur Lögrjettu eiga ekki köst á að eign- ast þær. Að gefnu tilefni auglýsist hjer með, að jeg undirritaður tek engann þátt í firmanu Dines Petersen & Co. í Kaup- mannahöín. Kaupmannahöfn 31. mars 1913. Dines Petersen. Brun d v allarla gabr ey tingin í Danmörku. Málið svæft í þinginu. Þegar frumvarpið um breytingar á grudvallarlögunum kom til 2. um- ræðu í Landsþinginu, bar Frijs greifi þar upp tillögu um að taka málið út af dagskrá og fá það síðan í hend- ur nýrri nefnd til meðferðar. í tillögunni segir hann, að þar sem álitsskjal það, sem nefndin hafi birt, sýni, að meirihluti hennar og minnihluti geti ekki orðið ásáttir um að byggja á öðruhvoru því frumvarpi, sem fyrir liggi, eins og grundvelli fyrir umræðum til samkomulags um fyrirkomulag Landsþingsins, þá telji þingið nauðsynlegt, að málið fái vlðtækari undirbúning en það hafi fengið til þessa, áður en vænta megi að gagn geti orðið af frekari samn- ingum um það milli þinganna. „Þingið ákveður því að taka fyrir næsta mál á dagskránni, en bendir jafnframt stjórninni á, að ef svo vildi verkast gæti það komið til mála að fá ágreiningsmálið íhugað af nefnd, sem skipuð yrði með lögum og í sæti bæði þingmenn og utan- þingsmenn, er bæði hefðu stjórn- málaþekkingu og lagaþekkingu". Eftir allmiklar umræður var til- lagan samþykt með 33 atv. gegn 31 að viðhöfðu nafnakalli. Frijs greifi hjelt langa ræðu fyrir tillögu sinni og beindist að stjórn- inni, kvað hana hafa brugðist von sinni um samningafúsleik við hægri- menn um málið. Yfirráðherrann hefði jafnvel talið frumvarp þeirra afturför frá núverandi ástandi. Hann kvaðst hafa gert sjer far um að kynnast afstöðu almennings til stjórn- arfrumvarpsins og sagði fylgi þess valt, jafnvel innan stjórnarflokksins. Yfirráðherrann mótmælti tillögunni og sagði, að ef hún yrði samþykt, þá væri það eðlilegast, að málinu yrði skotið undir atkvæði kjósenda, en þó mundi, vegna annara mála, verða beðið til næstu kosninga, sem nú væru fyrir dyrum. Færu þær eins og hann óskaði og vonaði, þá kæmi til þess að stjórnin afrjeði, hvað gera skyldi, og gæti þá kom- ið til mála að rjúfa Landsþingið. Þingkosningar f Danmörku fara fram nú í vor. Ráögert aö breyta golf- straumnum. Verkfræðingur í Atneríku hefur komið fram með þá uppástungu, að byggja stóran öldu- brjót í Atlandshafinu, á grynningun- um við Newfoundland, til þess að breyta stefnum bæði golfstraumsins og Labradorstraumsins, fá þá til að blandast saman og bræða á þann hátt ísjakana, sem að norðan berast með Labradorstraumnum suður með Amerfku. Við þetta er ráðgert, að loftslag verði að mun hlýrra á Grænlandi. Útlend blöð segja að verslunarráð- ið í New-York mæli með uppástung- unni og ensk, þýsk og amerísk gufuskipafjelög vilji styðja verkið. Þing Bandaríkjanna kvað hafa skip- að nefnd til þess að athuga uppá- stunguna. Reykjavík. Sporvagn í Reykjavík. Hr. Indriði Reinholt sækir nú til bæjar- stjórnarinnar um leyfi til að leggja sporbraut um bafinn og halda uppi á henni vagnferðum. Ætlar hann sjálfur að kosta tyrirtækið og reka það. Hugsar til að brautin nái frá Laugarnesi og út á Seltjarnarnes. Enginn efi getur á því verið, að leyfið fáist. Það getur verið ómetanlega mikið í það varið að fá heim hingað frá Ameríku menn eins og hr. Indriða Reinholt, dugnaðarmenn með verk- legri þekkingu, sem vilja láta koma hjer að gagni þá reynslu, sem þeir hafa þar fengið. Slys á botnvörpnskipi. í fyrra dag kom „Jón forseti" inn og hafði orðið það slys á honum að maður hafði orðið fyrir dráttarstreng og mist báða fætur. Tveim tímum eftir að slysið vildi til var maðurinn and- aður. Hann hjet Jakob Sigurbjarn- arson, fra Vik í Faskrúðsfirði, og átti nú heima á Bessastöðum á Álftanesi, kvæntur maður. Strandferðabátarnir, „Hólar" og „Skálkolt", fóru hjeðan í gærmorgun í fyrstu ferðirnar á þessu ári. Karl Nikulásson verslunarstjóri er orðinn deildarstjóri steinolíufje- lagsins D. D. P. A. á Akureyri, og fór norður þangað með »Hólum« í gær. Vilh. Knudsen verslunarmaður er nýfarinn til Akureyrar og verður þar í sumar, meðal annars við sýnis- hornabúð, er umboðsverslun þeirra Nathans & Olsens setur þar upp. Sjónleikar »Hringsins«. Kven- fjel. „Hringurinn" leikur í kvöld og annað kvöld „Hinn dularfulla arf“, eftir frú Emmu Gad. Menn skemta sjer alt af við leiki „Hringsins", og ágóðinn á, eins og áður, að fara til styrktar berklasjúklingum. Höfnin á brjefspjöldum. Það eru nýkomin út brjefspjöld með mynd- um af höfninni hjer, eins og hún á að verða fullgerð. Þau eru þrenn. Á einu eru myndir af innsiglingar- opinu með bylgjubrjótunum báðu- megin, á öðru flatarmynd af höfn- inni, og svo er hið þriðja með öllu umhverfi hafnarinnar. Þessi brjef- spjöld fást í bókaverslun Sigf. Éy- mundssonar og víðar. Ranghermi er það í „Ingólfi" í gær, aðþeir Jón Laxdal kaupm. og R. Anderson klæðskeri hafi nokkru sinni gert með sjer verslunarfjelag. Var því ekki hægt að slíta því, eins og blaðið segir að gert hafi, þar sem það hefur aldrei til verið. Jatho prestur dáinn. Þýski prest- urinn, sem svo mikið umtal varð um fyrir eitthvað tveimur árum fyrir það, að hann var dæmdur frá vegna kenninga sinna af stólnum, er nýlega dáinn. Hann var prestur í Köln og afsetningin vakti mikla gremju meðal frjálslyndra manna í trúarefnum, er meðal annars kom fram í mjög al- mennri fjársöfnun til þess að styrkja hann og aðra presta, er líkt kæmi fyrir. Frá fikUm til fisWa. Bátur fórst f Vestmanneyjum 8. þ. m. og á honum 4 menn. Þeir voru við veiðar hjá Bjarnarey og fórust á siglingu heim þaðan. Garðaprestakall er veitt sr. Þor- steini Briem samkvæmt kosningu safnaðar. Fríkirkjusöfnuður er að mynd- ast í Hafnarfirði; sagt, að 400 manns hafi þegar heitið að ganga í hann. Þeir vilja fá sr. Ól. Ólafsson fríkirkjuprest hjer til þess að gegna hjá sjer prestsverkum. Kosningin í Suðurmúlasýslu. „Rvfk“ skýrir frá því á laugard. að hr. Björn Stefánsson, er þar ætlaði að bjóða sig fram til þingmensku, hafi hætt við framboð sitt, en styðji til kosningar Guðm. Eggers sýslu- mann, er boðið hefur sig þar fram og líklegur er til að ná kosningu. Sveinn Ólafsson f Firði kvað einnig bjóða sig þar fram, af hálfu Land- varnarmanna. Hafði þó lýst því yfir í „Austra", að hann færi ekki á stað nema hann fengi svo og svo margar áskoranir. En lítið kvað hafa orðið um þær, enda fylgi hans nú sagt minna en áður hefur verið, og hefur líka ýmislegt af því, sem hann hefur látið frá sjer í „Austra" í vetur, verið vel lagað til þess að rýra trú manna á þingmannskostum hans. Tvær frakkneskar fiskiskútur íórust nýlega skamt frá Papey; höfðu rekist á og skemst svo mikið að þær sukku baðar, en mennimir björguðust allir á bátum til lands. Hjeldu þeir svo til Fáskrúðsfjarðar. Húsbruni. Nýlega brann í Bol- ungarvík verslunarhús Jónasar Jónas- sonar kaupmanns. Húsið var vátrygt og eins vörur, sem í því voru. Stórstúkuþing Templara verður í ár á ísafirði og hefst 11. juní. Til íslensku þjóðarimar. Eftir að Hjálpræðisherinn hefur starf- að um 20 ár hjer á Islandi með trú- mensku og sjálfsafneitun, höfum vjer, eins og mörgum er kunnugt, mikla þörf á nýju húsi í höfuðstað landsins, sem rúmað gæti: aðalstöð, gistihæli, vinnu- stofu og samkomusal o. m. fl. Oss hefur lengi verið ljóst, að gamli kastalinn hefur endað þjónustu sína, en samt höf- um vjer komist af, með þvi að setja bót á bót ofan. — En það getur ekki gengið lengur á þennan hátt. — Það er brýn nauðsyn á að byggja nýjan kastala, sem getur nokkurn veginn hæft miðhluta borgarinnar. Þess vegna skrifum vjer þessar línur, sem hvöt og bæn til ís- lendinga um stuðning. 11. maí 1915 eru 20 ár liðin slðan Hjálpræðisherinn byrjaði starfsemi sína hjer á Islandi, og dirfumst vjer aðsegja, að þessi ár höfum vjer haft það takmark fyrir augum, að vinna þjóðina og landið fyrir Krist, undir margbreyttum kringum- stæðum, í heiðri og vanvirðu, vondu og góðu umtali — að visu fátækir, en höf- um þó gert marga ríka; ætíð höfum vjer leitast við að mýkja og draga úr sorg, neyð og söknuði af öllum tegundum. Það mundi vera oss fagnaðarefni, ef unt væri að hafa lokið byggingunni og geta vígt hana á fyrnefndum hátíðis- degi, en til þess verðum vjer að minsta kosti að fá 5000 krónur að gjöf frá lands- búum, auk þeirrar fjárhæðar, sem von er á frá öðrum hjálparlindum. Ymsar áætlanir höfum vjer gert um þessar 5000 krónur, sem vjer munum gera al- menningi kunnar þegar fram llða stund- ir, og treystum vjer hluttekningu og hjálpsemi landstjórnarinnar, lögreglunnar og annara leiðandi valdhafa, og vonum vjer þá að geta gert ráð fyrir styrk, sam- vinnu og áhuga manna af öllum stjett- um og á öllum aldri. Fyrir hönd Hjálpræðishersins. Reykjavík í apríl 1913. Virðingarfylst N. Edelbo, leiðtogi Hjálpræðishersins á íslandi. $ * * Framanritað ávarp vænlum vjer að njóti stuðnings almennings 1 kauptúnum og sveitum. Ólafur Björnsson, Þórh. Bjarnarson, ritsjóri Isaf. biskup. Kristjdn Jónsson, Kristj. Þorgrímsson, - háyfirdómari. svensk. v. konsúll. Bjórn Kristjdnsson, Þorst. Gíslason, bankastjóri. ritstjóri. Sighv. Bjarnason, Asgeir Sigurdsson, bankastjóri. kaupm. Magnús Blöndahl, Tr. Gunnarsson, kaupm. fv. bankastj. J. Havsteen, Jóhann Þorkelsson, fv. amtm. dómkirkjuprestur. J. Jónsson, Jes Zimsen, docent. kaupm. Oddur Gíslason, Magnús Stephensen, yfird.lögm. fv. landshöfðingi. Bríet Bjarnhjedinsdóttir, 01. Olafsson, ritstjóri. prestur. Morten Hansen, Ludvig Kaaber, skólastjóri. konsúll. Jón Jensson, Gudmundur Helgason, yfirdómari. Búnaðarfjel.form. A. V. Tulinius, Ol, Johnson, yfird.lögm. konsúll. A. Oþenhanpt, Fr. Friðriksson, umboðssali. form. K.F.U.M. Borgpór Jósefsson, Magnús Jónsson, bæjargjaldkeri. sýslum. Hannes Hafliðason, Jón Hj. Sigatðsson, skipstjóri, hjeraðslæknir. Sveinn Björnsson, Benedikt Sveinsson, yfird.lögm. ritstjóri. Jóh. Jóhannesson, Magnús Helgason, kaupm. skólastjóri. Einar Þorgilsson, Aug. Flygenring, kaupm. kaupm. S. Bergmann, kaupm. Rudyard Kipling er frægasta söguskáld Englendinga. Hann fjekk Nóbelsverðlaunin fyrir fáum árum slðan. Hann segir sjálfur frá því fyrir nokkru, hvernig á þvl stóð, að hann varð alger bindindismaður. Hann var á ferð 1 Ameríku, kom inn í veitingahús í borginni Buffalo og fjekk sjer þar sæti. Hann tók þá eftir því, að þar sátu við annað borð 2 ungir menn og 2 ungar stúlkur. Þessir ungu menn kost- uðu bersýnilega mjög kaps um, að fá þessar 2 ungu stúlkur til að drekka svo mikið, að þær yrðu druknar, og þeim tókst það. Síðan fóru þeir með þær út, fengu sjer vagn og óku með þær burt. »Síðan jeg var vottur að þessu at- ferlic, skrifar Kipling, »hafa augu mln opnast, ogjeg llt nú öðruvísi á drykkju- siðina en jeg áður gerði. Jeg er slðan orðinn bindindismaður sjálfur. Heldur á maður að gera sig ánægðan með ljelegasta áfengislausan drykk, held- ur en að verða meðsekur í því, að ung- ar stúlkur eins og þær í Buffalo, sjeu leiddar út í freistni og spillingu. Jeg skil það n ú f y r s t, hvers vegna prest- arnir í Englandi og Amerfku berjast svo alvarlega gegn drykkjusiðunum. Jeg hef áður álitið svo og haldið þvf fram, að áfengi, brúkað í hófi, gæti engan skaða gert. En nú sje jeg, að öldrykkja mín hjálpaði til að verða þess valdandi, að þessar ungu stúlkur voru teymdar út á dimma veginn, og guð einn má vita, hvernig endar fyrir þeim. Ef vjer brúkum áfenga drykki, þá er það skylda vor, að gera oss far um að íhuga afleiðingarnar og offra þá nautninni, sem áfengið veitir oss, þegar augu vor opnast fyrir því, að það er nauðsynlegt.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.