Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 16.04.1913, Blaðsíða 3

Lögrétta - 16.04.1913, Blaðsíða 3
L0GRJETTA 63 Frá A íli^íaiiópel. í Búlgaríu var því, sem vænta mátti, tekið með miklum fögnuði, er Adría* nópel var unnin. Yfirforingi Búlgara- hersins þar var Ivanoff hershöfðingi, sem hjer fylgir mynd af. Það hefur þó valdið nokkurri óánægju eftir á, hve mikið mannfall síðasta áhlaupið kostaði Búlgara. Ferdinand konungur hafði fram til hins síðasta mótmælt því, að borgin væri tekin með áhlaupi og vildi bíða þess, að hún gæfist upp, en hershöfðingjar hans töldu sóma Búlgarahers ekki borgið á annan hátt en þann, að borgin væri tekin með áhlaupi. Að lokum gaf konungur samþykki til þess að svo væri gert, en það kostaði Búlgara Hf fjölda manna. Mjög mikið er látið yfir því, hve vel Sukri pasja hafi varið borgina. Það mátti heita að alt væri þar í rústum, er Búlgarar loks fengu tekið hana. Eins og áður hefur verið getið um, voru í þeirri borg margir helgir dómar Tyrkja og því var það, að Selimskirkjan í Adríanópcl. stjórn Tyrkja vildi fyrir engan mun framselja borgina og Shevket pasja sagði, að sjer einum yrði þolað það af þjóðinni að framselja vestri hlutann. Frægasta byggingin í Adríanópel errSelimskirkjan, sem hjer eru myndir af. Úr Seliniskirkjunni að innan. Hún var reist á 16. öld eftir e. Kr. af búlgörskum húsgerðameistara, sem Sínan hjet, og eftir boði Selims soldáns. En er byggingunni var lokið, þóttist soldán sjá, að þetta væri fegursta byggingin, sem til væri í ríkinu, og bauð að drepa Sínan, svo að hann skyldi ekki byggja annarstaðar slíkt skrauthýsi. Sínan komst að þessu og ætlaði að flýja. Hann festi vængi við herðar sjer og ætlaði að fljúga burt frá einum kirkjuturninum, en fjell niður og beið bana at. — Ekki hefur enn frjetst, hve miklar skemdir hafi orðið á Selimskirkjunni nú í ófriðinum. Ivanoff hershöfðingi. Ölgerð. Hvers vegna varð ekkert úr öl- gerðinni fyrirhuguðuf Þessari spurningu verð jeg ærið oft að svara. Til þess að losna við það framvegis, segi jeg hjer sögu hinnar fyrirhuguðu ölgerðar, og vil um leið láta uppi álit mitt um, hvort fullkomin ölgerð mundi þrífast hjer á landi. Fyrir nokkrum árum byrjaði jeg á námi, sem að nokkru leyti lýtur að ölgerð, og er jeg kom utan árið 1911 var jeg búinn að kynna mjer ýtar- lega ölgerð. Reyndi jeg þá þegar að fá menn í fjelag til að koma hjer á stofn ölgerðarhúsi, er fullkomlega jafnaðist við bestu ölgerðarhús erlendis. í marsmánuði sama ár boðaði jeg á fund ýmsa borgara Reykjavíkur. Var málið skýrt þar eftir föngum, lögð fram áætlun um stofn- og reksturs- kostnað, og ennfremur lögð fram er- lend og innlend tilboð um að reisa ölgerðarhúsið. Málið var rætt all- ýtarlega, og loks kosin nefnd til að íhuga það nánara. Kosningu hlutu Asgeir Torfason efnafræðingur, Ól. Johnsen konsúll og Pjetur Gunnars- son hótelstjóri. Málið var nokkuð lengi á prjónunum hjá neínd þessari, enda átti hún erfitt með að afla sjer skýringa í nokkrum atriðum, svo sem um það, að komast að raun um ár- legan aðflutning af óáfengu öli, þar eð verslunarskýrslur íslands, sem þá voru komnar á prent, gerðu ekki greinarmun á aðfluttu áfengu og ó- áfengu öli. Enn fremur vildi nefndin bíða úrslita á frumvarpi til laga um ölgerð og ölverslun, er alþingi fjall- aði um 1911. Einnig hygg jeg að tafið hafi fyrir nefndinni brjefaviðskifti við Stjórnar- ráð íslands út af 1. grein laga nr. 5, 12. jan. 1900, þar eð sú lagagrein kom í bága við framleiðslu á undir- geruðu óáfengu öli. Nefndin lauk starfi sínu seint í ágústmánuði, og afhenti mjer nefnd- arálitið. En þá voru Reykvíkingar orðnir flestir afhuga því að gerast hluthafar í fyrirtækinu, og virtist mjer því vera árangurslaust að boða til fund- ar á ný. Óhugur almennings gegn ölgerðarstofnun mun hafa stafað frá ölfrumvarpi því, er löggjöfin hafði þá með höndum, enda litu margir á frumvarpið sem eins konar bóluefni gegn hjerlendri ölgerð. Þetta er hvorki í fyrsta nje sfðasta skifti, sem íslenskt vantraust kæfir góðan vísi. Mundi fullkomið ölgerðarhús þríf- ast hjer á landif í umgetnu nefndaráliti kemst nefnd- in svo að orði: „Það er ein- róma álit vort, að fyrirtæki þetta sje þess vert að því sje gaumur gefinn, og teljum vjer engan vafa á því, að það geti borið sig“. Þannig leit nefndin á, eftir nákvæma íhugun. Til stuðnings þessari ályktun gef jeg nokkrar skýringar. Ölgerðarhús, sem að líkindum mundi fullnægja þörfum vorum í fjórð- ung aldar, kostar nálægt 65,000 kr., og til þess að slíkt ölgerðarhús geti vel þrifist þarf árleg sala þess að vera um 100,000 lítrar. Samkvæmt verslunarskýrslum landsins 1910 hafa það ár verið aðfluttir 216,620 lítrar af allskonar öli, en þar af hafa auðvitað ekki verið 100,000 lftrar óáfengt öl. Nú var öldrykkja það ár með minsta móti, að eins 2,5 lítrar á hvern mann á landinu, en árið 1907 gengu til þurðar 5,1 og 1908 6,7 Iftrar á mann. Síðasta áratug hafa að meðaltali gengið til þurður 4,2 lítrar á mann. Jeg geri ráð fyrir að öldrykkja fari vaxandi hjer sem erlendis, og þá einkum neytsla óáfengra öltegunda, því eftirspurn eftir þeim fer sívaxandi víðsvegar um heim. Þjóðverjar hafa þegar sýnt fram á, að auðvelt sje að framleiða undirgerað öl. sem lík- ist algengum pilsner, án þess að það hafi yfir 2V4°/o vínanda. Danir fram- leiða einnig óáfengt öl, sem likist að mun pilsner(ölgerð jafnaðarmanna: „Stjernepilsner"). Líkt öl mætti auð- vitað framleiða hjer a landi, og ef- ast jeg ekki um að það yrði drukkið f stað afengari öltegunda hjer sem erlendis. Ölgerð er enginn skollaleikur síð- an hinum nafnkunna vfsindamanni E. Chr. Hansen tókst að hreinrækta sykursveppi þá, er notaðir eru við allskonar ölgerð. Öll stærri ölgerðar- hús nútímans standa því í sambandi við einhvern gerfræðing (zymolog), og leggur hann á ráð, hverjum tök- um skuli beita svo að þessi eða önnur öltegund sje í góðu lagi. Vjer íslendingar framleiðum enn þá ekki bygg og humal, en hvortveggja þeirra þarf við til ölgerðar. — Þetta er að vísu að nokkru leyti ókostur, en vjer stöndum ekki ver að vígi en sumar aðrar þjóðir f þeim efnum, Norðurlönd fá að mun bygg og maltextrakt frá Bandaríkjunum. Danir framleiða ekki nema að nokkru leyti þessi efni til sinna ölgerða, og má þó með sanni segja, að ölgerðarhús þeirra gefi mikmn arð af sjer. — Mörgum kann nú að koma til hugar að íslensk löggjöf gæti fætt af sjer það afkvæmi, sem riði að fullu aðflutningi ölefna, en slfkt þurfa menn ekki að óttast, með því að löggjöfin okkar hlýtur að vera komin úr þess háttar barneign og farmgjaldslögin ber að skoða sem dásamlegt og bráðfeigt örverpi hennar. Án tillits til aðflutningsbannsins efast jeg ekki um að ölgerð, er fram- leiðir gott óáfengt öl, gæti þrifist hjer nú þegar, og mundi á næstu árum gefa landssjóði og atvinnurekendum hennar góðan arð. Þó vil jeg taka það fram, að löggjöf landsins getur að mestu ráðið forlögum ölgerðar- innar, og svo má segja um allan innlendan iðnað. En jeg treysti þvf, að löggjöfin sjái, að það er til hags- muna fyrir landið að efla hann. Síðasta áratug hafa landsmenn ekki látið sig muna um að snara í út- lendinginn á annað hundrað þúsund krónum árlega fyrir vöru, sem auð- velt er að framleiða í landinu, þvf að, eins og jeg hef áður vikið að, er auðvelt að framleiða öl hjer á landi, engu síður en annarstaðar. Að endingu má geta þess, að 2 Danir hafa fyrir tæpu ári komið á fót hvítölsgerð í Reykjavík. Salan hefur gengið allvel, þótt tilbúningur ölsins sje ekki f eins góðu lagi og æskilegt væri, og bendir það á öl- þörf Reykvíkinga. Lfka vil jeg geta þess, að hjerlendur maður, hr. Tómas Tómasson, er að koma hjer á fót maltextraktölgerð, og hef jeg góða von um að hann framleiði maltext- raktöl, er geti staðið útlendu malt- extraktöli fullkomlega á sporði, þar eð hann hefur aflað sjer bestu tækja til að framleiða ölið, þótt í smáum stíl sje. Jeg álít að nokkru leyti heppilegt að byrja hjer ölgerð í smáum stíl, Karlm- og ung'linga- Föt, fleiri hundruð sett, ásamt Fermingarfötum, nýkomið í Austurstrœti 1. Ásg. G. Gunnlaugsson $>' Co. V ersltmin Edinborg. Með s/s Ceres og s/s Sterling komu miklar birgðir af allskonar vörum í V ef naðarvörudeildina, Glervörudeildina og Pakkúsdeildina. öóíar vörur. fágt vcrí. Ýmiskonar trjáviður og girðingastaurar nýkomið í Timbur- og kola-verslunina „Reykjavík“ til þess að fá nokkra reynslu fyrir þvf, hvort srærri ölgerð mundi þrffast hjer á landi, en þá þarf framleiðsla þess vfsis að vera í mjög góðu lagi. Að öðru leyti er það álit mitt, að til þess að útiloka erlenda samkepni, þurfi að koma hjer á stofn fullkom- ið ölgerðarhús í nokkuð stórum stíl. Gísli Guðmundsson. Stjórnarskiftin í Frakk- landi. Barthu heitir nýi yfirráð- herrann, sem við hefur tekið af Arist. Briand og myndað nýtt ráðaneyti. Hann hefur verið þingmaður frá 1889 og oft áður ráðherra, nú síðast dóms- málaráðherra í Briands-ráðaneytinu, og er talinn mikilhæfur stjórnmála- maður. Aðalmálið, sem nú er á ferðinni í franska þinginu, er um breytingu á herskyldutímanum, innfærsla 3ja ára herþjónustuskyldu. Þó fjell Bri- andsráðaneytið ekki á því máli, held- ur á kosningalagabreytingu, er það vildi hafa fram og undirbúin var af Poincaré-ráðaneytinu og samþykt af fulltrúaþinginu undir þess stjórn áður en Poincaré tók við forsetaembætt- inu. En breytingin var sú, að lög- leiða hlutfallskosningar. Meirihlut- inn í fulltrúaþinginu hafði reyndar verið lítill og fylgið frá óskyldum flokkum þar, en mótstaðan allmikil. Reis svo upp áköf mótstaða í Senat- inu gegn frumvarpi stjórnarinnar og gengust fyrir henni meðal annara jafnáhrifamiklir menn og þeir Cle- menceau og Combes. Frumvarp stjórnarinnar um hlutfallskosningar fjell með 161 atkv. gegn 128, en Briand hafði gert það að kappsmáli og sagði þegar af sjer, er það var fallið. En upphaflega var það for- setinn, sem hafði fylgt frumvarpinu- fram af mestu kappi, og sagt var, | að hann hefði beitt sjer mjög til fylgis við það einnig eftir að hann tók við forsetaembættinu, svo að þrætan um það hefur einnig snúist gegn honum. Canberra. Bandaríki Ástralíu eiga að eignast nýja höfuðborg, sem á að heita Canberra. Það hefur síð- an nýlendurnar þar gerðu heildar- samband sín í milli verið deila um það, hver af helstu borgunum ætti að hljóta þann heiður að verða höf- uðborg og stjórnarsetur, og hefur einkum deilan staðið um Sidnei og Melbourne. En svo hefur það orðið ofan á, að reisa höfuðborgina alveg af nýju og hefur borgarstæðið verið valið á mjög fögrum stað í Nýju- Suður-Wales. Teikningar hafa fyrir- fram verið gerðar af borginni og stórhýsum, sem þar á að reisa á op- inberan kostnað, svo sem stjórnar- höll, þinghúsi o. s. frv. Fyrsti grunn- steinninn var lagður með mikilli við- höfn 20. f. m. og þá var hinni vænt- anlegu höfuðborg gefið nafnið Can- berra. Siamein. guf uskipafjelag:ld hafði alls í tekjur á síðastl. ári 34V2 milj. kr. Utgjöldin til skipanna voru 26 milj., stjórnarkostnaður 1 milj. og ýmisleg útgjöld önnur V2 milj., svo að árságóðinn varð 7 milj. kr. Þar af eru 2V2 milj. afskrifuð á skip- unum, 1V2 milj. lögð í varasjóð, sem þá er orðinn 3 milj. kr, en hlut- hafar fá 8%. — Sex gufuskip á fje- lagið nú í smíðum, og 1 dísilvjela- skip, auk smærri skipa. Eitt af þess- um skipum á að heita »Friðrik VIII« og verður það stærsta skip fjelags- ins, 12,000 tonn. Það er bygt í Stettin og á að fara milli Khafnar og New-York.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.