Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 23.04.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 23.04.1913, Blaðsíða 1
Afgreiflslu- og innheimtum.: ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON. "Veltusviudi 1. Taliimi 359. LÖGRJETTA Rltstjori: fORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. 18. Reykjavík 33. apríl 1013. VIIX. árg. K. O. O. F. 944259. Lárus Fjeldsted, Yflrrjettarmilaf«erslum»Our. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 —12 og 4—7. Bsekxw, Innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir i Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Fyrsta járnbrautarferð á íslandi. Síðastl. fimtudag, 17. þ. m, fór gufuvagn hafnargerðarfjelagsins fyrstu ferðina upp til Öskjuhlíðarinnar á járnbrautinni nýju, sem þangað hefur verið lögð vestan og sunnan við bæ- inn frá Efferseyjargrandanum. Þetta er fyrsta jarnbrautarferðin hjer á landi Gufuvagninn hefur 25 hesta afl og vegalengdin, eða brautarlengdin öll, er nál. 4 kílómetrum Eftir þessari braut á að aka grjóti fra Öskjuhlíðinni til hafnarinnar, fylla fyrst upp a Grand- anum og út í Efferseyna, og halda síðan áfram þaðan með bylgjubrjót- inn, sem loka á höfninni að norðan. En svo er önnur braut a leiðinni, frá Öskjuhlíð austan við bæinn og út a Arnarhól, og eftir henni a að aka grjóti í bylgjubrjótinn, sem verja á höfnina að austan. Verkið hefur alt til þessa gengið fljótt og vel. Borgarstjóri hafði boðið nokkrum mönnum að vera með á fimtudaginn, er gufuvagninn fór fyrstu ferðina á brautinni. Það var með gleði þegið. Hr. Kirk, yfirverkfræðingur hafnar- gerðarinnar, rjeð ferðinni, og var frú hans með. Á Melunum var numið staðar og skál hafnargerðarinnar drukkin í kampavíni. Skemtu menn sjer vel við ferðina, þótt ekki væri hún lengri en þetta, og allra trú var það, að ekki mundu nú mörg ár líða áður en við fengjum járnbraut lengri leið. „jvaifliin b;p?-i 11 Jónssyni, drekka allir peir, er vilja fá góðan, óskaðlegan kaffidrykk. — Jafngildir 1 pundi af möluðu kaffi og V* pundi af export. á aðeins 80 aura pundið hjá Sveini yni, Templarasundi 1, er einnig hefur til sölu Gibs-Rósettur og lista og mikið ~^ úrval af Ðetrekki. Kaupmenn snúi sjer til Sveins Nl. Sveinssonar, p. t. Havnegade 47. Köbenhavn. 3ngóljshúsi5. Ingólfsnefndin hugsar sjer nú, að hægt verði að draga lotteríið um Ingólfshúsið á næstkomandi nýári (t. d. 2. jan. 1914). En til þess að svo verði, þarf hún áður að geta selt seðla fyrir rúml. 4000 kr. Og þetta ætti að vera hægt með þeirri aðferð, sem ncfndin hefur nú tekið upp. Hún hefur sent út áskoranir til margra manna um, að þeir taki að sjer seðlasöluna, minst 25 seðla hver, og borgi nefndinni aðeins 1 kr. fyrir hvern seðil, er annars kostar 2 kr., og eiga því þeir, sem taka að sjer 25 seðla eða fleiri, að fá helming verðsins í ómakslaun. Nefndin biður um svar upp á þetta eigi síðar en á sumardaginn fyrsta, þ. e. á morgun, og segir, að verði undirtektirnar nægilega góðar, muni hún þegar biðja bæjarfógeta að aug- lýsa, hvern dag dregið verði, og hugsar sjer að selja þá seðla, sem afgangs kunna að verða, úti um land. Þessi aðferð til þess að koma út seðlunum og fá inn það fje, sem þörf er fyrir, áður hægt verði að draga lotterlið, ætti að fá góðar undirtektir, og hefur líka fengið þær, að því er Lögr. hefur heyrt. Eftirstöðvar af veðdeildarláni því, sem tekið var til Ingólfshússins (upp- haflega 5000 kr.) eru nú 4421 kr., og er það sú upphæð, sem nú þarf að fást inn með seðlasölu. — Aður hafa verið seldir 2442 seðlar á 2 kr. ' 1 ' *~.:V- r~--------:------: -¦—'"' á 3h A, ð gefnu tilefni auglýsist hjer með, að jeg undirritaður tek engann þátt í firmanu Dines Petersen & Co. í Kaup- mannaiiöf n. Kaupmannahöfn 31. mars 1913. wfgerðamenn/ Ætíð birgðir fyrirliggjandi af enskum og skotskum Uolutti, ^silt i og uisif v?«»lutii. Semjið sem fyrst við oss um kaup á þessum vörum handa tiotnvör-p- ungum yðar. Okeypis oryg-g-jur og vatn. Fljót afgreiðsla. Abyggileg afhending. H|f framtíðia, 5eyði5firði. Símnefni: Framtíðin. Myndin hjer sýnir Pius páfa X. á gángí i garðinum hjá páfahöll- inni (Vatíkaninu) og eru þar með horíum 2 skrifarar hans. Hvítklæddi maðurinn er páfinn. Hann er sem stendur mikið veikur. Aftast á mynd- inni sjest Pjeturskirkjan. Páfinn er kominn af bændafólki í Norður-ítalíu og nú kominn undir áttrætt, fæddur 1835 4. ág. 1903 var hann valinn páfi. hver, en í sölulaun á þeim hafa farið .843 kr. Bygging Ingólfshússins hefur kost- að alls kr. 11655,77. Þeir, sem kynnu að vilja taka seðla með þeim kjörum, sem nú eru í boði, ættu að snúa sjer til for- manns nefndarinnar, K. Zimsens verkfræðings, Suðurgötu 8 B. Sporvagnamálið. Umsókn hr. Indriða Reinholts um einkaleyfi til flutninga um bæinn á sporvögnum, sem frá var sagt í síð- asta tbl., var rædd í bæjarstjórninni síðastl. fimtudagskvöld. Hafði vega- nefnd áður haft hana til athugunar og lýsti framsögumaður nefndarinn- ar, Jón Þorláksson landsverkfræðingur, því fyrir bæjarstjórninni, hvað í um- sókninni lægi, og mælti eindregið fram með henni. í umsókninni er farið fram á einka- leyfi um 25 ára tfma til fólksflutn- inga með sporvögnum um allar aðalgötur bæjarins. Meðan það einka- leyfi stendur mega ekki aðrir flytja fólk um bæinn fyrir borgun í vögn- um, er rúmi meira en 8 manns. Fyrir einkaleyfið greiðist í bæjarsjóð, þeg- ar starfræksla er byrjuð: 300 kr. á ári fyrstu 5 árin, og næstu 5 árin 500 kr. á ári, en eftir það 1500 kr. á ári, og sje þá fyrirtækið undan- þegið aukaútsvari. Þó hefur bærinn rjett til að kaupa sporbrautirnar með öllu tilheyrandi fyrir sannvirði, hve- nær sem bæjarstjórnin krefst að svo sje gert. Svo fær umsaikjandi til leigu um sama árabil landssvæði af Melunum og rjett til að taka jarðefni úr því og hagnýta sjer. Málið fjekk, eins og sjálfsagt var, bestu undirtekir í bæjarstjórninni. j Var svo kosm 5 manna nefnd til þess að halda áfram samningum við umsækjanda. í nefndina voru kosn- ir: K. Zimsen, Tr Gunnarsson, borg- arstjóri, Sv. Björnsson og L. H. Bjarnason. Miðjatal Þorvalds prests Böð- varssonar í Holti undir Eyjaföllum (d. 1836) og Björns prests Jónssonar í Bólstaðahlíð (d. 1825) hefur Thor- vald Krabbe verkfræðingur gefið út. Hann er kominn af prestum þessum í móðurætt sína, og sýnir það virð- ingaverða ræktarsemi við frændur sína, að ráðast í að semja og gefa út rit þetta. Bókin er 96+IV bls. í Skírnisbroti, og er allur ytri frá- gangur bókarinnar sæmilegur. — Prestar þessir — sem voru með nafn- kendari klerkum á sinni tíð — hafa orðið mjög kynsælir menn, og mun enginn samtíðarmaður þeirra eiga eíns marga núlifandi afkomendur sem þeir. í riti þessu er allra þeirra manna getið, sem komnir eru af þeim, nema þeirra sem fæddir hafa verið utan bjónabands, og er það mjög leiðinlegt að þeim skuli vera slept, enda ástæðulaust með öllu. Öskilgetnir menn eru og hafa margir verið eigi síður nýtir menn en þeir, sem fæddir eru í hjónabandi. En útg. bókarinnar hefur gert þetta að reglu, svo að engin ósamkvæmni á sjer stað í þessu efni. Það liggur afarmikil vinna í riti þessu, og virðist útg. hafa lagt alla alúð á það, að hafa það sem full- komnast og nákvæmnast, þó villur hafi auðvitað slæðst í það. Enda mun engum mannlegum krafti vera auðið að semja slíka bók alveg villu- lausa, því að oft er mjög erfitt að skera úr því hvað er rjett, þegar heimildum ber á milli, sem oft vill verða. — Þegar tillit er tekið til þess, hvað miklum erfiðleikum slíkt verk er bundið sem þetta, þá mun óhætt vera að fullyrða, að bókin mun vera mjög vel úr garði gerð frá útg. hálfu, og allir þeir menn sem unna ættvísi og fróðleik, hljóta að vera útg. þakklátir fyrir að hafa samið hana og komið henni á prent. Sögutjelagið hefur keypl bókina handa ijelögum sínum, en bókhiöðu- verðið er 2 krónur, og ætti enginn ættingjanna að láta undir höfuð leggj- ast að kaupa hana. Svo mikla rækt- arsemi virðist þeim flestum eigi vera ofætlun að sýna, þegar útlendur maður hefur lagt afarmikla vinnu og allmikið fje til að koma henni út. Jóhann ættfræðingur Kristjánson hefur og unnið að útgafunni, og segir Th. Krabbe í formála bókarinnar, að án hans aðstoðar hefði sjer eigi verið unt að koma henni á prent. Hann hefur og búið bókina undir prentun og lesið prófarkir. Hannes skjalavörður Þorsteinsson hefur og litið yfir eina próförk. * * Nokkur orð um jjráíapestarbólusetningu. Eftir Jó n Kr. Jónsson bónda á Másstöðum. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, hve mikið tjón fjársýki sú, sem nefnd er bráðapest, hefur gert bændum á ýms- um jörðum hjer á landi, að minsta kosti á slðastliðinni öld.*) Það var því ekki furða, þótt ýmsir fögnuðu þeim tíðind- um, sem barust hingað til lands skömmu fyrir slðustu aldamót, að nú væn fundin vörn við þessari fjársýki, sem væri bólu- setning með bakterlunni sjalfri. Var svo farið að reyna þessa aðferð, og þá fyrst bólusett með efni, sem búið var til úr nýrum úr pestardauðum kind- um. Reyndist það þá rjett, að bólu- setningin var stór vörn við bráðapest- inni. Hins vegar kom sá annmarki í ljós, að það var alt annað en hættu- laust að bólusetja fje með þessu efni, því það drapst oft svo tugum skifti ein- mitt af bólusetningunni. Var því eink- um kent um, að svo erfitt væri fyrir bólusetjarana að vita, hve sterk (c. pest- *) Gamall og greindur bóndi, Goðmann sál. ( Krossanesi, sem dáinn er fyrir fáum árum, sagði mjer, að bráðapest hefði verið óþekt á stórum svæðum hjer í sýslu í sínu ungdæmi, þar á meðai á öllu Vantsnesi, þar sem hann ólst upp. J. K. J. arsjúk) nýrun væru, sem bóluefnið var búið til úr. Um þetta leyti var farið að búa til bráðapestarbóluefni á tilraunastöð dýra- læknaskólans 1 Kaupmannahöfn, með klaki á pestarbakteríunni, og því bólu- efni svo útbýtt ókeypis hjer um alt land. Mun þá hafa verið hætt að mestu að bólusetja úr nýrna-bóluéfhi, því hitt bóluefnið var álitið hættuminna — enda fjekst það þá ókeypis, þótt nú sje farið að selja það, sem vonlegt er. Langt var þó frá því, að hættulaust reyndist að bólusetja fje með útlenda efninu, einkum fyrstu árin; en upp á síðkastið virðist það hafa verið mjög hættulítið að bólusetja með því. Aftur á móti virðist bólusetning með þvíefni, sem komið hefur síðustu árin (bláa bóluefnið) hvergi nærri eins örugg vörn við pestinni eins og það, sem kom fyrstu árin (hvita bóluefnið), Alt um það er bólusetning með þessu bóluefni, sem nú er sent, svo mikil vörn við pestinni, að sjálfsagt virðist að stuðla að því, að hún fari fram á sem allra flestu fje hjer á landi; enda er alls ekki vonlaust um, að enn takist að bæta svo bóluefnið, að það geti orðið hvor- tveggja í senn, örugg vörn við pestinni og hættulaust að bólusetja sauðfje með því. Til þess að bólusetning verði sem almennust, þarf að vera sjeð fyrir því, að nægilegt bóluefni sje íyrir hendi á þeiro tíma, sem hentugast er að bólu- setja, og að bóluefnið verði sem allra ódýrast að kostur er. Jeg álít að bólusetning ætti að fara fram seinni hluta októbermánaðar á öllu því sauðfje á landinu, sem ætla ma að sje í nokkurri pestarhættu. Á þeim tima hefur bóiusetmngin, í flestum til- fellum, enga heyeyðslu í för með sjer; og þá er það mjög svo skaðlítið, þó einhver kindin farist af bólusetnmgunni, á meðan fje er í fullum holdum. Enda er þá oftast hægt að vera búinn að bólusetja áður en búið er að lóga fje að fullu til heimilis, og þyrfti það því enga fjárfækkun að hafa í för með sjer, þótt einhver kindin færist af bólusetn- ingunni. Mjer hefur og reynst hættu- minst að bólusetja fjeð á þeim tima. — Að bóluefnið þarf að vera sem ódýr- ast til þess að það verði sem almenn- ast notað er auðsætf, víða er pestar- hættan svo lítil, að menn vilja ekki leggja í hinn minsta kostnað til að af- stýra henni; þykjast lítinn hag sjá sjer í því. Auk þess eru til jarðir, sem bet- ur fer, þar sem pestarhættan er svo litil, að það virðist ahættumeira, enn sem komið er, að bólusetja fje þar, en láta

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.