Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.04.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 26.04.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum.: fORARINN B. F’ORLÁKSSON. "Veltusundi 1. Talsími 359. Ri t s t j o r 1: ÞORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 11. Talaimi 178. ÍO. Reykjavík 36. apríl 1913. VIII. árg. 1. O. O. F. 94529 Lárus Fjeldsted, YflppJettarmilafíBPSlumaöur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 — 12 og 4—7. Bækar, innlendar og erlendar, pappir og allskyris ritföng kaupa allir í Bokaversl. Sigfúsar Eymundssonar. Hekla gýs. Frír stóreldary síöastliðaa nótt fyrir nordan, norö- austan og; suöaustan Ileklu. .Jarðsk jálftar litlir og ösku- fall ekki enn í bygðnm. Á föstudagsmorguninn voru þær fregnir sagðar austan ’yfir fjall, að frá kl. 3—6 nóttina á undan hefðu fundist jarðskjálftar^umf Rangárvalla- og Árnessýslur. Ekki voru þeir þó harðari en það, að óvíða fjell niður það, sem laust stóð á hillum, og tjón var hvergi af. — Kl. 6 fóru að sjást reykir, og full- yrða menn þar eystra, að þeir hafi komið upp fyrir suðaustan Heklu, nærri fjallinu. Þessir reykir voru neðan úr bygðinni að sjá hvítir, líkastir hveragufu. Vindur var hæg- ur á suðvestan' og bar hann reykina norður og austur á öræfin. Nú gengu menn upp á Hvolsfjall, og þaðan sást, að reykjarmekkirnir voru kolsvartir neðst. í gærkvöld var aftur sagt að austan, að reykjarmekkirnir sæust látlaust. Af útlitinu þótti sumum líklegt, aska fjelli í Skaftafellssýslu. Annars var þá ekkert nýtt að heyra af gosinu. í morgun var það sagt að austan, að í gærkvöld sáust 3 stóreldar. Éinn var fyrir norðan Heklu, í stefnu af Valafelli; annar norðaustan við Heklu, og sögðu gamlir menn, sem muna gosið úr Krakatindi 1878, að þessi eldur mundi vera þar. Þriðji eld- stólpinn var þar, sem menn þóttust áður sjá að upptök reykjanna væru, suðaustan við Heklu. Eldarnir, sem menn hugðu stafa frá Valafelli, voru mjög miklir um sig”og talið víst, að þar sjeu margir gígar opnir, þótt til að sjá væri þetta sem einn blossi. Heklu ber hátt neðan að sjá úr bygðinni, en bloss- arnir náðu þó langt upp yfir fjallið. Frá þessum stöðvum tóku menn fyrst eftir reyk kl. 4 í gær e. h. Hinir tveir eldstólparnir voru miklu sunnar og sló bjarmanum af þeim saman, svo að á löngu svæði, álíka að sögn og lengd Esjunnar, frá Reykjavík sjeð, var alt eldroðið. Voru allar þessar eldsúlur með hinum víða bjarma mjög fögur sjón. Nú í morgun var þykt loft og þoka yfir öllum fjallaklasanum þar eystra svo að ekkert sást, hvorki eldar nje reykir. Jarðskjálftar höfðu verið í Hvol- hreppi 1 gær, en ekki miklir. Dynk- ir miklir heyrðust niður um allar bygðir, eins og af fallbyssuskotum í fjarska. Öskufall halda menn ekkert hafa verið enn í bygðum. 1 morgun var þar eystra nærri logn, aðeins and- vari á norðan. Greinilegastar frjettir af þessu hef- ur Lögr. fengið hjá Oddi Oddssyni, stöðvarstjóra á Eyrarbakka. Valafell er í norðvestur frá norð- urenda Heklufjallgarðsins, Já—1 mílu fyrir austan Þjórsá, og er hæg 3ja kl.tíma ferð sögð þangað frá Galta- læk, efsta bæ á Landi. Milli Vala- fells og Heklufjallgarðsins er Fjalla- baksvegur nyrðri. Valafell er ekki hátt fjall og rís upp úr Sölvahrauni Krakatindur er örskamt norðaust ur frá hábungunni á Heklu. Það er strýtumyndað fjall, allhátt og ein- kennilegt. Hraunið frá honum 1878 rann í norðvestur, um skörð norðan við halann á Heklu, og nam staðar við Valahnjúk, sem er rjett austan við Valafell. Fjallabaksvegur nyrðri l'ggur nu yfir endann á hrauninu, sem þá rann, fast við hnjúkinn. Austur frá Heklu og Krakatindi eru fjöll, sem Vatnafjöll heita, og hallar frá þeim norður í óbygðir. Alt er landið þarna hrauni þakið og orpið sandi; þó er gróður neðan til í Sölvahrauni. Þar í hrauninu, skamt frá Valafelli, eru upptök Ytri-Rangár, og þar kallaðir Rangárbotnar. Hætt er við, að hraun úr Valafelli geti runnið í farveg Þjórsár og gæti það valdið miklum spellvirkjum, ef svo færi. Eins er um Rangárfarveginn, sem er ennþá nær, en vatnsmegnið er þar miklu minna. Kunnugur maður, Guðm. Magnús- son skáld, sem ferðast hefur þarna um, segir, að hvorki úr Valafelli nje Krakatindi sje líklegt að hraunrensli geri tjón á bygðu landi, nema það komist í árfarvegina. Frá þriðja staðnum er ekki hægt að segja, hvert hraun muni renna, af því að svo óljósar frjettir eru um, hvar sá eldur muni vera. €lðri Ijeklugos, sem sögur fara af, eru þessi: 1104, sauðafallsveturinn mikla; 1157 (eða 1158); 1206; 1221; 1300, afarmikið gos, er olli hallæri og manndauða víða um land; 1341, einnig stórgos, sem eyddi að mestu 5 næstu hreppa; 1382, enn stórgos; 1436, eyddust 18 bæir; 1510, landskemdir víða af öskufalli; 1554; 1578; 1597, stórgos, er lengi stóð yfir, og hrundu bæir í Ölvesi; 1636, þá loguðu 13 eldar út um fjallið; 1693, stórgos, er gerði víða skaða; 1728; 1754; 1766, þá logaði alt fjallið, jarðskjálftar miklir, er þó eigi fundust í Reykjavík, og hefur Hannes biskup Finnsson lýst þessu gosi; 1845, stórgos, sem ná- kvæmar lýsingar eru til af; 1878, gos úr Krakatindi. Þetta gos nú er þá 20. Heklu- gosið. Ijlaup í Skeiðará. 22. þ. m. fjekk stjórnarráðið sím- skeyti frá Fáskrúðsfirði, er Sig. Egg- erz Skaftfellingasýslumaður hafði sent með þangað, en hann var þá stadd- ur á þingaferð í Hornafirði. Skeytið var dagsett 21. þ. m. og segir sýslu- maður í því, að hann hafi fengið frjett um, að þá fyrir 7 dögum hafi Skeiðará hlaupið, en aðalhlaupið þó ekki komið, er sögumaður hans vissi síðast til. Sýslumaður bað þess, að póstur væri aðvaraður um hlaupið og Vestur-Skaftfellingar, og var svo gert. Það eru nú 11—12 ár síðan Skeið- ará hljóp síðast, og er það sagður óvenjulega langur tfmi milli hlaupa, enda hafa menn nú í nokkur ár und- anfarin stöðugt verið hræddir við alla umferð um sandinn vegna þess, að búist hefur verið við hlaupinu þá og þegar, því venjulega kvað ekki lfða nema 5 eða 6 ár milli hlaupa. — En búast má við, að óiært verði yfir ána nú um tíma. Skip rekast á. Frönsk fiskiskúta sekkur ú Sel- vogsmiðum. 8 raenn vanta. Aðfaranótt 24. þ. m., kl. nál. 2, var botnvörpuskipið „Bragi" hjeðan frá Rvík að veiðum á Selvogsmiðum. Þar var þá fult af fiskiskipum alt í kring. Fór þá svo, að frönsk fiski- skúta rakst á „Braga" og brotnaði svo mikið, að hún sökk eftir litla stund. Hann var þá með vörpu í eltirdragi. 20 menn af skútunni björguðust upp í botnvörpunginn, í bát frá honum, en 8 urðu eftir, og höfðu farið í bát af skútunni, án þess að hafa árar, að því er hinir halda. Þessir 8 menn hafa ekki komið fram síðan, og er haldið að þeir hafi farist. „Bragi“ og fleiri skip leituðu þeirra undir eins og birta tók, en þeir fundust ekki, og engin merki um þá. „Bragi“ kom svo inn hingað og skilaði af sjer hinum 20 á fimtudags kvöldið. Próf hefur verið haldið hjer í málinu Siblíuþýíingin 1912. V. (Niðurl.). Orð frelsarans: „Paðir fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gera, í Lúk. 23. 34. fá svipaða neðanmáls- umsögn: „vantar í sum elstu hand- rit“, „í nokkrar fornar heimildir", segja þýðendur ensku biblíunnar end- urskoðuðu. Þessar fornu heimildir eru vati- kanska og Cambridge-handritð 3 litlu-stafa handrit, 7 fornar þýðingar og þær ekki sjerlega merkar. Á hinn bóginn eru orðin í Sínaí-handrinu Alexandríu-handriti, 16 öðrum elstu upphafstafa handritum og öllum elstu þýðingunum, nema þessum 7, t. d. Peschittha). Yfir 30 kirkjulegir rithöfunda eða kirkjufeður staðfesta sömuleiðis rit- vissu þessara orða. Um þau tala t. d. Hegesippus (um 180 e. Kr.) Ireneus, Órigenes (182—254) Ambró- síus (340—397) 11 sinnum, Híeró- nýmus (345—420) 12 sinnum, Ágúst- ínus (354—430) 60 sinnum, 0. s. frv. „Það er nærri ótrúlegt" segir dr. Scrivener, er hann hefur gert grein fyrir ritvissu þessara orða, „að lærðir menn skuli geta gengið fram hjá öðrum eins vitnafjölda". — (með því að vefengja ritvissu þeirra samt) — „Sú stefna, sem hefur aðrar eins afleiðingar, dæmir sjálfa sig"1). Enn minni ástæða er til að setja þessar neðanmáls vefengingar um komu Pjeturs að gröf Krists í Lúkas 24. 12. Öll elstu og merkustu grísk handrit nýjatestamentisins hafa það vers nema eitt, „Codex Bezae“, sem annars er hvorki eist nje merkast eins og áður er sagt, allar fornar þýðingar hafa það nema einar 5 latneskar, og enginn kirkjufeðranna vefengir það, en margir minnast á það, sem áreiðanlegt. Hjer um bil þa() sama má segja um 40. versið: „Og er hann hafði þetta mælt sýndi hann þeim hendur sínar og fætur“, í samakapítula. Allar bestu og elstu heimildir hafa það nema „Codex Bezae“ og þessar sömu 5 lat- nesku þýðingar — og ein sýrlensk þýðing. En einmitt í þessar sömu heimildir vanta orð frelsarans: ,.Frið- ur sje með yður“ í 36. versið rjett á undan, og hafa þó íslensku þýð- endurnir enga athugasemd gert við það. — Er það skrítin „samkvæmni". Allur þorri nýguðfræðinga og margra annara fróðra manna hafa handritin, sem kend eru við Sínaí, Vatikanum og Alexandríu í mestum metum, þessi handrit öll staðfesta ritvissu þessara versa (12. 36. og 40. í 24. kapítula Lúk). 1) Sbr. Facklan 38. bls. 1911. Þýðendurnir geta um það neðan- máls að orðin: „og varð upprunninn til himins" og „þeir tilbáðu hann“ í 51. og 52. v. í 24. kap. Lúkasar guðsp. vanti í „sum elstu handrit“.— Og spái jeg að einhverjum þyki það góðar frjettir og haldi að þá sje síður ástæða til að trúa því að Jesús hafi orðið uppnumin, og minni ástæða til að tilbiðja hann enn í dag. En sann- leikurinn er sá að þýðendurnir hafa fullyrt hjer fullmikið, enda þótt Westcott og Hort setji þe3si orð í tvöfaida sviga. Handritið í Cambridge, sem kent er við Bezae, er sem sje e i n a forngríska handritið þar sem báðar þessar málsgreinar vanta1). Nokkrar fonlatneskar þýðingar fyigja Cambridge-handritinu hjer að máli eins og oftar, en allar elstu og bestu heimildir og handrit að guðspjallinu segja frá tilbeiðslu iærisveinanna, Orðin í 51. v. vanta í vatíkanska handritið, og hafa sömuleiðis fyrst vantað í Sínaí-handritið en verið snemma bætt þar inn í textann, en öll önnur fornhandrit og enn eldri þýðingar hafa þau, svo að harla lítil ástæða er til að ætla’ að Lúkas hafi ekki upphaflega sagt frá himnaför Krists. Hjer verð jeg þá að láta staðar numið að þessu sinni, þótt margt fleira sje umtalsvert ekki síst ýmsar úrfellingar þýðendanna, sem engar ástæður eru færðar fyrir. Jeg vona að flestir þeir, sem íhugað hafa þessar greinar mínar, sjeu mjer sammála ,ura að full þörf sje á að ræða um og jafnvel endurskoða enn þá einu sinni þýð. nýjatestamentisins; og að minsta kosti sje ekki ástæðulítið að fara fram á að nafnið „hinn smurði“ og neðanmáls athugasemdirnar verði ekki i vasaútgáfunni, sem byrjað er að prenta. Sigurbjörn Á. Gíslason. Egyftalands-svinxin, Uppgötvað, að hún er hol innan og par stór musteri og grafreitur með miklu af fornmenjum. Eins og kunnugt er, stendur Svinxin nær því 10 kílómetra í vestur frá Kairó á Egyftalandi, nálægt hinum frægu pýra- miðum. Svinxin virðist stór klettur, liggjandi ljón með manns höfði. And- litið er 30 fet frá hvirfli til höku og 14 fet á breidd; skrokkurinn er 140 fet á lengd og framfæturnir 50 fet á lengd. Hún horfir móti austri, sólarupprás, og er nú kroppurinn allmjög sandorpinn, en höfuðið er talsvert flagnað og skemt bæði af veðri og vindi og af manna völdum; Tyrkir hafa á fyrri öldum höggv- ið nefið af henni, og Mamelúkkar notað hana fyrir skotspón um margar aldir. Þá er Napóleon I. fór herferðina til Egyftalands 1798, voru ýmsir fornfræð- ingar og vísindamenn i fylgd með hon- um. Einn þeirra, Denon að nafni, skýr- ir frá því i ferðasögu sinni, er út kom 1802, að hola sje í höfði á Svinxinni, og hafi hann komist þar 10 fet inn f hana. Var álitið, að Arabar hefðu grafið holu þessa á miðöldunum, því að þeir voru kappsfullir í ieitum eftir fornum íjár- sjóðum. Síðan hefur verið fylt upp í holuna með grjóti og sandi. Nú síðast er það G. A. Reisner, pró- fessor við Harvvard-háskóla í Bandaríkj- unum, sem hefur tekið sjer íyrir hendur að rannsaka Svinxina. Hann gróf sig inn í holuna í hötðinu, og eftir allmikla fyrirhöfn komst hann svo langt að finna inngang að herbergi í hötðinu, litlu her- bergi, og síðan gang úr því herbergi á ská niður í annað stærra, sem er 60 fet á lengd og 12 fet á breidd. Úr því fann hann svo gang í sveig niður gegn um hálsinn og niður í stórt musteri í Ijóns- kroppnum, yfir 100 feta langt. Úr þessum x) Jeg styð mig hjer sem oftar við „Textkritiske Studier" í svensku trúvarnar- tímariti er Facklan nefnist, og hafa smá- birst þar 4 undanfarin ár. stóra musterissal fann hann síðan göng niður í önnur fleiri musteri, sem eru dýpra niðri í kropnum og úti í framfót- unum. Verður það margra mánaða starf uð rannsaka þetta alt saman og altþað, sem þar kann að finnast. Próf. Reisner þykist viss um, að hann hafi fundið hjer musteri sólarinnár og greftrunarstað Menesar, hins fyrsta Fara- ós Egyftalands. Menesar grafreitur er undir aðal-musterissalnum, í pýramiða- löguðu herbergi, sem er múrað upp úr tígulsteini. Þar er múmía hans, ýms húsgögn og hlutir úr fílabeini. Múmían er smurð og þurkuð að sið Egyfta, vafin og lögð í kistu mjög skrautlega, og hvíl- ir í stórri steinþró með loki yfir. Alt virðist þar vera með óhreyfðum, upp- haflegum ummerkjum. I herbergjum í kring finnast bein af þrælum, sem að líkindum hefur verið fórnað guðunurr, þá er Menes var þarna greftraður. Og margar fórnargáfur finn- ast þarna, svo sem forsiglaðar krukkur með víni, ávöxtum, kökum og gimstein- um. Þar eru einnig fílabeinsplötur á- letraðar með myndum, er sýna ýmsa viðburði og athafnir úr lffi hans og greftrunar umbúnaði. Vænta menn að alt þetta muni auka mjög þekking manna á háttum og sögu Forn-Egyfta, jafnvel enn lengra inn í fornöldina heldur en fengist hetur áður vitneskja um. Próf. Reisner hyggur, að hjer hafi hann orðið var við þá merkilegu uppfundning Forn-Egyfta, hvernig þeir fóru að því, að hreyfa úr stað stór björg, marga tugi tonna á þyngd, með þrýstingi, er jafnvel barnshöndin gat komið til leiðar. Þó er lykill leyndarmálsins ekki enn fundinn, svo að hann hefur ekki getað hreyft afarstóra steinhurð í stóra musterinu, — hve mörg tonn hún er á þyngd vita menn ekki enn —, en ínnan við hana hyggur hann að geymd sje konunglega fjárhirslan; býst hann við að þurfa að bora gegn um hurðina, til að komast þangað inn. Voðastór standmynd gætir aflvjelar eða lyttivjelarinnar, sem ekki hefur verið notuð síðan Svinxin var bygð. í musterinu eru margar súlur, letraðar ritteiknum og skreyttar gulli og guða- myndum. Búast menn við að geta lesið öll þau ritteikn, sem hjer finnast ogyfir- leitt, að hjer verði leiddur í ljós afar- mikill fróðleikur um hina elstu tíma Egyftalands, svo og ógrynnin öll af forn- menjum og auðæfum. Þetta er ágrip af greinum, sem ensk blöð hafa flutt. „Standard" 29. janúar og „London Budget" þann 9. febrúar þ. á. Má nærri geta, að margir forn- fræðingar muni verða gerðir ut í þessar rannsóknir og að nákvæmar fregnir muni birtar verða áður langt líður. x. Nýjung-. I raun og veru er það engin nýjung, sem jeg ætla að segja ykkur frá, það er gamalt; en það er nýlega farið að brjóta af sjer hýðið og byrtast í dags- ljósinu, og þess vegna er hægt að kalla það nýjung. Við erum fátækir, getum lítið fram- kvæmt af okkar mikilvægustu velferðar- málum. Þetta vitum við öll, enda heyrist það oft. Altaf er verið að leita að auðs- uppsprettum og altaf verið að hugsa upp ný ráð til að hagnýta hinar gömlu sem best, og þó batnar hagurinn lítið. Og hvað veldur? Ekki það, að atvinnu- vegirnir gefi ekki arð, eða að ekkert sje unnið, heldur það, að við kunnum ekki að gæta efna okka'r. Það er ekki minni vandi að gæta fengins fjár en afla þess, segir máltækið. Við þurfum að minka útgjöld okkar. Til þess eru margar leiðir, og nú skal jeg segja ykkur hver hún er, nýjungin gamla: Það er stærsti óþarfi útgjaldaliðurinn okkar, sem við eigum að fara losa okkur við. Það er tóbakið. Á síðustu árum er talsverð hreyfing vöknuð í þá átt, að losa okkur við tó- bakið. Mun hún eiga rót sína að rekja

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.