Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 26.04.1913, Blaðsíða 2

Lögrétta - 26.04.1913, Blaðsíða 2
70 L0GRJETTA Fra 1. Maí til 1. September þ. á. verður skrifstofa vor lokuð á Laug'ardög- um frá kl. 1. íslandsdeildin. Lögrjetta kemur át á hverjutn miö* vikudegi og auk þess aukablöð viö og viö, minst 60 blöö als á ári. Verö: 4 kr. árg. á íslandi, erlendis 5 kr. Gjalddagi 1. júli. til gagnfræðaskólans á Möðruvöllum, og síðan til sama skóla á Akureyri. Þaðan hefur hugmyndin breiðst út um landið, og eru nú þegar komnar á fót allmarg- ar tóbaksbindisdeildir, annaðhvort sjer- stakar, eða í sambandi við önnur fjelög. Samt mun hreyfing þess vera víðar ó- þekt ennþá, og mönnum dettur yfirleitt ekki í hug, að leggja nokkurt haft á sig hvað þetta snertir. Jeg geri ekki ráð fyrir því, að nokk- ur haldi því fram, að tóbaksnautn sje gagnleg; því flestum mun það Ijóst, að hún gerir neytandann að engu leytu betri eða sælli en ella. Ógagnið er aftur mikið. Tóbakið er, eins og vínið, þjóf- ur í pyngju þeirra, sem neyta þess; í því er mikið eitur, sem skemmir líkam- ann og sljóvgar taugarnar, og ekki er sjaldgæft að sjá menn bera utan á sjer miður viðkunnanleg vitni tóbaksnautn- arinnar. Það er ekki aðlaðandi eða efnilegt, að sjá unga menn með svört munnvik af munntóbaki og gula eða svarta fingur úr opíums-vindlingum. Yfirleitt er þessu þó lítill gaumur gef- inn. Það virðist vera álitið eðlilegt og tilheyra tískunni. Tóbaksbindismálið á þvf, enn sem komið er, litlum vinsæld- um að íagna, og þó meiri meðal hinna yngri manna, því þeir, sem þegar hafa neytt tókbaksins, eru orðnir því sam- dauna, og annaðhvort geta ekki hætt við það eða vilja ekki gera það. Þeir állta það einkamál sín, hvort þeir verja nokkrum krónum árlega í tóbak eða ekki, og þola illa, að aðrir blandi sjer inn í þau. En tóbaksbindindisstarfsemin á ekki að leggja aðaláhersluna á það, að gllma við hina gömlu dýrkendur tóbaks- ins, heldur á það að halda þeim, sem ennþá hafa ekki reynt tóbakið, frá því, að byrja að neyta þess. Við það vex upp ný, tóbakslaus kynslóð, og þá er markinu náð. Börn og unglingar venj- ast á tóbakið af ungæðishætti. Þeim virðist mikilmannlegt að herma það eftir öðrum, og halda að þau verði fullorðin fyrir tímann, ef þau taka upp siði hinna fullorðnu í þessu sem öðru. Jafnvel unglingar um tvítugt þykjast meri menn, þegar þeir eru með vindil eða pípu í munninum við verk sitt eða á götu. Verða þeir þó oft að leggja töluvert að sjer, til þess að geta byrjað tóbaksnautn, því flestum verður ílt af því í fyrstu, og þykir það bragðbeiskt og ógirnilegt. En þá eru oftastnær, því miður, nógir við hendina til að halda því að þeim og draga þá niður 1 sömu kelduna og þeir hafa sjálfir fest sig í. Þannig er bróðurkærleikanum varið hjá mönnum. Það virðist og vera álögur á vorri íslensku þjóð, að geta aldrei haft fje á milli handa, — að eyða, jafnvel áður en nokkuð aflast. Unglingar þeir, sem ekki lifa fyrir neitt sjerstakt öðru fremur, vilja einnig verða af með það fje, sem þeir hafa unnið sjer inn. Og þá verður vínið og tóbakið fyrst fyrir þeim, af áður töld- um ástæðum. Og þótt þeir vildu halda sjer frá þvf og geyma fje sitt, þá tekst þeim það sjaldnast vegna fjelaga sinna. Þeir standast eigi háð þeirra, ginning- ar og ögranir, einkum ef það er einn og einn, sem um er að ræða. Þess vegna ríður á því, ef fáeinir samhuga menn eru saman, að vera samtaka og mynda fjelög, til þess að hafa einhverja að halla sjer að, ef á móti blæs. Það er það, sem nú þarf að fara að gera. Og það þarf að gera meira, það verða allir að hefjast hjer handa, ungir og gamlir, tóbaksneytendur jafnt og tóbaksbind- indismenn. En einkum mundi málinu mikill styrkur að kennurum, barnastúk- um og ungmennafjelögum. Það eruung- lingarnir, hin uppvaxandi kynslóð, sem alt leikur á. Þess vegna þarf umfram alt, að leggja stund á, að efla barna- stúkurnar og mynda tóbaksbindindis- flokka fyrir þá, sem aldurs vegna fara úr þessum stúkura. Það liggur beinast við fyrir templara að snúa sjer nú að þessu, er þá fer að vanta verkefni, og má heita skylda þeirra. Kennarar geta og afarmikið greitt götu málsins, með þvf að hafa áhrif á börn og unglinga í þessa átt, og sýna þeim fram á ógagn og óhagsýni tóbaksnautnarinnar. En einkum virðist ungmennafjelögunum, stefnu sinnar vegna, vera skylt að taka málið til stuðnings. Og þau virðast varla með góðri samvisku geta látið það afskiftalaust, því ennþá er árangurinn af starfi þeirra lítill. En hjer er tækifæri til að vinna gagn, til að vinna að al- mennings heill, og mjer þykir líklegt, að þið, angmennafjelagar, látið það ekki ónotað. Þið eigið að taka mál þetta að ykkur, lýsa samhygð ykkar með því, stuðla að stofnun tóbaksbindindisflokka og vinna því fylgi meðal alþýðu. Verið samhuga og samhentir að þörfu mál- efnil Eins og áður er drepið á, eru þegar til allmargir tóbaksbindindisflokkar og fje- lög úti um land. Til þess að flokkar þess- ir geti notið sín og starfað með atorku að velferð málsins, þurfa þeir að mynda samband sín á milli. Það mundi gera menn ótrauðari og áhugameiri, er þeir vissu sig eiga starfs- og stefnu-fjelaga úti um land, er allir sem einn maður stæðu bak við baráttu þeirra. Auk þess getur efling og útbreiðsla málsins fyrst komið verulega til greina, þegar samband og sambandsstjórn hefur tekið að sjer for- ráð þess og framkvæmd. Slík sam- bandsstofnun mun nú vera í undirbún- ingi, og væri þá vel, ef hún gæti kom- ist á. H. Stríðið. Skúturíborg unnin af Svartfell- ingum. Símað frá Khöfn 23. þ. m.: „Skútarí var tekin í nótt eftir fleiri daga ákafan bardaga". Aftur símað frá Khöfn 25. þ. m.: „ Austurríkisstjórn krefst þess, að Svartfellingar gefi þegar upp Skútarí, og hótar ófriði ella. Svartfellingar þverskallast". Eins og áður er skýrt frá, var floti stórveldanna kominn í Adría- hafið úti fyrir Skútarí til þess að ógna Montenegrómönnum frá að halda áfram umsátinni um Skútarí og höfðu stórveldin ákveðið, að borg- in skyldi lenda innan takmarka Al- baníuríkis. En Montenegrómenn hafa að engu haft þetta, fremur en sam- bandsríki Balkanskagans áður ýmsar fyrirskipanir stórveldanna viðvíkjandi þessum ófriði. Frá IjillÉili til fisliiia. Fyrsta botnvörpuskip Norðlend- inga kom nýlega til Akureyrar, keypt í Hamborg af Ásgeiri Fjeturs- syni kaupm. og Stefáni Jónassyni skipstj., er keypti skipið og kom með það upp til Akureyrar. Dáinn er nýlega Jón Þorkelsson bóndi á Jarlstöðum í Bárðardal, merkur bóndi, bróðir sr. Jóhanns dómkirkju- prests. Fiskiskip Akureyrar hafa, að því er „Norði" frá 11. þ. m. skýrir frá, aflað með betra móti í vor. Þau hata haldið sig vestan við Horn. Bátatjón á Yestfjörðum. Á súmardaginn fyrsta, 24. þ. m., var ákaft hvassveður vestanlands. Þá rak upp 2 vjelabáta, sem Iágu á höfninni í Bolungarvík, og sömuleiðis vjelarkútter frá Eyjafirði. í Hnífsdal sleit upp 4 vjelarbáta. Skemdir urðu meiri og minni á öll- um þessum skipum. Brunnin skip. Austan úr Skafta- felssýslu hafa komið fregnir um, að þar upp á sandana hafi rekið skrokka af 2 frönskum fiskiskipum, og voru báðir allmikið brunnir. Hinn fyrri rak upp á Sljettaleitisfjöru 21. f. m., en hinn síðari í Lóni skömmu síðar. Bæði voru skipin mannlaus, að því er fregnin segir. Dáinn er 20. þ. m. Guðmundur Guðmundsson bóndi á Auðnum á Vatnsleysuströnd, merkur maður, er nánar verður getið síðar. D. D. P. A. Af vangá kom aug- lýsing þess í síðasta tbl. á dönsku. Átti að koma út á íslensku, eins og nú í þessu tbl. Slysfarir á íslandi. Guðmundur landlæknir ritar næsta margar og ágætar ritgerðir um eitt og annað, og ættu allir að lesa þær. En mjer eru nú samt minnisstæð- astar ritgerðir hans þessar: „Um baðstofur og eldivið" („Skóla- blað“i9io); „Næstuharðindin" (íLögr. núna nýlega í vetur); hana ætti fólk að leggja á hjartað. En sjerstaklega vil jeg minnast á fyrirlestur hans um mannskaða á íslandi. (Lögr.1912). Er ágrip af honum í Almanaki Þjóð- vinafjel. þetta ár. Segir hann þar, að druknanir sjeu margfalt tíðari á íslandi en í Noregi; þar farist ekki nema um það bil „ 1 maður á ári af hverjum 1000, er stunda fiskiveiðar. Hjer hafa farist árlega til uppjafnað- ar 12 af hverjum 1000 fiskimönnum". Hræðilegt er að heyra annað eins og þetta! Kennir hann skipunum eða mönnunum um þetta ekki síður en stormunum! „Það hlýtur að vera sjálfum okkur að kenna að mjög miklu leyti", segir hann. Þettatekur þó út yfirl I. Slysfarlr á sjónum. Já, hvernig stendur á því, að þær skuli vera svona margfalt færri í Nor- l egi en hjer á Iandif Ekki get jeg dæmt um skipin, en eftir því litla, sem jeg þekki til sjóferða, þá er jeg hræddur um, að vjer sjeum ennþá fifldjarfari og ógætnari en Norðmenn. Þykja þeir þó mestu sjógarpar heims- ins. Þetta álit mitt byggi jeg eink- um á því, að Norðmönnum tekst að sigla lengra á opnum bátum en vjer gerum. — Þegar þeir t. d. sigla í verin frá Mið-Noregi til Norður- Noregs, „þá (segir í norskri landa- fiæði eftir Olav Schulstað 1907) sigla sumir á opnum bátum mörg hundruð kílómetra, og það oft í kaf- aldi og stormi". Þá þarf sannarlega gætni, ef ekki á ver að fara. Ógætn- um sjómönnum mundi ekki henta að sigla á opnum bátum t. d. frá Reykja- vik til Norðurlandsins; þeim yrði víst mörgum hálft á því, altjend þá í byljunum. Og byljótt og skerjótt er víðast hvar í hinum mörgu fjörðum og sundum Noregs. Er því oft mjög hættulegt þar og þarf mikla gætni. Svo tók jeg eftir því við firðina, og það líka við smáfirðina, í Noregi, að opnu fjarðaferjurnar voru vel útbún- ar að árum, austurtrogum og öðrum áhöldum. Jeg fór yfir margan fjörð- inn á kænum þessum, oftast með einum manni, sjaldnar fleirum, og ekki man jeg eftir neinum báti, sem ekki voru 4 eða minst 3 árar í. En hjer á landi, og það á hættulegum stórám, eru þær oft ekki nema tvær, og svo hríðleka sumar ferjurnar. Sum- staðar á landi hjer eru menn þó gætnir, enda er þar jafnan minna um slysfarirnar. Jeg var 15 ár í Norður-Þingeyjar- sýslu. Voru þar talsverðar sjóíerðir bæði til róðra og flutninga. Bátarnir voru litlir, en á þeim var stundum farið fyrir Tjörnes; er þar bæði opið haf og brimasamt; en ekki man jeg eftir neinum skiptapa þar þessi 15 árin; sóttu þeir þó sjóinn eftir at- vikum líkt og alment gerist, Á Breiðafirði og austanfjalls þóttu fyrrum slysfarir á sjó heldur fágætari að tiltölu en á Faxaflóa, enda voru siglingar á flóa þeim sagðar ógæti- legri en á hinum svæðunum. II. Slysfarir á landi. Hræðilega margar eru þær líka og eins oft ógætninni að kenna. Eins og margir drukna á sjó vegna hirðu- leysislegs útbúnaðar og heimskulegra siglinga, eins drukna margir í vötn- um og ám af því þeir reyna ísinn illa og ríða glannalega. Það er herfilegt að hugsa út í það, hvað fjölmargir drukna í smáspræn- um, sem krakkar geta oft vaðið. En aftur drukna sama sem engir í hinum voðalegustu jökulám landsins, þar sem gætni er orðin að reglu. Tökum t. d. Jökulsá í Axarfirði. Eins og kunnugt er, þá er hún ein- hver hin ægilegasts stórá landsins. En sárfáir hafa í hana farið —- mig minnir einir þrír, eftir sögnum elstu manna þar nyrðra; þó er hún afar- ströng og oft mikil sandbleyta í henni. Örsjaldan hefur hún öll verið riðin og þá altaf á sund. Enkvíslar hennar, sem eru eins og stórár, þær eru margoft riðnar. Aðaláin er altaf farin á ferjum og hafa þær verið heldur litlar. Oft er hún auðvitað farin á ís. Er hún því mjög fjöl- farin, já, sumir renna sjer um og yfir hana á skautum — það hef jeg sjálf- ur gert. — Oft er ísinn þó ótryggur; hana leggur illa og hún fellur fljótt. Yfir enga stórá landsins hefjegjafn oft farið; jeg var orðinn miklu óhrædd- ari við hana en margar smærri árn ar. Hversvegna? Af því jeg hafði jafnan gætna fylgdarmenn og lærði gætni af þeim. Það er sem sje auðvitað gætninni að þakka, að jökulsá þessi hefur ver- ið svona farsæl. Lang-voðalegust eru þó líklega vötnin í Skaftafellssýslunum. En að Jökulsá á Sólheimasandi undanskil- inni drukna að tiltölu fáir í þeim, Hverju ætli það sje að þakka nema forsjá og gætni? Markarfljót er eitt með hættulegri stórám landsins, þótt minna sje en Jökulsá í Axarfirði. En við það hafa verið duglegir og gætnir fylgdarmenn. Eru mjer minnisstæðastir þeirra Vig- fús bóndi á Brúnum, Lúðvík lausa- maður í Stórumörk og Sigurður á Hellishólum. Ef allir færu eins skyn- samlega, og þó hraustlega yfir ár, og þeir gerðu, þegar þeir fylgdu mjer, þá yrði færra um slys í ám vorum. (Niðurl.). Guðm. Hjaltason. Sfðustu jrjettir af gosinu. Nú, rjett í þvf að blaðið er að koma út, er sagt að austan, að orð- ið sje bjart til fjalla. Nyrðri reykirnir, frá Valafjalli, eru meiri en í gær, en hinir syðri minni. Ský er yfir Heklutindinum, og snjór er minni á fjallinu en áður. Rindar auðir, en allar hvilftir hvítar. Annars ekkert nýtt. Laugardaginn þann 3. næsta mánaðar verðnr, eftir beiðni Páls bónda Stefánssonar, opinbert upp- boð haldið á Elliðavatni í Sel- tjarnarneshreppi, og þar og þá scldar 20 kýr, 5—6 vagnliestar, um 150 ær og svo ýmsir munir utanstokks og innan, vagnar og margt fl. — Uppboðið byrjar kl. 12. á hád- greindan dag; uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. — Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 17. apríl 1913. ■— Magnús Jónsson. ÓAiim er það blað, sem kaup- endur beinlínis græða peninga á að kaupa, því eftir nokkur missiri geng- ur hann kaupum og sölum fyrir hærra verð en hann kostar upprunalega. Ftbrúarblaðið flutti myndir af Finni Jónssyni prófessor í Khöfn, Huldu skáldkonu og Jóni Ólafssyni á Ein- arsstöðum í Reykjadal, með æfisögu hans ritaðri af sjálfum honum. Enn- fremur þýðingar af kvæðum eftir ýms þýsk skáld, gerðar af Alexander Jóhannessyni. Marsblaðið flutti myndir af Matth. Jochumssyni skáldi, magister H. Wiehe, Bjarna heitnum Thorsteins- son lækni, Lækjarmótshjónunum Sig- urði og Margrjeti, Gísla Sigurðssyni á Stóra-Fjarðarhorni, og af kvenna- skólahúsinu eldra á Blönduósi. Kvæði eftir Þorst. Gíslason, Sigurj. Friðjónsson, Guðmund Friðjónsson, Huldu og Jakob Thorarensen. E d i s o n er merkasti uppfundninga- maður heimsins. Hann var eitt sinn spurður að, hvers vegna hann væri bindindismaður. Edison svaraði: »Jeg held, að al- bindindi mitt stafi af því, að jeg hef jafnan haft þá skoðun, að jeg gæti not- að höfuðið á mjer til einhvers betra en að gera það ringlað með áfengi«. Maurice Maeterlinck ereinn af frægustu rithöfundum Norðurálfunnar. Hann hefur ritað þetta um áfengisnautn- ina : »Sá sem hefur hætt við áfengisnautn- ina, hefur með því losað sig við flestar hinar grófu og óstjórnlegu unaðsemdir. En geislaljómi þessara unaðsemda og hin kveljandi löngun í þær hindrar mest af öllu eðlilega þroskun og framför mannkynsins. Að slíta sig Iausan frá áfenginu er sama sem að skapa í sjálf- um sjer göfug áform, nýjar óskir og unaðsemdir, sem standa á hærra stigi, og aldrei geta orðið jafn auðvirðilegar og unaðsemdir áfengisins. En ætli mannkynið öðlist nokkru sinni þessa ljettari og hreinni tíma? Nú sem stendur drepur áfengið hina tryggu vini sína, eitrar helminginn af mannkyninu og hefur auk þess djúp og veruleg áhrif á hugsunarhátt þeirra manna, sem þó sjálfir hafa viðbjóð á því og hata það. Áfengið viðheldur auðvirðilegri gleðskaparhugmynd í hjört- um fjöldans og einnig í hjarta afbragðs- mannsins vegna áhrifa þeirra, sem al- menningur hlýtur jafnan að hafa á hann. Og þessar grófu gleðskaparhugmyndir draga niður f saurinn alt, sem heitir rólegur, friðsæll og unaðsríkur fagnaður í samvistum manna og samkvæmum, og þær koma því til leiðar, að engar há- leitar, göfugar, djúpar og alvarlegar hug- sjónir, mannkyninu samboðnar og verð- ugar, fá að láta á sjer bera«. brúkuð fslensk, alls- konar bopgar enginn betur en Helgi Helgason (hjá Zimsen) Keykjavík. jlæstu harðinðin. Eftir G. Björnsson. Sjer- prentun úr Lögrjettu. Fæst hjá bóksölum. Verð: 40 au. Mannskaðar á íslandi. Eftir sama höfund. Verð 15 aurar. Prentsmiðjan Gutenberg

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.