Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 30.04.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 30.04.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimtum,: PORARINN B. ÞORLÁKSSON. Veltusundi 1. Taliimi 359. LiUUrflJLi 1 141 Ritatjori: fORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Taliimi 178. M 20. Ifceylijavllí 30. apríl 1913. Vm. árg. I. o. o. F. 94529 LáruB Fjeldsted, Yflrrj ettarmálafnnlumiSuF. Lækjargata 2. Helma kl. 11 —12 og 4—7. Bækur, Innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymuntissonar. ]. pierpont JIKorgan. Þegar John Pierpont Morgan ljest í Róm 31. mars næstliðinn átti heimur- urinn að sjá á bak einum mesta fjármála- mann síðari tima, og þótt leitað sje í sögunni, mun jafningi hans ekki auð- fundinn; en það er nú ætlð nokkuð við- sjárvert að jafna saman mönnum frá ýmsum tímura; lífsskilyrðin eru svo mis- jöfn og afrek manna eru svo háð því, á hvaða tímum þeir lifðu. Fjármálin eru og svo frábrugðin því, sem þau voru fyrrum; það er hægra nú á tlmum að láta til síh taka á stærra sviði en áður var, en samkepnin er líka meiri og reynir því meira á hæfileika mann- anna, dugnað þeirra og framsýni. En í fjármálum heimsins á síðustu áratug- um hefur að engum einstakling meira kveðið en Morgan. Og ef menn vilja jafna honum við einhvern mann frá liðnum öldum, þá kemur mónnum þeg- ar í hug Cosimo de' Medici, ættfaðir hinnar frægu Medici-ættar i Florens á 15. öld, og eins og siðar skal bent á var það ekki einungis fjárglegnin, sem þeir höfðu sameiginlega. Morgan var fæddur 1 Hartford, Connectícut, 1837. Faðir hans var þá kaupmaður þar, en varð slðan bankhafi í Lundúnum og auðugur maður og mikils metinn fjármálamaður. Eftir að hafa lokið skólanámi í Boston, stundaði Morgan nám um hríð við háskólann i Göttingen, og þótti sjerlega skara þar fram úr óðrum í tölvísi. Síðan settist hann að í New-York og tók þegar að gefa sig að fjármálum og gat sjer brátt nafn i þeim. Hann stofnaði þar banka á- samt ýmsum öðrum, og eftir lát föður sins tók hann banka hans i Lundúnum, og síðar stofnuðu þeir fjelagar annan banka i París; hafa allar þessar fj'ár- stofnanir aukist rnjög undir stjórn Morgans. Þegar Morgan settist að í New-York var Jay Gould í miklum uppgangi þar og lagði þá grundvöllinn til hinna mörgu miljóna, er hann ljet börnum sínum i arf. En sú var aðferð Goulds við auðsafnið, að koma járnbrautafjelög- um á heljarþrömina, svo að hlutabrjef þeirra urðu lítils virði, og þegar svo var komið, ljet hann greipar sópa um reitur þeirra. Þetta var auðvitað hreinasta ræningja-aðferð, en þó ilt að hindra það með lögum. Eitt af þessum járn- brautafjelögum, sem Gould var að leika þannig, leitaði i vandræðum sínum til Morgans. Morgan tókst málið á hend- ur, og hann bar sigur úr býtum; fjelag- ið frelsaði hann, en Gould misti af rán- inu í það sinn. Þetta var fyrsti sigur Morgans, og einkennir hann og alt hans æfistarf; því að hann bygði altaf upp, en reif aldrei niður, eins og Gould og margir aðrir auðkýfingar gerðu þá og gera enn. Hann tók hverja fjár- stofnunina á fætur annari, sem að falli var komin, og reisti þær við, en það voru þó einkum þrjú fyrirtæki, sem gáfu það mikla álit, sem hann naut á síðustu árum. Eftir hinn mikla fjárfelmt (panix) árið 1893 var gullforði ríkissjóðs Banda- manna í Washington nálega að þrotum kominn, svo að til vandræða horfði. Stjórnin hafði leitað ýmsra fjármála- manna um að útvega gull, en enginn þorði að eiga við má|ið. Loks [ tókst Morgan á hendur að kaupa 200 I miljóna dala virði af skuldabrjefum s stjórnarinnar og greiða gull fyrir, og gerði á það örstuttum tímum. Síðar var mjög að því fundið, hve háa þóknun hann tók fyrir ómakið, en því svaraði Morgan svo, að hættan hafi verið svo mikil, er hann tók, að það væri ekki otborgað. Annað af stór-fyrirtækjum Morgans var stofnun stálfjelagsins mikla (Steel trust). Hann þóttist sjá, að samkepnin og rígurinn milli hinna mörgu stálverk- smiðja mundi hafa illar afleiðingar, og því kom honum til hugar að sameina þær allar, svo að samvinna næðist. Á þrem mánuðum árið 1901 hafði hann náð kaupum á öllum helstu verksmiðj- um og myndað fjelagið, sem nú vinnur með biljón dala höfuðstól, en sagt er að hann hafi tekið fyrir starf sitt 7^/2 miljón dala. Það geta auðvitað verið skiftar skoðanir um það, hvað heppileg svo stór samsteypa sje, því að auðvitað kemur hún í veg fyrir samkepni, sem ávalt er nauðsynleg að meira eða minna leyti, en engu að síður var það stór- virki að koma þessu í framkvæmd á svo stuttum ttmum, og ef til vill hefur það, þegar á alt er litið, borið góðan árangur. En slðar hafa sllkar samsteyp- ur verið gerðar í öðrum greinum, og þykja gefast misjafnlega, enda hefur sambandsstjórnin fult í fangi með þær, því að löghlýðnar reynast þær ekk allar, og eru oft harðhentar við lítil- magnann. Loks kom hinn mikli fjárfelmtur 1907. Bankar hrundu eða komust á heljar- þrömina hver á fætur öðrum, og láns- traustið varð að engu. Enn var leitað til Morgans, og með fjármagni sínu og áliti tókst honum að stemma stigu fyrir meiri vandræðum. Eftir það mun hann hafa farið að fást við samsteypu stórra banka, til þess að koma i veg fyrir slíkan fjárfelmt síðar meir, og nokkuð mun honum hafa orðið ágengt i því efni. En út af því reis sá kvittur, að til væri, það sem nefnt vefur verið »money-trust«, og gæti ráðið öllu um lánveitingar og viðskiftatraust, með öðr- um orðum: hefði alt peningamagnið í landinu i höndum sjer og gæti farið með það eftir vild. Kongress skipaði nefnd til að rannsaka það mál, og hefur hún yfirheyrt alla fjármálamenn, er nokkuð kveður að; þar á meðal stefndi hún Morgan á sinn fund; var hann skýr i svörum um málið, en neitaði að slík samtök ættu sjer stað, eða yfir höfuð gætu átt sjer stað. Nefndin þóttist þó komast að annari niðurstöðu, og vill nú stjórnin koma í veg fyrir slíka sam- steypu, en enn er eigi sjeð fyrir endann á þvi máli. Það ber öllum saman um, að Morgan hafi verið óvenjulega skjótur til álykt- ana uro fjármál, enda hepnuðust vel öll hans fyrirtæki. Hann þurfti ekki nema fáar mínútur til að segja af eða á um það, sem hefði tekið aðra menn langan tíma til að skera úr. Og hann stóð við orð sin; orð Morgans stóðu eins og stafur á bók; hann hafði traust allra, og enginn efaðist vist um, að hann væri ráðvandur maður og vandur að virðingu sinni. Þegar Morgan sagði eitthvað opinberlega, tóku allir eftir því; en hann var fámálugur og blaðamenn fengu aldrei mikið upp úr honum. Hann var vfst nokkuð einrænn maður. Hann þótti tíðum byrstur og næsta óþýður við ókunnuga, og er sagt, að þá væri best að svara honum í sama tón. Þrátt fyrir auðæfi sin og vald það, er hann átti undir sjer, barst hann ekki mikið á, eins og nú á tímum þeim, sem eru rikir, og einkum þeim, sem verða það, jafnan hættir við; sýnir það meðal annars, að Morgan var aristókrat; hann flýði marg- menni, en fór sínu fram. Konungar og keisarar leituðu hans, og hafði hann vináttu margra þeirra, enda var hann sæmdur mörgum hinum æðstu tignar- merkjum. Því má heldur ekki gleyma, að Morgan var stórgjöfull maður; hann gaf ýmsum stofnunum stórfje, og allar gjafir hans munu nema mörgum miljón- um dala; en hann gaf helst svo, að ekki bar mikið á, og var hann í því sem öðru ólíkur öðrum auðkýfingum, sem vilja láta ljós sitt skína, ekki síst þegar fje það, er þeir hafa yfir að ráða, er ekki sem best fengið. En jafnframt því að Morgan gat sjer slíkan orðstír sem fjármálamaður, var hans líka getið að öðru, og það var að safna listaverkum og öðrum gersemum. Það mun varla dæmi til slíks, nema ef vera skyldi Cosimo de' Medici og son- ur hans Lorenzo il Magnifico, sem lögðu grundvöllinn til hinna miklu listasafna, St. pauls kirkjan i £unðúnum. Hún er þriðja stærsta kirkja í Norð- urálfu, en þær tvær, sem eru stærri, eru St. Pjeturs kirkjan í Róm og dómkirkjan f Milanó. St. Pauls kirkjan er 515 fet á lengd og 250 fet á breidd, en frá göt- unni og upp á krossinn yfir kúplinum eru 365 fet. Hún er bygð úr Port landssteini, svo kölluðum, og er krosskirkja i gotneskum stíl. Tveir turnar eru sinn hvoru megin megin við innganginn og eru 12 klukkur í þeim sem er hægra megin, en 1 stór klukka í hinum, er vegur 17 tonn og hringir á hverjum degi kl. 1 í 5 mínútur. 011 er kirkjan bæði stórkostleg og fögur. I henni eru hinir nafnfrægu hvískurpallar, en svo kallast þeir af því, að þegar lagt er hvíslað þar úti við veggina á vissum stöðum, heyrist það hvískur eins og hátt tal hinumegin í kirkjunni. Meistarinn, sem bygði þessa kirkju, hjet Christófer Wren. Hann var fæddur 1632 og var orðinn kunnur stærðfræðing- ur og stjórnfræðingur, er hann gerðist húsgerðameistari. Hann varð síðar yfir- bygginganieistari Englands og hefur bygt ósköpin öll, þar á meðal 60 kirkjur, en aðalverkið er St. Pauls kirkjan, og þar liggur hann grafinn ásamt frægustu mönn- um Englands. Þar er legstaður Nelsons, legstaður Willingtons o. s. frv. Flestir St. Pauls kirkjan í Lundúnum. em þdr legstaðir ^^ íögrum minn_ ingarmerkjum, nema legstaður Chr. Wrens sjálfs. Á honum er ekkert annað en svört marmaratafla og þetta letrað á: „Lesari, ef þú vilt sjá minnismerki hans, þá líttu í kring um þig". Kirkjan var reist á árunum 1675 —1710, og er það talið eins dæmi, að svo mikil bygging hafi verið reist á jafnstuttum tíma. Kostnaður er sagður hafa verið 18 milj. kr. og var hann fenginn á þann hátt, að lagður var tollur á kol og vín, er flutt var til Lundúna. Þar sem St. Paulskirkjan stendur nú höfðu lengi áður en hún var gerð staðir kirkjur helgaðar Páli postula, en þar á undan segja sagnirnar að verið hafi þar Díönumusteri. Fyrsta St. Páls kirkjan var reist þarna á 7. öld og brann hún 1087. Svo var reist þar ný kirkja, sem sögð er hafa verið stærsta kirkjan, sem bygð hafi verið í Englandi. En hún brann líka og eyðilagðist. Síðast hafði Oliver Cronwell haft hana fyrir hesthús. En á rústum hennar reisti Chr. Wren þessa merkilegu byggingu, sem hjer er lýst. Chr. Wren dó 1723, 91 árs að aldri. Nýlega hafa menn orðið þess varir, að sprungur eru að koma f veggi St. Pauls kirkjunnar, og orsökin er sú, að neðanjarðar-járnbrautargöng hafa verið lögð þar nálægt, er losað hata um grundvöllin, en á honum hvílir feiknaþungi. Þetta hefur vakið mikla athygli og úr öllum áttum hefur þess verið krafist að hætt yrði við járnbrautagöngin og alt til þess gert að vernda kirkjuna. sem nú eru í Flórens, enda hefur Mor- gan oft verið nefndur Medici vorra tíma. Það munu nú ef til vill margir segja, að auðvelt sje að safna listaverk- um, þegar nóg er fjeð fyrir hendi að kaupa fyrir, en það er nú ekki ætíð svo. Það hefur verið sagt, að listin væri fósturdóttir auðlegðarinnar, en engan veginn dóttir hennar, og er það satt. Það er margur auðmaðurinn, sem gerir alt til að skreyta hús sitt með listaverkum, og horfir ekki i kostnað- inn; en svo fer oft fyrir honum, að í stað þess að verða listasafn, verður hús hans hæli smekkleysis og tilgerðar. Og svo hefur farið fyrir mörgum af sam- timamönnum Morgans, sem hafa leitað listarinnar með fjársjóðnum einum. En hjá honum fór saman fjármagnið og bæði góður smekkur og mikil þekking á listinni. Það var engin tilgerð hjá honum, hann unni listum og var lika vel mentaður maður og hafði gott vit á bókmentum. Og auðvitað naut hann lika ráða sjerfræðinga við kaup sín. Honum var heldur ekki eingöngu ant um að safna fyrir sjálfan sig, hann styrkti einnig með ráðum og dáð og stórgjöfum opinber söfn, því að hann vildi auka fegurðartilnnningu og lista- þekkingu hjá alþýðu manna. Eitt af þeim söfnum, er hann sjerstaklega ljet sjer ant um, er hið mikla Metropolitan Museum í New-York. í söfnum í Lund- únum voru og mörg af listaverkum hans; lánaði hann þeim þau til þess að þorri manna mætti sjá þau. Heimili hans í Lundúnum var sannkallað listasafn; bar það til þess, að hár tollur var um lang- an aldur á listaverkum, sem flutt voru til Ameríku; vildi hann því eigi flytja öll þeirra jþaagað. Nú hefur sá tollur loks verið afnuminn, og síðastliðið ár flutti hann mörg þeirra yfir Atlants- hafið. Aðalsafnið han hefur þó ávalt verið í New-York. Vi* hliðina á íbúðarhúsi hans í 36. stræti ^ r stendur mjög fag- urt hús úr hvitum tarmara, sem hann ljet reisa og venjult^a er kallað bóka- safn Morgans, Það ,\ 'U ekki nema út- valdir menn, sem hn fengið að sjá vCtgerðarmenn! Ætíð birgðir fyrirliggjandi af enskum og skotskum kolum, salti og matvælum. Semjið sem fyrst við oss um kaup á þessum vörum handa botnvörp- ungum yðar. OLceypis toryg-gjur og vatn. Fljót afgreiðsla. Abyggileg afhending. framtíðin, Seyðisfirði. Hl Símnefni: Framtiðin. það að innan og það, sem það geymir; en fyrir nokkru var gefin stutt lýsing á því í »The Times«. Húsið er svo gert, að það er örugt fyrir eldi og innbrots- þjófum, enda geymir það ómetanlega fjársjóðu, málverk, líkneski úrmarmara, eiri og fílabeini, veggjatjöld og alt það annað, er listin hefur framleitt á ýms- um tímum og í ýmsum löndum. Einkar merkilegt er og handritasafnið og bóka- safnið, sem þar er geymt. Þar er óvið- jafnanlegt safn af hinum fyrstu bókum, sem prentaðar voru, svo sem Aldus- og Elzevir- útgáfurnar frægu og rit þau, er Caxton, fyrsti enski prentarinn, gaf út. Þar er hinn frægi Psaltari frá 1459, sem eitt sinn var seldur fyrir 5000 púnd sterlings, en hvað Morgan gaf fyrir hann vita menn ekki. Þar er Gutenbergs- biblía og — Guðbrandar-biblía. Þar eru hin frægu Ashburnham-guðspjöll, miðaldahandrit i bandi, sem alt er sett gulli og dýrustu gimsteinum. Þar eru og eiginhandrit höfunda af mörgum þektustu ritum á enskri tungu, svo sem handrit af Popé's Tilraun um manninn, Byron's Don Juan, Scott's Ivanhoe og frumritið af Milton's Paradísarmissio.fl. Skrá ljet Morgan prenta yfirsafn það af »incunabula«, sem hann átti; en svo eru nefndar bækur þær, er prentaðar eru á fyrstu öld prentlistarinnar, eða fram að 1500; er sú skra hin prýði- legasta og mun hafa kostað þúsundir dala. Hann hefur einnig látið prenta skrá yfir smámyndir (miniaturer), sem hann á, og er vist leitun á öðru eins safni og annari eins skrá. Mönnum er nú forvitni á að vita, hvað af öllu þessu verður eftir dauða eigandans; enn er það ekki kunnugt, því að erfðaskrá hans hefur ekki verið birt. Það er næsta ólíklegt að hann muni hafa ákveðið að þessu ágæta safni skyldi skift meðal erfingjanna eða það selt. Slíks eru auðvitað dæmin mörg. Bræð- urnir Goncourt áttu ágætt listasafn, en þeir gerðu þá ráðstöfun, að eftir sinn dag skyldi það selt, svo að aðrir safnarar mættu fá sömu ánægju af að safna eins og þeir sjálfir hefðu haft. Safn þeirra var þó ekkert i samanburði við Morgans. Það er eiginlega alveg einstakt í sinni röð sem safn einstaks manns, bæði að því er dýrleik þess og fjölbreytni snertir. Þess hefur verið \

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.