Lögrétta

Tölublað

Lögrétta - 03.05.1913, Blaðsíða 1

Lögrétta - 03.05.1913, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- og innheimlum.: ÞORARINN B. ÞORLÁKSSON. VeltuBvmdi 1. Talilml 369. LÖGRJETTA Ritstjori: CORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsiml 178. M fBL. Eteykjavllc 3. maí 1913. VIII. árg. Frjettir frá eldstöðvunum, Ólafur íaleifsson a Pjorsárbru sHoöar þær fyrstur manna og gefur I>ögr. skýrslu um förina. I. Fregnmiði frá Lögr. 30. apríl. Síðastl. miðvikudag sendi Lögr. út eftirfarandi fregnmiða, sem flutti fyrstu fregnirnar frá eldstöðvunum: „Ólafur ísleifsson á Þjórsárbrú fón- aði til Lögrjettu kl. 5 í dag. Hann var þá nýkominn frá eld- stöðvunum. Hafði fyrstur manna farið þangað upp eftir til þess að skoða þær og fengið með sjer Ólaf í Austvaðsholti. Þeir fóru á stað á mánudag. Eldstöðvarnar eru norðan við Heklu, á Fjallabaksvegi, austur af Valahnúk. Þar er runnið fram stórt hraun. Af örnefnum þar, sem hraun- ið rennur um, nefndi hann Lamba- fit og Lambaskarð að austan, en Sauðleysur í útsuður. Upp úr hraun- inu rauk mikið, Voru reykir úr 30 stöðum. Þegar þeir höfðu verið þar upp- frá um 1V2 kl.tíma, kom gos með ákaflegum mekki, og var það stór- kostlee sjón. Svo tók við hver gíg- urinn af öðrum og gusu, og stóð á þessu nálægt «/* kl.tíma. Margir eldstrókar og háir stóðu þá í loft upp. Töldu þeir 10 gíga með eld- stólpum. í Krakatindi er ekki eldur. Sá eldur, sem menn halda að þar hafi verið, hefur verið í Rauðufossum, austan við líeklu. Öskufall ekki mikið, nema rjett við eldinn. Hraunið hefur lokað vegum þarna uppeftir, svo að Landmenn munu ekki geta rekið á afrjett í sumar. Ófærð mikil þarna uppfrá, svo að þeir Ólafur urðu að ganga af hest- unum". Hr. Ólafur ísleifsson kom suður hingað í fyrrakvöld, og hefur hann nú gefið Lögr. nánari lýsingu á gos- inu, er hjer fer á eftir. II. Inni við eldana. Jeg lagði af stað að heiman frá mjer 28. maf einn míns liðs, án þess jeg ætti mjer nokkurn samfylgdar- mann vísan, en jeg treysti því, að Landmenn mundu slást f för með mjer; sjerstaklega treysti jeg þó Ólafi Jónssyni fyrv. hreppstj. í Austvaðs- holti til þess, enda varð hann vel við bón minni. Ólafur er allra manna kunnugastur á Landmanna-afrjetti, bæði farið þar oft um og var með Þorvaldi Thoroddsen 1889, þegar hann ferðaðist inn um Landmanna- afrjett og innan um Veiðivatnaöræfi alla leið inn að Vatnajökli og Tún- árbotnum, eins og kortið sýnir, sem hann tók á því ferðalagi (Fiskivötn og umhverfi). Öll þau nöfn á kenni- leitum, er jeg nefni hjer sfðar, hefur Ólafur gefið mjer. Llklega hefðu þeir Eyjólfur í Hvammi og síra Ófeig- ur í Fellsmúla slegist í förina, hefði ekki staðið svo á, að daginn eftir, 29. apr., voru þeir búnir að kalla saman hreppsfund til að ræða um þátttöku f stofnun Eimskipafjelags- ins nýja. Á heimleiðinni frjetti jeg það, að samþykt hefði verið á fundi þessum, að hreppurinn tæki 3000 kr. lán til þess að leggja fram til fyrir- tækisins. Betur að fleiri hreppar gerðu slíkt hið sama. Á Rangárvöllum og Landi hafa jarðskjálftar orðið lítið meiri en í framsveitunum; hvergi orðið skemd- ir nema á Galtalæk; þar hrundi fjós- gaflað, sem hafði þó verið eitthvað brostið síðan í jarðskjálftunum í fyrra vor. Dynkir og dunur miklar heyrð- ust á Landinu föstudagskvöldið 25. apr. Líkti fólk því við ógurlegan brimgný eða þrumuhljóð, en þó miklu mikilfenglegra. Talsvert ösku- íall sagðist fólk á efstu bæjunum hafa orðið vart við á föstudaginn og laug- ardagsnóttina. Hekla hefur tekið lit- breytingum ýmist af öskufalli eða snjó. Þess vegna hafa sumir haldið, að hún væri að bræða af sjer, en það er alls ekki. Á þriðjudagsnóttina kl. I lögðum við á stað frá Galtalæk. Þungfært var á köflum þar inneftir; þó var færðin betri en við höfðum búist við. Þegar við komum inn f Sölfabraun, fengum við framan í okkur smágert vatnsgufuhret, sem okkur súrnaði undarlega í augum af. Öfærð af snjó byrjaði aðallega þegar við komum uppundir Valahnúka. Fast upp að fremsta hnúknum hefur Nýjahraun runnið í Krakatindsgosinu 1878, og er þar ruddur vegur á svo sem 20 faðma svæði. Þaðan sáum við, óglögt þó vegna þokusúldar, til eldstöðv- anna. Ófærðin óx eftir því sem nær dró að eldstöðvunum; snjórinn var mjög kramur og hjer og hvar með vatni. Eldurinn hefur komið upp á lág- um sandi meðfram Helliskvísl, en hún virðist nú horfin undir hraunið. Lambafit var áður norðan við kvísl- ina og er hún Iíka horfin undirhraun. Þess vegna gáfum við hrauni þessu nafn og nefndum það Lambafitja- hraun. Hraunið hefur runnið fram á sandinn og meðfram kvíslinni til norðurs. Vestan að hrauni þessu, eða eldstöðvunum, liggja hraun og landflesjur, sem lágu upp að áður- nefndri kvísl. Að austan er há alda, sem nefnd er Austurkringreiðaralda, og liggur við Hrafnabjörg. Suð- vestur af Hrafnabjörgum tekur við Lambaskarð; þar vestur af Sauðleys- urnar. Vestur af þeim taka við há- ar öldur með sandgiljum, sem nefnd eru Krókagil. Eldgígaröð liggur með- fram hrauninu; stærstir eru gígarnir þó við austurhorn þess. Um stærð hraunsins getum við ekki vel sagt, því mikið af t/manum, sem við vorum þar, var stormur og vatnsgufuhret, enda ófærð mikil í kringum hraunið; máttum heldur ekki fara langt frá hestunum mannlausum vegna dynkja og óláta, sem gátu fælt þá. Þegar við komum að eldstöðvun- um, sáum við enga elda, en reyki mjög víða, en mestir voru þeir með- fram upptökum hraunsins. Þegar við höfðum skoðað okkur um á ann- an kl.tima og vorum komnir til hest- anna, heyrðum við dynki og sog mikil; var þá einn gfgurinn byrjaður að gjósa. Við sáum hvar hann þeytti upp þykkum, dökkleitum gufu mekki, eins og knúður af einhverju kynja-jötunafli. Mökkurinn steig hátt í loft upp, beygðist svo aftur niður og tók á sig sem allra snöggvast undurfagra mynd, áður en hann breyttist í gufuský og leið ut í loftið. Alt var þetta svo stórfengleg og til- komumikil sjón, að ekki er til neins fyrir mig að reyna að lýsa henni með orðum. Jeg stóð þarna högg- dofa frammi fyrir mikilfengleikanum. En mynd þessi mun mjer ekki gleym- ast og þessi sjón margborgaði mjer terðina. Gosið stóð yfir í 5 mínútur; þá byrjaði næsti gígur að gjósa, og svo öll röðin. Þetta stóð yfir í hálf- tíma. A eftir gosunum sauð og vall Við erum nú vel byrgir af Xarlm.- og unglinga-fotum, skinnjokkum og vestum. alls konar, og Nœrfötum. í bænum af I?eysii.iiuiiai alþektu. „3crsey"-alíotin á böm, o. m. fleira af fatnaði í Austurstrœti 1. Ásg. G. Gunnlaugsson ft Co. íSlit löt mii Lang-stærsta úrval Einnig I. O. O. F. 94599. Lárus Fjeldsted. Yflrrjettarm*lafaerslumaOur. Lækjargata 2. Helma kl. 11 —12 og 4-7. Bselcur, Innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir i Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. eldurinn upp úr þeim og spúðist all- hátt úr sunium. Þegar við fórum, töldum við io gíga gjósandi. Líklega hefur hraungosið sjálft ekki staðið mjög lengi yfir. Þessi eldur, sem sjest hjer fram um sveitir og lengst á haf út um nætur, er ekki eldurinn sjálfur, heldur bjarmi, sem slær upp á vatnsgufu- og reykjar- skýin, sem altaf eru uppi yfir eld- svæðinu, og sýnist sem glóð í fjar- lægð. Hraunið, sem komið hefur við gos þetta, hefur tekið af Fjallbaksveginn, og mikill farartálmi mun það verða þeim, er þurfa að ferðast þar á milli bygða, en einkum þó þeim hrepp- um Land- og Holta-manna, er þurfa að reka fje sitt á Austurafrjettinn. Eldurinn virðist vera að dvína, en ekki er gott að segja, nema hann kunni að taka sig upp aftur þá minst varir, eftir því sem eldgos hafa hag- að sjer að undaníörnu. Lítið hefur orðið af öskufalli, nema helst í kring- um eldstöðvarnar, og vikur sást ekki. Til eldsins fyrir sunnan Heklu hefur nú ekki sjest f nokkra daga. Hann hefur að lfkindum, eftir því sem kunnugustu mönnum ber saman um, verið f svokölluðum Rauðufoss- um. Þeir eru í stefnu suður af áður nefndum Krókagiljum. Ólafur Isleifsson. III. Síðustu fregnir að austan. Lögr. talaði í gærkvöld við Egg- ert Briem frá Viðey, er þá var ný« kominn frá eldstöðvunum niður að Þjórsárbrú, ásamt þeim Andrjesi Fjeldsteð augnlækni og Guðjóni Sig- urðssyni úrsmið. Þeir voru þar upp- frá á fimtudaginn. Einn gígurinn var þá sfgjósandi og vall út úr honum hraun eins og fossfall. Rann það hraun yfir hraunið, sem fyrir var. Þeir komust fast að gígnum og gengu út á hraunið, sem fyrst hafði runnið. Ljet É. Br. mjög vel yfir för þeirra, hve skemtileg hún hefði verið. er Balkanmálin. Það er ekki mikið að græða á sið- ustu blöðum frá útlöndum um horf- urnar á Bankanskaganum, fram yfir það, sem borist hefur hingað með símskeytum. í síðustu blöðunum er gert ráð fyrir friði bráðlega, en þá er líka við því búist, að Montenegró- menn láti að vilja stórveldanna og taki ekki Skútarí, er þeir síðan hafa tekið. Það er sagt, að úrslitafriðar- gerðin eigi að fara fram f Lundúnum. Það eru ekki aðeins Grikkir og Búlgarar, sem ósáttir eru um skift- ingu herfangsins, heldur líka Serbar og Búlgarar. Grikkir og Búlgarar deila einkum um Salonikí, en Serbar og Búlgarar deila'um Monastir, Ochrida, Prilep og Veles. Búlgarar krefjast þar yfirráða samkvæmt samningum, er gerðir hafi verið áður en stríðið hófst, en Serbar hafa tekið þessar borgir og lönd og vilja halda þeim með rjetti sigurvegaranna. Hver þessara þriggja þjóða um sig þykist nú vera fjölmennust í Makedóníu, og munar afarmiklu hjá þeim í þeim út- reikningum; en með þessu vill hver um sig styðja kröfur sínar til sem mestra landa. Serbar og Búlgarar rífast nú einnig um það, hve mikinn þátt þeir hvorir um sig hafi átt í sigrinum við Adríanópel. Hefur því verið haldið fram af Serbum, að Shukri pasja hafi reyndar gefist upp fyrir þeirra her, en það telja Búlgar- ar aftur fjarri sanni. Rjett eftir miðj- an apríl voru Serbar á leið milli Kumanov og Palanka með vopna- forða, en búlgarskir herflokkar voru þar á reiki, rjeðust á Serba og tóku af þeim vopnin. Af Serbum fjellu í þeirri viðureign 8o, en um mann- fall Búlgara megin hafði ekki frjetst. Það var sagt 18. f. m. að Búlgar- ar hefðu gert vopnahlje við Tyrki, er standa skyldi nokkra daga, og um bardaga við Tchatalja hefur ekki verið talað nú allengi. Það lítur út fyrir að aðaláhugaefnið sje nú ekki að ganga nær Tyrkjum en orðið er, heldur hitt, að klótesta sem mest af því, sem unnið er. Samningarnir um skiftin, sem gerðir höfðu verið áður stríðið hófst milli stjórnanna í Sofíu og Belgrad og nú er farið að deila um, virðast vera mjög teygjanlegir. En einhverjar reglur hafa verið sett- ar þar um skifti á því landi, sem unnið yrði írá Tyrkjum. Vankvæð- in á því, að fara eftir þeim samningi, virðast vera í því fólgin, að það land, sem unnist hefur, er svo miklu stærri en upphaflega var gert rað fyrir. Milli Grikkja og Búlgara gild- ir þessi samningur ekki. Þar voru aðeins yfirlýsingar gefnar frá beggja hálfu um, að ávinningi skyldi skift f hlutfalli við þann herafla og kostnað, sem fram væri lagður af hvorum um sig og svo tjónið, sem hvorir um sig biðu af stríðinu. Það þykir auð- sætt, að Búlgarar hafi í upphafi litla trú haft á hermensku Grikkja og að þeim hafi þá alls ekki komið til hugar, að Grikkir yrðu til þess að taka Salónikí. Mikið er talað um, hver verða eigi konungur f Albaníu, og nú er farið að nefna til þess næstelsta son Gustafs Svíakonungs, Vilhjálm prins, en hann er fæddur 1884 og kvæntur 1908 stórfurstadóttur fra Rússlandi, sem María heitir. Það er sagt, að Rússland, England og Frakkland styðji sænska prinsinn. Aftur er sagt, að margir menn í Albanfu, sem áhrit hafa, vilji fá þýskan prins. Fjelag þetta á að vera sambands liður milli þeirra manna erlendis, íslensk fræði stunda, eða láta sig tsland skifta að einhverju leyti. Það ætlar meðal annars að halda úti dá- litlu málgagni, sem á að koma út 3ja hvern mánuð hjá Eugen Diede- richs í Jena. Frá tilgangi fjelagsins skal annars nánar skýrt síðar. Tollmál Bandaríkjanna. Sambandsþing Bandaríkjanna kom saman til aukaþinghalds 15. apríl. Ríkisforsetinn nýi, W. Wilson, mætti sjálfur í þinginu og las því boðskap sinn, en annars kvað það vera brot á venjunni, að ríkisforsetinn sýni sig í þingsalnum. Hann kvað þingið vera kvatt saman til þess að ræða nýar uppástungur, er hann bæri fram um breytingar á tollalöggjöfinni. Hann vill Iækka tollana mikið, t. d. tollinn á sykri um 25%, og láta hann alveg falla burt 1916. Á ull vill hann afnema tollinn nú þegar og lækka hann mikið á öllum ullarvör- um. Sama er að segja um fjölda annara vörutegunda, að ýmist á að afnema toll á þeim, eða lækka hann mikið. Á einstöku vörur, sem áður hafa verið tollaðar, vill hann aftur á móti leggja toll. Til að fylla skarð tollanna í ríkis- sjóðnum á, eftir frumvarpi forsetans, að koma tekjuskattur, sem ætlað er að gefi af sjer 100 milj. dollara. Af 400O til 20000 dl. tekjum á að bórga io/o, af 20000 til 50000 2%, af 50000 til 100,000 3% og af yfir IOOOOO dl. tekjum 40/0 í skatt. í Senatinu hafa Demókratar lítinn meirihluta og getur verið að þessum laganýmælum verði þar hætt við falli. En þá kvað Wilson þegar ætla að skjótamálinu til kjósenda í þeim ríkjum, sem í báðum þingun- um, Kongress og Senati, eiga þing- menn mótsnúna frumvarpinu. »Die Islandsfreundeoc (ls- landsvinirnir) heitir fjelag, sem nýstofn- að er í Þyskalandi. Forgongumenn fje lagsstofnunarinnar eru þeir dr. Paul Herrmann prófessor í Torgau, dr. Hans Spethmann í Berlín, Heinrich Erkes í Köln og dr. Otto Cahnheim í Dresden. Hafa þeir sent út tilkynn- ingu um fjelagsstofnunina, sem jafn- framt er hvatning til manna um að ganga í fjelagið. Tliorefjelagið. Khafnarblaðið „Dagens Nyheder" frá 15. f. m. segir frá aðalfundi Thoretjelagsins, er haldinn var daginn áður. Blaðið segir, að það sje nýtt nú í ár að heyra frá öðru sagt á aðalfundum gufu- skipafjelaganna en velgengi og háum vöxtum til hluthafa. En þarna hafi verið undantekning. Auðvitaðhafi hlut- hafar ekki búist við miklum ágóða. En jafnvondum frjettum og þeir hafi fengið þarna hafi þeir ekki búist við. Fjelagið hafði tapað á síðastl. ári 266,970 kr. Nýi forstjórinn, Hend- riksen, kvað það mundu taka mörg ár að bæta úr þessu tapi, enda þótt útlitið virtist nú allgott, eftir að lag hefði aftur komist á rekstur fyrir- tækisins. Blaðið segir, að hann hafi farið svo hörðum orðum um fyrir- rennara sinn, að annað eins hafi ekki heyrst lengi, og getur þeirra nokkru nánar. Johannes Jörgensen, danska skáldið, er nýlega ráðinn prófessor í Norðurlandabókmentum við háskól- ann í Loven í Belgíu.

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.