Lögrétta

Eksemplar

Lögrétta - 07.05.1913, Side 1

Lögrétta - 07.05.1913, Side 1
Afgreiðslu- og innheimtura,: t’ORARINN B. fORLÁKSSON. Veltuauudi 1. Taltlml 359, Ritt tj o rl: ÞORSTEINN GÍSLASON Pingholtsstræti 17. Talsimi 178. M 32. Reykjavík 7. maí 1913. VIII. árg. 1. «. «. F. 94599- Lárus Fjeldsted, YflrrJ ottarm*laf«Br»lum«0ur. Lækjargata 2. Heima kl. 1 1 —12 og 4—7. Bækur, innlendar og erlendar, pappír og allskyns ritföng kaupa allir í Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar. $agðað-járnbrautin. Svo er kölluð járnbraut, sem verið er að vinna að i Asíu og á að ná frá Mið- arðarhafi og austur að Persaflóa. I fornöld voru þar eystra afarfrjósöm lönd og vel yrkt, en hafa nú svo öldum skift- ir legið i órækt og blásið upp. Þessi járnbraut á að færa þeim nýtt líf. Rúss- ar hafa lagt hina miklu járnbraut um Norður-Asíu alla leið austur að hafi. Um Kina er á síðustu árum verið að leggja fjölda jarnbrauta, og þau fyrir- tæki voru það, sem urðu þar orsök til stjórnarbyltingarinnar. Um Indlandþvert og endilángt eru járnbrautir. En gömlu menningarlöndin sunnan og vestan í álfunni hafa enn að mestu farið á mis við menningartæki nútímans. Frá Skút- arí við Bospórus hefur verið járnbraut suður og austur til Konía í Litlu-Asíu, og frá henni álma vestur til Smyrna. Nýju brautinni er svo haldið áfram austur frá Konía. Tyrkir eru þar landeigendur, og var það þýskt fjelag, sem leyfi fjekk til járnbrautarlagningarinnar og byrjaði á verkinu 1903. Stjórn Tyrkja lánaði fje til fyrirtækisins. 1904 var brautin kom- in austur til Adana, og er það langur vegur. En þá heftust allar framkvæmdir og verkið lá niðri 1 5 ár. Þýska fjelagið þótti ekki tara vel með tyrkneska láns- fjeð, og stjórn Tyrkja neitaði að halda áfram að lána. Líka er því um kent, að Englendingar hafi ekki viljað fá járn- braut austur að Persaflóa, er væri undir yfirráðum Þjóðverja, því mestur hluti verslunarinnar þar eystra er í höndum Englendinga. Lausnin varð þá sú, að enskt fjelag skyldi taka að sjer að leggja brautina frá Bagdad og suður og austur að Persaflóa. Veitti nú stjórn Tyrkja að nýju stórlán til fyrirtækisins. 1909 var aftur tekið til starfa við braut- arlagninguna af miklu kappi. Nú er braut- in nær fullgerð austur að Evratfljóti; að- eins eítir ólagt á nokkru svæði 1 Taurus- fjallgarðinum. En þar er erfitt að kom- ast áfram; þarf að grafa mörg hvolfgöng og brúa mörg djúp gil og gjár. Haldið er, að því verði ekki lokið fyr en eftir 2 ár, að minsta kost. Nú er sagt, að 72 þús. manna vinni að brautargerðinni á svæðinu frá Konía og austur að Mó- súl við Tígrisfljótið. Evratfljótið er ein ensk míla á breidd, þar sem brautin á a3 hggja yfir Það, og er á þeim stað mjög straumhart. Ekki er haldið að járnbrautarbrúin yfir það verði fullgerð fyr en eftir 3 ár. En bráðabyrgðabrú hefur verið gerð á fljótið til flutninga á brautarefninu austur yfir. Aðalstöðvarnar uppi í landi við þessa miklu braut verða, fyrir austan Adana, Aleppó, vestast, Mósúl og Bagdad. Frá Aleppó er fyrirhuguð braut suður til Mekka, eftir Arabíu að vestan, og er álitið, að Aleppó eigi mikla framtíð í vændum. Þaðan liggur brautin hjer um bil beint í austur til Mósúl, en Mósúl er nú þar sem í fornöld var hin fræga Niniveborg. Þaðan liggur brautin vestan meginTígr- isfljótsins og suður til Bagdad, en í nánd við Bagdad eru rústirnar af annari stór- frægri fornaldarborg, Babýlon. Nokkur ár munu líða áður brautin nær austur þangað. En samt eru enskir verkfræð- ingar nú farnir að gera þarna mælingar yrir stór áveitufyrirtæki. Landið er bert og blásið, vegna vatnsleysis, en nú „Kafíitíií1 drekka allir þeir, er vilja fá góðan, óskaðlegan og ódýran kaffldrykk. — Jafngildir 1 pundi af brendu og möluðu kaffl og pundi af export. 0#~ Fæst á aðeins 80 aura pundið hjá Sveini Jónssyni, Templarasundl 1, er einnig - hefur til sölu Gibs-Rósettur og lista og mikið ~~~ úrval af Betrekki. Kaupmenn snúi sjer til Sveins M. Sveinssonar, p. t. Havnegade 47. Köbenhavn. Pjetursliirkjan í líóm árunum 1506 til 1626. Það er stærsta kirkjan f heimi. Hún er bygð á er á endurreisnartímanum svo nefnda, þegar listirnar voru í mestum blóma á ítaliu og hinir miklu meistarar voru þar uppi, er látið hafa eftir sig ódauðleg verk. Trúin laut þá í lægra haldi fyrir fegurðardýrkuninni. Páfarnir, sem þá voru uppi, voru hámentaðir menn og listavinir, en litlir trúmenn. Leó páfi 10. fann upp á því, til þess að afla fjár til byggingar Pjeturskirkjunnar, að selja syndakvittanir um allan hinn kristna heim, og varð þetta orsök til uppreisnar þeirrar, er Lúther hóf gegn páfaveldinu. Meistarinn, sem rjeð byggingu Pjeturskirkjunnar, hjet Danato Lazzarri Bramante. Hann dó 1514, en fyrirsögn hans var fylgt eftir það um byggingu kirkjunnar. Hún er 187 metrar á lengt og 137 á breidd. Yfir henni er 123 metra há hvelfing, sem er síðasta verk hins mikla meistara Michaels Angelos. Hann dó 1564, löngu áður en kirkjan væri fullgerð. Framan við kirkjuna er Pjeturstorgið, með súlnagöngum alt í kring, gerð- um af þriðjan meistaranum, sem tengt hefur nafn sitt við kirkjubygginguna, Bernini. Á miðju torginu stendur óbeliski, ein af hinum nafnkunnu stein- súlum frá fornöld Egyftalands. á að græða það upp með vatni úr Tígris- fljótinu. Ált efni til brautarinnar er flutt sjó- veg til Mersina, en það er smábær á suðurströnd Litlu-Asíu og liggur þaðan járnbraut til Adana. Alt er efnið frá þýskum verksmiðjum, jafnvel timbur til stöðvabygginganna er þaðan flutt, og múrsteinar. Og umsjón verksins hafa þýskir verkfræðingar. Kaupmennirnir í Aleppó hafa viljað fá þaðan braut stystu leið til sjávar, til smábæjarins Alexand- retta, sem er austar en Mersina, og hef- ur þannig í sambandi við brautarlagn- inguna risið upp þrætumál um hafnar- gerðir á þessum stöðum. Það hefur aft- ur gefið Englendingum tækifæri til að blanda sjer í málið, og reyna þeir að spyrna móti því, að Þjóðverjar fái fót- festu þarna við Miðjarðarhafið. En nú er svo komið, að telja má víst að eftir nokkur ár verði brautin komin alla leið frá Miðjarðarhafi austur að Persaflóa. Allur er kostnaðurinn áætl- aður um 4000 milj. kr. og vafasamt tal- ið, að fyrirtækið beri sig fyrst um sinn. Þó er talið víst, að ferðamannastraum- urinn verði mikill austur til hinna forn- helgu sögustaða, því ferðin þangað frá Vesturlöndum verður þá margfalt hæg- ari en áður hefur verið. Telja má líka víst, að áður langt um líður verði braut þessi lengd alla leið til Indlands. hann, og er hann þá orðinn 511/* milj., en í eftirlaunasjóð fer 1/2 milj., í stað 200 þús. kr., sem er hið venjulega. og gerði sig líklegan til þess að ráða á prófessorinn. Olson greip þá til skammbyssunnar og skaut hann. Kona Olsons bar vitni um þetta með honum og voru þau fullkomlega sátt. Shollð á Alfon* Spánar- Koiiuiii*. Það var 13. f. m., á götu I M<drid. Konungur kom ríð- andi fra heræfingu og fleiri með hon- um. Úti fyrir aðalbanka borgarinn- ar stóð maður, er skaut á konung 2 skammbyssuskotum og kom annað í hest konungs, en hitt gerði hvergi skaða Maðurinn var þegar hand- tekinn Hann heitir Allecre og er stjórnleysingi. Konungi hafði Htið brugðið við tilræðið og þótti hann koma djarflega fram. Hefur bann fyrri orðið fyrir líkum árásum. Alfons Spánarkonungur. Hinar tíðu árásir á konunga og þjóðhöfðingja nú á síðustu tímum hafa orðið þess valdandi, að víða er nú talað um að skerpa þurfi eftirlit til verndar Hfi þeirra. Khafnarblöð- in tala um, að slíkar ráðstafanir sjeu þar í undirbúningi. Tliorefjelagið. Það er ekki rjett, sem segir í síðasta tbl., að fjelagið hafi á síðastl. ári tapað 266,970 kr., en þessi upphæð var í reikningum þess nú færð til sem tap frá fleiri árum. Fjelagið hefur selt »Perw’ie« fyrir 37 þús. kr., og »Austra« og »Vestra« hefur það selt hærra verði en skip- in kostuðu fjelagið, segir nú í árs- skýrslu þess. Par segir einnig, að skip fjelagsins hafi verið færð í reikningum þess með miklu hærra verði en rjett sje, eða rúml. 824 þús. kr. í stað 519 þús. kr., en það voru þau virt af skipafróðum mönn- um síðastl. haust. Hinn nýi forstjóri gerir sjer von um, að hagur fjelagsins fari að rjettast við. AtTiniyegirnir op Dagsbrún. »8tóra norræuaM. Ársreikn- ingar Stóra norræna ritsímatjelags- ins fyriri9i2 eru nýlega komnir fram, Höfuðstóll þess er 27 milj. Hreinn ágóði á árinu er talinn 7 milj. Stjórn fjelagsins stingur upp á að hluthafar fái 20%, og fara þá til þess 5 milj. Ein miljón fer í varasjóð, auk þess, sem rentur af honum leggjast við §ýknað íyrir inorð. Pró- fessor við Minnisótaháskólann í Am- eríku, Oscar Olson að nafni, sænsk- ur að ætt, skaut nýlega mann í eld- húsinu heima hjá sjer. Malið kom fyrir gerðardóm og vakti mikla at- hygli. En svo fór, að gerðardómur- inn sýknaði prófessorinn. Ástæðurn- ar voru þær, að sá, sem drepinn var, hafði lengi sótst eftir konu Olsons, og hafði Olson verið vitandi um það í þetta sinn heyrði Olson þrusk frammi í eldhúsinu, og er hann kom þangað, til þess að vita hvað um væri að vera, stóð hinn þar í skoti Af því verkamenn látast vera reiðir við mig og eru að setja ónot í mig á götum bæjarins, þá vil jeg spyrja leiðtoga og hershöfðingja „Dagsbrún ar“ að nokkrum spurningum. Jeg álít, að þeir sjeu færari um að svara þeim en hinir. 1. Þorið þið að eiga eða leigja þilskip og ráða á það 22 menn til fiskiveiða frá 1. mars til 1. október, og greiða þeim kr. 3,50 fyrir hverja 10 kl.t. og 45 a. um kl.t. fyrir eftir- vinnu? 2. Þorið þið að eiga eða leigja 5 manna-far og ráða á bátinn formann og 4 háseta með þeim samningi, að kaup þeirra sje 35 a. um kl.t. í 10 kl.t. og 45 a. fyrir þá kl.t., sem þeir eru við bátinn eða aflann fram yfir 10 kl.t.? 3. Þorið þið að ryðja móa eða mela tii kál- og kartöflu-ræktar og setja girðingu umhverfis úr steini eða vír og greiða verkamönnum 35 a. um kl.t. meðan áj vinnunni stendur? 4. Þorið þið að taka verkamenn fyrir 35 a. um kl.t. til að sljetta og þekja, eftir nútíðar máta, nokkrar dagsláttur í túni eða móum, hvort heldur þið ætlið að selja þær, eða hafa þær sjálfir til afnota? Jeg hef nú reynt flest af þessu, þegar kaup verkamanna var miklu lægra en 35 a. um kl.t., og afrakst- urinn borgaði ekki kostnaðinn. 5. Þorið þið að taka bújörð og afla allra heyanna með kaupafólki, sem þið greiðið í kaup — í hið minsta karlmönnum — 35 a. um kl.t. í 10 kt.t. og 45 a. fyrir þá kl.t., sem fram yfir eru? Heyaflatíminn er svo stutt- ur, að hver bóndi verður öreigi, sem ekki lætur vinna lengur er 10 kl.t. við heyvinnu, einkum þegar ræða er um heyþurk og heybinding. 6. Þorið þið, þegar þið farið að búa og eiga kýr, sauðfje og hesta, að ráða menn til að hirða þennan bú- pening allan veturinn fyrir 35 a. um kl.t., þó þið þurflð ekki að borga meira um kl.t. en 35 a. fyrir yfir- vinnu, sero er óhjákvæmileg stunduro? 7. Ef svo fer, að þið þorið ekki að leggja út í þetta, sem nú er nefnt, og komist að þeirri niðurstöðu, að afurðir landsins sjeu svo rýrar, að aðalatvinnuvegirnir til sjós og lands geti ekki borið 35 a. gjald um kl.t. fyrir alla upp til hópa, hvort sem það eru dugnaðarmenn eða slæp- ingar, — til hvers er þá að setja upp þetta 35 a. kaupgjald fyrir alla, sem þið ekki þorið sjálfir að taka upp á ykkur og atvinnuvegir lands- ins ekki geta borið? Yerður ekki afleiðingin sú, að lands- búar verða að flýja landið? Viljið þið vera þeir skaðræðismenn, að vera forgöngumenn þess? en sú verður af- leiðingin af starfi ykkar. Þegar vinnan verður dýrari fyrir landbóndann og sjávarútvegsmanninn en atrinnuvegurinn getur borið, þá liggur ekki annað fyrir þeim en að flýja landið. Og þegar verkamenn segjast heldur ganga iðjulausir en vinna fyrir minna kaup en 35 a. um kl.t., þá verða þeir líka að flýja land- ið, þegar þeir eru orðnir fáir í land- inu, sem geta eða vilja greiða 35 og 45 a. fyrir kl.t. Tveir agentar eru nú á leið hing- að frá Ameríku, til að narra fólk hjeðan. Þið „Dagsbrúnar“höfðingjar hafið ágætlega undirbúið jarðveginn fyrir þá, til þess að þeir fái ágæta uppskeru í sumar, með allri þeirri óánægju, sem þið hafið, ástæðulaust og fyrirhyggjulaust, sett í verkalýð- inn. Þeir menn, sem fara hjeðan og úr nágrenninu til Ameríku í sumar, skrifast á reikning „Dagsbrúnar“- höfðingjanna. Fyrir íraman lá hafn- arvinna og álitleg tíð fyrir verka- menn, hefðu leiðtogarnir haft vit og vilja til að leiða skoðanirnar og kröf- urnar í rjetta átt. 8. Hafið þið, leiðtogar „Dagsbrún- ar“, tekið eftir því, að vinnan er meiri og drýgri fyrir vinnuveitendur á vorin og sumrin, heldur en á jafn- löngum tíma haust og vetur? Sje svo, að þið hafið sjeð þetta, — því heimtið þið og ykkar menn þá jafnt kaup um kl.t. suinar og vetur? 9. Hafið þið tekið eftir því, að menn vinna misjafnt, að sumir hafa meira þrek og meiri viija en aðrir? Ef þið hafið sjeð þetta, — því heimt- ið þið þá sama kaup fyrir alla? Er það rjettlátt gagnvart vinnuveitend- um og verkamönnunum sjálfum, og er það hyggilegt? Er ekki hætt við, að vinnuveitendurnir taki þá dugleg- ustu úr hópnum og hinir minni mátt- ar eða lötu fái ekki vinnu, þegar þeir mega ekki ráða sig til vinnu fyrir minna en 35 a. um kt.t.? Hef- ur „Dagsbrún" sjóð til að fæða þá, eða á sveitin að gera það? Er það líklegt, að duglegi maðurinn verði ár eftir ár duglegi maðurinn, þegar hann fær aldrei hærra kaup, nje sjer það 1 nokkru, að hann vinni vinnuveit- anda helmingi meira gagn en slæp- ingjarnir? Er ekki „Dagsbrún“, með þessu jafnháa gjaldi fyrir alla, eins- konar uppeldisstofnun fyrir letingja og eyðilegging þess, að duglegu mönn- unum fjölgi í verkmannastjettinni? 10. Ef það er harla nauðsynlegt, að verkamenn vinni ekki fyrir minna kaupi en 35 a. um kl.t., er þá ekki jafn-nauðsynlegt að minnast á það, hve mikið verk vinnuveitandinn á að fá fyrir þessa 35 a. um kl.t., eða kr. 3,50 á dag ? Hvað hafa nú leið- togarnir afrekað í þessa átt? Dags- brúnarfjelagið hefur nú staðið svo mörg ár, að leiðtogarnir, og Dags-

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.