Lögrétta

Útgáva

Lögrétta - 21.05.1913, Síða 1

Lögrétta - 21.05.1913, Síða 1
Afgreiðslu- og innheimtuni.: fORARINN B. ÞORLÁKSSON. “Veltusundi 1. Talsimi 359» LOGRJETTA Rit s tj o r i: Rorsteinn gíslason Pingholtsstræti 1T. Talslml 178. M 34. Reykjavík 31. maí 1913. VIII. árg-. Slfrsla til Stjdrnarráðsins um Heklugosið 1913. Eftir G. Björnsson landlækni. í byrjun þessa mánaðar þurfti jeg að fara 1 embættiserindum austur í Arnes- sýslu og Rangárvallasýslu og skýrði stjórnarráðinu frá þeirri ferðaætlun minni. Barst mjer þá brjef frá stjórnarráðinu, dagsett 3. þ. m., svohljóðandi: »Með því að þjer, herra landlæknir, »eruð að leggja af stað i embættiseftir- slitsferð um Árnes- og Rangárvallasýsl- »ur, finnur stjórnarráðið ástæðu til þess, »þar sem jarðfræðingur dr. Helgi Pjet- sursson er forfallaður, að beiðast þess, »að þjer á þessari ferð, ef tími yðar og »aðrar ástæður leyfa, vilduð fara að eld- »stöðvunum við Heklu og senda stjórn- »arráðinu skýrslu um athuganir yðar á »eldgosunum«. Jeg lagði af stað hjeðan sunnudaginn 4. maí með einn mann til fylgdar, Sig- fús son minn, en Guðmunaur skáld Magnússon slóst í för með okkur. Á þriðjudagskveld hafði jeg lokið em- bættisstörfum mínum í Rangárhjeraði og tók mjer náttstað hjá Grími hreppstjóra Thorarensen í Kirkjubæ. Daginn eftir hjelt jeg frá Kirkjubæ að Fellsmúla og fylgdi Grímur hreppstjóri mjer þangað. Þann dag var ofsarok á austan; var talsverður vöxtur i Ytri-Rangá; riðum við á Kaldbaksvaði og fórum á sund við vesturlandið; hafði áin grafiðsigþar niður nýlega að óvöru; Sigfús teymdi töskuhestinn og lenti á versta stað í ánni; festist reiðhestur hans í sandbleytu og hrasaði og hraut pilturinn af baki og varð að bjarga sjer á sundi upp í eyr- arodda. Frá Kaldbaksvaði er alllöng leið að Stóruvöllum, yfir Stóruvallahraun; það er sandorpið og hreptum við glóru- lausan sandbyl alla leið yfir hraunið. Við náðum að Fellsmúla um nónbil, illa til reika úr ánni og sandinum. Prestssetrið F'ellsmúli er prýðilega hýst og öll umgengni eftir því; þar er nú prestur síra Ófeigur Vigfússon. Jeg skýrði honum frá erindi mínu og var nú sent eftir tveim kunnugum mönnum, Guð- mundi hreppstjóra Árnasyni að Látalæti og Guðna bónda Jónssyni að Skarði; Guðni hefur verið gangnaforingi (fjall- kongur) Landmanna undanfarin ár og er allra manna kunnugastur á Land- mannaafrjetti; hann hafði og nýlega farið austur að norðureldinum með Magnúsi Ijósmyndara Ólafssyni. Landmönnum þótti vænt um ráðstöfun stjórnarráðsins; þeir töldu mikla nauðsyn á því, að eld- stöðvarnar yrðu rannsakaðar til hlítar; það var nú ráðið, að Guðmundur hrepp- stjóri skyldi fara með mjer og skyldum við hafa tjald með okkur og hestafóður og matarforða til þriggja sólarhringa; var talið nauðsynlegt, að hafa tvo menn til að gæta hestanna. Daginn eftir, fimtudaginn 8. mal, Iagði jeg upp frá Fellsmúla litlu fyrir hádegi við sjötta mann; höfðum við ellefu hesta, einn til reiðar hver okkar, fjóra undir heyi, einn undir vistum og áhöldum. Storminn hafði lsegt um nóttina og var nú komið besta veður, skafheiðríkt og hægt kul af ýmsum áttum. Kl. i‘/« vor- um við komnir að eyðibýlinu Merki- hvoli, klukkutíma reið fyrir norðan Galta- læk; var þá 150 hiti (Cels.) í skugga, en 28° móti sól. Við sáum nú mjög glögt reykjarmökkinn úr norðureldinum, eins og bugðótt band á norðurloftinu, allhátt , frá jörðu, Ijósgrátt á litinn, en þó með rauðleitum blæ austan til. Ferðin gekk vel; færðin víðast góð; við vorum komnir austur undir norður- eldinn hálfri stundu eftir miðaftan, og völdum okkur tjaldstað vestan undir sandöldu, rjett fyrir véstan Lambafitjar- hraunið. Við Guðmundur hreppstjóri gengum nú þegar austur að hrauninu og sfðan upp á nyrstu Krókagilsölduna og sáum þaðan f ágætu skygni yfir allar eldstöðvarnar; eftir i*/» tfma komum við aftur 1 áfangastað. Þá um kveldið kl. 8 var 50 hiti í lofti, en þó farið að skæna á pollum (af kuldanum í jörðinni); á hæðarmæli mínum var svo að sjá, sem við værum 410 stikum ofar en Fells- múli; veðrið jafnbjart og áður. Það voru nú ráð mfn, að við Guð- mundur hreppstjóri skyldum leggja á stað gangandi undir miðnætti og halda suður á öræfin og freista að finna syðri eldstöðvarnar, og sagði jeg fjelögum okk- ar, að þeir skyldu ekki undrast um okk- ur, þó að við yrðum fult dægur í burtu. Guðmundi skáldi og Sigfúsi fól jeg á hend- ur að leggja á stað, þegar bjart væri orðið, og ganga alla leið kring um Lambafitjar- hraunið, og kanna það. Þeir fylgdu okkur nú á leið, upp á Krókagilsölduna nyrstu, og vorum við þar staddir rjett á lágnætti, beint á móti opinu á stóra gígnum, sem gaus ísífellu alla þá stund, sem við dvöldum þar eystra. Þá skildum við. Guðmundurskáld og Sigfús sneru heim í tjald, en lögðu upp kl. 4*/» um morguninn, gengu kring um norðureldstöðvarnar og komu aftur í tjaldstað kl. io. Stundu síðar komum við Guðmundur hreppstjóri heim úr suð- urgöngunni, eftir ellefu tíma útivist; hvíldum við okkur góða stund, en geng- um síðan austur að norðureldinum til að athuga ýmislegt nánar og höfðum lokið því að aflíðandi nóni. Var þá ekkert eftir óunnið; lögðum við upp heim á leið kl. 4’/» og komum að Fells- múla kl. 10 um kveldið. Alla þá stund, sem við dvöldum í ó- bygð, hjelst sama góða veðrið, ekki ský- skaf á lofti, ekki þokudíll á nokkrum tindi. Fyrir það gekk ferðin svo greitt. Frá Fellsmúla hjelt jeg nú leiðar minn- ar niður í Eyrarbakkahjerað og kom heim aftur 14. maí. 1. Upphaf eldanna. Fyrri ferðir að norðureldinum. Kl. 3 aðfaranótt föstudagsins 25. apríl hófust allmiklir landskjálftar í Rangár- vallasýslu og Arnessýslu; varð þeirra mest vart á Landinu, milli Ytri-Rangár og Þjórsár. Undir miðjan morgun tók að draga úr kippunum, en þá sást jafnframt reykj- armökkur frá efri bæjum á Landi, i austurátt, bak við Heklu; var mökkur- inn biksvartur og teygðist til norðvesturs. Þegar á daginn leið (um kl. 4) sást af Landinu annar mökkur nokkru norðar og austar og runnu mekkirnir saman. í úthallinu hvesti upp á landnorðan, dreif þá ösku niður, svo að fannir grán- uðu á fjöllum, Heklu, Búrfelli, Hreppa- fjöllum, Vörðufelli, Ingólfsfel'i og víðar; þá varð og vart við öskufall, en þó mjög lftið, heima á bæjum — bæði á Landi og í Hreppum og eqda víðar. Á föstudagskvöldið var svo að sjá af Land- inu sem alelda væri alla leið frá Búr- felli og suður fyrir Heklutind að austan- verðu (sjá »Lögr.« 26. apríl og 3. maí 1913 og »ísaf.« 3. maí 1913.) Mönnum var þegar ljóst, að eldur mundi vera uppi á tveim stöðum, annar einhverstaðar austur af Heklu, hinn talsvert norðar. Suðureldinn lægði fljótt; frá Fellsmúla sást ekki eldsbjarmi upp af suðureldinum nema fyrsta kvöldið. Norðureldurinn hefur verið uppi til þessa og með fullu lífi; hafa ýmsir menn gert sjer ferðir þangað. Fyrstur varð Ólafur bóndi ísleifsson að Þjórsártúni og hafði hann fengið með sjer Ólaf bónda Jóns- son að Austvaðsholti. Þeir komu að norðureldinum 29. apríl, sáu að hann var við svonefnda Lambafit, góðan spöl fyrir austan Valahnúka; nefndu þeir hraunið nýja Lambafitjarhraun; hefur Ólafur Isleifsson skýrt frá þeirri ferð f »Lögr.« 3- maí 1913. Þegar þeir komu að eldstöðvunum sáu þeir enga elda, en reyki mjög vlða; en er þeir höíðu dvalið þar á annan klukkutíma, tók einn gíg- urinn að gjósa og litlu síðar fleiri gígir, og sáu þeir loks eld í 10 uppvörpum. Degi sfðar, 30. apríl, komu þrír Árnes- mgar að norðureldinum, Guðm. Guð- mundsson og Kjartan Guðmundsson af Eyrarbakka og Þorfinnur bóndi Jónsson í Tryggvaskála; hefurGuðm. Guðmunds- son ritað um þá ferð (»ísaf.« 7. mal 19.13). Þeir sáu ekki gos nema á einum stað — þar sein enn gaus, þegar jeg kom að. — Þar sáu þeir einn háan eldstrók í miðju, en smærri súlur utan með; virt- ist þeim hæsta eldsúlan vera 100—150 stikur á hæð. Þeir dvöldu þar tæpt dægur, frá því 1 aftureldingu og fram undir hádegi. Alla þá stund segja þeir að gosið hafi verið samt og jafnt. Þeir gengu spölkorn suður frá eldinum, svo að þeir sáu 1 Krakatind, en komu þó hvergi auga á reyki eða öskufall suður- undan og hugðu að suðureldstöðvarnar mundu vera miklu austar en Kraka- tindur. Næsta dag, 1. maí, komu þrír Reyk- víkingar á sömu stöðvar, Andrjes Fjeld- sted, Eggert Briem og Guðjón Sigurðs- son („Lögr.“ 3. maí 1913). Einn þeirra hefur lýst gosinu mjög rækilega í „Reykjavík“ 17. maí 1913. Hann segir að sá hluti gjárinnar, sem var að gjósa, hafi verið á að giska 200 stikur á lengd, hafi 4 smáhöft skipt gjánni þarna í 5 gígi, en gosið mest 1 nyrsta gosgígnum. Gosið var látlaust meðan þeir stóðu við. Tveim dögum síðar, laugardaginn 3. maí, kom Magnús Ólafsson ljósmyndari á þessar stöðvar; honum fylgdi Guðni bóndi Jónsson í Skarði. Þeir komu að eldstöðvunum aðfaranótt laugardagsins og stóðu við 6 tíma. Sáu þeir ekki gos nema á einum stað — 1 stærsta gfgn- um — en þar var gosið látlaust. Kl. 5 um morguninn urðu þeir varir við jarð- skjálfta. Aðrir höfðu ekki komið að norður- eldinum áður en jeg kom þar 8. maí. Engir af þessum mönnum höfðu farið alla leið kringum norðureldstöðvarnar, og kunnu því ekki að segja með neinni vissu, hversu langt hraunið var runnið, þegar þeir komu að. Enginu þeirra gat sagt neitt um suðureldstöðvarnar, hvar þær mundu vera. Þeir höfðu ekki held- ur getað orðið þess vísari, hversu mikið kvað að skemdum á afrjettum Árnes- inga og Rangæinga af öskufalli. Enn- fremur kom í ljós, að þeim bar oft ekki saman um áttir og örnefni á eldstöðv- unum. Þeir höfðu farið ferðirnar sjer til skemtunar og orðið að hafa stutta við- dvöl, svo að þess mátti ekki vænta, að þeir gætu annað ítarlegum rannsóknum. Það var nú mitt erindi, að athuga alt nánar en gert hafði verið. 2. Norðureldstöðyar. Á uppdráttum Björns Gunnlaugssonar og Þorv. Thoroddsen er markað lítið vatnsfall skamt í landnorður af Heklu og nefnt Helliskvisl; húh hefur upptök sín norðurundan vestur-enda Torfa- jökuls, rennur fyrst vestur á við, en beygir síðan til norðurs og fellur loks í Tungnaá. Þar sem þessi kvísl beygir við, hefur eldurinn komið upp. En allir uppdrættir af þessu svæði eru svo litlir og óglöggir, að eldstöðvarnar verða ekki markaðar á þá. Nú er til stór og vandaður uppdráttur af Heklu og hraununum umhverfis hana eftir danska herforingjaráðið; en sá upp- dráttur nær ekki nema rjett austur fyrir Valahnúka; þaðan er að vísu stutt leið (4—5 rastir) austur að eldstöðvunum. Þær eru á flatneskju, sem hallar til norð- urs að Tungnaá, en er umkringd af hæðum á alla aðra vegu. Að austanverðu við þessa flatneskju er Melfell nyrst, suður af því skörðóttar bungur, sem heita Dyngjur, þar fyrir sunnan bratt og hátt strýtufjall, sem heitir Hrafnabjörg. Þá tekur við kollótt fell allmikið suður og vestur af Hrafna- björgum og heitir Sauðleysa; milli Hrafna- bjarga og Sauðleysu verður vítt skarð, það er Lambaskarð; gegnum þetta skarð sjer 1 Herbjarnarfell og á bak við það í Löðmund. Fyrir vestan Sauðleysuna og lítið eitt sunnar er annað fell álíka stórt, og heitir líka Sauðleysa (sunnar eru enn aðrar tvær Sauðleysur — 4 alls). Fyrir vestan þessa Sauðleysu er há alda, sem heitir Krókagildsalda. Sauðleysan þessi og Krókagilsalda lykja um lág- lendið að sunnan, og milli þeirra fellur Helliskvisl niður á flatneskjuna. Að vest- anverðu við flatlendið eru skörðóttar og bugðóttar öldur, sem ná til norðurs góðan spöl frá Krókagilsöldunni. Þessar öldur hafa verið nafnlausar, en Land- menn hafa nú fallist á, að þær skuli heita Lykkjur. Þá er lýst hæðaskeifunni kringum flatneskjuna. Austan til á henni, austur undir Hrafnabjörgum, er há, bunguvaxin alda, sem ekki heitir Austur- kringreiðaralda. Fjallkongur þeirraLand- manna vill að hún fái nafnið Hrafnabjarga- alda. Helliskvísl vjek sjer austur undir þessa öldu og rann þar norður með henni, en vestanvert við kvíslina var þar allmikið og fagurt graslendi; það var Lambafit. Fyrir sunnan Krókagilsölduna, sem fyr var nefnd, er djúp og bugðótt dæld; að sunnanverðu við þá dæld tekur við önnur enn hærri alda, sem líka heitir Krókagilsalda. Eldsprungan byrjar i þverhnýptum móbergs- hnúk, sem er áfastur við norðurenda Hrafna bjargaöldunnar, austanhalt. Þaðan gengur hún l>eí«it í útsuður — á ská gegn- um Hrafnabjargaölduna — síðan yflr flat neskjuna — loks á ská gegnum austurend- ann á Krókagilsöldunni (þeirri nyrstu) og endar i djúpri dalkvos að sunnanverðu við pá öldu. Hún er þvi býsna löng, svo að röstum skiftir. Hraunslettur má sjá fram með sprung- unni endilangri, en flest eru uppvörpin lítil. Langstærsti gígurinn er sunnanvert í litlum hnúk rjett vestanundir Hrafnabjarga- öldunni. Úr honum er runnið mest alt Lambafitjarhraunið. Hann gaus látlaust 8. og 9. maí og fjell allstór hraunlækur gló andi út úr honum; ekki urðum við varir við |öskufall, en reykjarmökkinn lagði i háa loft. Austur undir Hrafnabjörgum hefur runnið hraun úr sprungunni, en þó ekki til muna. I hinum enda sprungunnar, sunnan halt i Krókagilsöldunni, eru tvö stór upp vörp og hefur runnið allmikið hraun úr þeim niður í dældina milli Krókagils- aldanna, og nefndum við það Krókagils- hraun. Úr sprungunni á háöldunni geng- ur dálítil hrauntunga í landnorður, en nær skamt niður í hallann, og var hún orðin köld viðkomu. Úr sprungunni í Krókagilsöldunni hefur lítið eða ekkert hraunrensli orðið niður á flatneskjuna. Lambafitjarhraunið er bersýnilega alt komið úr stóra glgnum og öðrum upp vörpum niðri á flatneskjunni. 9. maí var Lambafitjarhraunið komið norð ur á móts við suðurenda Melfells. Sást ekki að því þokaði þar áfram. Hins veg- ar sást í glóandi hraunlæki í vestur- jaðri hraunsins; þar seig það hægt áfram. Þeir, er slðar koma, geta haft það til marks, að þegar jeg stóð við glóandi hraunjaðarinn að vestan, þar sem sprung una i háhrygginn á Hrafnabjargaöldunni bar beint í efsta tind á Hrafnabjörgum, þá var til hægri handar (til landsuðurs) alopin sýn inn í skarðið milli Krókagilsöldu og Sauðleysu eftir farvegi Helliskvíslar, Megnið af Lambafitjarhrauni er að vestanverðu við Helliskvísl, og hefur þakið alla Lambafit og gengið. út á sandana fyrir vestan hana. Öll uppvörpin voru hætt afl gjósa, nema stóri gigurinn, sem fyr var nefndur. Það má telja víst, að öll uppvörpin á eldsprung- unni hafi verið hætt að gjósa um síð ustu mánaðamót, nema þessi eini gígur og fáein minni uppvörp rjett í grend við hann. 3. Suðureldstöðvar. Að þeim kom jeg um morguninn 9. maí. Heklu-brjef herforingjaráðsins (nr. 57) nær yfir þær stöðvar, og er þar því miklu auðveldara að átta sig. Uppdrátt- urinn er snildarlega gerður, en þvl mið- ur eru nokkrar nafnavillur á honum. Fjall það í landnorður af Heklu, sem kallað er Krakatindur á uppdrættinum, heitir rjettu nafni Hestalda (sumir kalla það Hnakköldu), en Krakatindur er þar sem stendur Rauðfossafjall (Rauðfossa- fjöll eru austar). Rjett hjá Valahnúkum er prentað á uppdráttinn nafnið »Sauð- leysa«, en sú hæð heitir ekki því nafni. Þetta þarf að leiðrjetta. Fjórar rastir útsuður af Krakatindi og beint austur af hæsta Heklutindi er hátt og bratt fell (905 stikur yfir sjávarmál). Þar hef- ur suðureldurinn verið. Við útnorðurhorn fellsins sá jeg nýja eldsprungu; hún var miklu styttri en Lambafitjarsprungan, en stefnan söm, frá landnorðri til útsuðurs. Sprungan gekk gegnum hornið á fellinu og voru sum uppvörpin góðan spöl uppi í hlíðinni norðan í fellsöxlinni. A sprung- unni gat jeg greint (ofan af fellinu) milli 20 og 30 uppvörp, en flest voru þau smá; nokkur allstór uppvörp voru báðu megin við fellsöxlina. Öll voru þau hætt að gjósa, en miklir gufumekkir upp úr þeim flestum. Gosið virðist hafa verið geist, en staðið stutt yfir. Landmenn sáu engan eldbjarma af því nema fyrsta dag- inn (25. aprll). Eyrbekkingar sáu suður að Krakatindi 30. apríl og sáu enga reyki; hefur gosið þá verið hætt, enda rauk lítið úr hraununum þegar jeg kom að þeim 9. maí. Hraun hafði runnið á tvo vegu, suður og norður. Suðurhraunið var miklu minna, hafði runnið austur með fellinu að sunnan og virtist vera um það bil 1 röst á breiddina. Norðurhraunið var breiðara og aðalstefna þess frá fell- inu austanhalt við hánorður, og hefur það komist um það bil 2 rastir frá fell- inu, eða fult það. Á einum stað, í stefnu frá fellinu vestanhalt við Krakatind, hef- ur nýja hraunið runnið fast að hrauninu frá 1878. Vlða rauk úr norðurhrauninu, en lltið úr suðurhrauninu. Frá fellinu gekk breið og biksvört vik- urröst til útnorðurs alla leið upp í vikið milli Heklu og Rauðuskála. Fannirnar austan á Heklu, Rauðuskálum og Hest- öldu, vortx gráar af öskufalli. í suðurátt og austur voru allar fannir mjallhvítar. Þetta fell, sem hjer var lýst, hefur ver- ið nafnlaust. Jeg vildi að Landmenn skyldu ráða öllum nýjum örnefnum á afrjetti sínum, en taldi rjett, að fellið drægi nafn af Guðmundi hreppstjóra, sem fyrstur hafði komið að eldstöðvunum þeirra manna. Var fellið því nefntMunda- fell og hraunin nýju Mundafellshraun. 4. Viknr og aska. Bkemdir á afrjettum. Þess er áður getið, að vart varð við Utilsháttar öskufall í sveitum fyrstu dag» ana eftir að gosið hófst; sást þess votta á húsþökum og fönnum í fjöllum; en nú sáust þess engin merki í bygðum, að aska hefði fallið, og hefur hvergi komið að meini. Báða dagana, 8. og 9. maí, var ágætt skygni og sá jeg víðsvegar um afrjettir og öræfi, hafði líka mjög góðan sjón» auka. Á Hreppamannaafrjetti mátti sjá, að allar fannir voru drifhvítar og þó hvergi nýfallinn snjór í óbygðum. Við sáum einnig glögt yfir Holtá' mannaafrjett, og var þar alt eins ura* horfs, hjarnið hvítt, hvergi grár litur( engar skemdir. Öðruvísi var umhorfs á Landmanhá* afrjetti. Þar hafa orðið geisimikláf skemdir, og kemur sjer illa, þvf að land* ið var rýrt og mátti einskis f missái Einn besti bletturinn var Lambafitihj hún er nú öll þakin af hrauninu, sem fengið hefur nafn af henni. Þar að auki eru mikil brögð að vikurfalli d afrjettarlandinu öllu að vestanveröu við eldinn; í Valafelli voru fannimar víðd biksvartar; á stórum spildum í grend við norðureldinn var þverhandarþykt vikurlag ofan á hjarninu. Vikurinn vaf alstaðar líkur útlits, eins og blandað væri saman smámöl og sandi, svartur á. lit og mjög þungur í sjer. Vindar hafa verið austlægir sfða-j gosið hófst og fyrir þvf eralt land»w0n óskemt fyrir austan eldstöðvamar.. Að dómi þeirra Guðmundar hrepptfjóra og Guðna í Skarði er útlit til þess, að Land* menn munj eVÁi á komanda sumri hafa haga fyrir meira en helming af búpen* ingi sfnum, sökum þeirra skemda, sero þegar eru orðnar. Verða þeir því að leita á náðir Hreppamanna, vestur yfir Þjórsá. (Nl.).

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.